Boð og bönn draga oft fram verstu hliðar samfélagsins og svarta markaðinn

Það er eiginlega segin saga að sterkt yfirvald, boð og bönn draga fram verstu hliðar margra einstaklinga.

Boð og bönn leiða mjög gjarna fram tilhneygingu hjá mörgum til að hafa "eftirlit" með samborgurum sínum  og nágrönnum og tilkynna þá til yfirvalda.

Einstaklingnum sem tilkynnti um ólöglegan fjölda í barnaafmæli hlýtur t.d. að hafa liðið vel með að hafa uppfyllt borgaralega skyldu sína.

Það sama gildir líklega í þessu tilfelli, ég hef enga trú á því að lögreglan hafi tekið upp á þessu án ábendingar.

Eins og einn eldri kunningi minn sem er upprunninn í A-Evrópu sagði, þetta er næstum eins og að vera kominn heim í "Sovétið".

"Það eru biðraðir í búðir, klósettpappír af skornum skammti, helst vilja menn ferðatakmarkanir og svo eru nágrannar að klaga hvorn annan."

Þetta sagði hann í "léttum dúr" og hló við. En hann sagði mér líka frá því, og það hef ég reyndar orðið svolítið var við sjálfur, að "svarti markaðurinn" blési út.

Hann vildi meina að það spyrðist fljótt út að það væri hægt að láta klippa sig "þarna", í þessum bílskúr væri hægt að fá olíuskipti, þessi væri með litla líkamsræktarstöð í kjallaranum og naglapússerí og því um líkt færi fram í heimahúsum.  En hafið í huga að hér er ég ekki að tala um Ísland.

Því lengur sem "kófið" varir, því lengur sem boð og bönn verða í gildi, þeim mun sterkari mun "svarti" hvatinn verða.

Ég held að það eigi eftir að verða umtalsverð "ókyrð" í þjóðfélögum viða um heim. Líklega verður ástandið ekki verulega slæmt fyrr en eftir áramót.  En tjónið víðast hvar er að verða gríðarlegt. Ef "jólavertíðin" sem svo margir hafa treyst á hverfur þá eiga margir enga endurkomuleið. 

Það er heldur engin leið til að stjórnvöld, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar, geti bætt það tjón.

 

 


mbl.is Furðar sig á gluggagægjum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gott og vel, en ég átta mig ekki alveg á hver punkturinn er hjá þér. Er einhver sökudólgur á ferðinni eða er þetta bara eitthvað sem gerðist?

Hvaðan kemur sú ályktun að sá sem "kjaftaði frá" hljóti að hafa uppskorið vellíðan? Mætti ekki eins álykta að konan sem efndi til samsætis með of mörgum hafi fengið kikk út úr því að brjóta boð og bönn? Kannski fengu báðir kikk.

Hafa þeir sem ólust upp í Sovétríkjunum á einhvern hátt betra eða sannara innsæi í ástandið núna en þeir sem þekkja ekkert til sovéskra eftirlitssamfélaga? 

Væri almennt betra ef fólk léti sig engu varða það sem gerist í kringum það? Ef ég verð vitni að ólöglegu athæfi sem mér sýnist að gæti haft slæmar afleiðingar fyrir meðborgara mína, ætti ég þá að halda kjafti til að forðast að verða "eins og í Sovétinu í gamla daga"?

Kristján G. Arngrímsson, 26.11.2020 kl. 11:04

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svo er líka spurning hvað þú leggur til að verði gert varðandi jólavertíðina. Telurðu rétt að aflétta sóttvörnum til að reyna að bjarga jólavertíðinni? Myndi það ekki bitna að ósekju á þeim sem ekki eiga allt sitt undir jólavertíðinni heldur allt sitt undir sóttvörnum (t.d. heilbrigðisstarfsfólki)?

Er ekki líklegt, þar að auki, að til lengri tíma litið verði öll verslun og viðskipti að engu ef smitum í samfélaginu fjölgar mikið, sem og dauðsföllum?

Kristján G. Arngrímsson, 26.11.2020 kl. 11:14

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Skilningurinn á þessari færslu er alveg frjáls.  Sömuleiðis að finna "punktinn" í henni. Sjálfsagt finnst sumum engin "punktur" í henni.  Það klagar ekkert upp á mig eða lætur mig missa svefn.

Frelsið er jú yndislegt.

Ef til vill fengu báðir aðilar "kikk". Ef til vill ætti ég að biðjast afsökunar á þvi að hafa notað orðið "hlýtur".  Það blasir við að betra hefði verið að nota orðasamband eins "ef til vill". 

Því ekki þekki ég til málsaðila og það er alltof auðvelt að "hengja sig" á slíka málnotkun.

En það hljóta allir góðir menn og konur (svo að ég verði nú ekki "tilkynntur" fyrir að gleyma konum) að sjá að barnaafmæli með 10. gestum er góð skemmtun, en séu þeir orðnir þrettán gæti það verið hæættulegt þjóðfélaginu. 

Ég ætla ekki að dæma um hvort að þeir sem þekkja að alast upp í "Sovéti" séu með betra innsýn í ástandið en aðrir. Ég ólst ekki upp þar. 

Ég vona að að ég hafi ekki með óvarlegri orðnotkun látið þig skilja orð mín á þann veg.

En fleiri en einn af þeim hafa haft orð á því við mig að þetta minni dulítið "á gamla daga".

Svo ég noti nú "tískufrasa":  Á ég eitthvað með að draga þá upplifun þeirra í efa?

Svo er það þetta með "tilkynningaskylduna" (þú tekur vonandi eftir gæsaöppunum sem eru mér svo kærar). 

Enn og aftur kemur frelsið til sögunnar og og valið sem fylgir því.  Ef þú álítur barnaafmæli vera ógn við "meðborgara þína, þá er ekki ólíklegt að þú tilkynnir það.

Sömuleiðis ef þú sérð 16. 16.ara unglinga hópa sig saman á grænu svæði. 

Áttu ekki allir löghlýðnir einstaklingar að tilkynna það sem "ríkinu" getur stafað hætta af, ef lögin eru til staðar?

Það áttu allir að hlýða Stalín/Krushchov/Breshnev/Chernonko og Andropov. 

Ég held meira að segja að það hafi verið til þess að gera lítil lagaleg óvissa í "Sovétinu".

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2020 kl. 12:42

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Hafði ekki tíma fyrir seinni athugasemd þína í gær.

Ef Íslendingar væru nógu "geggjaðir" til þess að fela mér að ákveða hvað gera skyldi fyrir jólin, yrðu þeir að segja til um hvort að þeir vildu að ég "bældi niður alla sjúkdóma", eða líta til þess þeirra hagsmuna sem þjóðfélagið (þar með heilbrigðiskerfið" hefur af atvinnustarfsemi og verðmætasköpun.

Ekkert virðist benda til umtalsverðra smita í verslun.  Íslenskt þjóðfélag virðist þó stjórnast á meira af "kvik- og kjaftasögum).  Ekkert bendir til umtalsverðra smita við almenna líkamsrækt.  Persónulega lít ég ekki á box sem "almenna líkamsrækt".

Er ekki rétt að hafa í huga að þrátt fyrir að "veiran" hafi "geysað" á Íslandi í 10 mánuði eða svo hafa ca. 98.5% Íslendinga ekki smitast af henni.

(Það er að vísu umdeilanlegt, því ég hef rekist á "ágískanir" studdar takmörkuðum rannsóknum sem margfaldar smitfjldann með 3 eða jafnvel allt upp í 16).

Er minni áhætta að vera í biðröð en inn í verslunum?  Eru einhvarjar vísindarannsóknir sem benda til þess?

Er ekki óhætt að leyfa hlutfallslega sama mannfjölda í fataverslunum og "Ríkinu".

Heilbrigðisstarfsfólk á líklega  mest undir almennilegum sóttvörnum á eigin vinnustað.  Þar er líklega mesta hættan á smiti.

Sjálfsagt er að hvetja til "perónsulegra sóttvarna".  Það er líka eðlilegt að velja þá sem hver og einn vill umgangast.

Heiðarleiki i samskiptum er mikilvægur nú sem aldrei fyrr.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2020 kl. 13:35

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Án þess að ég viti það upp á hár held ég að þetta misræmi með Ríkið og fatabúðir eigi sér rætur í einhverjum reglugerðum, frekar en vísindalegum niðurstöðum. Þ.e. snýst um skilgreiningar á vínbúðinni sem matarverslun, eða eitthvað þessháttar. Sú skilgreining er ekki vísindaleg, held ég.

En ef það er nú rétt að 98,5% Íslendinga hafi ekki smitast, er það þá ekki augljóslega einmitt vegna harðra sóttvarna? Væri ekki óvarlegt að reikna með að þetta litla smit stafi af einhverjum öðrum ástæðum?

Kristján G. Arngrímsson, 28.11.2020 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband