Færsluflokkur: Vísur og ljóð

Ekkert hús án sorgar - Jólakveðja 1941

Ég vona að allir, bæði nær og fjær eigi góð og þægileg jól. En þó að óskin sé send er ólíklegt að sú sé eða verði raunin.  Ástandið um heimsbyggðina er ekki með þeim hætti nú um stundir.

En það er eitt ljóð sem ég hef oft lesið undanfarin jól, sem ef til vill á vel við þessi jól, ekki síður en mörg þeirra sem á undan hafa farið.

Höfundurinn er Marie Under.  Eistneskt ljóðskáld, skáld sem margir Eistlendingar segja að sé þeirra Goethe.

Marie Under var ein af þeim Eistlendingum sem sá heimaland sitt hersetið, samlanda sína safnað í gripavagna og senda í Gulagið.  Sá nazista fremja voðaverk og deildi örlögum með mörgum samlöndum sínum þegar hún flúði land í enda seinni heimstyrjaldar.

Mér er sagt að hún hafi verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Nóbels 30 sinnum, en aldrei hlaut hún þau.  Margir hafa haldið því fram að Nóbelsnefndin hafi ekki viljað styggja Sovétmenn, með því að veita verðlaunin útlægum Eistlendingi.

En eitt þekktasta ljóð Marie Under er Jõulutervitus 1941  (Christmas Greetings 1941 - Jólakveðja 1941).  Það orti hún til samlanda sinna, sem áttu erfið jól 1941, hersetnir af Þjóðverjum, en það er ljóst að ljóðið er þó mest um örlög þeirra tugþúsunda Eistlendinga sem Sovétmenn fluttu á brott og ýmist myrtu eða sendu til Síberíu. 

 

Christmas Greetings 1941

    I walk the silent, Christmas-snowy path,
    that goes across the homeland in its suffering.
    At each doorstep I would like to bend my knee:
    there is no house without mourning.
    
    The spark of anger flickers in sorrow's ashes,
    the mind is hard with anger, with pain tender:
    there is no way of being pure as Christmas
    on this white, pure-as-Christmas path.
    
    Alas, to have to live such stony instants,
    to carry on one's heart a coffin lid!
    Not even tears will come any more -
    that gift of mercy has run out as well.
    
    I'm like someone rowing backwards:
    eyes permanently set on past -
    backwards, yes - yet reaching home at last ...
    my kinsmen, though, are left without a home...
    
    I always think of those who were torn from here...
    The heavens echo with the cries of their distress.
    I think that we are all to blame
    for what they lack - for we have food and bed!
    
    Shyly, almost as in figurative language,
    I ask without believing it can come to pass:
    Can we, I wonder, ever use our minds again
    for sake of joy and happiness?
    
    
    Now light and darkness join each other,
    towards the stars the parting day ascends.
    The sunset holds the first sign of the daybreak -
    It is as if, abruptly, night expands.
    
    All things are ardent, serious and sacred,
    snow's silver leaf melts on my lashes' flame,
    I feel as though I'm rising ever further:
    that star there, is it calling me by name?
    
    And then I sense that on this day they also
    are raising eyes to stars, from where I hear
    a greeting from my kinsfolk, sisters, brothers,
    in pain and yearning from their prison's fear.
    
    This is our talk and dialogue, this only,
    a shining signal - oh, read, and read! -
    with thousand mouths - as if within their glitter
    the stars still held some warmth of breath inside.
    
    The field of snow dividing us grows smaller:
    of stars our common language is composed....
    It is as if we d started out for one another,
    were walking, and would soon meet on the road.
    
    For an instant it will die away, that 'When? When?'
    forever pulsing in you in your penal plight,
    and we shall meet there on that bridge in heaven,
    face to face we'll meet, this Christmas night.

Þeir sem vilja lesa á frummálinu, geta fundið ljóðið hér.

Eftir því sem ég kemst næst er hin Enska þýðingin gerð af Leopold Niilum og David McDuff.


Að eiga orðin, er það hægt?

Ég velti því fyrir mér í kringum þá frétt að B og L hefði í heimildarleysi notað línur úr söngtexta, hvort að hægt væri að eiga orðin, og hvernig sá eignaréttur væri tilkominn?

Þurfa orðin eða orðnotkunin t.d. að vera ákveðinn orðafjöldi óbreyttur, eða getur það jafnvel bara verið eitt orð?  Varla er hægt að eigna sér eitt orð, en hvað þurfa á orðin að vera mörg svo að eignaréttur myndist?

Og mér datt í hug þegar ég sá þessa frétt um frumsýningu á Gullna hliðinu, eiga erfingjar Davíðs Stefánssonar, stóra óinnheimta skuld hjá hinni sívinsælu og gleðigefandi hljómsveit Sálinni Hans Jóns míns?

Þó að ekki væri greidd nema 100 krónur fyrir hvert skipti sem "Sálin hans Jóns míns"  hefur sést á prenti, væri ekki ólíklegt að sú skuld hlypi á milljónum, ekki síst ef greiða þyrfti fyrir hvert eintak.

Og er "mér finnst rigningin góð", eign Vilborgar Halldórsdóttur?

Önnur frétt af svipuðum toga sem vakti athygli mína er um deilur tveggja Danskra veitingastaða.  Þar er deilt um notkun hins algenga nafns Jensen.  Jensen Bøfhus, virðist eftir fréttinni að dæma telja sig eiga notkunina á nafninu Jensen í veitingageiranum.

Mörgum Dananum finnst þetta eðlilega býsna langt gengið.

En er ekki málið svipað á Íslandi?

Nýlega féll úrskurður þar sem einn aðili virðist eiga orðið fabrikka í veitingageiranum, meðal annars vegna þess að það er "frumlegt".

Þó þekkjast bæði "hamborgara fabrikur", eða "factories" um víða veröld og sömuleiðir "Pizzafabrikkur".  

Af sama meiði er tilraunir Íslensks fyrirtækis til þess að eigna sér orðið "gull" í bjórframleiðslu, sem er í notkun um víða veröld.  En ef til vill þykir það "frumlegt" að hafa dottið slík notkun í hug á Íslandi.

Og ef ég man rétt, var einu fyrirtæki gefin einkaeign á hinu almenna orði "bónus" í verslunarrekstri á Íslandi.

Og af því að ég er nafni eins þekktasta veitingamanns á Íslandi, verð ég líklega að gefa upp á bátinn þann draum að geta opnað veitingastað á Íslandi, sem héti "Tomma Pizzur", eða "Hjá Tomma".   :-)

Það getur bara verið einn Tómas í þeim bransa á Íslandi.

Gætu "Kentucky Fried Chicken" og "Southern Fried Chicken" bæði hafa verið stofnuð á Íslandi, eða hefði verið hætta á "ruglingi"?

Þessar vangaveltur eru ekki settar fram í neinni illgirni, eða það að ég hatist við höfundar eða vörumerkjarétt.

En ég held að það sé hollt fyrir okkur að velta því fyrir okkur hvernig við viljum að sé staðið að þessum málum og á hverju er rétt að gefa einkaleyfi eða notkun.  Hvað skapar höfundarétt og hvað ekki?

Það þarf að reyna að eyða "gráum svæðum" eins og kostur er, þó að líklega sé það aldrei að fullu hægt.

Það má til dæmis nefna til samanburðar að "Wal Mart" hefur að sjálfsögðu varinn rétt á því nafni, en ekki á orðinu "Mart", það er of almenns eðlis.

Þess vegna hafa Amerísk fyrirtæki í vaxandi mæli gerst "skapandi" í stafsetningu og reyna þannig að búa til eitthvað "einstakt" sem hægt er að skrásetja og fá vernd á.

"General Electric", hefur vernd fyrir nafn sitt, en hvorki "general" eða "electric", alla vegna eftir því sem ég kemst næst.

Ef til vill verður það lausnin í framtíðinni að notast við Ensku, þar sem of margar orðasamsetningar í Íslensku verða höfundavarðar.

Góðar stundir.  (Skyldi nú ekki einhver eiga þann "frasa"?)

P.S.  Til að hafa "allt upp á borðum" (á ekki einhver þennan frasa?), er rétt að taka fram að ég á mjög góða kunningja á meðal skyldmenna Davíðs Stefánssonar, en færslan er ekki skrifuð að þeirra frumkvæði, né vita þau af henni.  Samskipti mín við liðsmenn Sálarinnar hans Jóns mín (sem m.a. hefur innifalið fyrrverandi starfsfélaga) hafa öll verið góð og hef ég ekkert upp á þá að klaga. 

Ég hef ekki snætt á neinum þeim veitingastöðum sem nefndir eru í greininni, nema KFC, þau viðskipti fóru eðlilega fram, skipt á mat og fé.  Ég tengist engum þeirra á neinn hátt.

Ég hef drukkið drjúgt magn af "gull" bjór um víða veröld, en tengist framleiðslu þeirra ekki á neinn hátt eða hef af henni hagsmuni.

 


mbl.is Skemmtu sér á Gullna hliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Flæmskum völlum

Ef það er eitthvað sem stendur fyrir heimstyrjöldina fyrri í mínum huga, er það ljóð hins Kanadíska John McCrae, "In Flanders Field".

Áhrifamikið ljóð, ort í stríðinu miðju.

En það er svo, að þó að heimstyrjöldin fyrri sé oft talin "tilgangslaust stríð", og það má vissulega til sanns vegar færa, hún leysti ekki vandamál, hún varð  ekki "stríðið sem endaði öll stríð", öðru nær.  Hún kostaði ótaldar milljónir lífið og skapaði ótal vandamál, sem þurfti annað stríð til að leysa úr og dugði þó ekki til.

En ljóðið minnir líka á það að nauðsynlegt er að einhver standi gegn þeim sem fara með ófriði og hótunum, einstaklingar og þjóðir þurfa að hefja kyndil á loft og berjast gegn þeim.

Sá sannleikur er jafngildur, í dag sem fyrir 100 árum.

 

In Flanders fields the poppies grow
      Between the crosses, row on row,
   That mark our place; and in the sky
   The larks, still bravely singing, fly
Scarce heard amid the guns below.

We are the Dead. Short days ago
We lived, felt dawn, saw sunset glow,
   Loved and were loved, and now we lie
         In Flanders fields.

Take up our quarrel with the foe:
To you from failing hands we throw
   The torch; be yours to hold it high.
   If ye break faith with us who die
We shall not sleep, though poppies grow
         In Flanders fields.


mbl.is Minnast aldarafmælis stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra Þórunnar

Best að sýna að máli bjarndýrs ég veld
beint norður með einkavél held
Það þýðir ekki að hangsa
því ég bjarga ætla sko bangsa
en svo fékk ég þennan blóðrauða feld


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stökur

Einstaka sinnum detta stökur í huga mér, næstum svona af sjálfu sér.  Þannig var það í morgun þegar ég las fréttirnar.  Þetta er þó sama stefið, tvítekið. 

Ólíklegt að hann eldi launi
endar sjálfsagt í tómu rugli.
Bangski skokkar heim að Hrauni
heldur partý með egg og fugli

Bangsa leiðist ekki baun
búkinn færir ei með veggjum.
Kátur skokkar heim á Hraun
helst að leita að eggjum.


Ef það kemur vinstra vor

Ég var sem oftar að þvælast um vefinn, meðal annars hér á blessuðu Moggablogginu og fór eins og oft áður inn á bloggið hjá Hrafni Jökulssyni, las þar blog um hugsanlegt vinstra vor.

Get ekki sagt að mér líki tilhugsunin, en sú hugsun fæddi þó af sér þessa stöku:

Ef það kemur vinstra vor
varla kætast gumar.
Víst mun þurfa seiglu og þor
því aldrei kemur sumar.


Til Jóhönnu

Það er svo ljúft að lúlla
og leggja aftur augun sín
Þá lítil dekruð dúlla
dreymir gullin sín.

Svefninn er sæll og góður
sæl eru draumalönd
þar hittir þú þinn bróður
þið leiðist hönd í hönd

 



 

 

 


Af armapólítík og Goðmundi kóngi

Fyrir alla áhugmenn um "armapólítík" og greiningar á henni er nauðsynlegt að halda til haga þeirri dagbók Þráins Bertelssonar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, á prófkjörsdegi Samfylkingarinnar þann 11. nóvember 2006.

Þar fer "Tógóski töfralæknirinn" og "Spes" vinur Össurar á nokkrum kostum, og verður varla séð að að af meiri innlifun hafi verið skrifað um "armapólítík" síðan sá hinn sami Össur skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn.  Þó er Þráinn heldur stífari í stílnum og lætur hann síður taka framsætið frá sannleikanum en Össur og munu menn líklega skiptast í tvær fylkingar um hvort sé æskilegra.

En birtum hér part úr fyrrnefndri dagbók:

"Össur er ekki af Sturlungaætt heldur af hinu friðsama Fremrahálskyni og hefur sérhæft sig í eitursnjöllum greiningum á innvortis átökum íslenskra stjórnmálaflokka, einkum svíður sjálfstæðis- og framsóknarmenn undan penna hans.Í kröníku Össurar um íslenska samtímapólitík er þó ein eyða sem sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að harma mjög. En þannig er að þessum snilldarpenna hefur alveg láðst að beina broddi sínum að ástum sinna samlyndu samherja í Samfylkingunni. Enda er það svo að mala domestica graviora sunt lachrimis eins og Brynjólfur heitinn biskup sagði þegar búið var að fífla heimasætuna og ku útleggjast þannig: Heimilisböl er þyngra en tárum taki.Ekki svo að skilja að ég hafi innsýn Össurar í vargöld íslenskra stjórnmála en þegar ég lít í átt til hans og Samfylkingarinnar kemur mér í hug prýðilegt kvæði eftir Grím Thomsen (fyrrum alþingismann) þar sem segir m.a.

Horn skella á nösum
og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð,
en þegar brotna hausar og blóðið litar storð
brosir þá Goðmundur kóngur.

Ég lái ekki Össuri þótt hann brosi í kampinn eins og Goðmundur kóngur því að ekki er annað að sjá en þeim sem studdu hann í formannskjörinu, sællar minningar, gangi allt í haginn en andstæðingarnir uppskeri eins og til var sáð.""Í Suðurkjördæmi vann Björgvin G. glæsilegan sigur en hann var harðasti stuðningsmaður Össurar og þótti mörgum það vanhugsað hjá svo ungum manni að binda trúss sitt við Össur þegar fúndamentalistar í pólitískum rétttrúnaði boðuðu komu Messíönu.Í Suðvesturkjördæmi fékk Katrín Júlíusdóttir rússneska kosningu í annað sætið en líkt og Björgvin fór hún ekki dult með stuðning sinn við Össur.Árni Páll Árnason sem Össur á heimasíðu sinni segist hafa vakað yfir í pólitískri bernsku náði líka ótrúlegum árangri og krækti sér í öruggt þingsæti.Í Norðvesturkjördæmi vann séra Karl Matthíasson frægan sigur og náði öðru sæti sem ætti að duga til þingfarar, en segja má að séra Kalli sé heimilisklerkur hjá Össuri.Kristján Möller og Einar Már unnu örugga prófkjörssigra.Auðvitað samgleðst allt samhent Samfylkingarfólk þessum ágætu sigurvegurum en það hlýtur þó að verða einhverjum umhugsunarefni hvort það sé einskær tilviljun eða glettni örlaganna að Jón Gunnarsson sem aðhylltist andstæðinga Össurar beið pólitískan bana í Suðurkjördæmi og erfðaprinsinn Lúðvík Bergvinsson varð að lúta þar í lægra haldi fyrir Björgvini, pólitískum kjörsyni Össurar.Það virðist svo sannarlega ekki fylgja því gifta að hafa farið gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar því að auk þeirra mannsskaða sem hér hafa verið taldir féll Anna Kristín Gunnarsdóttir úr öruggu sæti í Norðvesturkjördæmi.Andstæðingar Samfylkingarinnar í öðrum flokkum sem hafa orðið fyrir beittum penna Össurar geta ornað sér við tilhugsunina um að ekki sér enn þá fyrir endann á þeirri miklu valdatilfærslu sem orðið hefur í flokknum með þessum prófkjörum. Reykjavík er eftir. "

Dagbókina má finna í Fréttablaðinu hér.

Reykjavík er eftir, eru lokaorðin í tilvitnuninni, en allir vita nú hvernig fór þar.  "Goðmundur kóngur" vann þar nokkurn sigur, þó hann reyndi eigi að endurheimta hásæti sitt.

Ef til vill fer best á að enda þetta blog með vísunni sem kemur á undan þeirri sem Þráinn birti í dagbókinni, en hún hljóðar svo:

Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.


Skýrir valkostir - Hverjir vilja hvað?

Ég hef heyrt í Ómari Ragnarssyni frá því að ég man eftir mér.  Hann hljómaði mikið og oft á mínu bernskuheimili.  Þá voru það kvæði á við "Rafvirkjavísur", "Jói útherji", "Ertu að baka", "Þrjú hjól undir bílnum" og aðrar gamanvísur sem ég sönglaði með og hafði gaman af.

Ennþá legg ég við hlustir þegar Ómar talar, þó að ég hafi ekki jafn gaman af því sem hann er að segja eða syngja þessa dagana, en hann fær mig alltaf til að hlusta.  Það er vissulega nokkuð afrek að fá u.þ.b. 10.000 (hér fer ég nú bara millibilið á tölunum sem heyrst hafa) manns til að ganga með sér niður Laugaveginn og það ber að fagna því að mótmæli sem þessi fari fram án alls ofbeldis og gífuryrða.

Þó að ég sé ekki "samferða" þeim sem þar gengu, eiga þau öll heiður skilið fyrir að sýna afstöðu sína með eftirminnilegum hætti og á með hófstilltum hætti.  Það mættu ýmsir andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar taka sér til fyrirmyndar.

En en þó að mér þyki hugmyndir Ómars um að láta stífluna standa sem minnismerki, og hætta við fyrirhugaða notkun hennar, órar einir og ekki raunhæfar hugmyndir, þá verður því ekki á móti mælt að þó nokkur hópur Íslendinga virðist ekki líta svo á.  Það sannar sá fjöldi sem tók þátt í göngunni í Reykjavík í gærkveldi.  Þessar hugmyndir virðast síður njóta hylli á landsbygðinni, enda þáttaka ekki mikil á Ísafirði, Akureyri eða Egilsstöðum.

En nú eru þessar hugmyndir komnar fram, og eins og ég áður sagði stígur nokkuð stór hópur fram og lýsir yfir stuðningi við þær.  Því hlýtur eðlilegt að nokkur umræða verði um þessar hugmyndir á næstu dögum, vikum og mánuðum.  Þær verða án efa ræddar víða þar sem fólk kemur saman, í kaffistofum, börum, fjölskylduboðum, í skólum og í skúmaskotum.

En þessi umræða verður líka að fara fram á pólítíska sviðinu.

Það er áríðandi að frambjóðendur í prófkjörum flokkanna verði krafnir um svör varðandi afstöðu þeirra til virkjunarinnar, og sömuleiðis hugmynda Ómars.  Síðan verða frambjóðendur flokkanna að svara því hvort að þeir eða þeirra flokkur geti hugsað sér að framkvæma hugmyndir Ómars eða hvort þeir vilji nýta Kárahnjúkavirkjun.

Mikið hefur verið rætt um rétt almennings um skýra valkosti á undanförnum vikum.  Hér er mál sem ég tel að stjórnmálamenn verði að bjóða almenningi upp á skýra valkosti um.  Hvaða leið vilja þeir fara, hvaða leið telja þeir vænlegasta.

Vonandi fara íslenskir fjölmiðlamenn af stað og krefja stjórnmálamenn svara.

Hverjir eru með hverjir eru á móti.  Ég er ekki frá því að þau svör séu mikilvægari en með hverjum hver vill mynda ríkisstjórn.

P.S. Ég verð að minnast á eitt skilti sem ég sá á mynd, sem mér þótti mjög gott slagorð, þó að ég sé ekki sammála því.  DAM NATION.  Skemmtilega tvöföld merking í þessu.


mbl.is Allt að 15.000 mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. - kaffiboð og bandalög - nokkrar limrur.

Eins og ég hef sagt áður, þá kemur það einstöku sinnum fyrir að kveðskap lýstur niður í huga mér.  Líklega kemur það til út af þeim framsóknargenum sem finna má í ættboga mínum, og ég hef háð langa og stranga baráttu gegn, mestanpart lífs míns.  En oft kemur þetta fyrir þegar ég hef setið og bergt á skáldamiði, gjarna þá fram eftir nóttu, enda ónæmiskerfið þá líklega veikt, og það nýta framsóknargenin sér. 

Yfirleitt hef ég nú bara haldið þessum kveðskap fyrir sjálfan mig, en nú hef ég ákveðið að vera hugrakkari, stíga fram og viðurkenna fyrir sjálfum mér og öðrum að þetta gerist og taka því sem fólk hefur um þetta að segja, bæði gott og vont.

Þessar duttu inn í nótt, stuttu eftir miðnættið, ég biðst afsökunar á enskuslettum sem þarna má finna, en líklegasta skýringin er sú að ég hef ekki aðgang að íslenskum skáldamiði, og drakk því kanadískan í gærkveldi.

Hann fær þykir í sínu fagi
frakkur með kjaftinn í lagi
Nú Steingrímur J.
inni á kaffiboð
og vill samstarf af ýmsu tagi.

Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Við skulum vera eitt "tím"
"and sjer ðí seim drím"
svo plötuna sömu hann sargar.

Þá varð mér ljóst að þessar enskuslettur, væru varla sæmandi, þannig að rétt væri að búa til íslenska útgáfu af sömu limrunni

Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Hann áfram þau teymir
um völd þau öll dreymir
Til vinstri snú hann gargar.

Segist vilja til vinstri snúa
velferð á segist trúa
En við vitum það öll
að hvorki hróp eða köll
betri hag munu þjóðinni búa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband