Færsluflokkur: Grín og glens
15.4.2023 | 21:59
Að gjamma eða að gelta?
Það hefur gjarna verið talað um að "tísta" á Twitter, líklega ekki síst vegna bláa fuglsins. Á enskunni hefur það verið "tweet".
Nú þegar búið er að skipta út fuglinum fyrir hund (Shiba Inu, ef ég hef skilið rétt), segir það sig eiginlega ekki sjálft að byrjað verður að tala um að einhver hafi gjammað, nú eða gelt á Twitter?
Á Enskunni yrði það líklega "barked" eða "growled".
En svo eru auðvitað skiptar skoðanir um hvort að Twitter sé á leiðinni í hundana. En Musk er kokhraustur (sjá viðtal við hanní færslunni hér á undan).
Twitter skiptir bláa fuglinum út fyrir jarm-hund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2023 | 02:52
Er "húsfólksorlof" tímaskekkja?
Varla geta Íslendingar verið þekktir fyrir að halda úti "húsmæðraorlofi", ef ekki á að leggja það niður hlýtur í það minnsta "húsfólksorlof" að taka yfir.
Þess utan er "orlof" grunsamlega Rússneskt hljómandi.
Er ekki öruggara að skipta því út?
"Húsfólksfrí" hljómar auðvitað Íslenskara.
Eftir það slíkar breytingar hafa náðst í gegn, er hægt að rökræða um hvort að "húsfólk" eigi rétt á því að ríkið (gott hvorugkynsorð) eigi að greiða hluta af kostnaði við frí þess.
En fyrr varla.
Vilja ekki afnema húsmæðraorlof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2021 | 22:40
Imagine - grínútgáfa
Fékk þetta myndband sent fyrir fáeinum tímum. Vel gert og má vel hafa gaman af því.
Með fylgdi svo þetta "meme" þar sem frasinn er eignaður Stalín, þó að hann hafi aldrei sagt þetta.
En grínið er oft gott, þó að það sé ekki satt.
30.7.2021 | 11:59
Kímnigáfa gegn ofsóknum og alræði
Það ætti enginn að vanmeta kímnigáfu eða húmor. Jafnvel við verstu aðstæður reyna einstaklingar að nota kímnigáfuna til að brosat og gera kringumstæðurnar örlítið þolanlegri.
Jafnvel í útrýmingarbúðum þróaðist húmor, gjarna kolsvartur.
Í sósíalískum löndum hefur oft hárbeittur húmor þróast sem oftar en ekki hefur beinst að stjórnvöldum.
Á seinni hluta Bresnef tímabilsins gekk t.d. þessi brandari manna á meðal (þó að hann gæti líklega haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sagður röngum aðilum..)
Bresnef og Andropov (sem þá var yfirmaður KGB og seinna æðstráðandi Sovétríkjanna) fóru saman á veitingastað.
Þeir skoðuðu matseðlana af mikilli ákefð.
Loks sagði Andropov: Ég ætla að fá steik.
Þjónnin skrifaði það samviskusamlega niður og sagði svo: Og grænmetið?
Andropov svaraði um hæl: Hann ætlar líka að fá steik.
(Seinna meir var þessi brandari svo endurunninn, um þá félaga Putin og Medvedev).
24.12.2020 | 22:04
Flugeldasýningar á aðfangadag
Ég fór óvenjuseint á fætur í morgun. "Væbblaðist" um, undirbjó matseldina og drakk kaffi.
Fór óvenjuseint á netið þennan morgunin, enda vaninn sá að það eru ekki margar né miklar fréttir á aðfangadag. Þær snúast um færð og "fílgúd", messur og matseld.
En loksins þegar ég dreif mig á netið blasti við hver "bomban" á fætur annari.
Búið að semja í "Brexit", Kári Stef og Þórólfur allt að því komnir í hár saman yfir því hverjum datt í hug að ræða við Pfizer, og síðast en ekki síst, Bjarni Benediktsson í "hörkupartýi" í miðjum faraldri.
Það kemur einnig fram í fréttum að þar hafi flestir haft áfengi um hönd. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru sumir einstaklingar svo óforskammaðir að þeir föðmuðust.
Þannig að ekki vantaði fréttirnar.
Ekki dettur mér í hug að hnýta í Bjarna fyrir að hafa verið þarna. Ég hefði ábyggilega verið þarna sjálfur - ef aðeins mér hefði verið boðið.
En ég er ekki fjármálaráðherra, né formðaur stjórnmálaflokks, hvað þá að ég hafi verið að hvetja almenning til að gæta ítrustu varúðar í sóttvörnum. Ég hef farið allra minna ferða án þess að óttast "veiruna" um of.
Allt þetta kann auðvitað að vera skýringin á því að engin hefur boðið mér í partý lengi.
Það mátti reyndar einnig lesa í fréttum að duglegur "kóvídetectiv" hefði tilkynnt samkvæmið til lögreglu og tekið fram að fjármálaráðherra væri staddur í samkvæminu í tilkynningunni.
Það er hollara fyrir alla Íslendinga, ráðherrar meðtaldir, að gera sér grein fyrir því að fylgst er með þeim.
Þannig er reyndar staðan víðast um heim, og boðar okkur engan fögnuð.
En það er, í það minnsta í mínu minni, langt síðan aðfangadagur hefur verið jafn fréttaríkur.
Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grín og glens | Breytt 25.12.2020 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2020 | 23:33
Fyrirséður ófyrirsjáanleiki
Það getur verið snúið að ná samningum og það getur verið jafn snúið að koma orðum að því sem gerist við samningaborðið. Hvað þá að upplýsa um hvaða afleiðingar samningar geta haft, nú eða ef samningar nást alls ekki.
Eftirfarandi setning úr viðhengdri frétt fékk mig til að kíma sem veitir svo sem ekki af á þessum síðustu og verstu.
"Samkvæmt frétt AFP tekst með þessu að forða ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum sem fyrirséðar voru ef aðlögunartímabilinu lyki án samkomulags."
Skyldu einhverjar fyrirséðar afleiðingar sem ekki er hægt að sjá fyrir hverjar verða af hugsanlegum samningum?
Komið að úrslitastund vegna Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grín og glens | Breytt 24.12.2020 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2020 | 11:58
Spakmæli dagsins
Svona af því að þetta er bloggið mitt, fannst mér þetta spakmæli sem ég rakst á fyrr í dag eiga vel við.
Í minni þýðingu hljómar það svo:
"Ég er ekkert að rífast, ég er bara að útskýra hvers vegna ég hef rétt fyrir mér."
8.12.2020 | 20:02
Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er
Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.
Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".
Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.
En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?
Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?
Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu. Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.
Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.
Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".
En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.
Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.
Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grín og glens | Breytt 9.12.2020 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2020 | 00:13
Annað sjónarhorn í kórónubaráttunni - Sóttvarnaraðgerðir Reykjavíkurborgar og Dags
Það getur verið merkilegt að sjá fréttir frá "öðru sjónarhorni" en venjulega. Hér er t.d. myndband frá góðgerðarstofnum Michael Bloomberg, sem fjallar um hvernig Reykjavíkurborg og borgarstjórinn hafa leitt baráttuna gegn Kórónuveirunni.
Borgin og borgarstjórinn hafa verið leiðandi í rakningu smita, raðgreiningu á stökkbreytingium á veirunni.
Borgin og borgarstjórinn voru í startholunum þegar fyrstu smitin komu til borgarinnar.
Það er vonandi að enginn missi af sóttvarnarfundum Dags B. Eggertssonar, þar sem hann kynnir sóttvarnaraðgerðir sínar.
P.S. Þegar ég sé "fréttir" sem þessar verð ég stundum allt að því þunglyndur, en um fram allt hugsi.
Getur verið að margar af þeim fréttum sem ég sé frá "fjarlægum stöðum", séu jafn rangar og þessi?
En hér má lesa frétt Vísis um þetta mál og mér var bent á.
20.11.2020 | 13:00
Þingmenn bannaðir á barnum - til að hindra útbreiðslu heimskunnar
Svona af því að það er föstudagur og það verður að treysta á að kórónuveirunni hafi ekki tekist að útrýma kímnigáfunni, svona almennt séð, birti ég hér "lauflétta" frétt frá Eistlandi.
Þar hefur "Mad Murphy", vel þekktur "Írskur pöbb", sem stendur við Ráðhústorgið í Tallinn sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
"We here at the bar have decided to behave as intelligently as the government, and to prevent the spread of stupidity, all members of parliament shall now no longer be served in our fine establishment."
"This ban shall remain in force until February 2021 when we shall review the situation. We hope that this message is spread far and wide, and that other bars and restaurants will also implement this ban,"
Hér má sjá frétt Eistneska ríkisútvarpsins um málið.
Grín og glens | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)