Olympíuleikar oftar en ekki fjárhagsleg byrði

Það færist í vöxt að íbúar borga hafni alfarið að heimaborg þeirra reyni að fá að að halda Olympuleika.

Þeir eru einfaldlega of stór fjárhagsleg byrði, nokkuð sem skynsamir skattgreiðendur hafa ekki áhuga á að kosta. Þess utan hafa uppbygging í kringum Olympíuleika oft verið umleikin spillingu, svo ekki sé minnst á þegar ákveða á hvar þeir eru haldnir.

Þau hafa verið mörg stór "fíaskóin" hvað varðar Olympíuleika undanfarna áratugi.  Það tók Montrealbúa u.þ.b. 30 ár að borga upp skuldirnar sem urðu til vegna Olympíuleikanna 1976.  Olympíuleikvangurinn gekk lengi (og gerir jafnvel enn) undir nafninu "The Big Owe".

Olympíuleikarnir í Aþenu töpuðu óhemju fé og það sama má segja um ýmsar aðrar borgir.

Nýtingin á mannvirkjum er svo önnur saga eins og lesa má í þessari frétt BBC frá síðasta ári.

Auðvitað fylgir Olympíuleikum mikil umsvif og kynning á viðkomandi borg.  En það verður líka að horfa til þess til er kostað.

 

 

 


mbl.is Ólympíuþorpið orðið að draugabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband