Feluleikurinn međ sóknargjöld heldur áfram

Ţó ađ vissulega megi halda ţví fram ađ sannleikurinn komi fram í ţessari frétt um sóknargjöld, virđist ţó svo sem ađ ríkisstjórnin reyni ađ halda áfram feluleiknum um sóknargjöld.

Tvćr setningar í fréttinni skipta ţó mestu máli, annars vegar:

"Hćkk­un sókn­ar­gjalda er rök­studd međ fyrri niđur­skurđi sem hafi veriđ um­fram međaltal til annarra rík­is­stofn­ana."

Og hins vegar:

"Sókn­ar­gjöld renna úr rík­is­sjóđi til trú- og lífs­skođun­ar­fé­laga."

Ţessi framsetning í fréttinni bendir til ţess ađ litiđ sé á trúfélög sem ríkisstofnanir, og hinsveger er viđurkenning á ţví ađ sóknargjöld séu ekki félagsgjöld, heldur framlag frá ríkinu til trúfélaga.

Auđvitađ skiptir slíkt meginmáli.

Sóknargjöld ćttu ađ vera innheimt af sóknum, af ţeim sem vilja vera félagsmenn í slíkum félagsskap.

Ađ flokkur eins og Sjálfstćđisflokkurinn, sem hefur alla jafna viljađ kenna sig viđ frelsi einstaklingsins, skuli standa fyrir ţví ađ allir greiđi jafnt, hvort sem ţeir tilheyra trúfélögum eđur ei, sýnir ađ flokkurinn stendur ekki vörđ um hugsjónir sínar.

Ţađ ţarf ekki ađ koma neinum á óvart ađ flokkur sem ekki stendur betur vörđ um grunnhugsjónir sínar tapi fylgi, ekki síst á međa yngra fólks, sem hefur í ć minna mćli áhuga á trú og trúfélögum.

 


mbl.is Sóknargjöld hćkka um tćp 10%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband