Stærsta óréttlætið enn til staðar

Þó að vissulega beri að fagna því að fólk geti greitt til lífsskoðunarfélaga (hvað svo sem það er) í stað trúfélaga, er stærsta réttlætismálið enn óleiðrétt.

Stærsta réttlætismálið er að þeir sem kjósa að standa utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þurfi samt sem áður að greiða "sóknargjald".

Hvernig getur það samrýmst réttlætiskennd þingmanna?

Hvernig getur það verið réttlætt að þeir sem standa utan trú og lífsskoðunarfélaga eigi að borga hærri skatt til ríkisins en aðrir, sem nemur "sóknargjaldi"?

Þetta á að lagfæra sem fyrst.


mbl.is Lífsskoðunarfélög á við trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband