Atburður sem vert er að gefa gaum

Að sjálfsögðu er hverjum fjölmiðli í sjálfsvald sett hvað birtist í þeim eða ekki. 

Einhverjar skyldur eru þó gjarna lagðar á þá fjölmiðla sem eru reknir fyrir opinbert fé.  en um slíkt er þó erfitt að dæma.

En í þessu tilfelli er um að ræða fjölmiðil í einkaeigu, sem viðhefur ákveðna ritstjórnarstefnu.

En mér finnst ótrúlega langt gengið að yfirmaður greinadeildarinnar sé allt að því hrakinn úr starfi fyrir það eitt að ein grein, þar sem skoðanir andstæðar stefnu blaðsins hafi birst.

En þetta er ein birtingarmynd hinnar miklu "pólarerísingu" sem er víða um lönd og breiðist hratt út um heiminn.

Það að greinar birtist frá einstaklingum með ólíkar skoðanir á ekki lengur upp á pallborðið hjá stórum hóp.

Það er rétt að undirstrika rétt NYT til að stjórna og ritstýra því sem birtist í blaðinu.

En álit mitt á fjölmiðlinum sem hefur frekar sigið niður á við undanfarin ár, tók stórt stökk niður á við nú.

Alveg óháð efni greinarinnar.

 

 

 


mbl.is Yfirmaður greinadeildar NYT hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Undanfarin ár hafa ákveðin eliment verið að koma sér fyrir hér og þar, og grafa undan fjölmiðlum.

Stundum er það augljóst, stundum ekki.

Stundum eru menn reknir um leið og þeir gera skandal: https://www.theguardian.com/media/2020/apr/27/ft-suspends-journalist-mark-di-stefano-accused-listening-papers-zoom-calls-independent-evening-standard

Stundum ekki, og þá byrja þeir að gera skrítna hluti eins og að ráða kleppara sem halda að þeir séu hreindýr: https://www.rt.com/op-ed/488957-twitch-ferociouslysteph-adl-deer/?fbclid=IwAR36qthtl5BbshRbgXogkx7G8m_ifiDqgl8wXtxXp5x8EqqJq8VJBG5k4s0

Oftast er þetta eins og á NYT, ar sem einhver hópur vitfyrringa fær að vaða uppi og stjórna hlutum sem þeir hafa ekkert með að stjórna.

Þetta verður verra áður en það batnar.  Við getum búið okkur undir langan tíma þar sem það verður ekkert að marka fjölmiðla.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.6.2020 kl. 12:20

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Get ímyndað mér að fjölmiðlar kunni í sjálfu sér vel að meta það sem felst í því að fá til birtingar ólíkar skoðanir og höfða þar með til sem flestra lesenda.  En eru það í raun ekki bara fjársterkir auglýsingakaupendur sem ráða?

Kolbrún Hilmars, 8.6.2020 kl. 12:24

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Margir vilja útvíkka "búbbluna" sem þeir lifa í á "samfélagsmiðlum" til sem flestra sviða lífs síns.

Ég held að þetta sé angi af því.

Að þurfa að sjá einhverjar skoðanir sem viðkomandi finnst "ógeðfelldar" er einfaldlega þess eðlis að þeir geta trauðla höndlað slíkt áfall.

En að NYT sé komið á þennan stað kom mér hins vegar verulega á óvart og olli mér vonbrigðum.

@Kolbrún, þakka þér fyrir þetta.  Það eru vissulega til "fjársterkir auglýsendur" sem vilja "ritstýra" blöðum.  En það er þó oft bundið við fréttir af sjálfum sér.

Skynsamir auglýsendur (og þeir eru til) vilja fyrst og fremst auglýsa í fjölmiðlum sem hafa stóran og breiðan hóp neytenda.

En svo eru líka til "sérhæfðir" miðlar.

G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2020 kl. 14:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

G.Tómas, ég var varla búin að setja punktinn við innleggið mitt hér á undan þegar ég las frétt um að Reebock hættir að styðja Cross Fit vegna einhvers sem forsvari þess lét hafa eftir sér opinberlega.  Sem gæti þýtt dauða þess síðarnefnda.  Það eru semsagt ekki aðeins auglýsendur heldur líka styrktaraðilar sem stjórna lífi eða dauða. 

Kolbrún Hilmars, 8.6.2020 kl. 15:46

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kolbrún, þakka þér fyrir þetta.  Eðli málsins samkvæmt eru styrktaraðilar annars eðlis en auglýsendur, þó að vissulega séu málin skyld.

Auglýsendur eru að leita að útbreiðslu, og þó styrktaraðilar séu það að vissu marki einnig, þá er þar frekar um að ræða tengingu við "jákvæða ímynd". 

Þannig er hafa mörg fyrirtæki styrktarsamninga við íþróttamenn, en verði íþróttamennirnir uppvísir að t.d. lyfjanotkun eða eitthvað álíka er ekki lengur jákvætt að tengjast viðkomandi.

Svo er auðvitað mismunandi hvað einstaklingar (og fyrirtæki) telja neikvætt eða jákvætt.

Auglýsingar eru örlítið annars eðlis, þó að vissulega séu dæmi um að hvatt sé til sniðgöngu fyrirtækja sem auglýsa á einstökum miðlum.  Eða sniðgöngu fjölmiðla sem "leyfa" auglýsingar frá ákveðnum fyrirtækjum.

En alla jafna (þó að vissulega séu undantekningar því frá) er ekki litið á auglýsingar sem styrk til viðkomandi fjölmiðla, eða að auglýsandinn sé að lýsa yfir stuðningi við ritstjórnarstefnu viðkomandi fjölmiðils.

Þannig fá margir fjölmiðlar sem hafa "vafasamt orðspor" ágætis magn af auglýsungum, ef útbreiðsla þeirra er góð.

G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2020 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband