Á Flæmskum völlum

Ef það er eitthvað sem stendur fyrir heimstyrjöldina fyrri í mínum huga, er það ljóð hins Kanadíska John McCrae, "In Flanders Field".

Áhrifamikið ljóð, ort í stríðinu miðju.

En það er svo, að þó að heimstyrjöldin fyrri sé oft talin "tilgangslaust stríð", og það má vissulega til sanns vegar færa, hún leysti ekki vandamál, hún varð  ekki "stríðið sem endaði öll stríð", öðru nær.  Hún kostaði ótaldar milljónir lífið og skapaði ótal vandamál, sem þurfti annað stríð til að leysa úr og dugði þó ekki til.

En ljóðið minnir líka á það að nauðsynlegt er að einhver standi gegn þeim sem fara með ófriði og hótunum, einstaklingar og þjóðir þurfa að hefja kyndil á loft og berjast gegn þeim.

Sá sannleikur er jafngildur, í dag sem fyrir 100 árum.

 

In Flanders fields the poppies grow
      Between the crosses, row on row,
   That mark our place; and in the sky
   The larks, still bravely singing, fly
Scarce heard amid the guns below.

We are the Dead. Short days ago
We lived, felt dawn, saw sunset glow,
   Loved and were loved, and now we lie
         In Flanders fields.

Take up our quarrel with the foe:
To you from failing hands we throw
   The torch; be yours to hold it high.
   If ye break faith with us who die
We shall not sleep, though poppies grow
         In Flanders fields.


mbl.is Minnast aldarafmælis stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband