Er samningsmarkmiðið aðeins eitt?

Það hefur að ýmsu leiti verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um aðildarumsókn Íslands að "Sambandinu" undanfarna daga.  Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að nú er rætt um býsna umfangsmiklar breytingar á "Sambandinu" og ekki síður nauðsyn á breytingu reglugerða í kringum euroið, enda gallar þess orðnir flestum sjáanlegir.

En það hefur ekki hvað síst verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum "Sambandssinnanna" við þessum hugmyndum.  Nú heyrist æ meira úr þeim herbúðum að þessar breytingar séu einmitt það sem Íslendingum komi best og séu löngu tímabærar og bæði Ísland og "Sambandið" muni standa sterkari á eftir.

Jafnvel þeir sem töluðu um að "Sambandið" væri samstarfsvettvangur 27. sjálfstæðra of fullvalda ríkja, tala nú eins og það aukna fullveldisframsal sem nú er talað um, sé einmitt það sem Ísland þurfi á að halda og það sé engu líkara en að breytingarnar séu klæðskerasaumaðar fyrir Ísland.

Samningsmarkmiðið virðist vera aðeins eitt, að ganga í "Sambandið".  Ekkert annað skiptir máli, ekki einu sinni það að engin viti í hvers konar samband sé verið að ganga í.

Það er líka ljóst að enginn Íslendingur virðist vita hver samningsmarkmiðin eru, engin lína hefur verið dregin, ekkert markmið sett sem ekki má hörfa frá. 

Þannig rekur Íslenska ríkisstjórnin málið.  Þannig standa Samfylkingin og VG vörð um hagsmuni Íslands.

Það þarf að setja aðildarumsóknina á ís, það þarf að skipta um ríkisstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband