Annað sjónarhorn í kórónubaráttunni - Sóttvarnaraðgerðir Reykjavíkurborgar og Dags

Það getur verið merkilegt að sjá fréttir frá "öðru sjónarhorni" en venjulega. Hér er t.d. myndband frá góðgerðarstofnum Michael Bloomberg, sem fjallar um hvernig Reykjavíkurborg og borgarstjórinn hafa leitt baráttuna gegn Kórónuveirunni.

Borgin og borgarstjórinn hafa verið leiðandi í rakningu smita, raðgreiningu á stökkbreytingium á veirunni.

Borgin og borgarstjórinn voru í startholunum þegar fyrstu smitin komu til borgarinnar.

Það er vonandi að enginn missi af sóttvarnarfundum Dags B. Eggertssonar, þar sem hann kynnir sóttvarnaraðgerðir sínar.

 

 

 

 

P.S.  Þegar ég sé "fréttir" sem þessar verð ég stundum allt að því þunglyndur, en um fram allt hugsi.

Getur verið að margar af þeim fréttum sem ég sé frá "fjarlægum stöðum", séu jafn rangar og þessi?

En hér má lesa frétt Vísis um þetta mál og mér var bent á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Dagur hefur ætíð verið duglegur ð stela skrautfjöðrun annarra. Hér gengur hann þó skrefi lengra  en áður og í raun með ólíkindum að svona skuli vera hægt.

Í þessu viðtali hjó ég hellst eftir þeim ummælum er komu í kjölfar þess er Dagur var búinn að telja upp alla sína læknismenntun að þá segir hann að honum hafi verið rænt inn í pólitík. Eftir síðustu borgarstjórnarkosningar hefði hann auðveldlega getið leyst sig úr þeim böndum, enda var honum hafnað af borgarbúum í þeim. Einungis með hjálp annarra smáflokka, sem mannaðir eru af jafn valdasjúku fólki og honum sjálfum, tókst honum að hald völdum. Honum var því ekki rænt inn í pólitík, heldur rændi hann sjálfur lýðræðinu í höfuðborginni!

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2020 kl. 07:34

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Góðgerðarstofnun Bloomberg er náttúrulega ekki fjölmiðill, í hefðbundnum skilningi. En annars minnir þetta á umfjöllun í Globe and Mail, held ég að hafi verið, í vor þar sem það var Kári Stef sem einn og óstuddur barðist við Kófið hérna á Íslandi.

Sum egó eru bara stærri en heil þjóð. 

Kristján G. Arngrímsson, 22.11.2020 kl. 09:10

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að skreyta sig með stolnum fjöðrum hefur ekki mikla reisn yfir sér. 

Ragnhildur Kolka, 22.11.2020 kl. 15:23

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dagur tjáði sig um þetta á Twitter og þótti bara mjög fínt og fann ekkert að þessu. Þakkaði bara fyrir sig eins og reyndum senuþjófi sæmir.

Einhverjir hefðu kallað hann skíthæl fyrir, en ég ætla ekki að ganga svo langt.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2020 kl. 18:52

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Það má gagnrýna Dag fyrir margt, en það er ekkert óeðlilegt þó að samsteypustjórnir skili ekki þeim sem "sigraði" í "toppsætið".  Slíkt er velþekkt.

Það er ekki nóg að sigra kosningar, það þarf einnig að "sigra" ríkisstjórnar/meirihlutaviðræður.  Þar virðist Dagur hafa staðið sig vel, ef vil vill betur en víða annars staðar.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Stofnun Bloomberg er ekki fjölmiðill, í hefðbundnum skilningi, þó að í þessu tilfelli sé hún í raun að miðla "fréttum" eða fréttatengdu efni.  YoubTube (þaðan sem myndbandið er tekið) er hins vegar að mínu mati fjölmiðill, þó að hann sé ekki ritstýrður eins er meira "hefðbundið".

En ég var auðvitað fyrst og fremst að tala um að þetta væri "annað sjónarhorn" á það sem er verið að fjalla um í fréttum, en ef til vill var það ekki nógu skýrt hjá mér.

Kári er eins og ég hef áður sagt "jöfur". Virkilega klár einstaklingur og hefur Íslensku þjóðina "etandi" úr hendi sér þessa dagana.  Vel tímasett "reiðiköst" og komandi fram sem "harði sterki maðurinn" hefur skilað honum í margt merkilega stöðu.  Hann hefur gríðarlegt traust sem vísindamaður.

Ég verð að taka fram að ég hef ekki séð þess umfjöllun G&M sem þú vísar til, en líklega er þó meiri innistæða fyir hrósi til Kára en Dags.  En slíkt mat er þó alltaf persónubundið.

@Ragnhildur, þakka þér fyrir þetta.  Einhverjar fjaðrir verður maðurinn líklega að hafa. 

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Ef til vill er það merkilegasti hluturinn við þetta.  Bloomberg virðist ekki hafa hugmynd um hvernig Íslenskt stjórnkerfi er byggt upp og virðist helst halda að það sé svipað og í Bandaríkjunum.  Það er líka mjög merkilegt að Dagur virðist ekkert gera til þess að koma leiðréttingu í þá veru á framfæri.

En það er sömuleiðis vert að hafa í huga að þarna er talað eins og "Borgin" beri ábyrgðina. 

En þannig var ekki talað í Bandaríkjunum oft á tíðum.  Þar var ástandið í New York, ekki Bill de Blasio, borgarstjóra New York borgar að kenna.  Heldur ekki Cuomo ríkisstjóra New York fylkis.

Þar var allt DJ Trump að kenna, sem hefur þó ótrúlega lítið með heilbrigðiskerfi New York borgar eða ríkis að gera.

En á Íslandi, er þetta næstum allt Degi, borgarstjóranum að þakka.

Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá fyrrverandi borgarstjóra í New York í þessum gír.

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2020 kl. 22:15

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að þakka Degi B. fyrir ... ja hvað nákvæmlega ... , er í sjálfu sér alls ekki það vitlausasta sem mönnum hefur dottið í hug á þessu ári rökleysunnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2020 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband