28.11.2011 | 16:39
Gott mál en óboðleg vinnubrögð
Það er gott mál að "kolefniskatturinn" svo kallaði sé dregin til baka. Að öllum líkindum getum við þakkað "upphlaupsmönnum" innan Samfylkingarinna fyrir það. Meirihlutinn sem ríkisstjórnin hefur er það naumur að lítið sem ekkert má út af bregða. Það má heita víst að hefði eining ríkt innan ríkisstjórnarflokkana um málið, hefði skatturinn flogið í gegn með skelfilegum afleiðingum.
En svo notað sé vinsælt orðalag um þessar mundir, þá eru þetta óboðleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra.
Var þessi fyrirætlan kynnt í ríkisstjórn og fékk hún samþykki þar? Var þessi fyrirætlan kynnt í þingflokkum og fékk hún samþykki þar?
Eða æddi fjármálaráðherra af stað upp á sitt einsdæmi og setti fram á Alþingi tillögu sem m.a. innihélt þessa skattahækkun? Mega Íslendingar ef til vill eiga von á því að forsætisráðherra skipi starfshóp innan ríkisstjórnarinnar sem taki yfir skattamálin frá Steingrími J.?
Því skaðinn er að hluta til skeður. Vissulega er gott að skattaáformin eru dregin til baka, en eftir stendur hringlandaháttur ríkisstjórnar Íslands, skattar virðast ákveðnir hipsumhaps, eða eftir geðþótta einstkra ráðherra og lítið sem ekkert hugsað um hvaða áhrif þeir geta haft. Eftir stendur sömuleiðis að fjármálaráðherra virðist hafa ætlað að ganga á móti fyrri samningum við stóriðjufyrirtæki á Íslandi. Slík vinnubrögð eru óboðleg og skaða orðspor Íslendinga hvað varðar erlendar fjárfestingar og var þó ekki úr háum söðli að detta.
P.S. Skyldi einhverjum fréttamanninum detta í hug að spyrja Steingrím J. Sigfússon að því hvort að hann telji Ísland nú vera "... skattaparadís fyrir mengandi starfsemi..."?
Hætt við hækkun kolefnisgjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig minnir nú líka að Jóhanna og Steingrímur hafi ætlað þinginu að samþykkja Icesave ÁN ÞESS AÐ FÁ AÐ LESA YFIR SAMNINGINN. Eða misminnir mig. ÓBOÐLEG VINNUBRÖGÐ HVAÐ!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 18:37
Þetta er því miður bara eitt dæmi um alveg óskiljanleg vinnubrögð ráðamanna okkar.
Þráinn Jökull Elísson, 28.11.2011 kl. 23:41
Það er rétt Ásthildur, þannig átti fyrirkomulagið að vera varðandi IceSave I. Það veitti ekki af rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn á öllu IceSave ferlinu.
Það eru búnar að vera býsna margar uppákomurnar hjá þessari ríkisstjórn og líklega ekki séð fyrir endann á þeim ennþá.
Við fáum líklega að sjá fyrir vikulok hvort að Jón er "kræfur karl og hraustur", eða hvort hann verður að lúta í gras. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað það er seigt í Jóni.
En ríkisstjórnin höktir áfram þó að vegamæðin sé öllum vel sjáanleg. En þörfin fyrir kosningar verður brýnni með hverjum deginum.
G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2011 kl. 03:35
á það virðist ekki vara sama hver það er sem spyr ekki eða sýnir spilin. Það er saannkallað hökt í þessari ríkisstjórn og á meðan gerist nákvæmlega ekkert í endurreisn heimila og þjóðar. Því miður þykir þessu fólki vænna um stólinn og eigin rass heldur en þjóðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.