Færsluflokkur: Formúla 1

Að hafa það

Ég helt að við værum ekki að hafa það, svo hélt ég að við værum að hafa það, en svo kom í ljós að við vorum ekki að hafa það.

Það er ótrúlegt að fylgjast með Hamilton, það er ekki hægt að sjá að þar sé nýliði í ferð. 

En Kimi virðist hafa snúið aftur.  Ef til vill hefur hann dregið úr vodkaskammtinum? 

En það verður án efa spennandi keppni á morgun, ég hef mikla trú á því að Raikkonen nái að standa uppi sem sigurvegari, hef það eitthvað svo sterkt á tilfinningunni.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig keppnisáætlanir verða hjá toppmönnunum.

Það er ljóst að allir verða að vinna.  Alonso verður að sýna að hann sé ekki ökumaður númer 2. hjá liðinu, Massa og Raikkonen sömuleiðis ef þeir ætla að vera með í baráttunni.

Það má því teljas næsta víst að það verður ekkert gefið eftir, enda spennan mikil þessa dagana.


mbl.is Ótrúlegur lokahringur hjá Lewis Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting Frakklandi?

Ég verð að viðurkenna að ég varð ákaflega glaður þegar ég heyrði að Kimi hefði unnið í Frakklandi og ekki var verra að Massa skyldi verða í 2. sæti.  Það var komin tími til að Ferrari sýndi sitt rétta andlit.

En það er eitt sem kvelur huga minn og það þó nokkuð.  Þetta er fyrsta keppnin sem ég hef ekki horft á í langan tíma.  Tíminn er eitthvað svo assgoti seinn á sléttunni (ég var í Winnipeg) að það var því sem næst niðdimm nótt þegar keppnin hófst, ég á hótelherbergi og ómegðin sofandi ásamt konunni.  Og ég ekki einu sinni almennilega vaknaður heldur.

En spurningin er auðvitað hvort að það hafi verið það sem þurfti, að ég missti af keppni?  Ef að allt fer á sömu assgotans McLaren leiðina þegar ég horfi á næstu keppni, þýðir það þá að ég verði að sleppa því að fylgjast með til að Ferrari vinni sigra?

En þetta var vissulega kærkominn sigur og akkúrat það sem liðið og við áhangendurnir þurftum á að halda, núna þarf að endurtaka leikinn á Silverstone eftir viku og þá erum við "back in the game".

Það verður líka fróðlegt að fylgjast með þessu máli hvað varðar meintan þjófnað á gögnum frá Ferrari sem virðast hafa endað hjá McLaren.  Líklega eru ekki öll kurl komin af dekkjunum þar.


mbl.is Räikkönen vann taktíska keppni við Massa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indianapolis

Það fór eins og mig grunaði að það yrði á brattan að sækja fyrir okkur Ferrari menn í Indianapolis.  Það er frekar erfitt að sætta sig við það að vera heilum klassa fyrir neðan McLaren.

McLaren bar svo af að undrum sætir, og það segir ef til vill nokkuð um kappaksturinn að mesta spennan var hvort að Alonso næði að fara fram úr Hamilton.  Það var aldrei nein spurning að þeir yrðu í 2. efstu sætunum, nema að kæmi til bilana. 

Talandi um þá tvo, þá er það skondin tilhugsun að nýliðinn Hamilton sé líklegastur til að koma í veg fyrir að Alonso nái að verða heimsmeistari 3. ár í röð.

Eina vísbendingin um að betri tímar gætu verið í vændum var að Raikkonen setti hraðasta hring, en það eitt dugir þó að sjálfsögðu skammt.

Ég verð að vona að Ferrari nái að koma til baka í Frakklandi eftir hálfan mánuð.  Því miður bendir allt til þess að ég verði það upptekin að ég geti ekki séð þann kappakstur, en við sjáum til.


Vonbrigði

Ég horfði ekki á tímatökurnar í dag, þar sem Íslendingar hér um slóðir fögnuðu fullveldinu í dag, þá kaus ég heldur að eyða tímanum þar.

 Auðvitað blasir það svo við þegar heim er komið að sem Ferrari aðdáandi missti ég ekki af neinu stórkostlegu.  Vissulega höfum við 3ja og 4ja sætið, en það er ekki það sem við viljum sjá.

 Það er nokkuð skondið að sjá að Hamilton hefur tekið annan pólinn í röð og hirt hann "af nefinu" á Alonso.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig úr þessu spilast á morgun og hvernig Alonso tekur þessu mótlæti.  Ef Hamilton nær að sigra á morgun, verður eðlilegt að McLaren fari að huga að því hvort ekki sé rétt að leggja þyngri lóð á vogarskálar Hamilton, þar sem það er ekki gott fyrir lið að stigin dreifist of jafnt.

En auðvitað vona ég að Massa nái að skjóta þeim báðum ref fyrir rass og ekki er ég búinn að gefa upp alla von að Raikkonen nái að sýna hvað í honum býr, en það má segja að fyrir hann er ekki eftir neinu að bíða með það.

En ég get ekki sagt að bjartsýnin sé mikil fyrir morgundaginn.


mbl.is Hamilton á ráspól í Indianapolis og Alonso annar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur kappakstur í Montreal

Það var óneitanlega ónægjulegt að sjá Hamilton vinna keppnina í Montral og setjast með því í toppsæti ökumanna, það er ótrúlegt á sínu fyrsta keppnistímabili í Formúlunni.

En þetta var einstök keppni, enda líklega hvergi nema í Montreal sem bjór (dýrategundin) þvælist fyrir ökumönnum.  En þessi keppni bauð upp á spennu og drama.  Öryggisbílinn var sem oft áður í Montreal í stóru hlutverki og verður alltaf nokkur hlutaveltubragur á því þegar slíkt gerist. 

Það er gríðarlegt fagnaðarefni að Kubica slapp því sem næst ómeiddur og er nú þegar búinn að yfirgefa sjúkrahúsið þegar þetta er skrifað, það sýnir að öryggisbúnaðurinn þjónar tilgangi sínum.

En hlutskipti okkar Ferrari manna var rýrt.  Klaufaskapur hjá Massa, og auðvitað gat keppnisstjórn ekki gert neitt annað en að dæma hann úr leik, og Raikkonen átti ekki góðan dag.  Það er ekki ólíklegt að Ferrari menn vilji gleyma þessum kappakstri sem fyrst.

En það er vonandi að þetta verði eins og í fyrra en þá náði Ferrari góðum kafla á Indy og þar á eftir, en hann þarf að vera lengri þetta árið, ef við ætlum að landa titlum.

Þó að það væri vissulega leiðinlegt að sjá engan Ferrari ökumann á verðlaunapalli, var það þó betra en ekkert að sjá þar tvö "ný" andlit, eða það Heideld og Wurz.

En nú gildir að vera bjartsýnn fyrir Indianapolis.


mbl.is Hamilton vinnur jómfrúarsigur í farsakenndum kappakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Montreal - Hamilton

Það var býsna magnað að sjá Hamilton vinna sinn fyrsta ráspól, þó að aðeins í sjónvarpi væri.  Velgengni þessa unga Breta er með eindæmum og má segja að hann skrái sig á spjöld Formúlusögunnar í hverjum kappakstri.

Ég hef það á tilfinningunni að morgundagurinn verði frekar erfiður hjá mínum mönnum. 4. og 5. sætið er ekki það sem Ferrari aðdáengur vilja sjá.  En það verður að halda í vonina og ef til vill verður keppnisáætlunin okkur í hag, eða þá að Ferrari hefur heldur meira bensín á bílunum.  En ég er ekki bjartsýnn.

En árangur Heidfeld er líka athygliverður, því ekki veitir af að einhverjir smeygi sér upp á milli "stóru" liðanna.

Líklega vita flestir að Montreal er borg í Quebec, en hér í Ontario er hins vegar að finna borgina Hamilton, líklega færi vel á því að þær skiptust á nöfnum, alla vegna svona um helgina.


mbl.is Hamilton á ráspól í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitleysa

Auðvitað er þetta endaleysan ein.  Allir sem eitthvað fylgjast með Formúlunni vita að liðskipanir eru notaðar þar og voru án efa notaðar í þessu tilfelli.

En McLaren menn áttu enga refsingu skilið í þessu tilviki, ekki frekar en þegar önnur lið hafa notað liðskipanir.  Það liggur í augum uppi að á meðan keppt er um titil bílaframleiðenda með 2. bílum að liðskipanir verða við lýði.  Hagsmunir liðsins munu einfaldlega ráða enda eðlilegt.

Þetta er einn af þessum skrípaleikjum sem hafa verið að skjóta upp kollinum í Formúlunni undanfarin ár og eru í besta falli hlægileg. 

Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að ekkert kæmi út úr þessari rannsókn.


mbl.is McLaren slapp með skrekkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að því leiðinlegt

Það fór eins og útlit var fyrir og McLaren vann góðan sigur í Monako.  Það var aldrei nein spenna í keppninni og hún í raun allt að því leiðinleg.  Fátt sem ekkert gladdi augað.

Hamilton heldur sínu striki og bætir met sitt í hverjum kappakstri og stendur sig gríðarlega vel, en í þessari keppni var enginn neisti.

Massa átti dapran kappakstur, þó að hann næði þriðja sætinu og Raikkonen náði þó að klóra sig upp í 1. stig, en það er ekkert sem er minnisstætt úr þessum kappakstri.

Ég verð að vona að það verði annað upp á teningnum, hér í Kanada eftir 2. vikur.


McMonako

Það þarf eitthvað sérstakt að koma til svo að Monakokappaksturinn verði ekki 1 - 2 fyrir McLaren.  Það sem er þó enn verra er að það er ekki of líklegt að Ferrari nái báðum fákunum í stigasæti. 

Ég veit ekki hvað var að hjá Raikkonen, en þetta litur ekki of vel út.  Því miður er Monako yfirleitt ekki mjög spennandi kappakstur, þó að hann sé vissulega fullur "glamúr".  Það er einna helst spennandi að sjá hversu margir bílar detta út.

En það er vissulega aldrei að vita hvað gerist, það sannaðist líklega best í Monako árið 1996, þegar Oliver Panis vann sinn fyrsta og eina sigur, en þá luku 4. bílar öllum hringjunum.  Þar á meðal var David Coulthard.


mbl.is Alonso tók ráspól af Hamilton á síðustu sekúndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð hugmynd

Það er mögnuð hugmynd að hafa "þemadaga" í Formúlunni.  Ég er ekki í vafa að "logadagarnir", þar sem bílarnir stæðu því sem næst í björtu báli myndu njóta töluverðra vinsælda.  Áhorfendur hafa jú alltaf gaman af óhöppum, mótorsprengingum, árekstrum og öðru slíku, svo lengi reyndar sem það hendir ekki þeirra menn.

En svo getur vel verið að ég sé að misskilja þetta eitthvað og það verði haldnir sérstakir "nafnadagar", að þetta hafi verið dagur "Loganna".

Ég fylgist með.


mbl.is Räikkönen rétt á undan Fisichella á lokadeginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband