Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Þekkir lögreglan ekki reglugerðina, eða hefur blaðamaður rangt eftir henni?

Í fréttinni segir:  "„Við erum að skoða þetta. Það mega ekki fleiri koma sam­an en 10 nema í mat­vöru­búðum. Ef þetta er veit­inga­hús, þá verður að hólfa­skipta,“ seg­ir Jó­hann. Bæt­ir hann við að hver þurfi að dæma fyr­ir sig, út frá reglu­gerð heil­brigðisráðherra."

Það er rangt að ekki megi koma fleiri en 10 saman nema í matvöruverslunum.

Í reglugerð frá 10 des segir:

"Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.".

Tekið héðan.

Það verður því að öllum líkindum skilgreiningaratriði hvers kyns rekstur er í Ásmundarsal.  Er það verslun með listmuni, eða eitthvað allt annað?

En það er eiginlega eðlilegt að gera þá lágmarkskröfu að lögregla geti vitnað rétt í reglugerðir sem hún hyggst beita vegna hugsanlegra brota.

Það hlýtur líka að vekja spurning hvað lögregla ætli að gera varðandi brot "Sóttvarnartroikunnar" við skipulagningu á blaðamannafundi?

Ekki ætti að vanta ljósmyndir sem sönnunargögn þar.

En líklega er "troikan" sorgmædd yfir því að hafa ekki farið að eigin tilmælum.

 


mbl.is Tilkynna hvort Ásmundarsalur verði sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnir, faðmlög, kirkjusókn, ábyrgð og afsagnarkröfur

Það gengur mikið á í "sóttvarnarmálunum þessi dægrin. Skammt stórra högga á milli. 

Fjármálaráðherra gripinn í veislu/gallery/verslun þar sem eitthvað virðist hafa skort upp á viðeigandi sóttvarnarráðstafanir.

Kaþólikkar á Íslandi verða uppvísir að því að telja guð voldugri en "sóttvarnartroikuna" og hlýða kalli hans til messu.

Ég get þó ekki annað en velt því fyrir mér, hvort að þar hafi verið fleiri en 5 einstaklingar á hverja 10 fermetra, eins og mér hefur skilist að sé leyft í verslunum.  En ég hef enga hugmynd um hvað Landakotskirkja er stór.

Það sama gildir reyndar um "galleryið" sem Bjarni var "böstaður" í.  Er "gallery" eitthvað meira en venjuleg verslun?

Hvað er "galleryið" stórt og þýðir 40 til 50 manns að það hafi verið fleiri en 5 á hverja 10 fermetra?

Skyldi einhverstaðar í miðbæ Reykjavíkur hafa verið fleiri en 5 einstaklingar á 10 fermetra svæði á Þorláksmessu?

En "hinir vammlausu" eru líklega fleiri en oftast áður.

Birti hér mynd sem ég rakst á seint í gærkveldi þegar sem ég var að lesa Íslenskar fréttir.

Á myndinni má sjá Katrínu Jakobsdóttur faðma grímulausa konu (sem að ég best veit er ekki í "jólakúlunni" hennar.  Sigurður Ingi stendur þar grímulaus hjá, líklega í meters fjarlægð.  Myndin er "tekin að láni" frá mbl.is, ljómyndari er Eggert Jóhannesson.  Hún er birt hér án leyfis og verður fjarlægð sé þess óskað. (sendið email til tommigunnars@hotmail.com).

Ef til vill er "sóttvarnartroikan" búin að "missa salinn". 

En ég held að það sé ljóst að "hinir vammlausu" hafa nóg að sýsla þessa dagana.

Kata fadmar mbl.is eggertjohannesson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Ekki kæmi mér á óvart ef að rakningarteyminu tekst að rekja smit til akkúrat samkomanna í kaþólsku kirkjunnar og "gallerysins".  Þó hafa líklega þeir sem þar hafa verið, komið víða við á undanförnum dögum.


mbl.is Málið skaði traust milli ríkisstjórnarflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldasýningar á aðfangadag

Ég fór óvenjuseint á fætur í morgun.  "Væbblaðist" um, undirbjó matseldina og drakk kaffi.

Fór óvenjuseint á netið þennan morgunin, enda vaninn sá að það eru ekki margar né miklar fréttir á aðfangadag.  Þær snúast um færð og "fílgúd", messur og matseld.

En loksins þegar ég dreif mig á netið blasti við hver "bomban" á fætur annari.

Búið að semja í "Brexit", Kári Stef og Þórólfur allt að því komnir í hár saman yfir því hverjum datt í hug að ræða við Pfizer, og síðast en ekki síst, Bjarni Benediktsson í "hörkupartýi" í miðjum faraldri.

Það kemur einnig fram í fréttum að þar hafi flestir haft áfengi um hönd. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru sumir einstaklingar svo óforskammaðir að þeir föðmuðust.

Þannig að ekki vantaði fréttirnar.

Ekki dettur mér í hug að hnýta í Bjarna fyrir að hafa verið þarna.  Ég hefði ábyggilega verið þarna sjálfur - ef aðeins mér hefði verið boðið.

En ég er ekki fjármálaráðherra, né formðaur stjórnmálaflokks, hvað þá að ég hafi verið að hvetja almenning til að gæta ítrustu varúðar í sóttvörnum.  Ég hef farið allra minna ferða án þess að óttast "veiruna" um of.

Allt þetta kann auðvitað að vera skýringin á því að engin hefur boðið mér í partý lengi.

Það mátti reyndar einnig lesa í fréttum að duglegur "kóvídetectiv" hefði tilkynnt samkvæmið til lögreglu og tekið fram að fjármálaráðherra væri staddur í samkvæminu í tilkynningunni.

Það er hollara fyrir alla Íslendinga, ráðherrar meðtaldir, að gera sér grein fyrir því að fylgst er með þeim.

Þannig er reyndar staðan víðast um heim, og boðar okkur engan fögnuð.

En það er, í það minnsta í mínu minni, langt síðan aðfangadagur hefur verið jafn fréttaríkur.

 

 

 


mbl.is Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við núverandi kringumstæður ætti Ísland að kljúfa sig frá "Sambandinu" og opna landamærin

Það má deila um hvort að "tvöfalda bítið" í skimunum sé hin "eina rétta" aðgerð í landamæravörslu gagnvart veirunni, en hún er sú sem er í notkun og sjálfsagt að notfæra sér þá möguleika sem hún gefur umfram aðrar.

Því ætti Ísland án hiks að opna landamæri sín gagnvart öllum þjóðum, Bretlandi sem öðrum.

Slagorðið ætti að vera "Komi þeir sem koma vilja".

Með tvöföldu skimuninni ætti varla að skipta máli hvaðan ferðalangar eru að koma.

Það hafa að ég best veit, enda varla nokkur ríki orðið "smithærri", eða orðið verr úti úr "veirunni" en ríki innan "Sambandsins" og Schengen, s.s. Belgía.

Því ætti Íslendingum að vera mögulegt að taka við ferðalöngum hvaðan sem er úr heiminum, ef þeim finnst mögulegt að taka við ferðalöngum t.d frá Belgíu.

Ef ástæða hefði verið til að banna komur einstaklinga frá einhverjum löndum, væri það frá löndum s.s. Belgíu, Spáni, Ítalíu.

Hvað margir vilja koma, eða hvort verður um einhver flug að ræða er erfitt að spá um.  En það ætti varla að skaða að tilkynna að landamæri Ísland séu opin - öllum. 

Auðvitað dregur 5. daga sóttkví úr áhuganum, en því minni ástæða til að banna einstök lönd.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að "hanga í skottinu" á "Sambands" ríkjunum. 

Atburðarás undanfarinna daga og mánuða sýnir að þau fara fram, algerlega eftir því sem þeim dettur í hug í það og það skiptið.

Án samráðs.

Löngu tímabært að Íslensk stjórnvöld taki ákvarðanir á eigin forsendum í málum sem þessum.


mbl.is Bretar fá ekki að ferðast til Íslands eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður notaður til að fá almenning til að hlýða?

Það er óneitanlega fróðlegt að lesa frétt RUV frá því á sunnudag.. 

Þar segir m.a.:

"Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum."

Síðar í sömu frétt segir:  "Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum.“"

Þannig að Kári Stefánsson telur ástæðu til að ætla að verið sé að kynda undir hræðslu almennings án mikillar ástæðu.

Að stjórnvöld séu að kynda undir "hræðslu" til að fá almenning til að hlýða - yfir jólin.

Hvað segir það okkur?  Trúum við Kára?

Eða trúum við honum og öðrum "spámönnum" aðeins ef skoðanir þeirra styrkja þá trú sem við höfum haft fyrir?

Hver hefur rétt fyrir sér?

P.S. Bæti hér við yfirlýsingu frá CDC um hið "nýja afbrigði",  sem finna má hér. CDC tekur eins og oft áður varlega til orða, en telja ekki ástæðu til að óttast hið nýja "afbrigði".  Það styður það sem Kári Stefánsson hefur haldið fram.

 


Frjálshyggja hefur ekki fundist á Alþingi um langt árabil

Þegar "riddarar vinstrisins" rilja berja á andstæðingum sínum tala þeir gjarna um "frjálshyggjuna" eða það sem á að hljóma enn  hræðilegra "nýfrjálshyggjuna".

Þetta eru reyndar eins og svo margt annað í heimi stjórnmálanna ákaflega illa skilgreind hugtök, en ég hygg þó að þeim "riddurum" hafi almennt tekist að láta festa við þau neikvæða ímynd.

Skilgreining á "einkavæðingu" og "einkarekstri" t.d. þegar kemur að heilbrigðisþjónustu virðist oft "skarast" og margir eru alls ekki vissir um hvað er hvort og hvort er hvað, þannig að öruggast sé að vera á móti "þessu öllu".

Þó eru vissulega mikill einkarekstur í Íslensku heilbrigðiskerfi.  Ég þori þó ekkert að fullyrða um hvort að hlutfall hans hafi minnkað eða aukist, ég hef engar tölur um slíkt.

En öldrunarþjónusta hefur að stórum hluta verið í einkarekstri, sama gidlir, að ég tel, um augnlækningaþjónustu, tannlækningar, lýtalækningar og t.d. áfengismeðferðir.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju, enda ég á engan hátt sérfræðingur hvað varðar Íslenskt heilbrigðiskerfi.

Á þessu sviðum er svo greiðsluþátttaka ríkisins mismunandi og ekkert óeðlilegt við það, þó að um slíkt megi alltaf deila.

En ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað mikill einkarekstur er í heilbrigðiskerfi margar landa (líklega hærra hlutfall víða en á Íslandi) og hverju sá rekstur getur skilað.

Hvað skyldu margir Íslendingar t.d. fá liðskiptiaðgerðir hjá erlendum einkaaðilum, sem þó er að fullu greitt (mun hærra verði en hægt væri að fá sambærilegar aðgerðir hjá Íslenskum einkaaðilum) af hinu Íslenska tryggingakerfinu?

Þannig er hægt að rökræða um þessi málefni fram og tilbaka.

Líklega væri lang best í mörgum (en ekki öllum tilfellum) að ákveða (með eins nákvæmum útreikningum og hægt er) hvað tiltekin aðgerð kostar.

Það er ríkisframlagið við "slíka aðgerð".  Sjúklingurinn ákveður síðan hvar hann vill að aðgerðin sé framkvæmd.

Þar sem ég bý er t.d. "eins greiðanda" heilbrigðiskerfi að lang mesu leyti (það eru alltaf einhver atriði sem greiðsluþátttaka hins opinbera nær ekki yfir).  Ég hef blessunarlega ekki þurft á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. 

En ég hef eignast tvö börn, bæði tekin með keisaraskurði, á "einka reknu sjúkrahúsi".  En allur sá kostnaður var greiddur af hinu opinbera.

En sjúkrahúsið aflar sér einnig mikils fjármagns með frjálsum framlögum, enda má segja að margir (þar á meðal við hjónin) eigi þeim mikið að þakka.

En líklega verður seint full sátt um hvernig eigi að standa að heilbrigðisrekstri, en eins og í svo mörgum öðrum málum er umræða til alls fyrst og af hinu góða.


mbl.is „Stjórnvöld segja nei takk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vinstri menn fagna því að vinstri vitleysa sé leiðrétt

Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að fagna því að Íslendingar vilji draga úr notkun pálmaolíu.

En til hvers skyldi pálmaolía fyrst og fremst hafa verið notuð á Íslandi?

Jú, í fréttinni kemur fram:

"Til­lag­an fel­ur í sér að  ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra er falið að vinna áætl­un um tak­mörk­un á notk­un olí­unn­ar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notk­un henn­ar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs."

Þar segir enn fremur:

"Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skóg­ar rudd­ir sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið og veld­ur marg­vís­leg­um skaða sem brýnt er að girða fyr­ir með banni á notk­un. Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hef­ur haft á um­hverfið hef­ur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notk­un óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu."

En hvenær skyldu Íslendingar hafa byrjað á þvi að blanda pálmaolíu í eldsneyti sitt?

Er það ekki ekki eitt af "afrekum" "fyrstu hreinu vinstri" stjórnarinnar?

Voru ekki "íblöndunarlögin" samþykkt ca. árið 2013, þá eftir skoðnum "bestu visindamanna", þó að í raun hafi það aðeins þýtt að "hreina tæra vinstristjórnin" hafi "copy/pastað" skoðanir "Sambandsins"?

Hvað skyldu margir lítrar af pálmaolíu hafa brunnið í Íslenskum bílvélum siðan þá?

Nú eða margir "maískólfar"?

En það er ekki eins og að þessum aðgerðum hafi ekki verið mótmælt á Alþingi.

En því sem næst eini þingmaðurinn sem það gerði var Sigríður Andersen.

Um það má lesa hér, hér og hér.

En stundum gerast kraftaverkin og vinstri menn reyna að leiðrétta vitleysuna sem skoðanabræður þeirra hafa áður leitt í lög.

Það er því miður allt of sjaldgæft.

Svo má t.d. velta því fyrir sér hvort að hefði ekki verið betra að veita þeim peningum sem hefur verið sólundað í þessa vinstri vitleysu í t.d. að auka enn á rafmagnsvæðingu bílaflotans?

Nú eða því fjárhgaslegu ívilnunum sem vinstri stjórnin ákvað að gefa díselbílum?

Eða hreinlega að stjórnvöld hefðu látið einstaklngum það eftir að velja orkugjafa fyrir farartæki sín.

 

 


mbl.is Samþykkt að draga úr notkun pálmaolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru rökin sem skipta máli

Ég er í raun alveg sammála Kára að því leyti að ég tel að það þurfi að vera sannfærandi rök fyrir sóttvarnaraðgerðum.

Allt sem virkar órökrétt grefur undan trú almennings á aðgerðunum.

Það að fleiri megi vera inn í matvöruverslunum en öðrum verslunum, óháð fermetrafjölda grefur undan þeirri trú að ákvarðanir séu teknar með sóttarnir að leiðarljósi.

Ákvörðun eins og að það skipti máli í hvaða deild "afreksíþróttamenn" spili grefur undan trú á þvi að ákvarðanir séu teknar með sóttvarnir að leiðarljósi.

Það má vissulega færa fram rök fyrir því að líkamsrækt eigi að vera lokuð, en ef fjarlægðartakmarkanir eru virtir, og "sprittað" á milli notenda, hvernig getur líkamsrækt verið hættuleg?

Það er þarft að hafa í huga að margar líkamsræktarstöðvar eru í þúsunda fermetra starfsaðstöðu.

Ég bý á svæði þar sem er "red zone" en ekki "lockdown" og krakkarnir mínir fara í líkamsrækt 2svar í viku.  Þau færu oftar, en vegna fjöldatakmarkana þurfa allir meðlimir að sætta sig við skert aðgengi.

En allt er umdeilanlegt.

Hvað átti nú aftur að vera langt þangað til Íslendingar ættu að geta byrjað að lifa "eðlilegu lífi"; ef "tvöföld skimun" yrði tekin upp við landamærin?

Var hún ekki tekin upp í ágúst?

 

 

 


mbl.is Litakóðunarkerfið hlægilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Ég held að það sé skynsamleg ákvörðun að hafa bólusetningu bæði val- og gjaldfrjálsa.

Ég held að slík barátta vinnist aðeins með fræðslu og uppýsingum, valdboð yrði málinu ekki til framdráttar.

Ég held sömuleiðis að það sé ekki góð hugmynd að "skilyrða" einhverja þjónustu við borgarana, eða önnur réttindi þeirra við bólusetningu.

Eins og gildir í svo mörgum öðrum málum, tel ég að best sé að byggja á fræðslu, ekki lagasetningum eða bönnum (í þessu tilfelli skyldu).

Einstaklingar fá þannig að taka upplýsta ákvörðun.

Það er langt í frá að vera óeðlilegt að um bólusetningu sem þessa séu að einhverju marki skiptar skoðanir, rétt eins og lesa má í þessari frétt mbl.is: "Segir ekki tímabært að bólusetja í Þýskalandi."

Öðru hvoru við áramótin má líklega búast við niðurstöðum frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópusambandsins.

Neyðardreifing gæti þó verið leyfð fyrr. 

Eðlilega er mikið horft til þessara stóru stofnana og verður fróðlegt að heyra um niðurstöður þeirra.

Það er sömuleiðis líklegt að margir muni fylgjast með fréttum frá Bretlandi á næstu dögum og vikum, en bólusetning þar hefst í dag (þriðjudag).

 


mbl.is Bólusetning gegn veirunni ekki skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangslistarnir

Mér var bent á að nú væru heilbrigðisyfirvöld búin að birta forgangslista varðandi bólusetningar.

Það fylgdi svo sögunni að þeir væru ekki sammála Þórólfur og Kári í öllum atriðum.

Persónulega læt ég þær deilur mig littlu skipta og ætla ekki að blanda mér í þær.

En ég kíkti á listann.

Ég ætla ekki að segja að ég sé ósáttur við hann.

En það hvarflaði samt að mér hvort að það starfaði engin "mikilvægur" í einkageiranum?

Skyldi það t.d. ekki hafa hvarflað að nokkrum að það gæti verið gott að bjóða þeim sjómönnum sem eru úti á sjó í lengri tíma upp á forgang?

Jafnvel farmönnum einnig?

Gæti verið sniðugt að huga að einhverjum fyrirtækjum í matvælaiðnaði, sérstaklega þar sem starfsfólk starfar í kældu umhverfi?

Víða erlendis hafa smit breiðst hratt út í slíku umhverfi.

Flestir eru þeirrar skoðunar að viðhafa þurfi sóttvarnir all löngu eftir að bólusetning hefst.

Gæti verið gott að bjóða starfmönnum matvöruverslana (og þá auðvitað áfengisverslana sömuleiðis) forgang?

Þetta eru nú bara örlitlar vangaveltur og starfsstéttir sem komu upp í hugann. Ef bólusetning verður hröð, skiptir þetta varla miklu máli.

Ef bólusetning dregst yfir lengri tíma (enginn veit hversu hratt bóluefni verður afhent) þá getur skipt miklu máli að bólusetning sé hnitmiðuð.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband