Færsluflokkur: Sjónvarp

Viðtal BBC við Musk - í heild sinni

Það er óhætt að segja að viðtal Elon Musk við BBC hafi vakið all nokkra athygli.  Persónulega finnst mér Musk komast vel frá viðtalinu, heldur ró sinni og yfirvegun.

Það sama verður vart sagt um spyrilinn.

Það er fróðlegt að horfa á viðtalið í heild sinni og eins og oftast er best að horfa á viðtalið allt og mynda sér eigin skoðun.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Musk opnar sig um kaupin á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökræður: Er hægt að treysta "meginstraumsfjölmiðlum"?

Mér þykir alltaf gaman að hlusta á góðar, kurteislegar en "harðar" rökræður. Þær rökræður sem má finna hér að neðan og fjalla um hvort hægt sé að treysta "meginstraumsjölmiðlum", eru á meðal þeirra betri sem ég hef séð um all nokkra hríð. Douglas Murray fer hreinlega á kostum.

Ég fann þetta myndband á Youtube, en rökræðurnar, sem eru haldar af Munk Institute og fóru fram í Toronto síðastliðinn nóvember, má einnig finna hér og hér.

Reyndar er heimasíða "Munk Debates" vel þess virði að skoða, þar er margt athyglisvert að finna.

En þeir sem rökræða hér eru: Matt Taibbi, Douglas MurrayMalcolm Gladwell og Michelle Goldberg.

Virkilega vel þess virði að horfa/hlusta á.

 

 

 

 


Spekingar spjalla: Jordan Peterson og Rex Murphy

Það er svo mikið af góðu efni á netinu (í sjálfu sér enn meira af slæmu) að enginn kemst yfir að horfa á eða melta það allt.

Það er þarf engan að undra að svokallaðir "meginstraumsmiðlar" eigi oft undir högg að sækja. Þeir eiga erfitt með að bjóða upp á jafn mikið úrval og ekki síður þá sætta æ fleiri sig ekki við það sem mætti kalla "fréttahönnun" þeirra.

En hér að neðan má finna Jordan Peterson og Rex Murphy spjalla um hið "katastrófíska" ástand í Kanada.

Jordan Peterson þekkja líklega flestir, en Rex Murphy má líklega telja "stofnun" í Kanadískri blaðamennsku.  Ríflega sjötugur en en hnífskarpur og með puttann á púlsinum.

Hann er einnig með sína eigin YouTube rás, RexTV.

Spjallið er um klukkustundar langt en er virkilega þess virði að horfa á (eða hlusta).

 

 

 

 


Hvernig atkvæðagreiðsla fer fram í Kanadíska þinginu

Fyrir þá sem hafa gaman af því að sjá hvernig atkvæðagreiðsla fer fram í Kanadíska þinginu, er hér myndband frá atkvæðagreiðslunni um "Neyðarlögin" í gær (mánudag).

 

 

 

 


Bara Í Kanada, eða?

Mótmæli trukkabílstjóra í Ottaway standa enn og virðist ekki vera lát á.  Vissulega eru mun færri sem standa vaktina nú en var um helgina, en búist er við mannfjölda um næstu helgi.

Það virðist vera ótrúlegur stuðningur við mótmæli, þó að vissulega sé gríðarleg andstaða við þau einnig.

En mótmælin hafa verið friðsöm (sé litið framhjá flautuhávaða, sem ég geri ekki lítið úr að sé óþolandi) þó að einn og einn hafi orðið sér til skammar.

Mér er það til efs að mótmælendur í öðru landi en Kanada hafi skipulagt Götuhokkíkeppni, eins og gert var í Ottaway í gær (1. Febrúar).  Mér skilst reyndar að slíkt hafi einnig gerst í dag (2.2.22)

Fjöldi Kanadabúa hefur verið að safna vistum fyrir bílstjórana, mat, nærfötum, sokkum, hreinlætisvörum o.s.frv.  En eins og áður sagði er einnig fjöldinn allur mótsnúin þeim.

En skipuleggjendur mótmælanna hafa skipulagt tínslu á rusli og á margan hátt verið til fyrirmyndar.

 

En það er athuglisvert að bera þessi mótmæli saman við t.d. mótmæli sem urðu þegar G20 ríkin funduðu í Toronto árið 2010.

Þá var kveikt í lögreglubílum, múrssteinum og grjóti hent, neðanjarðar og lestarsamöngur stöðvuðust o.s.frv. Mótmælin stóðu dögum saman í miðborg Toronto.

https://www.cbc.ca/news/canada/g20-protest-violence-prompts-over-400-arrests-1.906583

https://www.cbc.ca/news/canada/toronto/settlement-class-action-g20-summit-1.5689329

En lögreglan í Toronto endaði með að borga milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa handtekið, friðsama mótmælendur.  Og vissulega var stór hluti mótmælenda friðsamur, en mótmælin urðu ofbeldisfull.

En þá var auðvitað hægri stjórn í Kanada og ekki verið að deila um rétt einstaklinga yfir eigin líkama.  Borgarstjóri Toronto var hins vegar vinstri sinni.

Nei, þá var verið að mótmæla "vondum kapítalistum":

Ég man heldur ekki eftir sérstakri samúðarbylgu í fjölmiðlum fyrir íbúa miðborgar Toronto, en 2010 bjó ég í Toronto, en vissulega ekki í miðborginni. Samt urðu þeir að þola mótmæli svo dögum skipti, þá voru sömuleiðis tugir þúsunda einstaklinga sem sóttu vinnu í miðborg Toronto, enda fjarvinna ekki jafn algeng og nú.

Reyndar finnst mér merkilegt hvað mikill fjöldi fjölmiðla hafa lagt sig fram við að "teikna" mótmæli trukkabilstjóranna upp í neikvæðu ljósi.

Löggæsla í kringum G20 fundinn kostaði vel á annað hundrað milljón dollara.  Nú er talað um 800.000 a dag eins og það sé skandall.  Kjörnir fulltrúar tala jafnvel um að nauðsyn sé að ná þeim peningum sem hefur verið safnað á GoFundMe til að íbúar Ottawa sitji ekki uppi með kostnaðinn (GoFundMe síða bílstjóranna hefur safnað meira fé heldur en flokkur Justin Trudeau náði að safna fyrir síðustu kosningar).

Það er hægt að rökræða fram og aftur um málstað trukkabílstjóranna, fjöldi er með og fjöldi á móti.

En hvar á að draga mörkin á réttinum til að tjá sig, réttinum til að mótmæla?

Það hafa margir dregið í efa áhrif þessara mótmæla og það er alls óvíst hver þau verða.  Það er ekki líklegt að ríkisstjórn Kanada láti undan kröfum þeirrar, það væri enda pólítískt mjög erfitt.l

En ég hygg að staða Justin Trudeau hafi veikst verulega, Íhaldsflokkurinn ákvað í dag að skipta um leiðtoga.  Í gær tilkynnti forsætisráðherra Quebec að ekkert yrði úr fyrirhugaðri skattlagningu á óbólusetta.

En síðast en ekki síst hafa trukkabílstjórar í Kanada gefið fjölda fólks um allan heim hugrekki til að láta í ljós andúð sína á skyldubólusetningum, annari nauðung og "dilkadrátti" eftir því hvort einstaklingar eru bólusettir eða ekki.

Hugrekki þeirra gefur fordæmi.

European Freedom Convoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talað er um "Convoy fra Kalíforniu til Washington", það á eftir að koma í ljós hvort af því verður.

P.S.  Mér þótti skrýtið að lesa frétt af mótmælunum og hugsanlegu útkalli Kanadíska hersins á Vísi.is.  Blaðamaðurinn sem skrifar þá frétt virðist ekki vera með á hreinu hvar Ottaw er og hva landamæri Kanada og Bandaríkjanna eru, eða hvar trukkabílstjórar hafa teppt landamærin.

En hvers vegna Íslenskri blaðamenn kjósa að leita til vinstrisinnaðs dagblaðs í London, til að birta fréttir af mótmælum í höfuðborg Kanada er mér hulin ráðgáta.  Vita þeir ekki að það eru til vinstrisinnaðir fjölmiðlar í Kanada og margir þeirra jafnvel lengra til vinstri en "The Guardian", lol.

 

 


Stór mótmæli i Kanada - Bein útsending

Þúsundir einstaklinga hvaðan æva að úr Kanada safnast nú saman nálægt þinghúsinu í höfuðborginni Ottawa.

Trukkalestir frá vestur og austurstöndinni sem og suðurhluta Ontario hafa keyrt til Ottawa til að mótmæla réttindaskerðinum bílstjóra sem skyldaðir eru í bólusetningu vilji þeir keyra yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Sjónvarpsstöðin Global News hefur verið með margra klukkustunda beina útsendingu

 

 

Ýmsir einkaaðilar eru einnig með beinar útsendingar, og má sjá þá koma inn á YouTube með útsendingar, t.d. þennan

 

 

 

 

 

 

 

 


Atvinna, einkalíf og siðanefndir og -vandir einstaklingar

Urskurðir siðanefnda vekja alltaf athygli, en ekki nauðsynlega gleði.  Hvort að siðavandir einstaklingar sitji í siðanefndunum eru sömuleiðis skiptar skoðanir um.

En hvaða rétt hafa fyrirtæki til að skipa siðanefndir til að fjalla um athæfi starfsmanna sinna utan vinnutíma?

Fróðlegt væri að heyra álit stéttarfélaga á því.

Ég er sammála því að ýmsu leyti virðist framganga Helga á samfélagsmiðlum rýra trúverðugleika hans sem hlutlauss fréttamanns, og þá óbeint stofnunarinnar sem hann starfar fyrir.

En hvar liggja mörkin á milli vinnu og einkalífs?

Hefur vinnuveitandi rétt á því að krefjast á starfsmaður viðri skoðanir sínar hvergi opinberlega?

Má íþróttafréttaritari "halda með" félagi?

Eftir því sem mér skilst lét RÚV starfsmann sinn á Selfossi "fjúka" vegna svipaðs atviks, en ég treysti mér ekki til segja um hvort það er fyllilega sambærilegt eða ekki, þekki ekki nóg til málsins.

Kennari norður í landi, sem var rekinn fyrir að viðra í frítíma sínum, trúarskoðanir  og hvernig "heilög ritning" fjallar um samkynhneigð, var rekinn úr starfi.

En dómstólar töldu rétt hans til að að aðhafast slíkt í frítíma sínum ótvíræðan.

Kennari við háskóla var hins vegar rekinn fyrir að tjá þær skoðanir að konur væru til leiðinda og spilltu fyrir, og dómstólar töldu það lögmæta ástæðu uppsagnar.

Ég þekki ekki hvort að hann ritaði orð sín á Facebook í frítíma sínum eða í vinnunni. Þó skilst mér að um hafi verið að ræða lokaðan hóp.

Þannig að eitthvað eru málin blandin.

Hvar liggja mörkin á milli einkalífs og atvinnu?

Getur framkoma í frítíma, réttlætt atvinnumissi?

Er hægt að banna starfsmönnum að tjá skoðanir sínar?

Ef starfmaður lætur tattúvera hamar og sigð á áberandi stað, gefur það vinnuveitenda rétt til að segja honum upp, vegna þess að táknið gæti sært bæði samstarfsfélaga og viðskiptavini?

Persónulega finnst mér enginn vafi á því að Helgi Seljan hefur brotið siðareglur RUV, rétt eins og mér fannst líklegt að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur Alþingis.

En hvort að siðareglurnar og siðanefndirnar eigi rétt á sér er allt annar handleggur.

Hvort að það sé lagagrunnur fyrir því að setja starfsmenn undir slíkt, utan vinnutíma, væri fróðlegt að fá úrskurð um.

Þó að í "tísku" sé að setja slíkar reglur segir það lítið til um lögmæti þeirra, það er að segja utan vinnutíma.

En framganga utan vinnutíma getur vissulega skaðað trúverðugleika t.d. fréttamanna, en ég held að engar siðareglur breyti afstöðu þar um.  Einstaklingar dæma eftir "eigin standördum".

En ef til vill segir Helgi Seljan okkur ábúðarfullur frá því næst þegar þingmaður verður sakaður um að hafa brotið siðareglur eða næst þegar háskólakennari verður rekinn fyrir að segja einhverja vitleysu á samfélagsmiðlum.

En svo gæti RUV líka haft "siðameistara" sem starfsmenn senda færslur sínar til, og fá samþykki, áður en þeir birta þær á samfélagsmiðlum.

 

 


mbl.is Siðanefnd féllst ekki á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega besta myndbandið úr nýafstaðinni kosningabaráttu í Bandaríkjunum

Það er eitthvað "epískt" að sjá DJ Trump klipptan saman í dansi við "gay anthem" eins og Y.M.C.A.

Þetta ódrepandi lag, sem er flutt af "hljómsveitinni" Village People, sem var ein af þessum hljómsveitum sem búinn var til eftir að lag "flutt" af henni varð vinsælt.

Í þokkabót er þetta svo hugarfóstur Fransks "pródúsents" og Bandarísks söngavara hennar.

Þannig má segja að lagið sé jafn góð blanda Franskrar og Bandarískrar menningar og franskar kartöflur.

En það er ekki oft sem að gleðin beinlínis sreymir frá Trump, en í þessu myndbandi gerir hún það.

 

 

 

 

 


Hvalaskoðun í Montreal?

Hvalir eiga það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum, en ekki er vitað til þess áður að þeir sýni sig mikið í Montreal.  Þó hafa smærri hvalir s.s. hrefnur og mjaldrar einstöku sinnum heiðrað borgina með nærveru sinni.

En nú hefur  hnúfubakur (humpback whale) glatt borgarbúa síðan í gær.  Ekki er vitað til þess að hvalur af slíkri stærð hafi áður sést jafn langt inn í landi.

Lawrence áin er stór og mikil og fær býsna stórum skipum, þannig að hvalurinn á ekki erfitt með að synda, en þó töldu einhverjir að hann væri þreyttur á að synda á móti straumnum.

Svo er auðvitað spurning með æti í ánni.

En sjón er sögu ríkari og auðvitað var mikill fjöldi mættur í höfnina í Montreal til að sjá og taka myndir.

 

 

 

 


Tvær umtöluðustu auglýsingarnar í Bandaríkjunum

Stjórnmálauglýsingar eru merkilegur flokkur. Það má segja að helstu undirflokkarnir séu tveir, jákvæðar og neikvæðar.

Þær geta haft mikil áhrif. Hnitmiðuð auglýsing getur haft líklega haft meiri áhrif en 20 mínútna ræða.  Það er líka spurning hvað margir hlusta á ræðuna til enda.

Persónulega er ég alltaf hrifnara af þeim jákvæðu og fyrri auglýsingin er líklega ein sú frægasta af þeirri gerð.  Hún er frá 1984 og er gerð af framboði Ronald Reagan.  Einstaklega vel heppnuð, full af bjartsýni og jákvæðni. Flestir telja að hún hafi aukið fylgi Reagans svo um munaði.  En hann var í góðri stöðu fyrir, en svo fór að hann vann 49 ríki af 50 ef ég man rétt.

Seinni auglýsingin er ný, í raun endurgerð á hinni fyrri og er gerð af hópi innan Repúblikanaflokksins sem er andsnúin Donald Trump og þykir vel þess virði að ganga gegn eigin flokki til að koma Trump frá.

Endurgerðin er í neikvæða flokknum, einnig vel gerð.

Persónulega finnst mér "orginalinn" bera höfuð og herðar yfir endurgerðina.

En sjón er sögu ríkari.

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband