Kalt kaffi

Það er ekki ólíklegt að kaffi hafi kólnað í bollum hér og þar um landið í gær.  Landsfundur Frjálslyndalega flokksins hefur líklega valdið því að kaffi bragðast ekki eins og áður og kaffibandalag hljómar eins og straffbandalag.

Nýkratar (EÖE), hvað sem það annars er,  virðast alla vegna ekki í neinum vafa og segir:

"En vandamálið er bara að í kaffibandalaginu eru þrír flokkar.  Vinstri Grænir, Samfylkingin og svo Frjálslyndi flokkurinn.  Það er hins vegar augljóst eftir landsþing Frjálslyndra í gær að sá flokkur á litla sem enga samleið með stjórn sem að frjálslyndir jafnaðarmenn myndu vilja mynda.

Í kosningum um varaformann var hófsömustu rödd flokksins hafnað og Magnús Þór endurkjörinn varaformaður.  Svo er það augljóst eftir ræðu formanns flokksins að þeir eru að staðsetja sig sem flokk sem ætlar að nýta sér tortryggni gagnvart útlendingum til fylgisaukningar.  Með slíkum flokkum á Samfylkingin enga samleið."

Sjá hér.

Sú var tíðin að ég var sammála ýmsu sem kratar, sérstaklega þeir sem staðsettu sig til hægri voru að segja, ef til vill rennur sá tími upp aftur.  En stundum er svo erfitt að finna kratana, hvað þá að heyra í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband