Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hefur Evrópusambandið gert sinn síðasta fríverslunarsamning?

Enn er fríverslunarsamningur "Sambandsins" við Kanada ekki í höfn, og í raun stór spurning hvort að yfirhöfuð verði nokkuð úr honum.

Fullyrt er að enn sé unnið bakvið tjöldin í því að reyna að "bera fé og aðra "greiða"" á Wallóna, til þess að reyna að fá þá til að ljá samningnum samþykki sitt.  En allt kemur fyrir ekki.

Ef ekkert verður af samningum, þykir það gríðarlegt högg fyrir "Sambandið", viðskipta og utanríkisstefnu þess.

Reyndar hafa ýmsir sagt, þar á meðal Tusk, forseti Leiðtogaráðs "Sambandsins", að verði þessi samningur ekki samþykktur hafi Evrópusambandið gert sinn síðasta viðskiptasamning, alla vegna um langt skeið.

Það er í sjálfu sér ekki ólíklegt, enda vandséð að mörg ríki vilji eyða löngum tíma og dýrmætum starfskröftum (samningar við Kanada hafa staðið yfir í kringum 7 ár) í að semja við "Samband" sem ekki getur staðfest samninga.

Það verður heldur ekki séð að slíkar samningaviðræður, sem síðan yrði hafnað, væru "Sambandinu" til framdráttar.

Enn og aftur er þarft að benda Íslendingum á að það er nákvæmlega engin skynsemi í því fólgin að "múra" Ísland innan Evrópusambandsins og tollmúra þess, allra síst nú þegar útlit er fyrir að stærsta einstaka viðskiptaland Íslendinga sé á leiðinni út.

P.S. Einstaka "samæriskenningasmiðir vilja svo meina að það sé "harðlínumönnum" sem vilja hegna Bretum eins grimmilega og kostur er, ekki svo mjög á móti skapi að samningurinn við Kanadamenn nái ekki í gegn. Eini aðilinn sem hefði getað komið í veg fyrir það á "trúverðugan" hátt hafi einmitt verið frönskumælandi Belgar.

"Samsæriskenningasmiðirnir" segja að hefði samningurinn við Kanadamenn gengið í gegn, væri nær útilokað fyrir "Sambandið" að verja að bjóða Bretum ekki jafn góðan, eða betri samning. En æ meira útlit er fyrir "glerhart Brexit".

 


mbl.is Hafna „úrslitakostum“ ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Evrópusambandið ófært um að gera viðskiptasamninga?

Það er þetta með "alþjóðasinnana", þá sem tala svo fjálglega um "vestræna samvinnu", þessa sem eru svo fylgjandi frelsi í viðskiptum á milli þjóða.

Það er reyndar merkilegt að enn skuli vera til stjórnmálamenn á Íslandi sem halda því fram að nóg sé að ganga í Evrópusambandið, til að vera allt í senn, alþjóðasinnaður, fylgjandi frelsi í viðskiptum, sterkur þátttakandi í vestrænni samvinnu.

Hvernig hægt er að sjá allt þetta í viðskiptablokk eins og "Sambandinu" hefur lengi verið mér hulin ráðgáta.

Fríverslunarsamningaviðræður "Sambandsins" og Kanada eru dæmi sem vert er að skoða. Að sjálfsögðu er ekkert óeðlilegt að skiptar skoðanir séu um ágæti slíkra samninga, eða þess einstaka samnings, en það er ferlið sem er athyglivert.

Viðræður á milli Kanada og "Sambandsins" hafa staðið í um áratug, þó líklega megi segja að að krafti hafi verið um að ræða 7 ára ferli.

Og samningurinn hefur verið tilbúinn, að mestu leyti, um all nokkra hríð.  En þó þurfti að gera smá breytingar hér og þar til þess að hægt yrði að koma honum í gegn.

En allt kom fyrir ekki.

Samningurinn er stopp.  Vegna þess að héraðsþing í Belgíu, þar sem frönsku mælandi sósíalistar hafa töglin og hagldirnar segir nei.

Eða öllu heldur "non" , svo við höldum þessu á "alþjóðlegu" nótunum.

Og þar við situr. Samngurinn fæst ekki staðfestur. 

Á endanum var samninganefnd Kanada nóg boðið og gekk út. Viðskiptaráðherra Kanada lét hafa eftir sér.

"It's become evident for me, for Canada, that the European Union isn't capable now to have an international treaty even with a country that has very European values like Canada. And even with a country so nice, with a lot of patience like Canada."

"I've worked very, very hard, but I think it's impossible. "We have decided to return home. I am very sad. It is emotional for me."

Enn verður þó líklega reynt að bjarga samningnum, með fundi snemma laugardags í Brussel, en líkurnar eru ekki góðar.

Reyndar höfðu bæði Bulgaría og Rúmenía hótað að stöðva að samningurinn kæmist í gegn, vegna þess að þegnar þeirra landa þurfa enn vegabréfsáritun til Kanada.

Íslendingar hljóta að spyrja sig hvort að þeir telji viðskiptahagsmunum sínum best borgið í "Sambandi", þar sem viðskiptahagsmunir geta ráðist af því hvort að takist að "berja eða múta", héraði í Belgíu "til hlýðni", eða hvort Búlgaríu eða Rúmeníu sé ósátt við "visafyirkomulag".

Það er ekki síður áhyggjuefni að ef marka má "talsmáta" ýmissa frammámanna "Sambandsins", þá virðist það fyllilega vera reiðubúið til að setja til hliðar eigin viðskiptahagsmuni til þess að beita "refsivendinum", gegn núverandi félaga, sem hyggur á brotthvarf.

Þær áhyggjur verða ekki minni, þegar um stærsta einstaka viðskiptaland Íslendinga er að ræða.

Því segi ég, verum alþjóðasinnuð, en í alvöru.  Múrum ekki Ísland innan "Sambandsins".

 


Kastljósið: Ný þróun í kosningabaráttu á Íslandi?

Á miðvikudag sá ég auglýsingar um komandi Kastljós og skildi þær eiginlega svo að spilað yrði í þættinum í upptaka af samtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.

Það var því svo að í dag (föstudag) að leitaði ég uppi Kastljósið á vef RUV og horfði á, nokkuð spenntur.

Mér fannst þátturinn óttalegt þunnildi þegar upp var staðið.  Ekkert nýtt kom fram sem ekki hefur verið í "umræðunni" í langan tíma, en það verður þó að segjast að það var undirbyggt nokkru betur.

En frétt af vef RUV segir þó líklega meira en margt annað að í raun er umfjöllun Kastljóss ekki byggð á samtalinu sjálfu, en frásögn  er alltaf vafa orpin, heldur meira á sögusögnum:

Í umfjöllun Kastljóss kom fram að Sturla Pálsson, starfsmaður Seðlabankans, hefði borið því við í skýrslutökum hjá Sérstökum saksóknara að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði tjáð sér að hann hefði sagt Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að lánið væri tapað áður en það var veitt og að ákvörðun um fyrirgreiðsluna hafi verið Geirs.

Orðalag eins og "...hefði tjáð sér að hann hefði sagt..." segir í þessu tilfelli allt sem þarf.

En að mörgu leiti er það meginmál að einhver hefur lekið til Kastljóss yfirheyrslu Sérstaks saksóknara yfir starfsmanni Seðlabankanns.

Það verður að ég tel að teljast nýmæli í kosningabaráttu á Íslandi að lekið sé gögnum af þessu tagi.

Persónulega tel ég enga leið til þess að ætla að tímasetning slíks leka sé tilviljun. Ég er einfaldlega ekki það trúaður á tilviljanir, þó að ég neiti því að þær séu til.

Það er þarf þó varla að efa (eða hvað) að nú upphefjist heljarinnar leit (sem verður lýst í næstum beinni í fjölmiðlum) að þeim sem hefur lekið afriti af umræddri yfirheyrslu.

Nema auðvitað að starfsmenn sérstaks saksóknara telji að brotist hafi verið inn í tölvukerfi embættisins.

En það styrkir þá tilfinningu að ekki hafi verið um tilviljun að ræða, að "kantmennirnir" voru tilbúnir. Það stóð ekki á "ýtarupplýsingum", ættarupplýsingum og jafnvel hvar einstaklingar búa.  Aðrir "fréttamenn" voru reiðubúnir með pistla sína og sagan spann nokkuð vel.

En af því að ég sagði að um nýmæli væri að ræða í kosningabaráttu á Íslandi, má ef til vill rifja upp að nýlega birti RUV frétt um nýmæli í íslenskri kosningabaráttu, það er að segja að upp hefðu skotið kollinum, "nafnlaus" myndbönd.

Í því tilfelli fannst RUV aðalfréttin felast í "sendiboðanum", en ekki því sem hann hafði að segja.

Alla vegna fannst RUV engin frétt í því að haldið væri fram að Samfylkingin væri í húsnæði sem væri í eigu félaga sem lögheimili væri í erlendum skattaskjólum. (Ég er einn af þeim steingervingum sem ekki er á Facebook, en googlaði og fann myndböndin á YouTube og má finna það er varðar Samfylkinguna hér neðst á síðunni).

Skyldi RUV koma með frétt um "lekanýjungina" í íslenskri kosningabaráttu?

Þannig eru þær ýmsar nýjungarnar í íslenskri kosningabaráttu þessa dagana.

En af því að "kantmennirnir" voru svo áhugasamir um búsetu og ættartengsl, má velta því fyrir sér hvers vegna þeir tóku hugleiðingar sínar ekki lengra og víðar?

Þannig veltu þeir því ekkert fyrir sér að fréttamaður Kastljóssins væri fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar, afi hans hefði verið þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið, og að fyrir fáum árum hefði yfirmaður hans kallað hann "óþverra" (það er að segja af ég man það orðrétt). Sá fyrrverandi yfirmaður mun víst vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar kosningar.

En þetta á auðvitað ekki að skipta neinu máli, þannig má líklega kasta "vafa" yfir ættartengsl flestra Íslendinga.

Og að sjálfsögðu bera fréttamenn ekki kala til nokkurs manns, hvað þá stjórnmálaflokks, það jaðrar auðvitað við "geðveiki" að halda slíku fram.

Að sjálfsögðu er þessi "uppljóstrun" hrein tilviljun, rétt eins og koma Evu Jolie og "drottningarviðtal" við hana í Kastljósi stuttu áður.

 

 

 


Er fastgengi og lágir vextir lykill að velgengni?

Margir stjórnmálamenn eiga það sameiginlegt að boða töfralausnir. Svona eins og það þurfi bara að "ýta á hnapp", bara "að sækja um aðild að Evrópusambandinu", bara "að taka upp euroið", bara "að festa gengið",  o.sv.frv.

Hvergi hefur mér þessi árátta verið fyrirferðarmeiri en hjá þeim "frjálslyndu" stjórnmálamönnum sem boða aðild að "Sambandinu".

Viðreisn er t.d. með þá "töfralausn" að það þurfi einfaldlega að festa gengið, talað er um að fest gengi við euro, myntráð með eða án vikmarka.  Það muni svo aftur færa þjóðina lága vexti, verðtrygging verði óþörf o.sv.frv.

Stöðugleiki verði tryggður.

En er þetta rétt?  Það er að vísu rétt að taka það fram engin þjóð (að ég best veit) býr við "fast gengi". En það eru þó nokkrar þjóðir sem búa við fast gengi við einhverjar aðrar þjóðir, eina eða fleiri, myntráð eða ígildi þess.

Í raun þarf ekki að leita langt til að finna þjóðir sem búa við þennan "stöðugleika". Það eru til dæmis Frakkar.

Þar felst stöðugleikinn til dæmis í því að atvinnuleysi hefur verið um og yfir 10% lengur en forseti landsins kærir sig um að muna. Franskur stöðugleiki felst einnig í því að þar er viðverandi halli á ríkissjóði.  Skuldir ríkissjóðs vaxa stöðugt og er Frakkland löngu komið yfir þau mörk sem ríkjum á Eurosvæðinu eru sett. En "c'est la vie" og Frakkland er Frakkland segir Juncker og brosir.  Hans frægasta setning að þegar aðstæður eru erfiðar þurfi að grípa til lyga á líklega ágætlega við hér, þó að vissulega neiti því enginn að Frakkland er Frakkland.

En hefur ekki Frakkland búið við nokkuð stöðugan gjaldmiðil og lága vexti?

Og gildir það sama ekki um Portúgal? Og hefur Írland ekki sömuleiðis búið við stöðugan gjaldmiðil og lága vexti? En þrátt fyrir það hefur mér skilist að meira að segja núverandi formaður Samfylkingarinnar tali um hvað Íslandi (með sinn "óstöðuga gjaldmiðil og háu vexti) hafi gengið betur að takast á við bankahrun, sem varð í báðum löndunum.  Ítalía hefur einnig búið við "fast" gengi og lága vexti.  Stöðugi fastinn í efnahagslífinu hefur þó ekki síður verið skuldasöfnun hins opinbera og hátt (en stöðugt) atvinnuleysi.

Það er ætti að vera óþarfi að rifja upp ástandið í Grikklandi, þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og stanslausa "hjálp" Seðlabanka Eurosvæðisins og sjálfs "Sambandsins" er Grikkland í raun orðið 3ja heims ríki á æ fleiri sviðum.

Ég held að flestum ætti að vera ljóst að fastgengi og lágir vextir tryggja ekki velmegun og gott gengi í efnahagsmálum, þó að vissulega sé stöðugt gengi eftirsóknarvert.

En það má hafa í huga að það eru u.þ.b. 24. ár og 1. mánaður síðan sá eftirminnilegi atburður gerðist að Englandsbanki gat ekki varið fastgengi pundsins.

Ekki er síður vert að hafa í huga að flestir eru sammála um að lágir vextir á Eurosvæðinu (og víðar í heiminum) séu afleiðing af stöðnuðu og þjáðu efnahagslífi svæðisins.  Seðlabankinn er með "what ever it takes" aðgerð, til að reyna að halda euroinu á lífi, blása einhverjum þrótti í viðskiptalífið og vonast eftir aukningu verðbólgu.

Í þessu skyni hefur Seðlabanki Eurosvæðisins neikvæða stýrivexti og prentar euro eins og hann óttist að það falli úr tísku.

Hverjir eru það sem halda því fram að peningaprentun og neikvæðir stýrivextir sé það sem þarf í íslenska hagkerfið, þar sem spáð er 4 til 5 % árlegm hagvexti?

Viðreisn? Samfylkingin? Píratar? Björt framtíð?

Sjálfsagt myndi Vinstri græn gleypa það jafn auðveldlega og umsóknina að Evrópusambandinu, slá í eina "kommaköku" og spyrja: Hverjum treystir þú?

Nú hillir undir að verulega slakni á gjaldeyrishöftum og hugsanlega að takist að afnema þau með öllu.

Þó að alltaf sé erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina eins og maðurinn sagði, er allt eins líklegt að íslenska krónan muni þá láta eitthvað undan síga.

Það mun ráðast af útstreymi og einnig því hvort að velgengni íslensks atvinnulífs haldi áfram.

Útlitið er býsna gott, en ekkert er í hendi.

Ef útstreymi verður mikið er einhver versta staða að vera með fast gengi, ja nema auðvitað fyrir þá sem væru að flytja út fé og svo aftur þá sem standa í innflutningi.

En allt stefnir í að Viðreisn vilji koma á vinstristjórn.  Það sem þeir kalla að kjósa "frjálslynda miðjustjórn", en núorðið virðist "frjálslyndi" helst felast í því að vilja ganga í "Sambandið".

"Frjálslynd miðjustjórn", líklega er helst að leita til "Reykjavíkurmynstursins" til þess að skilja hvað í því felst.

"Reykjavíkurmynstrið", innganga í Evrópusambandið og beintenging við euro eða upptaka þess.

"Landaleiðir" eru víst í tísku þessa dagana.

Hvað ættum við að kalla þessa:  "Frönsku leiðina" í efnahagsmálum?  Eða förum við alla leið  og köllum þetta "grísku leiðina"?

Ef til vill "ítalska leiðin" eitthvað sem kætir. Eiga Íslendingar ekki "sinn eigin Beppo"?

Ef til vill er þetta alltof mikil svartsýni er ekki "danska leiðin" til fyrirmyndar og hefur tenging dönsku krónunnar gengið vel og allt þar í lukkunnar velstandi?

Hér er stutt frétt frá Bloomberg, í henni má m.a. lesa um efnahagsástandið í Danmörku:

Depression-Era Danish Prices Coincide With Record Negative Rates - Bloomberg

The negative rate environment has brought with it a number of surprises. Helge Pedersen, chief economist at Nordea Bank AB in Copenhagen, says it’s also worrying that investment has failed to pick up. “It really tells us that monetary policy hasn’t been that successful,” he said by phone.

 

For Denmark, 2016 will be the fourth year in a row with consumer price gains below 1 percent, something not seen since the beginning of the 1930s, said Las Olsen, an economist at Danske. The Danish economy will only expand 0.6 percent this year, after growing 1 percent in 2015, Handelsbanken estimates. Growth will be even slower next year, at 0.5 percent, it said.

After a recession in the second half of last year, “the recovery continues to look fragile,” Jes Asmussen, chief economist at Handelsbanken in Copenhagen, said in a report on Tuesday. Slower growth abroad, a shrinking tailwind for household spending and lackluster investment all mean that growth isn’t likely to pick up “over the coming years,” he said.

Og fyrir þá sem hafa meiri áhuga á velferð, jöfnuð og tölum um fátækt, en hagvexti og "hörðum" efnahagstölum, má benda á þessa frétt úr Extrabladet og þessa skýrslu frá hagstofu Evrópusambandsins.

 


mbl.is Viðreisn vill frjálslynda miðjustjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja tengja gjaldmiðil landsins við "spilaborg eurosins"?

Það er merkilegt að um leið og æ fleiri íslenskir stjórnmálaflokkar virðast hrífast af euroinu og vilja tengja gjaldmiðil landsins við euroið, eða jafnvel taka það upp sem gjaldmiðil, eru þeir æ fleiri víðsvegar í Evrópu sem lýsa þeirri skoðun að euroið sé ekki á vetur setjandi.

Á Íslandi eru hins vegar stofnaðir stjórnmálaflokkar með það að meginmarkmiði að ganga í Evrópusambandið og að fasttengja gengi íslensku krónurnar við "spilaborg eurosins".

Og líkingin spilaborg er fengin frá Otmar Issing, Þýskum hagfræðingi sem er einn af "arkitektum" eurosins.  Hann var nýlega í viðtali við tímaritið "Central Banking", sem ég hef reyndar ekki aðgang að, en mátt hefur lesa tilvitnanir í viðtalið víða um netið.

Í viðtalinu segir herr Issing m.a.:

"But the current situation has emerged as part of a slippery slope that the ECB has been drawn down, making it ‘the only game in town'. There is no easy way for it to get out. And the exit will become increasingly difficult, while at the same time the ECB is undermining its role as an independent central bank. Take the May 2010 decision [about the Greek debt crisis].

 "It was clear over the weekend that if nothing happened by Monday, there might be turmoil in financial markets. It was obvious Greece could not meet its payments. Finance ministers were unable to deliver a solution. So the ECB was put in a lose-lose situation. By not intervening in the market, the ECB was at risk of being held responsible for a market collapse. But by intervening, it would violate its mandate by selectively buying government bonds – its actions would be a substitute for fiscal policy. The ECB had respectable arguments to intervene.

...

"Realistically, it will be a case of muddling through, struggling from one crisis to the next one. It is difficult to forecast how long this will continue for, but it cannot go on endlessly. Governments will pile up more debt – and then one day, the house of cards will collapse."

...

"An exit from quantative easing policy is more and more difficult, as the consequences potentially could be disastrous,’ he said. ‘The decline in the quality of eligible collateral is a grave problem.

The ECB is now buying corporate bonds that are close to junk, and the haircuts can barely deal with a one-notch credit downgrade."

Otmar Issing telur að euroið eigi ekki möguleika á því að standast til langframa án þess að til pólítískrar sameiningar Euroríkjanna komi.  Það er svipað og margir hafa sagt áður, reyndar hafa slík varnaðarorð verið viðhöfð frá því að euroið var enn á hugmyndastig.

En vandamálið er að það er enginn vilji til pólítískra sameiningar á Eurosvæðinu, nema hjá litlum hópi stjórnmálamanna og ég hygg að enginn þori að leggja í "söluferð" til kjósenda með þann boðskap.

Því er haldið áfram frá "krísu til krísu" og reynt að klípa meira og meira af sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðana með ógegnsæum hætti.

En hvers vegna íslenskir stjórnmálaflokkar leggja svo mikla áherslu á upptöku euros (með inngöngu í "Sambandið" og/eða tengingu við það á þessum punkti er mér illskiljanlegt.

En ef til vill er það eins og með svo marga aðra everópska stjórnmálamenn, að þeir hafa bundið svo mikið af "pólítísku kapitali" sínu í euroinu og "Sambandinu" að þeim er það um megn að lýsa efasemdum um "töfralausnina".

 


Annað "bílslys" í uppsiglingu? Varúð til vinstri

 "Hreina tæra" vinstristjórn Samfylkingar og Vinsri grænna vildi ekkert frekar en að umbylta umhverfi sjávarútvegsins og lagði fram frumvarp þess efnis.

Sem betur fer tókst að stöðva það.

Það frumvarp var svo illa úr garði gert að jafnvel einn af ráðherrum vinstri stjórnarinnar líkti því við "bílslys".  Og þar var engin trygging sem hefði bætt þjóðinni skaðann.

Og enn eru uppi áform um að gjörbylta umhverfi sjávarútvegs á Íslandi. Nú heitir það "Uppboðsleiðin" eða "Færeyska leiðin".

En eins og kemur fram í fréttinni hefur sú leið aðeins verið reynd á örfáum stöðum með frekar slæmum langtímaáhrifum (sem á þó ekki við um Færeyjar þar sem engin reynsla er komin þar).  Það er í raun gríðarleg rangfærsla að tala um "Færeyska leið" því þar hefur aðeins mjög takmörkuð tilraun átt sér stað, engin reynsla komin, og mjög skiptar skoðanir um hve vel uppboðin hafi gefist.

En það stoppar ekki hina ýmsu íslensku stjórnmálaflokka í því að fullvissa kjósendur um ágæti "Uppboðsleiðarinnar" og nefna jafnframt fjálglega allt það sem þeir vilja "kaupa" handa kjósendum fyrir "allan peninginn".

Enn eru þessir flokkar reiðubúnir til að stefna grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar út í algera óvissu og sjá svo til.

Það er ekki óeðlilegt að misjafnar skoðanir séu uppi um sjávarútveg. Afkoma greinarinnar hefur verið góð undanfarin ár, það má segja að svo hafi verið næsta samfleytt frá bankahruninu.

En árin þar á undan voru misjöfn, og aftur fara tekjur útgerðarfyrirtækja (og jafnframt sjómanna) minnkandi eftir því sem krónan styrkist.

Það er því eins víst að styrkur (og hagnaður) sjávarútvegsfyrirtækja fari minnkandi á komandi árum.

Það þarf dálítið af sjálfseyðandi hvöt til að vilja stefna undirstöðuatvinnuvegi þjóðar í hættu. En það var einmitt vænn skammtur ef þeirri sömu sjálfseyðingarhvöt sem sjá mátti hjá stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili.

Það var einmitt þess vegna sem fall þeirra var svo stórt í síðustu kosningum.

Það er óskandi að Íslendingar leiði ekki sjálfseyðingu að stjórnvellinum á ný.

Það er eðlilegt að rætt sé um hvernig best sé að ráða málum hvað varðar auðlindir Íslands, ekki síst hina gjöfulu sjávarauðlind.

En þar er síst þörf á byltingu, þar er ekki rétti staðurinn til að umturna.  Þar er staðurinn til þess að fara sér hægt, ræða málið til hlýtar, hafa breytingar hægar, "þreifa" fyrir sér og halda í það sem vel hefur gefist.

Íslendingar hafa ekki efni á "bílslysum" í sjávarútvegsmálum.

 

 

 

 


mbl.is „Verðum að líta til reynslu annarra þjóða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að láta meta kosti, galla, kostnað og ávinning

Ég ætla ekki að segja neitt um hvort að samþykkt þess efnis að Ísland undirgangist fjármálaeftirlit "Sambandsins" standist stjórnarskrá eður ei. Ég tel mig einfaldlega ekki þess umkominn, hef ekki næga þekkkingu á málinu eða tíma til þess að afla mér hennar.

En það er að mínu mati ljóst að EEA/EES samningurinn þrengir æ meira að Íslendingum ef svo má að orði komast og vekur upp æ fleiri spurningar.

Það er því ekki að undra að lesa hafi mátt æ fleiri hafa uppi efasemdir um framtíð samningsins, hér og þar um internetið.

Flestum ætti að vera ljóst að þær fullyrðingar sem uppi voru hafnar þegar hann var undirritaður, þess efnis að Ísland væri að fá "allt fyrir ekkert", voru rangar og í raun ákaflega barnalegar. Ef til vill mætti segja að slikur samningur feli í sér þá hættu að Ísland "lokist inni í brennandi húsi", svo notuð sem þekkt samlíking.

Sömuleiðis ætti samningurinn að vekja alla til umhugsunar um hve hættulegt það getur verið hagsmunum þjóða að undirgangast samning sem í raun er galopinn og gefur mótaðilanum í raun gríðarleg völd, ekki síst í ljósi stærðarmunar.

Máltækið góða, í upphafi skyldi endinn skoða, gildir hér sem víða annars staðar og má renna sterkum líkum að því að það hafi ekki verið gert þegar Ísland skrifaði undir samninginn á sínum tíma. Það má ef til vill velta því fyrir sér hvort að það hafi verið mögulegt og hvort að forsvaranlegt sé að undirrita samning sem engin leið sé að sjá hvað hann getur haft í för með sér.

Ég hugsa að fáir ef nokkur hefði getað sagt fyrir hvernig staðan er nú, snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

En það er nauðynlegt fyrir Íslendinga að framkvæma nýtt mat á EEA/EES samningnum. 

Hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir, hver er raunkostnaður af samningnum og hver er ávinningurinn.

Hverjar eru framtíðarhorfurnar?

Það þarf að taka með í reikninginn að stærsta einstaka viðskiptaland Íslands er á leið út úr samingnum.

Það er ólíklegt, þó að slíkt væri sanngjörn krafa, að það verði til þess að greiðslur EFTA landanna minnki. Frekar er líklegt að fjárkröfur aukist, enda hverfur stór hluti tekjum Evrópusambandsins með Bretum.

Hlutdeild af heildarútflutningi Bretlands sem fer til Evrópusambandsins hefur minnkað um 25% á undanförnum áratugum, úr 60% niður í 45.

Það er ekki óeðlilegt, enda fer hlutur "Sambandsins" í heimsbúskapnum minnkandi og ekkert sem bendir til annars en að sú þróun haldi áfram.

Þó að alltaf sé erfitt að spá, og sérstaklega um framtíðina, eins og maðurinn sagði, er nauðsynlegt að Íslendingar velti framtíð EEA/ESS samningsins fyrir sér og hver séu réttu skrefin.

Með Brexit verða breytingar á Evrópusambandinu, og margt sem bendir til þess að það verði ekki til góðs.

Íslendingar þurfa að vera undirbúnir og upplýsingaöflun, útreikningar og hugsanlegir valkostir eru hluti af þeim undirbúningi.

 


mbl.is Verða að standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn, ef marka má það sem er skrifað í fréttinni

Ef það er rétt sem lesa má í fréttinni er fyrirsögn fréttarinnar, "Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar" verulega misvísandi og raunar að mínu mati kolröng. Í fréttinni má lesa t.d.: Við mun­um fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um það hvort við ætl­um að ganga inn í Evr­ópu­sam­bandið, já eða nei,“ sagði Lilja Dögg af­drátt­ar­laust.

Sem og: „Ég er ekki hlynnt­ur inn­göngu inn í Evr­ópu­sam­bandið. En þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort við göng­um inn eða ekki er mjög álit­leg,“ sagði Teit­ur Björn Ein­ars­son full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Ef þetta er rétt er rangt að segja að fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna á þingi utan Sjálfstæðisflokkins telji ákjósanlegt að spyrja þjóðina um áframhaldandi viðræður um inngöngu í Evrópusambandið og sömuleiðis gerir það fyrirsögnina nokkuð villandi. Nema að afsökunin sé að fyrirsögnin eigi við "hina" flokkana.

Það virðist af þessu að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, í það minnsta fulltrúar þeirra á þessu fundi, myndu frekar vilja spyrja um hvort kjósendur vilji ganga í "Sambandið" eður ei. 

Á þessu tvennu er all nokkur munur.

Þessi klausa í fréttinni vekur svo nokkra athygli: 

Alm­ar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, sem stýrði umræðunum greip bolt­ann á lofti og benti Lilju Dögg á að Írland hefði samt sem áður náð að laða til sín fjölda tæknifyr­ir­tækja til starfa í land­inu. Lilja Dögg taldi að um­hverfið á Íslandi væri ákjós­an­legt fyr­ir slíkt hið sama. 

Flestir ef ekki allir gera sér grein fyrir því að það sem hefur átt mestan þátt í því að laða tæknifyrirtæki til Írlands er hið hagstæða skattaumhverfi sem þar hefur mátt finna og Evrópusambandið er svo ósátt við.

Það þarf ekki að leita lengra en til "Applemálsins" svokallaða til að komast í því hvernig í pottinn er búið.

Ef marka má Evrópusambandsúrskurðinn hafði Apple u.þ.b. 14 milljarða (euroa) ástæðna til þess að setja stærstan part starfsemi sinnar í Evrópu niður á Írlandi.

Ef til vill hefði fundarstjóri átt að spyrja stjórnmálamennina hvort að þeir teldu álitlegt fyrir Ísland að velja þá leið?

 

 


mbl.is Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar kæra sig ekki um "Sambandið"

Í 7 ár eða svo hafa allar skoðanakannanir sýnt að meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Það er vel.

Enn er þó hluti þjóðarinnar sem á sér enga ósk heitari en að leiða Íslendinga "inn í brennandi hús", svo notað sé líkingamál eins þeirra einstaklinga sem hvað ákafast hvatti til aðildar, en hefur nú skipt um skoðun, alla vegna tímabundið.

Ekki fyrir all löngu var jafnvel stofnaður nýr stjórnmálaflokkur sem hefur þetta á meðal sinna helstu stefnumála, þó að forsvarsmenn hans tali gjarna undir rós um "alþjóðlega eða vestræna samvinnu".

Enn aðrir vilja ekki að Ísland gangi í "Sambandið" en vilja endilega standa í viðræðum um aðild við það. Þekktastir þeirra eru líklega þingmenn Vinstri grænna sem stóðu í ræðustól Alþingis og lýstu yfir andstöðu sinni við aðild, og stórkostlegum göllum "Sambandsins" en enduðu ræður sínar á því að segja já við að sækja um aðild að sama "Sambandi".

Slíkum "köttum" er ekki erfitt að smala, ef "rjómaskálin" er innan seilingar.

Staðreyndin er sú að "Sambandið" er æ minna aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga.

Þeir eru líklega fáir sem vilja afhenda stjórn fiskveiðiauðlindarinnar til Brussel og vandræði "Sambandsins" blasa við öllum, rétt eins og þau hafa gert undanfarin 8 ár eða svo.

Euroið er eins og fleygur á milli aðildarríkjanna, og bankakerfið er að verða ein taugahrúga eftir 8 ár á brúninni. Seðlabankinn heldur þó batteríinu gangandi með því að prenta sífellt meira af peningum, kaupa æ fleiri skuldabréf, bæði af ríkisstjórnum og fyrirtækjum. Bankastjóri Credit Suisse lét hafa eftir sér nýlega að evrópska bankakerfið (sem heild) væri ekki vænlegur fjárfestingarkostur.

Og "Sambandið" á milli ríkja.

Ítalía hreytir ónotum í Þýskaland, Austurríki hreytir ónotum í Ungverjaland, Írland er skotspónn vegna skattasamninga og vill ekki taka við öllum þeim sköttum sem "Sambandið" telur að það eigi að innheimta, Póllandi er hótað rannsókn á "vegferð" sinni, og Grikkland er að þrotum komið eftir samfellda 6 ára aðstoð "Sambandsins". Bara svo nokkur dæmi séu nefnd.

Stöðugur straumur flóttamanna og sú staðreynd að "Sambandið" hefur á tíðum misst stjórn á ytri landamærum sínum, hefur orðið til þess að ríki ýmist byggja æ voldugri múra eða galopna landamæri sín á köflum.

Engin virðist vita til hvaða bragðs skuli taka og hver höndin (eða landið) á móti annari, ef til vill ekki að undra, því kringumstæður að sjálfsögðu afar mismunandi.

Mismunandi "hagsmunahópar" innan "Sambandsins" eru orðnir það margir að erfitt er að halda tölu á.

State of the union junckerTil að kóróna þetta allt saman er svo einstaklingurinn sem byggði Luxembourg upp sem "lágskattaparadís", ef ekki skattaskjól, forseti Fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og lítur á sig sem óopinberan forseta þess og leiðtoga.

Til þess að þjappa sér betur saman er helsta lausnin nú, að þurfi að koma á laggirnar sameiginlegum her. Ef til vill er skýringin á því sú, að það er nokkurn veginn eini vettvangurinn sem getur fengið Frakka til þess að líta vel út, því þegar Bretar munu yfirgefa "Sambandið" er Frakkland eina herveldið sem eitthvað kveður að innan þess. 

Þar geta Frakkar sannarlega kennt Þjóðverjum lexíu, og ef til vill lánað þeim nokkra "famas" í stað kústskaftanna sem hluti Þýska hersins hefur þurft að æfa sig með undanfarin ár.

Þegar spurt er hvers vegna Ísland ætti að ganga í "Sambandið" eru svörin yfirleitt frekar fátækleg. Mest er talað um að nauðsyn sé á því að fá "sæti við borðið".

Margir tala einnig um lækkun vöruverðs (vegna niðurfellingar tolla) þá sérstaklega matvælaverðs. Það er þó merkilegt að "vörukörfur" sem Hagstofa "Sambandsins" mælir, hafa verið ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, þó að ef til vill muni það breytast nú þegar íslenska krónan er að styrkjast, en flestar myntir innan "Sambandsins" að veikjast. Hitt er svo að að sjálfsögðu geta Íslendingar ákveðið að lækka tolla án þess að ganga í Evrópusambandið, rétt eins og núverandi ríkisstjórn gerði með tolla á fatnað, sem mun skila sér í mun betri íslenskri verslun.

Einnig er talað um á stundum hvað mikið væntalegir íslenskir styrkþegar, s.s. bændur, vísindamenn, og fleiri muni bera úr býtum.

Flestum er þó ljóst hve mikil firra það er, því allir útreikningar segja að framlag Íslands yrði hærra en það sem til Íslands bærist, þannig að næstum öllum er ljóst hvaðan þeir peningar kæmu: Frá íslenskum skattgreiðendum, með millilendingu í Brussel þar sem klipið yrði af þeim.

Því miður er ekkert sem bendir til annars en að "Sambandsaðild" verði nokkuð fyrirferðarmikil í íslenskri umræðu, nú sem fyrr.

Enn eru þeir ótrúlega margir sem spyrja: Evrópusambands Ísland, hvenær kemur þú?

 


mbl.is Meirihlutinn vill sem fyrr ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sambandið" sjálft skiptir Íslendinga ákaflega litlu máli

Hvort að Evrópusambandinu gengur vel eða illa, skiptir Íslendinga í raun littlu máli. Það er enda langt í frá að "Sambandið" sé ein heild, enn að minnsta kosti.

Enda gengur sumum aðildarlöndum þess vel, en öðrum illa. Æ fleiri eru á þeirri skoðun að það sé ekki síst vegna sameiginlegrar myntar margra landa "Sambandsins" sem ýmsum þeirra vegnar svo miður.

En heilt yfir er það Íslendingum í hag að flestum þjóðum gangi vel.

Það væri gott fyrir Íslendinga að Portúgölum og Spánverjum vegnaði betur og keyptu meira af íslenskum vörum.

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að Bretum gangi allt í haginn, enda fáar ef nokkur þjóð mikilvægari Íslendingum viðskiptalega séð. Þess vegna ættu allir Ísleningar að óska þess að útganga þeirra úr "Sambandinu" takist vel, og samningaviðræðurnar stjórnist af sanngirni og sameiginlegum hagsmunum en ekki hefnigirni.

Það væri óskandi fyrir Íslendinga að Nígería rétti úr kútnum, svo hægt sé að selja þangað meira af sjávarafurðum.

Þannig má lengi telja. Og ekki bara fyrir Íslendinga, heldur heimsbyggðina alla.

Velgengni annara smitar út frá sér og viðskipti almennt séð auka velmegun og velmegun eykur viðskipti.

Til lengri tíma litið er líklegt að "Sambandslöndin" verði æ minna mikilvæg fyrir Ísland og er það líklega vel. Ekki sísta eftir að Bretland mun segja skilið við "Sambandið".

Aðrir heimshlutar vaxa hraðar og hlutfall þeirra af heimsviðskiptum aukast.

En að sjálfsögðu viljum við að öllum gangi vel.

 

 


mbl.is Mikilvægt að ESB gangi vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband