Færsluflokkur: Fjölmiðlar
26.12.2020 | 19:54
Grafalvarleg mistök lögreglu
Það eru grafalvarleg mistök hjá lögreglu að birta upplýsigar með þessum hætti. Við verðum að vona að afsökunarbeiðni lögreglunnar dugi og engin fari að krefjast afsagnar lögreglustjóra, eða þess að einhverjir starfsmenn verði látnir taka pokann sinn.
En við verðum líka að vona að við eigum ekki eftir að lesa tilkynningar frá lögreglunni, s.s. að fimm hafi verið teknir undir áhfrifum við akstur, þar á meðal forstjóri stórfyrirtækis.
Nú eða að lögreglan hafi verið kvödd að heimili þekkts fjölmiðlamanns vegna heimilisofbeldis.
Slíkar upplýsingar eiga ekkert erindi til almennings.
Við verðum líka að vona að það komi ekki í ljós að "stjórnmálaskoðanir" hafi orðið þess valdandi að þessar upplýsingar rötuðu í tilkynningu lögreglu á aðfangadag.
Að þessu sögðu, og með von um að lögreglan bæti sig, á ég erfitt með að vera lögreglunni reiður yfir þessum mistökum.
Upplýsingar sem þessar leka á einhvern hátt út fyrr eða síðar. Fjölmiðlafólk á sér "heimildamenn" og fyrr en varir eru atburðir sem þessi gjarna á allra vörum, þó óstaðfestir séu.
Að því leiti er ekki slæmt að þetta hafi allt komið fram - strax.
Segja mistök að hafa upplýst um ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2020 | 23:33
Fyrirséður ófyrirsjáanleiki
Það getur verið snúið að ná samningum og það getur verið jafn snúið að koma orðum að því sem gerist við samningaborðið. Hvað þá að upplýsa um hvaða afleiðingar samningar geta haft, nú eða ef samningar nást alls ekki.
Eftirfarandi setning úr viðhengdri frétt fékk mig til að kíma sem veitir svo sem ekki af á þessum síðustu og verstu.
"Samkvæmt frétt AFP tekst með þessu að forða ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum sem fyrirséðar voru ef aðlögunartímabilinu lyki án samkomulags."
Skyldu einhverjar fyrirséðar afleiðingar sem ekki er hægt að sjá fyrir hverjar verða af hugsanlegum samningum?
Komið að úrslitastund vegna Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 24.12.2020 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2020 | 01:51
Eitthvað sem áhugavert er að hlusta á
Þó að ég hafi haft lítinn tíma til að þvælast um netið að undanförnu, hef ég rekist á ýmislegt sem ég hef reynt að hlusta á, aðallega fyrir svefninn á síðkvöldum.
Hér eru nokkur hlaðvörp/fréttir/viðtöl sem ég held að vel sé þess virði að hlusta á. Ekki vegna þess að ég sé 100& sammála því sem þar kemur fram, heldur vegna þess að það er þörf að hlusta það sem hvetur til umhugsunar og að líta á málin frá sjónarhornum sem eru ekki endilega í daglegri umræðu.
Hér fyrst er umræða á milli Brynjars Níelssonar og Sölva Tryggvasonar. Virkilega fróðlegt samtal sem ég hvet alla til að hlusta á. Sölvi stendur sig vel og Brynjar sömuleiðis.
Brynar er reyndar einn af fáum þingmönnum sem ég tel vera "nauðsynlega", vegna þess að hann er einn af þeim fáu sem "fjölgar sjónarhornunum"
Hér er svo erindi sem Arnar Þór Jónsson flutti á 1. desember fundi. Erindi er hans fullt af hugsunarvekjandi atriðum sem allir hafa gott af því að velta fyrir sér.
Loks er eru hér tvö viðtöl úr Harmageddon sem eins og svo oft áður koma með athyglisverð sjónarmið í umræðuna.
Hér er athyglisvert viðtal við Tryggva Hjaltason um stöðu drengja í Íslnenska menntakerfinu. Virkilega fróðlegt viðtal sem vert er að hlusta á.
Svo er hér annað viðtal úr Harmageddon, við Arnar Sverrisson, sálfræðing, sem hefur skrifað margar greinar um "jafnréttisiðnaðinn". Það er virkilega umhugsunarvert að vísir.is, hafi neitað að birta greinar hans. En líklega er "takmarkað pláss á internetinu".
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2020 | 14:34
Líklega besta myndbandið úr nýafstaðinni kosningabaráttu í Bandaríkjunum
Það er eitthvað "epískt" að sjá DJ Trump klipptan saman í dansi við "gay anthem" eins og Y.M.C.A.
Þetta ódrepandi lag, sem er flutt af "hljómsveitinni" Village People, sem var ein af þessum hljómsveitum sem búinn var til eftir að lag "flutt" af henni varð vinsælt.
Í þokkabót er þetta svo hugarfóstur Fransks "pródúsents" og Bandarísks söngavara hennar.
Þannig má segja að lagið sé jafn góð blanda Franskrar og Bandarískrar menningar og franskar kartöflur.
En það er ekki oft sem að gleðin beinlínis sreymir frá Trump, en í þessu myndbandi gerir hún það.
11.6.2020 | 13:13
Sögufölsun hjá BBC?
Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um hvernig NYT virtist ekki geta höndlað "sumar" skoðanir í skoðanadálkum sínum.
Í dag las ég um hvernig BBC hefði klippt (cropped) ljósmynd þannig til að fréttagildi hennar hefði breyst, og það verulega.
Það er skrýtin ákvörðun, allveg sama hvað fréttamenn (eða myndaritstjórar) meta málstaðinn góðan.
Í raun óskiljanleg ákvörðun, því varla hefur þetta verið eina myndin sem stóð til boða frá viðburðinum.
En svona setja fjölmiðlar sem gjarna eru taldir á meðal þeirra "virtustu" niður, glata trúverðugleika og verða í raun að athlægi.
Það er ekki að undra að mörgum finnist æ erfiðara að finna fjölmiðil sem þeir treysta.
Myndina í stærri útgáfum (báðum) má finna hér.
P.S. Svo er aftur rétt að velta því fyrir sér hvers vegna BBC talar um mótmælin sem að mestu friðsamlega, þegar 49 lögreglumenn eru slasaðir.
Hvar eru mörkin, hvenær hætta mótmæli að vera friðsamleg?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.6.2020 | 11:42
Atburður sem vert er að gefa gaum
Að sjálfsögðu er hverjum fjölmiðli í sjálfsvald sett hvað birtist í þeim eða ekki.
Einhverjar skyldur eru þó gjarna lagðar á þá fjölmiðla sem eru reknir fyrir opinbert fé. en um slíkt er þó erfitt að dæma.
En í þessu tilfelli er um að ræða fjölmiðil í einkaeigu, sem viðhefur ákveðna ritstjórnarstefnu.
En mér finnst ótrúlega langt gengið að yfirmaður greinadeildarinnar sé allt að því hrakinn úr starfi fyrir það eitt að ein grein, þar sem skoðanir andstæðar stefnu blaðsins hafi birst.
En þetta er ein birtingarmynd hinnar miklu "pólarerísingu" sem er víða um lönd og breiðist hratt út um heiminn.
Það að greinar birtist frá einstaklingum með ólíkar skoðanir á ekki lengur upp á pallborðið hjá stórum hóp.
Það er rétt að undirstrika rétt NYT til að stjórna og ritstýra því sem birtist í blaðinu.
En álit mitt á fjölmiðlinum sem hefur frekar sigið niður á við undanfarin ár, tók stórt stökk niður á við nú.
Alveg óháð efni greinarinnar.
Yfirmaður greinadeildar NYT hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2020 | 07:52
Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið
Það hefur borið nokkuð á því að Íslensk fyrirtæki beri sig illa yfir samkeppni frá Evrópskum/erlendum fyrirtækjum.
Þannig virðast Íslenskar auglýsingastofur telja það skrýtið að erlend auglýsingastofa (reyndar með Íslenskar samstarfsaðila, eða er það öfugt?) hafi "skorað hæst" í útboði fyrir auglýsingaherferð Íslenskra stjórnvalda.
Þó er alveg ljóst að Íslenskum stjórnvöldum er skylt að bjóða slík verkefni út og tilboðsgjafar geta komið frá hvaða landi sem er aðili að EEA/EES samningnum.
Eins virðast Íslenskir fjölmiðlar ekki vera hrifnir af samkeppni frá fjölmiðlum/samfélagsmiðlum sem eru reknir á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þeir tala um að þeir greiði ekki skatta og skyldur á Íslandi. Reyndar greiða fjölmiðlar eins og Netflix virðisaukasktt af seldum áskriftum eins og aðrir miðlar.
En þeir greiða ekki tekjuskatt, tryggingargjald o.s.frv. á Íslandi.
Það gerir kjötvinnsla í Danmörku, eða Þýskalandi sem selur til Íslands ekki heldur.
Það gera ekki heldur erlend flugfélög sem fljúga til Íslands.
Þau greiða fyrir afnot af flugstöð og tækjum á Íslandi, en Íslenskir Netflix notendur greiða nota auðvitað þjónustu Íslenskra internet þjónustu aðila til að geta horft á stöðina.
Flestir eru sammála um að aðild Íslands að EEA/EES hafi reynst landinu vel. Það hefur opnað stóran markað fyrir littlu landi, en við megum heldur ekki gleyma því að sama skapi var lítill markaður opnaður fyrir fjölda stórra aðila.
Þannig einfaldleg virkar sú viðleitni að skapa "einn markað".
Annað mál, en þó skylt, er réttindi fjölmiðla til efnis sem þeir framleiða, s.s. frétta.
Þar er ábyggilega þörf á bragarbót, en það þarf heldur ekki að dvelja lengi á Íslenskum miðlum til að sjá að þeir fara afar frjálslega með efni frá hvor öðrum.
Hvort það er með einhverju samkomulagi veit ég ekki.
6.5.2020 | 17:52
Tvær umtöluðustu auglýsingarnar í Bandaríkjunum
Stjórnmálauglýsingar eru merkilegur flokkur. Það má segja að helstu undirflokkarnir séu tveir, jákvæðar og neikvæðar.
Þær geta haft mikil áhrif. Hnitmiðuð auglýsing getur haft líklega haft meiri áhrif en 20 mínútna ræða. Það er líka spurning hvað margir hlusta á ræðuna til enda.
Persónulega er ég alltaf hrifnara af þeim jákvæðu og fyrri auglýsingin er líklega ein sú frægasta af þeirri gerð. Hún er frá 1984 og er gerð af framboði Ronald Reagan. Einstaklega vel heppnuð, full af bjartsýni og jákvæðni. Flestir telja að hún hafi aukið fylgi Reagans svo um munaði. En hann var í góðri stöðu fyrir, en svo fór að hann vann 49 ríki af 50 ef ég man rétt.
Seinni auglýsingin er ný, í raun endurgerð á hinni fyrri og er gerð af hópi innan Repúblikanaflokksins sem er andsnúin Donald Trump og þykir vel þess virði að ganga gegn eigin flokki til að koma Trump frá.
Endurgerðin er í neikvæða flokknum, einnig vel gerð.
Persónulega finnst mér "orginalinn" bera höfuð og herðar yfir endurgerðina.
En sjón er sögu ríkari.
4.5.2020 | 17:26
Svona var lífið í San Fransisco þann 25. febrúar síðastliðinn. Hver sagði þann 2. mars að New York hefði besta heilbrigðiskerfi í heimi?
Það hefur mikið verið fjallað um mismunandi viðbrögð stjórnmálaleiðtoga við útbreiðslu Kórónavírussins.
Hér er myndband þar sem sjá má Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í Fulltrúadeildinni Bandarísku.
Hún er að spóka sig um í Kínahverfinu í San Fransisco, þann 25. febrúar síðastliðinn.
Til að setja þetta í tímalegt samhengi minnir mig að fyrsti Almannavarnarfundurinn í beinni útsendingu á Íslandi hafi verið daginn eftir.
Alls staðar mátti skella sér á fjölsótta tónleika. Ég hefði aldrei farið á tónleika með Celine Dion í endan febrúar í New York. En þeir voru velsóttir. Þar mátti heyra frú Dion taka gamla John Farnham lagið "You´are the Voice". Þar segir m.a. í textanum:
"We´re not gonna ist in silence
We´re are not gonna live with fear."
Ekki það að ég ætli að halda því fram að frú Dion hafi ætlað að senda skilaboð tengd (þá) komandi faraldri. En "skemmtileg" tilviljun.
Skömmu síðar, eða 2. mars mátti heyar Andrew Cuomo ríkisstjóra lýsa því yfir að það væri lítið að óttast, enda hefði New York (líklega ríkið frekar en borgin) besta heilbrigðiskerfi í heimi.
Internetið gleymir engu er stundum sagt. Auðvitað er ekki alfarið sanngjarnt að taka eldri fullyrðingar stjórnmálamanna og skoða þær með tilliti til þess sem við vitum nú.
En það er samt gríðarlega "vinsælt" og er notað í pólítískri baráttu og lítið við því að gera.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eftir því sem ég heyri er daglegur fundur Almannavarna eitthvert alvinsælasta sjónvarpsefni á Íslandi.
Sjálfur hef ég aðeins horft á einn fund (ekki í beinni útsendingu, heldur á vefnum) og að sjálfsögðu aldrei verið viðstaddur.
En eigi að síður hafa vaknað hjá mér spurningar sem ég vildi óska að einhver myndi spyrja á fundinum.
Sjálfsagt er ég ekki einn um að hafa spurningar, og ef til vill vantar vettvang fyrir þær.
En hér eru nokkrar af þeim spurningum sem hafa vaknað hjá mér, ef til vill mun ég birta fleiri síðar.
Mjög stór hluti af þeim sem hafa greinst með smit upp á síðkastið hafa verið í sóttkví og hefur hún augljóslega reynst vel.
En hvað hafa margir af þeim hafa reynst smitaðir t.d. í apríl verið í "eðlilegri" vinnu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa haft undanþágu frá samkomubanni?
Hafa smit komið upp hjá þeim sem starfa í matvöruverslunum? Ef einhver, hvað hefur mátt rekja mörg smit til slíkra verslana?
Margir sakna þess að geta farið í sund.
Hefur einhver rannsókn farið fram á því hvort að klórblandað vatn, s.s. í sundlaugum dugi til þess að drepa Kórónuveiru?
Er eitthvað sem bendir til þess að veiran geti dreifst í vatni?
Er sú ákvörðun að "Tveggja metra reglan" þurfi ekki að gilda í strætó byggð á vísindaniðurstöðum, eða er þetta pólítísk ákvörðun?
Ef einhver blaðamaður tekur þessar spurningar upp á arma sína, væri ég þakklátur.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)