Færsluflokkur: Trúmál

Feluleikurinn með sóknargjöld heldur áfram

Þó að vissulega megi halda því fram að sannleikurinn komi fram í þessari frétt um sóknargjöld, virðist þó svo sem að ríkisstjórnin reyni að halda áfram feluleiknum um sóknargjöld.

Tvær setningar í fréttinni skipta þó mestu máli, annars vegar:

"Hækk­un sókn­ar­gjalda er rök­studd með fyrri niður­skurði sem hafi verið um­fram meðaltal til annarra rík­is­stofn­ana."

Og hins vegar:

"Sókn­ar­gjöld renna úr rík­is­sjóði til trú- og lífs­skoðun­ar­fé­laga."

Þessi framsetning í fréttinni bendir til þess að litið sé á trúfélög sem ríkisstofnanir, og hinsveger er viðurkenning á því að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld, heldur framlag frá ríkinu til trúfélaga.

Auðvitað skiptir slíkt meginmáli.

Sóknargjöld ættu að vera innheimt af sóknum, af þeim sem vilja vera félagsmenn í slíkum félagsskap.

Að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur alla jafna viljað kenna sig við frelsi einstaklingsins, skuli standa fyrir því að allir greiði jafnt, hvort sem þeir tilheyra trúfélögum eður ei, sýnir að flokkurinn stendur ekki vörð um hugsjónir sínar.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flokkur sem ekki stendur betur vörð um grunnhugsjónir sínar tapi fylgi, ekki síst á meða yngra fólks, sem hefur í æ minna mæli áhuga á trú og trúfélögum.

 


mbl.is Sóknargjöld hækka um tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru sóknargjöld félagsgjöld

Persónulega finnst mér það liggja í augum uppi að sóknargjöld eru félagsgjöld.  Þau eru greidd fyrir þá (af ríkinu) sem eru félagar í viðkomandi félögum.

Hvers vegna ríkið er að innheimta félagsgjöld fyrir sum félög í landinu en önnur ekki, er mér svo hulin ráðgáta.

Ef til vill hyggst ríkið bjóða öllum félagasamtökum í landinu upp á þennan kost?

Hitt er ennþá óskiljanlegra, hvers vegna ríkið innheimtir hið sama félagsgjald af þeim sem ekki eru í neinum af þeim félgasamtökum sem ríkið innheimtir fyrir.

Það er sjálfsögð krafa að félagsgjöld verði aðeins innheimt af þeim sem eru í þeim félögum sem ríkið innheimtir fyrir og að val verði um hvort að gjaldið sé innheimt með sköttum eður ei.

Með nútíma tækni er til dæmis sára einfalt að bjóða upp á þann valmöguleika, t.d. með því að á skattskýrslu sé boðið að haka við möguleikann:  Ég óska að sóknargjald mitt .... (upphæð) sé innheimt með sköttum.

Annað er hrein hneysa og jaðrar við mannréttindabrot.


mbl.is Telur sóknargjöld vera félagsgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt skref, dregur athygli frá hinu raunverulega vandamáli

Ekkert hef ég á móti Siðmennt, ekki frekar en öðrum félagasamtökum.  En persónulega er ég ekki hrifinn af þessu skrefi.

Þetta leiðréttir vissulega aðstöðu þeirra sem eru í Siðmennt, en gerir ekkert til að taka á grundvallarmálinu.  

Hið opinbera á ekki að innheimta félagsgjöld fyrir frjáls félagasamtök.

Þeir sem kjósa að standa utan trú og lífsskoðunarfélaga (hvað sem það svo er), eru ennþá órétti beittir.

Hið opinbera skattleggur þá enn umfram aðra þegna landsins.

Hvernig í ósköpunum það er réttlætt að þeir sem kjósa að stand utan trúfélaga greiði aukaskatt til háskólamenntunar á Íslandi, er mér gjörsamlega óskiljanlegt.

Það er lágmarkskrafa að gefinn sé sá möguleiki í skattframtali að merkt sé við hvort viðkomandi vilji að hið opinbera dragi af honum sóknargjald eður ei.

Það eru raunveruleg mannréttindi. 


mbl.is Stórt skref í mannréttindabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta óréttlætið enn til staðar

Þó að vissulega beri að fagna því að fólk geti greitt til lífsskoðunarfélaga (hvað svo sem það er) í stað trúfélaga, er stærsta réttlætismálið enn óleiðrétt.

Stærsta réttlætismálið er að þeir sem kjósa að standa utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þurfi samt sem áður að greiða "sóknargjald".

Hvernig getur það samrýmst réttlætiskennd þingmanna?

Hvernig getur það verið réttlætt að þeir sem standa utan trú og lífsskoðunarfélaga eigi að borga hærri skatt til ríkisins en aðrir, sem nemur "sóknargjaldi"?

Þetta á að lagfæra sem fyrst.


mbl.is Lífsskoðunarfélög á við trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In God We Trust

In God We Trust, er velþekkt slagorð úr fjármálaheiminum.  Það hefur prýtt Bandaríska seðla og mynt um langt árabil.  Ef til vill undirbýr Íslenski fjármálageirinn, eða ríkishluti hans að taka upp þetta sama slagorð.  Ef til vill er traustið á almættinu það eina sem getur bjargað geiranum. Eða þá að traust almennings á hið sama almætti er það eina sem getur fengið almenning til að halda áfram viðskiptum sínum við hina sömu banka.

Alla vegna virðist guðfræðimenntum hafa stigið all verulega í verði innan fjármálageirans sbr. ráðningu Páls Magússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þær láta ekki að sér hæða faglegu ráðningarnar og öll ferlin sem er búið að koma upp.

Hitt kann svo vera að ríkisstjórnin hafi ekki gefist að fullu upp við að byggja brýr yfir til "Sambandssinna" í Framsóknarflokknum.  Þar nýtist menntun Páls einnig vel því almættið, "Sambandið" og pólitík mun eiga það sameiginlegt að vegir þeirra eru órannsakanlegir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband