Færsluflokkur: Kjaramál

Lýðræðið og bræðralagið

Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.

Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar,  starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.

Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.

En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".

Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.

En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.

Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum. 

Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.

 

 


mbl.is Ætlar ekki að leysa upp þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging, jafngreiðslulán, lán til 40 ára, hvert af þessu er stærsta vandamálið?

Mér finnst oft að í umræðunni á Íslandi sé engin greinarmunur gerður á verðtryggingu og jafngreiðsluláni. 

Það er eins og líklega flestir vita afar algengt lánaform á Íslandi að þetta tvennt fari saman.

En það sem hækkar höfuðstól lána er ekki verðtryggingin, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið.  Og jafngreiðslulán þekkjast þar sem engin er verðtrygging, heldur fasteignaveðlán t.d. með breytilegum vöxtum (sem eru í raun ígildi verðtryggingar), og veldur nákvæmlega því sama, hækkun höfuðstóls. 

Höfuðsstólshækkunin er svo "leyst" með því að afborganir hækka, eða lánstími (og afborganir) lengjast.

Þannig er ástandið til dæmis hjá sumum bönkum í Kanada að 20% viðskiptavina þeirra í fasteignaveðlánum, hafa séð höfuðstól sinn hækka.

Fjallað var um þetta vandamál fasteignakaupenda í frétt hjá Globe and Mail nýverið.

Þar má lesa m.a.:

"Twenty per cent of Canadian Imperial Bank of Commerce mortgage holders are seeing their loan balances grow, as rising interest rates make it harder for them to pay off their homes.

New data from CIBC show that $52-billion worth of mortgages – the equivalent of 20 per cent of the bank’s $263-billion residential loan portfolio – were in a position where the borrower’s monthly payment was not high enough to cover even the interest portion of the loans. The bank has allowed these borrowers to stretch out the length of time it takes to pay off the loan, which is known as the amortization period. As well, borrowers are adding unpaid interest onto their original loan or principal."

Örlítið neðar í fréttinni segir: 

"It shows the financial duress homeowners are under because of the jump in interest rates. It also highlights the growing risk borrowers face when it comes time to renew their mortgages and their amortization periods are required to shrink back to the lengths of time specified in the original contracts. Then, the borrower will face much higher monthly payments."

Lánafyrirkomulagið er útskýrt ágætlega í fréttinni:

"CIBC and most of the other big Canadian banks offer variable-rate mortgages that have fixed monthly payments. That means when interest rates increase, more of the borrower’s fixed monthly payment is used to cover the interest expense. The borrowers’ payments remain steady because their amortization periods are automatically extended.

Borrowers can reach a trigger rate, which often requires them to make higher monthly payments so that they are always reducing the size of their loan.

But CIBC’s variable-rate product allows borrowers to go past the trigger rate and stick with payments that don’t cover the full amount of the interest owed, up to a certain threshold. The unpaid portion of the interest is deferred and added to the mortgage principal and the borrower’s loan balance grows, or negatively amortizes."

Lánstími hefur einnig verið að lengjast, sem eykur vandræði sem lántakendur geta lent í, enda eignamyndun hæg, jafnvel við betri vaxtaskilyrði.

Vextir og verðbólga eru lægri í Kanada en á Íslandi, en hafa þó hækkað skarpt. Verðbólga hefur þó lækkað nokkuð frá toppi, en verðhækkanir á matvælum eru mun hærri en verðbólgan.

"Higher mortgage rates have resulted in a greater portion of fixed-payment variable mortgages where the monthly mortgage payment does not cover interest and principal,” said Nigel D’Souza, financial services analyst with Veritas Investment Research. “The full impact of higher mortgage rates will be reflected on renewal,” he said.

Today, the Bank of Canada’s benchmark interest rate is 4.5 per cent compared with 0.25 per cent a year ago."

Ofan á þessi vandræði þeirra sem eru með fasteignaveðlán, bætist við lækkun fasteignaverðs, sem enn sér ekki fyrir endan á, en margir telja að sú lækkun verði á bilinu 20 til 50% (eftir svæðum) áður en yfir lýkur.

Á þessu sést að það er ekki verðtryggingin sem hækkar höfuðstól lána, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið.

En það er samspil verðtryggingar, eða breytilegra vaxta, jafngreiðslulána og langs lánstíma sem getur orðið svo "eitrað".

Auðvitað er best að greiða alla vexti og verðbætur (samhliða afborgunum) jafnóðum. En það eru margir sem þurfa eða kjósa frekar lægri greiðslubyrði í upphafi.

Nú þegar tímabil ódýrra peninga er að baki, alla vegna um sinn, er það sem valið stendur um.

Enginn banki hyggst tapa á því að lána viðskiptavinum sínum og alla jafna gera þeir það ekki.

 

 

 


Hvaða "lögverndun" má afnema?

Nýleg skýrsla frá OECD hefur komið af stað umræðu um niðurfellingu lögverndunar á ýmsum starfsheitum.

Talað var um bakara og ljósmyndara, og svo er hér í viðhengdri frétt minnst á hag- og viðskiptafræðinga.

Ég hef séð minnst á að sömuleiðis mætti fella niður lögverndun lögfræðinga og sjálfsagt eru um málið skiptar skoðanir, sem og um lögverndun einstakra starfsheita.  Einn kunningi minn sagði einu sinni að ótrúlega hátt hlutfall af lögfræðingum væru lítið annað en mjög vel menntaðir rukkarar.

Fyrir ekki svo löngu síðan var tekist á um hvort að lögvernda ætti starfsheiti leiðsögumanna.

Mér hefur skilist af fréttum að engin þjóð lögverndi fleiri starfsheiti en Íslendingar.

Ég held að flestir séu þeirrar skoðunar að skólaganga sé almennt til góðs og skapi þekkingu og færni.

En skólaganga er ekki eina leiðin til þess.

Margir af bestu ljósmyndurum jafn á Íslandi sem heiminum öllum hafa aldrei setið á skólabekk í faginu.

En skapaði það hættu fyrir almenning ef einhver þeirra opnaði stofu og tæki portrett myndir gegn gjaldi?

Ég efast heldur ekkert um að bakaranám sé gagnlegt og gott. En er það hættulegt ef einhver sjálflærður bakari (sjálflærður bakari er auðvitað ekki til eftir Íslenskum lögum) opnar lítið bakarí og selur kökur og kleinur?

Nú eða pantar frosin hálfbökuð brauð frá útlandinu og stingur þeim í ofn?

Gildir ekki svipað um t.d. málara?  Er einhverjum hætta búin af því að ráða ófaglærðan málara?

Gildir ekki orðsporið frekar en menntunin í þessum fögum? Eftir sem áður gætu fagmenntaðir fundið sér einhverja merkingu, til að láta vita af menntun sinni.  Neytandinn myndi síðan velja.

Ég get heldur ekki séð hættuna af því að sjálflærðir hagfræðingar láti ljós sitt skína, þó að líklegt sé að nám í faginu eigi að geta gefið forskot.

Það sama gildir um viðskiptafræðinga.  Auðvitað gefur nám ákveðið forskot, en einstaklingur sem hefur t.d. rekið eigið lítið fyrirtæki til fjölda ára hefur líklega byggt upp mikla þekkingu.

En ég held að það sé þarft að velta þessum málum upp og ég held að án efa megi fækka lögvernduðum starfsheitum að einhverju marki og sjálfsagt að taka skýrslu OECD með opnum huga.

Hér má finna skýrslu OECD

og hér Íslenska þýðingu, sem ég rakst á, á völdum köflum hennar.

 

 

 


mbl.is Vill hætta lögverndun hag- og viðskiptafræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

Atvinnurekendur eiga ekki lífeyrissjóðina, en verkalýðsfélög eiga þá ekki heldur.  Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina.

Þeir ættu auðvitað að kjósa stjórnir þeirra.  Þeir eiga afkomu sína á efri árum undir afkomu sjóðanna.

Það er tóm blekking að tala um mótframlag atvinnurekenda, enda slíkt framlag eingöngu hluti af launum viðkomandi launþega.  Partur af heildarlaunum hans og heildarlaunakostnaði fyrirtækis þess sem hann vinnur hjá.

Það má hins vegar hugsa sér að það sé ekki skilyrði að eiga fé í sjóði til að bjóða sig fram til að stýra honum.

Svo má líka velta fyrir sér hvort að atkvæðisréttur eigi að fara eftir inneign í sjóðunum, þannig að þeir sem hafa greitt lengi hafi fleiri atkvæði en þeir sem eiga minna undir, eða hvort það reglan sé einn félagi/eitt atkvæði.

En valið og valdið á að vera sjóðsfélagana.

P.S.  Það er fyllilega eðlilegt að því sé velt upp hvort að rétt sé að skipta um stjórnendur hjá Iclandair.

Sá bolti hlýtur að liggja hjá eigendum hlutafjár og þeim sem hugsanlega ætla að leggja fram aukið hlutafé.

 


mbl.is Meta þurfi stöðu æðstu stjórnenda Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn Lufthansa bjóðast til það lækka laun sín um 45%

Ef marka má fréttir tapar Lufthansa samsteypan 1. milljón euroa á hverjum klukkutíma þessa dagana.

Það gerir 24. milljónir euroa á dag, 168. milljónir euroa á viku, 744. milljónir euroa í maí, ef ekkert breytist.

Gengið breytist ótt og títt,  í dag jafngildir það 118.519.200.000, Íslenskum krónum. 

Bara í maí.

Svipuð upphæð hefur líklega tapast í apríl.

Hvað mun slíkt tap vera í marga mánuði?

En Lufthansa mun sækjast eftir ríkisstuðningi. Lufthansa samsteypan mun að öllum líkindum sækja stuðning frá ríkissjóðum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss.

Samsteypan hefur enda starfsemi í öllum þessum löndum, og rekur þar flugfélög.

Eitthvað hefur verið deilt um hvernig skuli standa að slíkri björgun.

Talað hefur verið um að Þýska ríkið myndi leggja allt að 10. milljörðum euroa til félagsins. Nágrannalöndin gætu lagt allt að 6. milljörðum euroa.

Það eru gríðarlegir fjármunir.

Hvernig eignarhaldið eftir slíkar björgunaraðgerðir yrði, er óljósara, en ég hef bæði séð talð um "lágmarks ávöxtun", og svo að Þýska ríkisstjórnin yrði stór eignaraðili.  Hvernig því yrði háttað með aðrar ríkisstjórnir er óljósara.

En Þýska ríkið gæti tekið allt að 25% eignarhluta í félaginu.

En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.

Að baki tilboðsins virðist vera sú skoðun að mikilvægt sé að vernda störf og þau verðmæti sem felast í félaginu.

P.S. Til þess að taka fram alla hagsmuni þarf ég auðvitað að segja frá því að ég er staddur í miðri ferð með Lufthansa.

Það er að hluta til ástæðan fyrir því að ég fylgist betur með því en öðrum flugfélögum.

 

 

 

 

 


Ábyrg forysta sjómannasambandsins

Oft hafa viðræður sjómanna og útgerðarmanna verið erfiðar og sjómenn þekkja það á fá á sig lagasetningu.

En það verður að hrósa forystumönnum sjómanna fyrir að taka ábyrga afstöðu og fresta kjaraviðræðum til haustsins.

Þeir gera sér grein fyrir því að nú er ekki rétti tíminn til að efna til karps um kaup og kjör.  Það er ekki tími til að hóta verkföllum.

Enginn veit hvernig markaðsstaða Íslensks sjávarútvegs verður þegar heimurinn færist í hefðbundnari skorður, hvenær sem það verður.

Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna sameinast í því að best sé að halda flotanum eins virkum og hægt er og semja um breytingar síðar þegar staðan er ljósari.

Skynsemin ræður er gott slagorð, þó að það hafi ef til vill beðið ofurlítinn hnekki þegar Trabant eigendur gerðu það að sínu.


mbl.is Viðræður sjómanna settar á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hver er raunkostnaðurinn? Hvað er til ráða?

Taflan sem fylgir þessari frétt er um margt fróðleg. Hún sýnir í raun mun frekar en mismunandi hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, gríðarlegan mun á því hvað mismundandi sveitarfélög rukka fyrir þá þjónustu.

Í stað þess að velta því hvort þetta eða hitt sveitarfélagið hafi hækkað gjald fyrir 8 tíma leikskóla, ættu fjölmiðlar að velta því fyrir sér hvers vegna það munar u.þ.b. 50% á því sem það kostar foreldra að kaupa þá þjónustu.

Ekki síður væri fróðlegt ef fjölmiðlar græfust fyrir um hver væri raunkostnaður sveitarfélaga við að veita þjónustuna?

Það liggur í hlutarins eðli að stærri sveitarfélög ættu að geta rekið slíka þjónustu með hagkvæmari hætti, og hafa jafnfram fleiri útsvarsgreiðendur til að jafna byrðina af henni.

En mér er sagt að kostnaðurinn við að hafa eitt barn á leikskóla sé að meðaltali u.þ.b. 300.000 krónur á mánuði.

Ef það er rétt eru foreldrar í Reykjavík t.d. að greiða rétt ríflega 8.5% af raunkostnaði.  Enn minna ef tekið er mið af systkinaafslætti o.s.frv.

Ef 300.000 er rétt upphæð, eru foreldrar hvergi að greiða meira en u.þ.b. 13% af verðmæti þjónustunnar.

Á sama tíma eru mikil vandræði víða um land með að veita þjónustuna án vandræða, tímabundinna lokanna og mikil starfsmannavandræði.

Er ekki augljóst að þjónustan er of lágt verðlögð?

Það er engin ástæða til að hrósa þeim sem eru ódýrir en geta ekki veitt þjónustuna vandræðalaust.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að veruleg hækkun kemur sé illa fyrir þá sem hafa minna á milli handanna, en er ekki betra að þeim verði liðsinnt með öðrum hætti en að hafa þjónustuna svo ódýra, án tillits til efnahags?

Mikið væri fróðlegt ef gerð vær góð úttekt á því hvernig kostnaðurinn er og hvað stór hluti af tekjum mismunandi sveitarfélega fer í að niðurgreiða þessa þjónustu.

Ef leikskóli fyrir hvert barn er niðurgreitt fyrir u.þ.b. 3.000.000,00 á ári (miðað við 11. mánaða dagvist) er ljóst að upphæðirnar eru háar.

Ef til vill þarf að hugsa hvernig kerfið verður best byggt upp og hvernig Íslendingar vilja hafa slíkt kerfi.

Hvernig er samspil leikskóla og "dagmæðrakerfisins"?  Er hægt að byggja þjónustuna upp með öðrum hætti?

Það vakna ótal spurningar, en líklega færri svör.

En eigi að síður hlýtur þetta málefni að vera umhugsunarvert.

Öll útgjöld hins opinbera af þessari stærðargráðu ættu að vera það.

 

 


mbl.is Leikskólagjöld hækkuð þvert á tilmæli Sambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn: Lífsseigasta Íslenska lýðskrumið. Þegar þorpin "fluttust út á sjó".

Kvóti og kvótakerfið hefur líklega verið langlífasta Íslenska deilumálið, alla vegna síðustu áratugi.

Það er í raun ekki að undra, enda er sjávarútvegur á meðal mikilvægustu atvinnugreinum á Íslandi og án efa sú mikilvægasta í sögulegu samhengi.

Ein af þeim "goðsögnum" sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarna áratugi og skjóta um kollinum aftur og aftur, er að kvótakerfið hafi lagt mörg sjávarþorp svo gott sem í eyði.

Líklega er það eitthvert lífseigasta og algengasta lýðskrum í íslenskri pólítík.

Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem hafa komið upp í mörgum smærri útgerðarbæjum, en slíkt hefur vissulega orðið raunin.

Þetta er sagt vegna þess að þeir erfiðleikar voru óumflýjanlegir vegna tæknibreytinga.  Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir þá væri "óendanlegur fiskur" í sjónum, að öðrum kosti var það aðeins spurningin hvar erfiðleikarnir yrðu.

Þar stóðu flest smærri byggðarlög gjarna verr en þau stærri.

Tækniframfarir og sú staðreynda að ekki var nægur fiskur í sjónum gerði það óhjákvæmilegt að miklar breytingar yrðu að verða hvað varðaði fiskvinnslu á Íslandi.

Ef til vill má segja að ekki sé rétt að segja á Íslandi, því breytingarnar urðu ekki síst út á rúmsjó.

Ef til vill er lykilatriðið í því að skilja hvaða breytingar urðu í Íslenskum sjávarútvegi fólgnar í lokamálsgrein þeirrar fréttar sem þessi frétt er hengd við (fréttin er að verða 3ja ára), en þar segir:

  • „Skipið hef­ur vinnslu­getu á við lítið sjáv­arþorp, en við það starfa ein­ung­is 27 menn, 25 um borð og 2 á skrif­stofu í landi. Skipið er 1.403 brútt­ót­onn, 57,5 metr­ar á lengd og 12 metra breitt. Fisk­ur­inn er full­unn­inn um borð og er af­kasta­geta um 42 tonn af fullunn­um afurðum á sól­ar­hring, en það jafn­gild­ir um 100 tonna afla upp úr sjó. Á venju­leg­um skut­tog­ara af þess­ari stærð eru um 15 menn i áhöfn þannig að aðeins er bætt við 10 mönn­um til að full­vinna veiðina.“

Allt í einu voru 27 einstaklingar ígildi "heils sjávarþorps".  Tíu einstaklingar vinna fiskinn, í stað þess að áður þurfti heilt frystihús.

Framfarir í tækjabúnaði til að vinna fisk gerði það að verkum að frystihúsin sem höfðu verið "hjarta" svo margra sjávarþorpa urðu óþörf.  En þau frystihús sem enn störfuðu juku framleiðslugetu sína svo um munaði.

Líklega ýkti það svo áhrifin að áhrif verkalýðsfélaga voru allt önnur út á sjó en í landi.

Það er auðvelt að reikna út hvort að vænlegra er að fjárfesta í tækjabúnaði sem er í vinnslu 8 til 10 klukkustundir, 5 daga í viku í landi, eða 24 stundir, 7 daga vikunnar út á sjó.

Munurinn á nýtingu tækjanna er yfir 100 klukkustundir á viku eða meira en þreföld.

Það er m.a. munurinn á vinnslu í landi og á frystitogara.

Það er ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækja, sem Íslendingar eru svo stoltir af, s.s. Marel, Skagans 3X o.s.frv. sem þessi þróun varð.

Vildu Íslendingar vera án þeirra?

Það eru svo framfarir í kæli- og flutningatækni sem hafa valdið því pendúllinn hefur sveiflast aftur til landvinnslu, með aukinni vinnslu alla leið í neytendapakkningar.

En það hefði ekkert nema "óendanlegur fiskur" komið í veg fyrir samþjöppun í útgerð á Íslandi.  Hugsanlega hefði "dauðastríð" einstakra útgerða orðið lengra og líklega sársaukafyllra ef kvótakerfisins hefði ekki notið við.

En það má ætla að ástand fiskistofna væri sömuleiðis mun verra.

En framsalinu var einmitt ætlað að stuðla að samþjöppun, sömuleiðis Úreldingarsjóði á meðan hans naut við.

Það var einfaldlega ekki til nægur fiskur fyrir alla útgerðarbæi á Íslandi. Svo er ekki enn og ólíklegt að verði nokkurn tíma.

En auðvitað er þarft að ræða sjávarútveg á Íslandi og hvað megi betur fara.

Hvað er rétta hámarkið í hvað varðar kvótahlutdeild? Á að bjóða upp aflaheimildir?  Ef svo, til hvað margra ára í senn? Á þá fyrst og fremst að selja hæstbjóðanda, eða eiga önnur lögmál að gilda?

Eiga "byggðasjónarmið" að vega þyngra en arðsemissjónarmið?

Ætti að vera skylda að hluti hverrar löndunar fari á markað, eða ætti allur afli að gera það?

Eða er núverandi fyrirkomulag býsna gott?

Það er full ástæða til að ræða fyrirkomulag fiskveiða í Íslensku lögsögunni, en látum ekki glepjast af "fortíðarþrunginni lýðskrums rómantík" um að hægt sé að hverfa aftur - til fortíðar.


Satanísk meðallaun

Það er ekki nema von að það gangi á ýmsu í VR og sýnist sitt hverjum.  Meðallaunin eru einfaldlega satanísk.

Sjálfsagt munu margir líta svo á að að djöfullinn spili í félaginu.

Við verðum að vona meðallaunin hækki eða lækki fljótlega, annars er voðinn vís.

 

 

 


mbl.is 666 þúsund króna meðallaun í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignamunur - breyta sem skiptir máli

Ég bloggaði fyrir nokkru um þær áhyggjur sem margir hafa af breikkandi bili hvað varðar eignaskiptingu á Íslandi og versnandi stöðu tekjulægstu hópanna.

Þá bloggfærslu má finna hér.

Þar nefndi ég nokkrar ástæður sem gætu útskýrt vaxandi eignamun að hluta, t.d. aukin fjölda innflytjenda.

Færslan endaði á þessum orðum: "Það er ekkert óeðllilegt að mikill fjöldi innflytenda hafi áhrif á eignaskiptingu, en hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki, og man ekki eftir því að hafa séð tölur um slíkt, en það væri vissulega þarft rannsóknarefni."

Á flakki mínu um netið rakst ég á umfjöllun sem tengist þessu efni. Á vef Viðskiptablaðsins er fjallað um þær upphæðir sem erlent starfsfólk hefur sent frá Íslandi undanfarin ár.

Þar kemur fram að að á síðastliðnum 7 árum er upphæðin sem send hefur verið úr landi nemur 75 milljörðum Íslenskra króna.

Á sama tíma hefur erlent starfsfólk sent 16 milljarða til Íslands.

Munurinn er því 59 milljarðar króna.  Á síðasta árið nam munurinn 20 milljörðum, en þá sendi erlent starfsfólk 25 milljarða frá Íslandi.

Það má því ljóst vera að þessi þáttur hefur áhrif á eignamyndum á Íslandi, og ef ég leyfi mér að segja að stærstur hluti erlendra starfsmanna sé í eignaminnsta hópnum, þá blasir við að áhrifin þar hljóta að vera veruleg.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband