Að skilja - á milli

Það má svo sem segja að það sé ekki mikil fórn að gefa eftir 2. sætið á lista Framsóknar í Reykjavík til að einbeita sér að borgarmálunum, en samt vil ég segj að það sé hárrétt ákvörðun og til fyrirmyndar.

Það er orðið allt of algengt að íslenskir stjórnmálamenn ætli sér að sitja bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Það hefur og verið nokkuð algengt undanfarin ár.  

Það er nóg mannval í flestum flokkum þannig að þess á ekki að þurfa.

Það er líka rík ástæða fyrir kjósendur (og líka fjölmiðlafólk) að fá allt það sveitarstjórnarfólk sem nú býður sig fram til starfa í landsmálunum, hvað það ætlar sér að gera?  Ætlar það að sitja á báðum stöðum, eða segja sig frá sveitarstjórnunum?

Persónulega mæli ég myndi ég ekki kjósa neinn sem ætlar að sitja á báðum stöðum, þess vegna fagna ég þessari ákvörðun Björns Inga og vona að sem flestir taki sér hana til fyrirmyndar.


mbl.is Framsóknarmenn stilla upp í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband