Allt að því leiðinlegt

Það fór eins og útlit var fyrir og McLaren vann góðan sigur í Monako.  Það var aldrei nein spenna í keppninni og hún í raun allt að því leiðinleg.  Fátt sem ekkert gladdi augað.

Hamilton heldur sínu striki og bætir met sitt í hverjum kappakstri og stendur sig gríðarlega vel, en í þessari keppni var enginn neisti.

Massa átti dapran kappakstur, þó að hann næði þriðja sætinu og Raikkonen náði þó að klóra sig upp í 1. stig, en það er ekkert sem er minnisstætt úr þessum kappakstri.

Ég verð að vona að það verði annað upp á teningnum, hér í Kanada eftir 2. vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér ... leiðinlegur kappakstur ... svo leiðinlegur að ég horfði ekki til enda heldur fór frekar út að smíða vegginn á sólpallinn ! ...enda Arnar yfirsmiður ekki þekktur fyrir að gefa mönnum grið til að fylgjast með íþróttum ... og gildir þá einu hvaða grein íþróttann um ræðir.

Annars allt gott ... skall á hitabylgja í gær þegar hitinn fór uppfyrir 10 gráður... og stefnir í annað eins í dag :)

Bið að heilsa.

Sigurður Aðils (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Allt að því hundleiðinlegt. Þetta er einn hundleiðinlegasta keppni sem ég hef séð í langan tíma. Sofnaði yfir henni sem hefur aldrei gerst. Ég vona að þetta verði betra í Montreal því Þar verð ég ásamt stráknum mínum honum Antoni á besta stað jíhaaa

Óli Sveinbjörnss, 29.5.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég vona að sólpallurinn líti vel út.  Það er auðvitað nokkuð öruggt þegar Arnar leggur gjörva hönd á pallinn, hvað tekur hann annars marga bjóra á tímann þessa dagana?

Sjálfur þarf ég að smíða pall hér að Bjórá, en það verður líklega ekki lagst í þær stórframkvæmdir fyrr en næsta sumar eða þarnæsta, en ég gæti ef til vill farið að leggja fyrir bjór með það fyrir augum að tæla vana menn ofan af Íslandi til verksins.

Já Óli, ég vona svo sannarlega að keppnin í Montreal verði betri en þessi.  Sjálfur fer ég ekki í ár, en fór fyrir 2. árum og hafði feykilega gaman af.  Sat beint á móti pittinum og fékk þetta beint í æð.  Við verðum líklega að reyna að hafa auga á þér og Antoni þegar við horfum á þetta í sjónvarpinu.

G. Tómas Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband