Færsluflokkur: Samgöngur

Öðruvísi áhyggjur

Þó ekki sé dregið í efa að fólki svipi saman víðast um heim fer ekki hjá því að áhyggjur og baráttumál eru víða mismunandi.

Stórum hluta ævi minnar hef ég eytt annars staðar en á Íslandi og vissulega eru áhyggjur fólks að hluta svipaðar, en á sumum sviðum gjörólíkar.

Hér á "Stór Toronto svæðinu" (nánar tiltekið í Mississauga) er t.d. rekin býsna stór olíuhreinsistöð. Mig rekur ekki minni til þess að um hana hafi staðið styr. Alla vegna heyri ég ekki minnst á hana hjá þeim sem ég umgengst, eða les um hana í fjölmiðlum.

Rétt hjá henni stendur svo stór sementsverksmiðja og þar stutt frá er gróðrarstöð.

Lesa má fróðleik um olíuhreinsunarstöðina hjá "Sögufélagi Mississauga".  Þar kemur m.a. fram að býsna mikil sprenging varð þar árið 2003.

Hér er hefur engin fengið "memoið" um að það þýði ekki að fjölga akreinum og byggja NewTrafalgarnýja vegi. Byggðar eru nýjar hraðbrautir, eldri framlengdar, akreinum fjölgað á mörgum götum o.s.frv. Samt eru hér lestir, strætisvagnar og "Subway" í Toronto og að sjálfsögðu er unnið að frekari uppbyggingu þar sömuleiðis.

Hér ekur engin á nagladekkjum, það er enda bannað nema norðarlega í fylkinu.  Það kvartar engin yfir því.  Hér er enda hægt að treysta því að snjómokstur (og saltaustur) sé með þeim hætti að slíkt sé hægt.

Hér er meginvegum haldið opnum og svo gott sem öllum mokstri lokið innan 24 klukkustunda frá því að slotar.

Hér hef ég engan heyrt lýsa yfir áhyggjum af lausagöngu katta, nema kattaeigendur. Það er aðallega vegna allra sléttuúlfanna sem hér halda til og eru þekktir fyrir að sjá lítinn mun á velöldum heimilisketti og kanínum.

Beaverbrook powerlineHér þykir ekkert tiltökumál þó að háspennulínur þveri bæi og borgir.  Undir línunum eru oft vinsæl útivistarsvæði og má oft sjá börn þar að leik og fólk að viðra hundana sína.  Íslendingurinn kemur hins vegar stundum upp í mér og allir staurarnir og línurnar sem eru inn í hverfunum fara í taugarnar á mér, en fæstir skilja um hvað ég er að tala.

Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um neinn sem missir svefn yfir þeirri staðreynd að stór partur þess vatns sem ætti að renna niður Niagara fossana er notð til raforkuframleiðslu af Kanada og Bandaríkjunum.  Ég held að flestir kunni að meta "grænu orkuna" sem er alls ekki nóg hér. Líklega finnst flestum fossarnir nægilega tilkomumikil sjón og myndu ekki sjá mikin mun þó að vatnsmagnið væri meira.

Eftir því sem mér skilst eru það u.þ.b. 12. milljónir manna sem berja fossana augum á ári hverju. Ein milljón á mánuði (meira auðvitað yfir sumarið) og engan hef ég heyrt tala um að það sé "uppselt".  Svæðið er þó ekki stórt.

En vissulega eru einnig keimlíkar áhyggjur sem þjaka Kanadabúa og Íslendinga.  Hér hafa flestir miklar áhyggjur af hækkun vaxta og þeirris staðreynd að vaxtagreiðslur Kanadabúa hafa hækkað um 45% á einu ári.  Það er mesta árshækkun síðan á síðasta áratug síðustu aldar.

Flestir reikna með að vaxtahækkanir séu komnar til að vera, og jafnvel aukast, í það minnsta fram á mitt næsta ár.

Því tengt er svo að fasteignaverð hefur víðast hvar lækkað og er reiknað með að áður en botni verði náð, hafi húsnæðisverð lækkað um 20 til 50%, eftir svæðum.  Það er því hætt við að eigið fé býsna margra geti þurkast út.

Í janúar síðastliðnum drógust fasgeignaveðlán saman um ríflega 40% miðað við 2022.

Kanadabúar hafa líka áhyggjur af síhækkandi áfengisverði, ekki síst vegna þess að ríkisstjórn Justin Trudeau vísitölubatt áfengisskatta og með hárri verðbólgu, hækkar það verð, sem hækkar verðbólgu, sem hækkar verð, en Íslendingar kannast við þessa formúlu.

Reiknað er með að áfengiskattar hækki um ca. 6.3% í Kanada 1. april, það er ekkert grín.

Kanadabúar hafa einnig áhyggjur af hækkandi orkuverði og að bensínlíterinn kosti næstum 150 ISK.  Þegar líterinn fór yfir 200 ISK mátti heyra kveinstafi um allt land og "gárungarnir" töluðu um að fljótlega yrði farið að bjóða upp á bensín með afborgunum.

Engan Kanadabúa heyri ég kvarta undan því þó að borga þurfi til að njóta "þjóðgarða", sem eru reyndar ýmis reknir af ríkinu, fylkjum, eða sveitarfélögum.  Þar er borgað daggjald, fyrir að fá sér sundsprett, sigla á kajökum eða kanóum, njóta göngustíga, eða hreinlega fara í lautarferð með fjölskyldu, vinnustöðum eða öðrum hópum.  Engan hef ég heyrt segja að þetta eigi að vera "ókeypis".

Þannig er mannlifið keimlíkt, en samt allt öðruvísi þankagangur á mörgum sviðum.  Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, en samt þarft að velta fyrir sér hvað skapar muninn.

 


Nýsjálenska leiðin?

Ég skrifaði fyrir fáum dögum um "Áströlsku leiðina" í baráttuni við "veiruna".  En nú tala allir um "Nýsjálensku leiðina", og ef ég hef skilið rétt er hafin undirskriftasöfnun slíkr leið til stuðnings.

Margir virðast telja að Nýsjálendingar hafi "einfaldlega lokað landamærunum og lifað hamingjusamir upp frá því".

Svo er þó ekki.  Þar var gripið til fjölmargra mjög harðra aðgerða.

"Lokun" landamæranna er þar vissulega mikilvæg.  En einnig var gripið til umfangsmikilla "lockdowna", þar sem gefnar voru út tilskipanir um bann við því að fara út (stay at home order), nema í nauðsynlegustu erindum, s.s. að kaupa mat og lyf.

Á síðasta ári var "lockdown" frá enda mars, til byrjun júni. Hundruðir ef ekki þúsundir Nýsjálendinga voru sektaðir fyrir að brjóta "lockdownið".

Síðan hefur landið reglulega gripið til harðari samkomutakmarkana og stærsta borgin, Auckland hefur nokkrum sinnið farið í styttri "lockdown, nú síðast yfir mánaðarmótin febrúar/mars 2021.

Það er því alls ekki svo að "lokun" landamæra ein og sér hafi dugað.

Hér má finna sögu takamarkana í Nýja Sjálandi og hvernig mismunandi "Alerts" virka. 2. stigs "Alert" takmarkar mannfjölda t.d. við 100 og 3. stigs við 10 og þá eingöngu fyrir brúðkaup og jarðarfarir.

En það er rétt að taka eftir að mismunandi "Alerts" geta verið í gildi á mismunandi svæðum.  Þannig væri t.d. líklegt að ef reglurnar yrðu yfirfærðar á Ísland, hefðu mun strangari reglur gilt á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, rétt eins og Auckland hefur þurft að búa við mun meiri takmakanir en önnur svæði á Nýja Sjálandi.

Það getur meira en verið að margir Íslendingar vilji fara "Nýsjálensku leiðina" og ekkert út á slíkt að setja, en það verður að ræða um hana í heild, ekki bara segja að það eigi að "loka landamærunum".

En það verður líka að ræða um afleiðingar eins og lesa má um í viðhengdri frétt, þegar fólk "lokaðist úti"  beið í 400 daga eða þar um bil.

En sjálfsagt finnst mörgum leið Nýsjálendinga athyglisverð, t.d. er aðeins 4. mismundandi stig, þannig að fyrirsjáanleiki er meiri, ekki sama "spennan" um hvað verður á "minnisblaðinu".

En best fyrir Íslendinga að finna sína eigin "leið" og sjálfsagt að leita "áhrifa" víða. 

Hvernig blandast kiwi og hnetusmjör?

P.S. Eitthvað hefur misfarist, því fréttin sem ég hugðist festa þessa færslu við, er hvergi að finna. En hana má finna hér: Fjöl­skyld­ur sam­einaðar eft­ir 400 daga aðskilnað


Ástralska leiðin?

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að Íslendingar hafi eitthvað óútskýrt blæti fyrir "útlendum leiðum".

En eins og Samfylkingarfólki ætti að vera í fersku minni, reynast þær ekki alltaf eins og lagt er upp með.

Líklega hafa flestir heyrst minnst á "Sænsku leiðina", en hún er til á fleiri en einu sviði, en Portúgalska leiðin (hvað varðar fíkniefni), "Finnska leiðin" í skólamálum, "Skoska leiðin" leiðin í flugsamgöngun hafa einnig verið í umræðunni og fleiri dæmi má líklega finna.

Nú er all nokkuð rætt um "Áströlsku leiðina" í sóttvörnum.

Að því að ég hef séð hefur þó enginn, fjölmiðill eða talsmenn leiðarinnar, haft fyrir því að útskýra hvaða leið Ástralir fóru, nema að sagt að (í stuttri útgáfu) þeir hafi lokað landamærunum, þar séu allir hamingjusamir, borðandi á veitingahúsum og syngjandi á tónleikum.

En Áströlsk yfirvöld hafa gripið til mjög harðra aðgerða hvað varðar landamæraeftirlit.  Ekki eingöngu þurfa allir sem koma til landsins (þeir eru að gera undantekningu nú, hvað varðar Nýsjálendinga) að fara í 14. daga sóttkví undir eftirliti lögreglu/hers, heldur hafa þeir takmarkað þann fjölda sem fær að koma til landsins.

Það kann enda að vera nauðsynlegt til að hafa fulla stjórn á sóttkvíarstandinu.

Þannig hafa aðeins 5000 til 7500 eintaklingar getað komið til Ástralíu í viku hverri, eftir því hvað harðar aðgerðir hafa verið við lýði.

Ástralskir ríkisborgarar, eða þeir sem hafa heimilisfesti þar hafa ekki notið neins forgangs eða sleppa fram hjá þeim kvóta.

Miðað við höfðatöluna margfrægu, reiknast mér til að það samsvari á bilinu 70 til 100 yrði hleypt til Íslands á viku hverri.

Af slíkum kvótum leiða önnur vandamál.  Sökum þess hve fáir mega koma, en flugfélög leitast samt við að halda uppi lágmarksstarfsemi og samgöngum, eru gjarna aðeins hægt að bóka örfáa í hvert flug, en þó notaðar mjög stórar flugvélar, vegna fjarlægðarinnar til áfangastaða.

Mikið er um að 40 til 60 manns séu í hverri flugvél og aðeins seld sæti í "dýrustu klössum".

Sem aftur hefur orðið til þess að aðeins þeir efnameiri hafa efni á sætunum og ferðalög erlendra auðkýfinga og kvikmyndastjarna til Ástralíu, hafa mælst mis vel fyrir á meðal Ástrala, ekki síst þeirra sem hafa ekki efni á að fljúga heim til sín og hafa verið strandaglópar erlendis svo mánuðum skiptir.

Engin sleppur við sóttkví, en kvikmyndastjörnur og auðkýfingar hafa fengið leyfi til að taka út sína sóttkví á búgörðum og lúxus "resortum".

En merkilegt nokk, heyrist mér að málsvara "Áströlsku leiðarinnar" megi á Íslandi ekki hvað síst finna á meðal þeirra sem kenna sig við sósíalisma og stuðngingsmanna fyrrverandi "alþýðuflokka".

En það er allt eins líklegt að slíkar aðgerðir á Íslandi hefðu í för með sér að allar flugsamgöngur, utan fragtflugs og þær flugleiðir sem Ríkissjóður greiddi fyrir, mundu leggjast af.

Talað er um að nú, í kringum ári eftir að reglurnar tóku gildi, sé enn allt að 40.000, Ástralskir ríkisborgarar strandaglópar erlendis, margir búnir að missa atvinnu og búi við þröngan kost.

Þeir hafa leitað til Sameinuðu þjóðanna vegna þess sem þeir telja mannréttindabrot og að Áströlsk yfirvöld brjóti Mannréttindasáttmála samtakanna.

En auðvitað eru skiptar skoðanir um hvort lög, mannréttindi eða annað slíkt sé nokkuð sem þurfi að taka tillit til.

Í janúar síðastliðnum, lækkuðu Áströlsk stjórnvöld vikuleg fjöldan tímabundið, en hleyptu samt inn 1700 tennisspilurum og fylgdarliði þeirra fyrir "Australian Open".

Þeir þurftu í sóttvkí eins og aðrir, en tennisspilarar fengu forgang yfir Ástralska ríkisborgara.

Mér skilst einnig að svo gott sem allar nema nauðsynlegustu samgöngur á milli fylkja í Ástralíu hafi verið bannaðar.

Líklega má færa fyrir því rök að ef Íslandi hefði verið skipt upp í 4 til 5 sóttvarnarsvæði, gætu í það minnsta Norð- og Austlendingar og gott ef ekki Vestfirðingar líka setið á veitingastöðum og sungið á tónleikum, rétt eins og Ástralir.

Spurning sem verður að svara er hins vegar hvort að Íslendingar vilji fara slíkar leiðir og svo má spyrja sóttvarnaryfirvöld hvers vegna þær hafa ekki verið valdar.  Ekki það að ég sé að mæla fyrir þeim.

Persónulega tel varasamt að halda að það sé hægt að "kaupa" pakka að utan, finna bara "töfralausn" sem hægt sé að afrita og allt falli í blóma.

Það sést ef til vill best á þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við, þar segir frá baráttu Færeyinga við veiruna.

Þeir virðast í fljótu bragði beita svipuðum vopnum og Íslendingar, en með mikið betri árangri.  "Færeyska leiðin" virðist virka vel, fyrir Færeyinga.

Þar eru líklega að verki einhverjar "breytur" sem blasa ekki við.

Sjálfsagt má líka sitthvað læra af Áströlum, en það er nauðsynlegt að þeirra aðgerðir séu ræddar sem heild og allt komi fram (þessi færsla er ekki heildaryfirlit yfir aðgerðir Ástralskra stjórnvalda).

Þessi færsla byggir á fréttum frá SBS NewsFrance24 og BBC.

P.S. Hitt er svo að þegar þegar stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir eru úr Samfylkingunni, boða "töfralausnir", þá tel ég rétt að taka því með miklum fyrirvara.  :-)

 


mbl.is Í Færeyjum er lífið næstum eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundabrú eða göng

Ekki ætla ég að þykjast vera sérfræðingur til að dæma um hvort brú eða göng séu rétta lausnin til að beina umferð yfir sundin og vestur um land og norður.

Í raun lýst mér vel á umbætur á umferðinni, og þarft að hefjast handa sem fyrst. 

En það er talað um 14 milljarða mun á brú og göngum og vissulega munar um minna.

En hver er munurinn til lengri tíma, t.d. hvað varðar viðhald, snjómokstur og opnunartíma?

Ég hef heyrt talað um að Hvalfjarðargöng þurfi mun minna viðhald en sambærilega langir vegarspottar. 

Hverju munar það á ári hverju?

Hver er áætlaður kostnaður við snjómokstur á hverju ári?

Hvað kostar hver dagur í töpuðum tekjum, ef t.d. þarf að loka hábrú vegna vinds?

Ekki það að ég sé endilega að mæla fyrir því að göng verði gerð, en það væri vissulega fróðlegt að sjá samanburðinn og fá vissu fyrir því að allra handa kostnaður hafi verið tekinn inn í útreikninga.

 

 

 

 


mbl.is Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vinstri menn fagna því að vinstri vitleysa sé leiðrétt

Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að fagna því að Íslendingar vilji draga úr notkun pálmaolíu.

En til hvers skyldi pálmaolía fyrst og fremst hafa verið notuð á Íslandi?

Jú, í fréttinni kemur fram:

"Til­lag­an fel­ur í sér að  ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra er falið að vinna áætl­un um tak­mörk­un á notk­un olí­unn­ar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notk­un henn­ar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs."

Þar segir enn fremur:

"Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skóg­ar rudd­ir sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið og veld­ur marg­vís­leg­um skaða sem brýnt er að girða fyr­ir með banni á notk­un. Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hef­ur haft á um­hverfið hef­ur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notk­un óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu."

En hvenær skyldu Íslendingar hafa byrjað á þvi að blanda pálmaolíu í eldsneyti sitt?

Er það ekki ekki eitt af "afrekum" "fyrstu hreinu vinstri" stjórnarinnar?

Voru ekki "íblöndunarlögin" samþykkt ca. árið 2013, þá eftir skoðnum "bestu visindamanna", þó að í raun hafi það aðeins þýtt að "hreina tæra vinstristjórnin" hafi "copy/pastað" skoðanir "Sambandsins"?

Hvað skyldu margir lítrar af pálmaolíu hafa brunnið í Íslenskum bílvélum siðan þá?

Nú eða margir "maískólfar"?

En það er ekki eins og að þessum aðgerðum hafi ekki verið mótmælt á Alþingi.

En því sem næst eini þingmaðurinn sem það gerði var Sigríður Andersen.

Um það má lesa hér, hér og hér.

En stundum gerast kraftaverkin og vinstri menn reyna að leiðrétta vitleysuna sem skoðanabræður þeirra hafa áður leitt í lög.

Það er því miður allt of sjaldgæft.

Svo má t.d. velta því fyrir sér hvort að hefði ekki verið betra að veita þeim peningum sem hefur verið sólundað í þessa vinstri vitleysu í t.d. að auka enn á rafmagnsvæðingu bílaflotans?

Nú eða því fjárhgaslegu ívilnunum sem vinstri stjórnin ákvað að gefa díselbílum?

Eða hreinlega að stjórnvöld hefðu látið einstaklngum það eftir að velja orkugjafa fyrir farartæki sín.

 

 


mbl.is Samþykkt að draga úr notkun pálmaolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðastliðinn föstudag var Sigurborg (formaður skipulagsráðs borgarinnar) ekki búin að uppgötva að um "mistök" væri að ræða

Núna er meirihluti borgarstjórnar á hröðu undanhaldi hvað varðar ákvarðanir sínar varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Núna eru þetta "mistök" og meirihlutinn ætlar að skoða málin og læra af þeim eins og af öllum hinum mistökunum sem hann hefur "orðið" fyrir.

En síðastliðinn föstudag var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (Pírötum) ekki búinn að "uppgötva" að um mistök væri að ræða.

Þá var þetta í skipulaginu.

Það má heyra í þessu útvarpsviðtali hjá Harmageddon.

Þar er áðurnefnd Sigurborg í viðtali ásamt Vigdísi Hauksdóttur (Miðflokki). 

Umræða um flugskýlið hefst þegar u.þ.b. á 19:30, mínutur eru liðnar af viðtalinu, en það er vel þess virði að hlusta á það allt.

Ótrúlegt hvernig fulltrúum meirihlutans tekst að bera á borð ósannindi án þess að fjölmiðlar geri mikið úr því.

 

 


mbl.is Borgin gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa upplýstir borgarfulltrúar? Eða einbeittur brotavilji?

Reykjavíkurflugvöllur á sér merkilega sögu og undanfarna áratugi hefur hann verið eitt af stærri deilumálum á Íslandi.

Persónulega get ég vel skilið rök þeirra sem telja þetta eftirsóknarverðasta byggingarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu.

En ég get einnig skilið rök þeirra sem vilja halda flugvellinum þar sem hann er.  Vegna nálægðar við Landspítalann, vegna góðs aðgengis að miðbæ Reykjavíkur og stjórnsýslu Íslendinga sem er að stórum hluta staðsett þar.

Einnig er kostnaður við uppbyggingu á öðrum flugvelli gríðarlegur og það er vandséð að mínu mati að innanlandsflug lifði af flutning til Keflavíkurflugvallar.

En í landi eins og Íslandi eru flugsamgöngur mikilvægar, ekki síst hvað varðar heilbrigðis- og öryggismál.

Því verður vandséð að hægt sé að leggja niður Reykjavíkurflugvöll án þess að sambærilegur eða betri kostur komi til.

Það er því ólíklegt að þetta deilumál verði til lykta leitt á næstu árum.

En hinir mismunandi "R-lista meirihlutar" sem stjórnað hafa Reykjavík undanfarin áratug eða svo virðast hafa ákveðið að beita "spægipylsuaðferðinni" til að koma Reykjavíkurflugvelli fyrir kattarnef, það er skera af honum sneið eftir sneið.

En fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræður um Reykjavíkurflugvöll á Vísi.is, en umræðan fór fram í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni.

Þar tókust á Pawel Bartosek (Viðreisn) fyrir hönd meirihlutans (sem þó hlaut færri atkvæði en minnihlutinn) og Vigdís Hauksdóttir (Miðflokkurinn) fyrir hönd minnihlutans.

Þetta eru fróðlegar umræður og vert að hlusta á.

Ég hef alltaf borið nokkra virðingu fyrir Pawel sem stjórnmálamanni, en í þessu viðtali tókst honum að þurka hana að mestu leyti út.

Hann virðist illa upplýstur, ekki vita (eða vilja viðurkenna) hvað er að er að gerast þegar talað er um flugskýli flugfélagsins Ernis. 

Hann vitnar ítrekað í kosningu um flugvöllinn sem fór fram 2001 sem eitthvað sem ekki megi líta fram hjá, hún náði ekki bindandi úrslitum, enda hvorki þátttakan næg eða úrslitin nógu afgerandi.  Munurinn á fylkingum var 385 atkvæði og kosningaþátttakan var í kringum 34%.

Þarna þótti mér stjórnmálamaðurinn Pawel setja mikið niður.

 

 

 


mbl.is Verða að virða samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er launa og réttindaskerðing ósanngjörn?

Ég ætla byrja á því að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver eðlis réttindaskerðingar þær sem Icelandair er að fara fram á eru.

Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu miklar kauplækkanir félagið er að fara fram á.

En eru þær ósanngjarnar?

Ég veit það ekki.

En ég veit að flugfélög um allan heim eru að berjarst fyrir lífi sínu.  Ég hef lesið fréttir um að t.d. flugmenn Lufthansa hafa boðist til þess að lækka launin sín um 45%, en aðeins í 2. ár.

Það er engin leið að Icelandair geti keppt við önnur flugfélög í flugi yfir Atlantshafið ef launakostnaður er mun hærri en annara flugfélaga.

Sjálfur hef ég ekki keypt miða með Icelandair yfir Atlantshafið undanfarin ár vegna þess að félagið hefur alltaf verið verulega dýrara en önnur flugfélög.

En enginn kjarasamningur gildir að eilífu.

En það er vert að hugsa um hvort að óbilgirni starfsmanna helgist að hluta til af þeim yfirlýsingum stjórnvalda að þau komi til með að grípa inn í ferlið og tryggja að Icelandair fljúgi, með einum eða öðrum hætti?

Hvernig munu kjaraviðræður þróast á komandi árum ef um ríkisflugfélag er að ræða?

Ímyndar sér einhver að kröfurnar yrðu minni á hendur ríkisrekstri?

 

 

 

 

 


mbl.is Icelandair krefst launa- og réttindaskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn Lufthansa bjóðast til það lækka laun sín um 45%

Ef marka má fréttir tapar Lufthansa samsteypan 1. milljón euroa á hverjum klukkutíma þessa dagana.

Það gerir 24. milljónir euroa á dag, 168. milljónir euroa á viku, 744. milljónir euroa í maí, ef ekkert breytist.

Gengið breytist ótt og títt,  í dag jafngildir það 118.519.200.000, Íslenskum krónum. 

Bara í maí.

Svipuð upphæð hefur líklega tapast í apríl.

Hvað mun slíkt tap vera í marga mánuði?

En Lufthansa mun sækjast eftir ríkisstuðningi. Lufthansa samsteypan mun að öllum líkindum sækja stuðning frá ríkissjóðum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss.

Samsteypan hefur enda starfsemi í öllum þessum löndum, og rekur þar flugfélög.

Eitthvað hefur verið deilt um hvernig skuli standa að slíkri björgun.

Talað hefur verið um að Þýska ríkið myndi leggja allt að 10. milljörðum euroa til félagsins. Nágrannalöndin gætu lagt allt að 6. milljörðum euroa.

Það eru gríðarlegir fjármunir.

Hvernig eignarhaldið eftir slíkar björgunaraðgerðir yrði, er óljósara, en ég hef bæði séð talð um "lágmarks ávöxtun", og svo að Þýska ríkisstjórnin yrði stór eignaraðili.  Hvernig því yrði háttað með aðrar ríkisstjórnir er óljósara.

En Þýska ríkið gæti tekið allt að 25% eignarhluta í félaginu.

En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.

Að baki tilboðsins virðist vera sú skoðun að mikilvægt sé að vernda störf og þau verðmæti sem felast í félaginu.

P.S. Til þess að taka fram alla hagsmuni þarf ég auðvitað að segja frá því að ég er staddur í miðri ferð með Lufthansa.

Það er að hluta til ástæðan fyrir því að ég fylgist betur með því en öðrum flugfélögum.

 

 

 

 

 


Frábært skref hjá Póstinum, auðvitað á raunkostnaður að gilda.

Það má alveg hafa samúð með héraðsfréttablöðum og erfiðum rekstri þeirra. En ég er hjartanlega sammála þessu skrefi Íslandspóst.

Það getur ekki átt að vera hlutverk ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í opinberri eigu að styðja við þennan eða hinn reksturinn með því að láta hann greiða minna fyrir þjónustu en efni standa til.

Ef það er gert hlýtur það að bitna á öðrum notendum þjónustunar, sem þurfa þá að niðurgreiða þá þjónustu með hærri gjöldum.  Í þessu tilfelli póstsendingar héraðsfréttablaða.

Ef hið opinbera vill styrkja útgáfu héraðsblaðanna, fer best á að það sé gert með beinum styrkjum, þannig að það sé gegnsætt og uppi á borðum

Ekki í gegnum annan rekstur.

Áfram Pósturinn.

P.S. Heyrði einhversstaðar á "skotspónunum" að réttast væri að gera nýjan forstjóra Póstsins að "farandforstjóra" sem færi og tæki til hjá ríkisfyrirtækjum. 

Ég hef heyrt verri hugmynd.


mbl.is Eini kostur Póstsins að hækka verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband