Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
31.3.2023 | 23:52
Erlendir auglýsingasalar
Það virðast býsna margir hafa áhyggjur af því að erlendir "tæknirisar" s.s. Google og Meta séu að verða æ fyrirferðarmeiri í sölu á auglýsingum til Íslenskra aðila.
Auðvitað finnst innlendum aðilum slæmt að missa stóran spón úr aski sínum, en talað um að erlendir aðilar séu með allt að helming auglýsingamarkaðarins.
Það vekur upp margar spurningar sem ég hef hvergi séð svör við. Auðvitað þyrfti að reyna að greina betur hverjir og til hvers er verið að kaupa auglýsingar og ekki síður hvert birtingarnar fara.
Hvað mikið af sölu Google fer t.d. til birtingar á Íslenskum síðum? Líklega eru það þó nokkrar Íslenskar síður sem selja pláss í gegnum Google.
Hvað er stór hluti af auglýsingakaupunum þess eðlis að kaupandi hefur engan áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum?
Ferðaþjónusta verður æ stærri partur af Íslensku efnahagslífi, flugfélög, hótel, bílaleigur, gistiheimili, "Air B´n B", bændagisting, veitingastaðir og áhugaverðir viðkomustaðir hafa engan hag eða áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum.
Er ekki líklegt að Íslandsstofa sé býsna stór kaupandi að auglýsingaplássi í gegnum erlend netfyrirtæki?
Þess utan eru svo áfengisauglýsingar sem er bannað að birta í Íslenskum miðlum.
Loks má svo velta fyrir sér "snertikostnaði".
Það kæmi mér ekki á óvart að ef þetta yrði skoðað niður í kjölinn, væri niðurstaðan ekki sú réttlæting fyrir ríkisstyrktum Íslenskum fjölmiðlum sem margir vilja vera láta.
Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.3.2023 | 15:52
Lýðræðið og bræðralagið
Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.
Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar, starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.
Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.
En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".
Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.
En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.
Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum.
Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.
Ætlar ekki að leysa upp þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.3.2023 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2023 | 21:53
"Money For Nothing" ekki í spilun lengur og mikið tap framundan
Það virðist sem margir telja að "ódýrir peningar" og neikvæðir raunvextir séu sjálfsagður hluti af kjörum almennings og rekstrarumhverfi fyrirtækja og ekki síður ríkissjóða.
Slíkt gengur þó yfirleitt ekki upp sé horft til lengri tíma. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og það er margt sem bendir til að þeir séu framundan.
Það er líklegt að margir bankar tapi umtalsverðum fjárhæðum, ekki vegna mikillar áhættusækni, heldur vegna fjárfestinga í skuldabréfum á "money for nothing" tímum, sem þeir gætu þurft að selja með tapi.
Það verða seðlabankar sem leiða tapið, bæði Seðlabanki Eurosvæðisins og Þýski Seðlabankinn (fyrsta tap í 40. ár) hafa tilkynnt tap, og líklegt að flestir seðlabankar Eurosvæðisins og í Evrópu muni einnig þurfa að þola slíkt.
Seðlabanki Bandaríkjanna er talinn tapa u.þ.b. 2 milljörðum dollara á viku. Svissneski seðlabankinn tilkynnti nýverið um mesta tap í 115 ára sögu sinni, en á síðasta ári tapaði bankinn í kringum 140 milljörðum dollara.
Margir telja að þetta sé einungis byrjun, sem muni halda áfram á komandi árum, jafnvel í áratug.
En auðvitað segir sagan að seðlabankar geti ekki farið á vonarvöl. Þeir einfaldlega prenti peninga. Það er rétt svo langt sem það nær.
En nú eru þó að hluta til breyttir tímar. Í fyrsta lagi er það ekki góð "latína" að prenta peninga í mikilli verðbólgu og svo hitt að seðlabankar Euroríkjanna hafa gefið frá sér "prentunarvaldið", það er einungis Seðlabanki Eurosvæðisins sem hefur það.
Mismunandi þarfir eigenda hans flækir svo málið enn frekar. Það er því ekki ólíklegt að einhverjir seðlabankar muni þurfa fjárframlag frá eigendum sínum.
En það eru all nokkur umskipti þegar vextir hækka og greiða þarf "eðlilegt" verð fyrir afnot af peningum. Það finnur almenningur, fyrirtæki og einnig hið opinbera og gera þarf mun meiri arðsemiskröfu til reksturs og fjárfestinga.
Stórfyrirtæki, ekki síst i tæknigeiranum, eru að segja upp starfsmönnum í þúsundatali, til að laga reksturinn.
Það mætti ef til vill orða það svo að "Money For Nothing" sé að baki, en "Dire Straits" framundan.
Vísitölur færast upp á við eftir þungan morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.3.2023 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2023 | 01:30
Nokkrir milljarðatugir, til eða frá?
Það er eiginlega pínulítið "súrrealískt" að lesa um að UBS hafi keypt Credit Suisse á rétt ríflega 3. milljarða dollara.
Ef til vill er það sanngjarnt verð, ef til vill ekki. En ekkert er meira virði en einhver er viljugur (karlkyns fyrirbæri eður ei) til að greiða fyrir það.
Það er ljóst að UBS er ekki að greiða nema u.þ.b. einn þriðja af því sem hlutabréfamarkaðir mátu Credit Suisse á fyrir helgi.
Það er líka merkilegt að lesa að fyrir það að kaupa einhvern banka á 3. milljarða dollara, njóti UBS fyrirgreiðslu að upphæð allt að 110 milljarða dollara. Einnig það að hið opinbera muni ábyrgjast tap allt að 9.6 milljarða dollara.
En það segir okkur líka ákveðna sögu um verðmat á bönkum.
Varðmat a Credit Suiss virðist hafa verið tæplega 450 milljarðar Íslenskra króna í þessum viðskiptum. Það er þó mikið hærra en UBS var í upphafi reiðubúið að greiða. Fyrst var talað um ca. 140 milljarða Íslenskra króna, síðan ríflega 280 milljarða. Ef til vill hafur verðið hækkað tengt auknum opinberum stuðning, fyrirgreiðslu og ábyrgðum.
En að kaupa Credit Suisse á ca. 450 milljarða Íslenskra króna, hljómar eins og góð kaup,bankinn átti vissulega í erfiðleikum, en fyrirgreiðsla upp á ca. 35 falda kaupupphæð er all nokkuð. Líka ef tap að upp að 3földu kaupverði er sömuleiðis "dekkað":
Eru 450 milljarðar Íslenskra króna, ekki nema einhverjir milljarðatugir meira en Íslenskir bankar eru verðmetnir á, og þar er rifist um að þeir séu (í það minnsta sumir hverjir) undirverðlagðir við sölu?
UBS kaupir Credit Suisse | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2023 | 15:58
Ekki jákvætt að svíkja kosningaloforð, en...
Auðvitað er almennt ætlast til að stjórnmálamenn haldi kosningaloforð sín, þó að vissulega sé þar oft verulegur misbrestur á.
En stundum getur verið nauðsynlegt að svíkja loforð og stjórnmálamenn verða líka að hafa hugrekki til þess. Þá fer best á að koma heiðarlega fram og viðurkenna svikin og útskýra hvers vegna þau hafi verið nauðsynleg.
Olía og aðrir orkugjafar eru nú það mikilvæg "geopólítisk" vopn, að nauðsynlegt er að auka framboð á þeim með flestum ef ekki öllum tiltækum ráðum.
Auknu framboði mun vonandi fylgja lægra verð sem kemur flestum (en ekki öllum) til góða.
Gott skref hjá Biden, sem sannarlega má við slíkum skrefum þessa dagana.
Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
25.2.2022 | 22:23
Selja ekki Rússneskar vörur
Það er ekki margt sem almennir borgarar geta gert andspænis yfirgangi, innrás og morðum Rússa í Ukraínu.
Líklega er eitt af því fáa sem þeir geta gert er að kaupa ekki Rússneskar vörur og verslanir geta hætt að selja þær.
Þegar er komin af stað all nokkur hreyfing í þessa veru hér og þar um lönd.
Þannig hafa margar af stærstu verslunarkeðjum Eystrasaltslandanna tekið allar rússneskar vörur úr sölu.
Áfengisala Ontarioríkis, LCBO (sem er stærsti einstaki áfengiskaupandi heims) var skipað af fylkisstjórninni í Ontario að fjarlægja alla drykki af Rússneskum uppruna úr hillum verslana sinna.
Það sama hafa áfengisölur Nýfundnalands og Labrador, Manitoba og Nova Scotia gert.
Víðast um heiminn eru líklega ekki margar rússneskar vörur á boðstólum, enda Rússar ekki þekktir fyrir vandaðar neytendavörur, ja, nema vodka og kavíar.
Skriðdreki valtaði yfir bíl á ferð í Kænugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
24.2.2022 | 02:25
Myndbönd frá umræðum um Neyðarlögin í Kanadísku Öldungadeildinni
Eins og ég skrifaði í síðustu færslu, þá hafa "Neyðarlögin" sem ríkisstjórn Frjálslynda flokksins með Trudeau í fararbroddi verið dregin til baka, rétt áður en Öldungadeildin átti að greiða atkvæði um hvort þau yrðu staðfest.
Hér má finna hluta af þeim umræðum sem hafa verið í Kanadísku Öldungadeildinni. Ég mæli sérstaklega með ræðu "senators" Housakos, frá því í dag, sem ég hef sett hér efst.
En ræða Donald Neil Plett er "epísk" en löng, en vel þess virði að hlusta á.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2022 | 21:44
Kanadísku "Neyðarlögin" dregin til baka
Ríkisstjórn Kanada undir forsæti Justin Trudeau tilkynnti nú fyrir skömmu að "Neyðarlögin", sem Kanadíska þingið samþykkti á mánudagskvöld væru dregin til baka.
Þetta vekur eðlilega mikla athygli, enda voru ráðherrar og þingmenn Frjálslynda flokksins þeirrar skoðunar á mánudagskvöld að mikil þörf væri fyrir lögin.
En Öldungadeildin átti enn eftir að staðfesta lögin, og byrjaði að ræða þau í gær (þriðjudag).
En sumir vilja meina að það hafi litið út fyrir að Öldungadeildin myndi fella lögin, því hafi Trudeau ákveðið að taka þau úr gildi, en það er þó algerlega óstaðfest.
En það má búast við frekari fréttum af þessu síðar.
Það er of snemmt að segja um hvernig þetta endar, en einhvern veginn lítur Frjálslyndi flokkurinn skringilega út.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2022 | 18:20
Forsætisráðherra Ontario lýsir yfir endalokum "kófsins"
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2022 | 03:07
Spekingar spjalla: Jordan Peterson og Rex Murphy
Það er svo mikið af góðu efni á netinu (í sjálfu sér enn meira af slæmu) að enginn kemst yfir að horfa á eða melta það allt.
Það er þarf engan að undra að svokallaðir "meginstraumsmiðlar" eigi oft undir högg að sækja. Þeir eiga erfitt með að bjóða upp á jafn mikið úrval og ekki síður þá sætta æ fleiri sig ekki við það sem mætti kalla "fréttahönnun" þeirra.
En hér að neðan má finna Jordan Peterson og Rex Murphy spjalla um hið "katastrófíska" ástand í Kanada.
Jordan Peterson þekkja líklega flestir, en Rex Murphy má líklega telja "stofnun" í Kanadískri blaðamennsku. Ríflega sjötugur en en hnífskarpur og með puttann á púlsinum.
Hann er einnig með sína eigin YouTube rás, RexTV.
Spjallið er um klukkustundar langt en er virkilega þess virði að horfa á (eða hlusta).
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)