Færsluflokkur: Íþróttir

Merkileg saga Winnipeg Falcons

Saga The Winnipeg Falcons er margslungin og ótrúlega heillandi.  Það eru á henni ótal fletir og ég hugsa að hægt væri að gera margar kvikmyndir eða langa sjónvarpsseríu um sögu þeirra.

Margir Kanadabúar (flestir af Íslenskum ættum) hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja að saga "Fálkanna" gleymist ekki.

Hér má finna vefsíðu tileinkaða þeim, og má finna stutt æviágrip leikmanna tekin úr Minningabók Íslenskra hermanna.

Flestir leikmanna (að ég held að einum undanskildum) voru af Íslenskum ættum, en fæddir í Kanada.  Þjálfari liðsins var þó fæddur á Íslandi og sneri þangað aftur síðar, en hafði dvalið í Svíþjóð í millitíðinni.

Hann hét Guðmundur Sigurjónsson, og má lesa um glæsilega en jafnframt sorglega sögu hana á vefnum samkynhneigð.is Sannarlega stórmerkileg saga.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið um gerð "Sögumínútu" um "Fálkana" sem Kanadíska ríkissjónvarpið gerði. Sjálf sögumínútan er svo í endann.

 

Hér er svo þáttur úr sjónvarpsseríu með heitinu "Legends Of Hockey".  Í fyrsta þætti er m.a. fjallað um Frank Fredrickson, og hefst sú umfjöllun á u.þ.b. 41:18 mínútu.  Virkilega fróðleg frásögn.

 

 

 

Óska að lokum Snorra og Pegasus velfernaðar við að koma þessari merkilegu sögu á hvíta tjaldið, en þangað á hún sannarlega erindi.

P.S. Ég veit um tvær bækur sem hafa verið skrifaðar um "Fálkana", "When Falcons Fly" og "Long Shot: How the Winnipeg Falcons wone the first Olympic hockey gold."

 


mbl.is Kvikmynd um Fálkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvar ættu liðin að æfa?

Það er gaman að sjá að alls kyns hugmyndir koma fram sem geta hjálpað til við að setja efnahagslífið af stað og þá sérstaklega tengdar ferðamennsku.  Það er mikið af möguleikum til staðar og mikið af eignum vannýttar

Þannig vantar líklega ekki hótelplássið fyrir Ensk knattspyrnulið á Íslandi og myndu margir hóteleigendur gleðjast ef þau boðuðu komu sína.

En hvar ættu liðin að æfa?

Eru ekki Íslenskir knattspyrnuvellir og hús að mestu fullnýtt af Íslenskum liðum?  Og þar sem liðin yrðu líklega að vera í 14 daga sóttkví-B, til 15. júní, gætu þau varla æft á sömu völlum og Íslensk lið æfa, eða hvað?

En ef til vill eru til einhverjir vellir sem eru lítið eða ekkert notaðir. 

En hugmyndin er að öðru leyti góð og myndi án efa gefa Íslenskri ferðaþjónustu vel þegna athygli.

 

 


mbl.is Ensk úrvalsdeildarlið á leið til landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olympíuleikar oftar en ekki fjárhagsleg byrði

Það færist í vöxt að íbúar borga hafni alfarið að heimaborg þeirra reyni að fá að að halda Olympuleika.

Þeir eru einfaldlega of stór fjárhagsleg byrði, nokkuð sem skynsamir skattgreiðendur hafa ekki áhuga á að kosta. Þess utan hafa uppbygging í kringum Olympíuleika oft verið umleikin spillingu, svo ekki sé minnst á þegar ákveða á hvar þeir eru haldnir.

Þau hafa verið mörg stór "fíaskóin" hvað varðar Olympíuleika undanfarna áratugi.  Það tók Montrealbúa u.þ.b. 30 ár að borga upp skuldirnar sem urðu til vegna Olympíuleikanna 1976.  Olympíuleikvangurinn gekk lengi (og gerir jafnvel enn) undir nafninu "The Big Owe".

Olympíuleikarnir í Aþenu töpuðu óhemju fé og það sama má segja um ýmsar aðrar borgir.

Nýtingin á mannvirkjum er svo önnur saga eins og lesa má í þessari frétt BBC frá síðasta ári.

Auðvitað fylgir Olympíuleikum mikil umsvif og kynning á viðkomandi borg.  En það verður líka að horfa til þess til er kostað.

 

 

 


mbl.is Ólympíuþorpið orðið að draugabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítík og íþróttir

Persónlulega missi ég ekki svefn yfir því að Koreuríkin sendi sameiginlegt lið til keppni, eða sé leyft að hafa fleiri leikmenn í hópnum en öðrum ríkjum.

En ég er þó þeirrar skoðunar að slíkt sé varhugavert fordæmi.

Ég er þeirrar skoðunar að í íþróttum, sem víðast annars staðar eigi aðeins einar reglur að gilda, fyrir alla þá sem þeim þurfa að hlýða.

Vissulega væri það gott og æskilegt að ríkin á Koreuskaga hefðu með sér aukið samstarf, eða sameinuðust.

En íþróttir eiga að halda sig eins langt frá pólítík og mögulegt er.

Það er enda oft inntak ræðanna sem haldnar eru við hátíðleg tækifæri.

Undanþágur sem þessar gera þann hljóm enn holari en verið hefur.

 


mbl.is Mæta á HM með fleiri leikmenn en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað horfir Donald Trump á frá Olympíuleikunum?

Hér eru tveir brandarar sem mér voru sagðir af syni mínum sem rakst á þá á internetinu. Einfaldir en góðir og ollu góðum samræðum okkar á milli, eftir að við hlógum dátt.

Hver er eina greinin sem Donald Trump hefur áhuga fyrir á Olympíuleikunum?

Stangarstökk. Hann vill sjá hvað mexíkönsku keppendurnar stökkva hátt.

Hvað gerir Usain Bolt ef hann missir af strætó?

Hann bíður eftir honum á næstu stoppistöð.


Fyrir 17. árum

Ég get ekki talist gríðarlega mikill fótboltaáhugamaður.  En það er ekki hægt annað en að hrífast með stemmningunni í kringum frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins.

Ég hef ekki komið "á völlinn" í 17. ár.

Þá einmitt sá ég íslendinga etja kappi við frakka á Stade de France.

Þá töpuðum við naumlega 3 - 2.

Mér er ennþá minnistæð þögnin sem sló á franska áhorfendur þegar Ísland jafnaði 2 - 2.

En að sitja á Stade de France innan um 80.000 áhorfendur var ógleymanlegt.

En við vonum öll að þögn muni slá á franska áhorfendur í kvöld - oft.

Áfram Ísland.

 

 

 

 


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað "Brexit"

Annað "Brexit" á örfáum dögum. Bretland þarf að faria heim frá meginlandinu, nú af Evrópumótinu í knattspyrnu.

Það sem stendur upp úr er frábær spilamennska íslenska landsliðsins og ótrúlegur stuðningur íslenskra aðdáenda.

Sjálfsagt megum við eiga von á undirskriftalistum sem krefjast þess að leikurinn verði endurtekinn, eða að London eigi kröfu á eigin liði í Evrópukepninni.

Það er akkúrat þannig sem að þeir sem verða að teljast "sore loosers" haga sér.

ÁFRAM ÍSLAND

 

 

 


mbl.is Fann að þeir litu niður á okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein sjónvarpsútsending frá landsleiknum

Eins og segir hér á mbl.is, er Ísland komið yfir gegn Eistlandi. En Eistneska ríkissjónvarpið sýnir beint frá leiknum.

Þeir sem hafa áhuga á því að horfa á leikinn, og láta Eistnesku lýsinguna ekki fara í taugarnar á sér, ættu að geta horft á leikinn á slóðinni: http://otse.err.ee/etv/

Eftir því sem ég kemst næst eru engin takmörk á því hverjir geta horft á leikinn, enda líklega ekki mikil "réttindi" hvað varðar þennan leik.

 


mbl.is Ísland og Eistland skildu jöfn í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Óli Stef hafi unnið mikið í fiski?

Oli stef í fiskvinnslunni

En þetta verður líklega lagfært fljótlega, en það er alltaf gott að brosa og enn betra að hlægja.


Að borga Beckham

Hér og þar um netheima má lesa um hneykslun manna á hugsanlegum launagreiðslum knattspyrnugoðsins David Beckham, ef hann flytur sig um set til Franska knattspyrnuliðsins Paris St. Germain.

Perónulega hef ég ekki mikinn áhuga fyrir íþróttum en ég deili þó ekki þessum áhyggjum yfir því að íþróttafólk fái ríflega borgað.  Vissulega er um að ræða stjarnfræðilegar upphæðir, en það gildir það sama í mínum huga og um svo margt annað, ef launagreiðandinn telur hann þess virði, þá læt ég það ekki fara í taugarnar á mér, svo lengi sem það er ekki ætlast til að ég leggi fram hluta af upphæðinni. 

Vissulega er hópur fólks sem hefur "slegið í gegn" sem fær gríðarlegar upphæðir að launum.  Upphæðir sem venjulegt fólk eins og sá sem hér fer höndum um lyklaborðið á takmarkaða möguleika á að ná.  Flestir myndu líklega segja enga.

Er ekki J. K Rowland (og ýmsir aðrir rithöfundar) vel komin af sínum auðæfum?  Harry Potter hefur verið prentaður í slíku upplagi að sjálfsagt stafar regnskógunum hætta af vinsældum bókanna.  Kvikmyndaréttur, leikföng og annað slíkt skila líklega vænum upphæðum að auki.  Ekki get ég séð nokkuð athugavert við tekjur hennar.

Nú nefna mætti marga tónlistarmenn og kvikmyndaleikara sem milljónir dollara fyrir nokkra vikna vinnu.  Er einhver ástæða til þess að láta það fara í taugarnar á sér?  Hér í denn borgaði ég einhvern part launum þessa fólks, enda nokkuð duglegur við að fara í bíó og kaupa hljómplötur.  Geri það reyndar að nokkru marki enn, þó að það sé meira í gegnum DVD markaðinn í dag.  Persónulega læt ég þetta ekki fara í taugarnar á mér.

Nú svo eru ýmsir sem ná því að selja olímálningu sem þeir hafa sett á striga fyrir fúlgur fjár eða fatahönnuðir sem ná að selja föt úr hráefnum sem kosta nokkra tugi þúsunda á verulegu "yfirverði" ef svo má að orði komast.

Það má svo vel vera að Paris St. Germain kaupi köttinn í sekknum.  Að Beckham trekki ekki nóg á völlinn, að sjónvarpinu, eða hann selji ekki nógu margar treyjur fyrir liðið (verð á slíkum "official" varningi er kapítuli út af fyrir sig) og nái þannig ekki að borga fyrir sig.

En það klagar ekkert upp á mig, ekki frekar en að Ítalskir fatahönnuðir selji jakkaföt á "yfirverði", eða að Lady GaGa raki saman fé (sem mér finnst hún reyndar fyllilega eiga skilið).

En mig undrar það ekkert að hugsanleg laun Beckhams nái að æsa upp Franska sólsialista, né skoðanasystkyni þeirra víða um veröldina.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband