Færsluflokkur: Menning og listir
31.7.2006 | 20:12
Hoppað á hljómsveitarpallinn
Ef til vill er ég bara nöldurseggur, en einhverra hluta vegna fer svona "bandwagon jumping" örlítið í taugarnar á mér.
Nú efast ég ekki um að tónleikarnir voru vel heppnaðir, ég efast ekki heldur um að Miklatún er ágætlega fallið til tónleikahalds. Ef ég hef réttar upplýsingar þá styrkti borgin umrætt tónleikahald nokkuð myndarlega, það er í sjálfu sér í fínu lagi mín vegna.
En þó að einkaaðili (í þessu tilfelli hljómsveitin Sigur Rós) hafi staðið að vel lukkaðri samkomu þá finnst mér engin ástæða til þess að "borgarvæða" fyrirbærið. Það er engan vegin nauðsynlegt að koma þessu fyrir hjá opinberum aðilum.
Auðvitað á borgin að taka vel á móti þeim sem koma fram með svipaðar hugmyndir, eða vilja halda tónleika á túninu, en slíkur undirbúningur er betur komin hjá einkaaðilum.
Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það kitlaði hláturtaugar mínar þegar ég las grein á www.spiegel.de, um sýningu sem hefur verið sett upp í Berlín í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hvernig Mike Draegert, sá sem á hefur heiðurinn af sýningunni, hefur komist yfir alla þessa gripi er ekki sagt (nema að tennur Battistons, er fengnar að láni), en það hefði vissulega gert þessa frásögn skemmtilegri.
En það er auðvitað stór markaður fyrir minjagripi tengda knattspyrnu (ég held að ég eigi ennþá einhversstaðar miðann og trefillinn frá Frakkland - Ísland, sem við töpuðum 3-2 í París), en líklega eiga þessir eftir lifa lengi, enda býsna "orginal" ef svo má að orði komast. En líklega verður þessi sýning þó ekki allra.
Þegar ég las þetta í Spiegel, hvarflaði þó hugur minn til ýmissa átta, fyrst fór ég að hugsa um hvað þetta hljómaði eitthvað skratti líkt kaþólsku kirkjunni, með sýna "relic" söfnun, og svo fór ég að hugsa um hvort að það að vera þjóðverji og heita Schumacher, leiddi sjálfkrafa af sér að hálf heimsbyggðin liti á viðkomandi sem illmenni? Eins og oft áður komst ég ekki að neinni niðurstöðu.
En ég hlakka til Silverstone kappakstursins um helgina.
En greinina í heild sinni má finna hér.
6.6.2006 | 21:05
Tvær stökur
Það er nú ekki oft sem ég yrki, og ég geri ekki kröfu til þess að teljast skáld, hvað þá gott. En eins og svo mörgum íslendingum þá dettur út úr mér staka stöku sinnum.
Í dag duttu úr munni mér tvær stökur, þær fyrstu í langan tíma. Báðar eru þær um Framsóknarflokkinn, enda hann eins og stökur ákaflega þjóðlegur. Ef menn vilja tjá sig um kveðskapinn, eða leiðbeina mér eitthvað með hann, er það ákaflega vel þegið, og verður ekki tekið illa upp.
En hér koma stökurnar:
Sögðust ætla að sækja Finn
sækja fram í hvelli.
En Guðni stóð við garðinn sinn
gaf ei tommu af velli.
Segjast ætla að sækja Fram
sóknar kraft finna.
Best er þó að við þetta bram
bolt fram sókn mun linna.
4.6.2006 | 19:39
Hryðjuverkamenn í Toronto, dagur tvö.
Víða hvar maður kemur er fólk að ræða atburði gærdagsins, þegar 17 manns voru handteknir hér í Toronto, ásakaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Meðal annara hluta sem gerðir voru upptækir voru 3. tonn af ammónium nítrati. Fjölmiðlar eru líka, líklega eðlilega, uppfullir af fréttum af atburðum og viðbrögðum ýmissa aðila.
Fólk sem ég hef heyrt í er sumt nokkuð slegið, jafnvel meira yfir þeirri staðreynd að þessir meintu hryðjuverkamenn hafi einfaldlega búið í friðsælum, rólegum hverfum, hafandi alist hér upp og fallið vel inn samfélagið, frekar en þeirri staðreynd að hér hafi átt að fremja hryðjuverk. Eins og einn sagði, "... þarf maður nú að fara að líta á sinn næsta nágranna sem hugsanlegan hryðjuverkamann?". Þess má geta að þegar í gær, voru nöfn allra, nema þeirra 5 sem eru undir 18 ára aldri, birt í fjölmiðlum hér og í sunnudagsblaðinu hjá Toronto Star, eru birtar myndir af heimilum margra þeirra, ásamt viðtölum við nágranna.
En viðbrögðin hafa vissulega verið á ýmsa vegu, sumir hafa sagt þetta enn eina árásina á múslimi, aðrir fullyrða að þetta sé rangar sakargiftir. Flestir eru þó sammála um að þetta megi ekki túlka sem sakfellingu á múslimska samfélaginu hér, sem er risastórt. En vandræðin eru líklega að einhverju marki byrjuð, því að rúður voru brotnar í mosku hér, annaðhvort í nótt, eða snemma í morgun.
En hinir ákærðu komu fyrir dómara í gær, og var gríðarlegur viðbúnaður við réttarsalinn, leyniskyttur á nærliggjandi þökum og þar fram eftir götunum.
Eftirfarandi klausu mátti lesa á vef Globe and Mail:
"Defence lawyer Rocco Galati, who was representing some of the suspects, protested the intense security measures at the court. He asked that security be diminished when the accused next make their next court appearance on Tuesday.
Outside the courtroom, Mr. Galati a veteran of terrorism cases, scoffed at the allegations.
"I've seen fertilizer for the last eight years," he said, commenting on the strength of previous cases by the government that he has fought against.
In court, Mr. Galati was accompanied by Aly Hindy, a Toronto imam and friend of the highly-controversial Khadr family, who have well-established connections to al-Qaeda.
Mr. Hindy, a controverisial Iman, leads an Islamic centre in Scarborough, said he knew several of the accused because they prayed at his mosque but said they were not terrorists.
"He said the charges are to keep George Bush happy, that's all."
Lögreglan hefur ekki gefið upp neinar upplýsingar um hver hugsanleg skotmörk hafi verið, en eingöngu sagt að almenningssamgöngur hafi ekki verið á meðal þeirra. Á meðal þeirra skotmarka sem nefnd eru í "óstaðfestum fréttum" eru þinghúsið í Ottawa, CN turninn í Toronto (hæsta bygging í heimi), og hús kanadísku "leynilögreglunnar", en það er í sjálfu sér enginn skortur á háhýsum í Ontario.
Þó svo að hinir handteknu séu heimamenn, er því haldið fram að handtökurnar tengist handtökum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Bosníu, Danmörk, Svíþjóð og Bangladesh.
En þetta er óneitanlega mál málanna hér í borg þessa dagana.
Stundum er eins og hjörtu Íslands og Kanada slái saman, eða það finnst mér. Ef til vill er það aðallega út af því að á báðum stöðum hefur hið opinbera afskaplega gaman af því að hafa vit fyrir þegnunum. Ef til vill er það líka af því að á báðum stöðum láta þegnarnir það yfir sig ganga án þess að mótmæla, alla vegna ekkert sem heitir.
Þegar ég las þessa frétt á mbl.is, og hafði stuttu áður lesið dálk Margaretar Wente í Globe and Mail, þá fannst mér þetta augljósara en áður. Ég hef reyndar áður hér á blogginu lýst því yfir hvað Margaret er skemmtilegur dálkahöfundur og óhrædd við að höggva heilög vé. Það gerir hún í þessum dálki eins og oft áður.
"I couldn't have known it at the time, but I was blessed to be a youth during those fleeting years when nothing was forbidden and all things were permitted. We smoked. We drank. We had unprotected sex with strangers. We ingested illicit substances, and when we got the munchies, we gorged ourselves on jelly doughnuts. We even seduced our professors, and vice versa. The dark cloud of AIDS was not yet on the horizon. We never gave a thought to secondhand smoke, sexual harassment, or our cholesterol. "
"Personally, I detest cigarette smoke. I believe that everyone has an inalienable right not to be exposed to it against their will. The arrival of the smoke-free workplace was a triumph for human rights and simple common sense. But our creeping prohibitionism has long since crossed a line. Smoking bans are no longer about protecting non-smokers from the (highly exaggerated) dangers of secondhand smoke, although that is what we're told. They are really about punishing smokers. Instead of doing the honest thing, and just banning smoking altogether, the state will simply harass and marginalize the deviants until they quit."
"By the way, there's one big exception to this official demonizing of tobacco. And that's native tobacco. "Commercial tobacco is a KILLER! Traditional tobacco is a HEALER," announces the website of the Aboriginal Tobacco Strategy (http://www.tobaccowise.com), which is sponsored by Health Canada. The difference between commercial tobacco and traditional tobacco is that traditional tobacco is sacred. It can be used to communicate with the Spirit World. You can also use it to offer prayers and treat illnesses.
I, too, used to use tobacco to communicate with the Spirit World, especially on deadline. But I guess that didn't count, because my tobacco wasn't sacred."
Sjálfur reyki ég ekki lengur, hef ekki gert það í u.þ.b. þrjú og hálft ár, ég hata þó ekki tóbaksreyk og get vel unnt öðrum þess að reykja.
Eitthvert það skrýtnasta við ný tóbakslög, bæði hér í Kanada og á Íslandi, er að hið opinbera hefur engar vöflur við að ákvarða hvernig eigendur veitinga og skemmtistaða ráðstafa eignum sínum, og hvað þeir geta leyft innan þeirra, jafnvel þó að umræddur verknaður stangist ekki á við lög að öðru leyti.
Reykingar verði leyfðar á afmörkuðum svæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2006 | 15:03
Hefurðu keypt kínverska jólatrésseríu nýlega?
Á vefútgáfu Globe and Mail má lesa í dag viðtal við kínverskan andófsmann. Hann var fangelsaður fyrir u.þ.b. 17 árum, þegar andófið á torgi Hins himneska friðar stóð sem hæst.
Það er hálf átakanlegt að lesa þetta en samt er þetta lesning sem ég mæli með, það ættu eiginlega allir að lesa viðtalið.
Hér er nokkri punktar:
"I have no regrets," Mr. Lu said softly in Chinese in his first in-depth interview. "In a repressive dictatorship, if no one has a spirit of sacrifice, we will never achieve democracy. This is China's tragedy."
"He was 25 then. He's 42 now, with scars from prison beatings, a broken marriage and an uncertain future in Canada. After authorities released him after 10 years he slipped into Myanmar and then Thailand, hoping to attract attention for his friend serving life. Instead, Thai authorities arrested him. Canada granted him refugee status, and in April, he arrived in Calgary."
"At noon, they bought 30 eggs from a sidewalk fast-food vendor, lopped off the tops, and asked him to make their last meal: omelettes. They filled the shells with paint. While Yu Zhijian prevented people from walking through the gate under the portrait, Mr. Lu and Yu Dongyue began hurling eggs as fast as they could. It was a stunning act of lèse-majesté.
"I remember bystanders started applauding," Mr. Lu said. "Some people disapproved, but I felt the majority were with us."
"Student security guards grabbed the trio. Mr. Lu and his friends went willingly and answered questions. Later that afternoon, the students called a press conference where he answered questions. Back in Hunan, Mr. Lu's father saw the evening news and fell to the floor, crying: "It's all over, it's all over." Mr. Lu's wife had a nervous breakdown.""
""I never thought the students would turn us in," Mr. Lu said yesterday, when I told him what I knew. He also doesn't understand why he and his friends received such harsh sentences when many student activists got two to four years.
In jail in Hunan, Mr. Lu shared a cell with 20 others, mostly common criminals. Some curried favour with the guards by beating him. He was subjected to brainwashing. He and other inmates toiled 14 to 16 hours a day making Christmas tree lights for sale in the West.
"We had production quotas. If we didn't finish, we'd get a warning. After two warnings, they'd handcuff us to the bars and beat us.""
"Meanwhile, his wife wants to join him. So far, authorities have refused to issue her a passport. "They told her, 'From the day you married Lu Decheng, you have forfeited the right to a passport.'" He hopes to return to a democratic China one day."
En viðtalið í heild má finna hér.
1.6.2006 | 21:26
"Stafsetningarbýflugan" - "Orðasmiður".
Þegar ég var að skondra á milli vefmiðla í dag, sá ég umfjöllum um "Spelling Bee" keppnina hér í Norður-Ameríku. Þetta virðist vera nokkuð merkileg keppni, ég hef reyndar aldrei séð hana í sjónvarpi, en börnin spreyta sig á orðum sem ég er ekki viss um að ég myndi stafsetja rétt á hverjum degi, en það er annað mál. Ekki man ég eftir að hafa heyrt af nokkru svipuðu á Íslandi, enda telst það ábyggilega ekki "pólítíkst rétt" á landinu bláa, að börn keppi í einhverju sem viðkemur náminu. Það getur varla verið gott að nokkur skari fram úr.
En ef einhver vill forvitnast um þetta frekar má finna frétt í National Post, heimasíðu hjá Spelling Bee keppninni, og loks er hér smá ensk stafsetningarþraut, ef einhver hefur gaman af því að reyna sig.
En þetta leiddi til þess að ég fór að hugsa um orð og orðaforða. Sjálfur er ég innflytjandi hér og þó enskukunnáttan sé þokkaleg, lendi ég þó í því að þegar ég spjalla við innfædda að ég skil ekki öll orð, eða er ekki alveg viss um merkingu þeirra, sérstaklega þegar spjallið er á sérhæfðari sviðum.
En ég hef um all nokkurt skeið verið áskrifandi að þjónustu wordsmith.org. Ég er skráður á póstlista og fæ sent eitt orð á dag ásamt tilheyrandi útskýringum. Þetta er eins og gengur, stundum þekki ég orðin frá fyrri tíð, en oft er þetta skemmtilegur og fræðandi lestur. Hvað situr svo eftir er erfitt að fullyrða, en eitthvað er það. En þetta er einföld og þægileg leið til þess að auka orðaforðann og fræðast um leið.
Sem dæmi leyfi ég mér að birta hér póstinn sem ég fékk í dag: "This week's theme: adjectives used postpositively.
emeritus (i-MER-i-tuhs) adjective, plural emeriti, feminine emerita
Retired but retaining an honorary title.
[From Latin emeritus (one who has served his time), past participle of
emerere (to serve out one's term), from merere (to deserve, serve, earn).]
Today's word in Visual Thesaurus: http://visualthesaurus.com/?w1=emeritus
-Anu Garg (gargATwordsmith.org)
"Seeger has been singing out like this since the Great Depression. The
earnest troubadour who either co-wrote or popularized canonical songs
like 'If I Had a Hammer' and 'John Henry' has become something like
America's folkie emeritus."
Michael Hill; Pete Seeger Still Singing at 87; Associated Press;
May 17, 2006."
1.6.2006 | 15:51
"Pólítísk rétthugsun" í öngstræti - hvert liggur leið?
Rétt áður en ég sá þessa frétt á mbl.is, hafði ég verið að lesa grein eftir Flemming Rose, á spiegel.de, en Flemming þessi mun vera ábyrgur fyrir birtingu Jyllands Posten á skopmyndunum sem ollu svo miklu írafári nú fyrir skömmu.
Í greinnini segir hann frá því hvers vegna hann birti skopmyndirnar, en það er margt athyglisvert sem kemur þar fram, s.s.:
"Europe today finds itself trapped in a posture of moral relativism that is undermining its liberal values. An unholy three-cornered alliance between Middle East dictators, radical imams who live in Europe and Europe's traditional left wing is enabling a politics of victimology. This politics drives a culture that resists integration and adaptation, perpetuates national and religious differences and aggravates such debilitating social ills as high immigrant crime rates and entrenched unemployment."
"As one who once championed the utopian state of multicultural bliss, I think I know what I'm talking about. I was raised on the ideals of the 1960s, in the midst of the Cold War. I saw life through the lens of the countercultural turmoil, adopting both the hippie pose and the political superiority complex of my generation. I and my high school peers believed that the West was imperialistic and racist. We analyzed decaying Western civilization through the texts of Marx and Engels and lionized John Lennon's beautiful but stupid tune about an ideal world without private property: "Imagine no possessions/ I wonder if you can/ No need for greed or hunger/ A brotherhood of man/ Imagine all the people/ Sharing all the world.
It took me only 10 months as a young student in the Soviet Union in 1980-81 to realize what a world without private property looks like, although many years had to pass until the full implications of the central Marxist dogma became clear to me.
That experience was the beginning of a long intellectual journey that has thus far culminated in the reactions to the Muhammed cartoons."
"Now, in Europe's failure to grapple realistically with its dramatically changing demographic picture, I see a new parallel to that Cold War journey. Europe's left is deceiving itself about immigration, integration and Islamic radicalism today the same way we young hippies deceived ourselves about Marxism and communism 30 years ago. It is a narrative of confrontation and hierarchy that claims that the West exploits, abuses and marginalizes the Islamic world. Left-wing intellectuals have insisted that the Danes were oppressing and marginalizing Muslim immigrants."
"Europe must shed the straitjacket of political correctness, which makes it impossible to criticize minorities for anything -- including violations of laws, traditional mores and values that are central to the European experience."
Greinina má finna í heild sinni hér og mæli ég sterklega með henni.
Aðrar greinar á spiegel.de, sem tengjast efninu, þó á neikvæðari máta sé, má finna hér og hér.
Í þessum greinum er fjallað um uppgang stjórnmálaflokka sem byggja á kynþáttahatri í Þýskalandi, svæði sem enginn ætti að heimsækja nema hann sé hvítur og möguleikann á að það sjóði upp úr á meðan á Heimsmeistarkeppninni í knattspyrnu stendur.
Höfuðslæður íslamskra kvenna bannaðar í Norður Rín - Vestfalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2006 | 14:18
"Stór" og annasöm helgi. Kostar þú framboðslista?
Þetta er annasöm helgi hjá mér. Formúla og kosningar á sömu helgi, heimboð í gærkveldi, heimboð seinnipartinn í dag, svo förum við öll í barnaafmæli á morgun.
Horfði að tímatökurnar með foringjanum í morgun. Sá "Skósmiðinn" "taka pól". Vonandi leggur þetta línuna hjá "mínum mönnum" svona almennt um helgina. En "Formúlan" verður vonandi spennandi í fyrramálið, þó að Monaco bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur þarf svo sannarlega að hafa hugann við aksturinn þar. Ég man ennþá eftir kappakstrinum þar 1996, aðeins 6 bílar luku keppni í rosalegri rigningarkeppni, frakkinn Oliver Panis vann (hans fyrsti og gott ef ekki eini sigur á ferlinum) og frakkar voru kampakátir. Parísarbúar feykikátir á barnum um kvöldið.
En að kosningunum, sá á mbl.is að kjörsókn sé dræm, í það minnsta hingað til. Það er ekki nógu gott, auðvitað eiga allir að fara og kjósa, í það minnsta mæta á kjörstað og skila auðu, það er áhrifameira að láta vita af óánægju sinni á þann hátt, en að sitja heima.
Svo þarf ég að nöldra örlítið. Ég hef séð það í vaxandi mæli á netinu, að íslendingar skrifa "KOSTningar" í stað "KOSninga". Ekki veit ég hverju þetta sætir, en vil þó benda á að orðið er dregið af því "að kjósa", en ekki því " að kosta".
Vissulega er ekki fráleitt að leiða hugann að því hvað þetta allt saman kostar, og hver kosti herlegheitin, en við skulum samt halda áfram að tala um að kjósa og kosningar, það er alla vegna mín skoðun.
Kostunin er reyndar í æ stærri mæli farin að flytjast yfir á kjósendur, eða skattgreiðendur sem eru jú að stærstum hluta sami hópurinn. Stjórnmál á Íslandi eru rekin æ meir fyrir opinbert fé. Stjórnmálamennirnir koma saman og ákveða það hið opinbera skuli gefa flokkunum.
Engan stjórnmálamann hef ég heyrt tala um nauðsyn þess að draga úr þessu eða afnema. Er það miður.
En það breytir því ekki að mig langar að biðja alla að tala um kosningar, en ekki kostningar.
Vonandi kjósa svo sem flestir D-lista, en það er önnur saga.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2006 | 01:59
Heiðarbúinn
Ég hef áður skrifað um bækur sem ég er að lesa og mun án efa gera þeim bókumsem ég hef rétt lokið við, eða er að lesa núna skil síðar, en bókin sem er efni þessa pistils, er bók sem ég hef tekið að mér að þýða, eða réttara sagt hluta af henni.
Bókin heitir "Haugaeldar", og er skrifuð af Gísla Jónssyni frá Háreksstöðum. "Haugaeldar var gefin út af Bókaútgáfunni Eddu á Akureyri, árið 1962 og er safn greina og ritgerða eftir fyrrnefndan Gísla. Ástæðan fyrir því að ég er að þýða hluta hennar er sú að Gísli fluttist eins og margir aðrir íslendingar til Kanada, snemma á 20. öldinni.
Þessar minningar hans og ritgerðir sem gefnar voru út á Akureyri, vekja hinsvegar áhuga eftirkomenda hans hér í Kanada í dag, en þeir geta ekki lesið íslenskuna og þess vegna er ég að vinnna í því að þýða nokkurn hluta bókarinnar, það er að segja þann sem fjallar um uppvöxt hans á austurlandi. Gísli og fjölskylda hans bjuggu á Jökuldalsheiðinni, á Háreksstöðum og fleiri bæjum. Þar var lífsbaráttan hörð og kjörin kröpp, og litlu mátti muna hvert ár, ef vel átti að fara.
En ég verð að segja að þetta er fróðlegt starf. Að lesa um uppvöxt Gísla, seint á 19. öldinni er holl lesning fyrir þann sem ólst upp á Íslandi á seinni hluta tuttugustu, en fetaði síðar í fótspor Gísla og annarra Vesturfara og settist að í Kanada rétt 100 árum eða svo síðar.
Þannig læri ég ekki eingöngu um breytingar þær sem hafa orðið á íslensku samfélagi, heldur líka því Kanadíska, og auðvitað að hluta til um þann þátt sem íslendingar áttu aðild að þeim breytingum á því Kanadíska.
Að hluta til er þetta saga um þrautseigju og ef til vill þrjósku, það var það sem þurfti til, bæði á heiðunum á austurlandi og ef til vill ekki síður til þess að brjóta sér leið í nýju landi með nýju tungumáli og nýjum siðum.
Frásögn Gísla er í merkileg heimild, frásögn af kynslóð sem barðist áfram, í tveimur heimsálfum, og lét fátt aftra sér, í þeirri viðleitni sinn að byggja sér og afkomendum sínum betri tilveru.
Eftir því sem ég kemst næst eru þeir sem teljast afkomendur þeirra íslendinga sem fluttu vestur um haf, svipaðan fjölda og þeir íslendingar sem búa á íslandi í dag. Flestir þeirra hafa þó blandast öðrum þjóðernum hér vestanhafs, en eigi að síður er þetta nokkuð sem vert er að hafa í huga.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)