Færsluflokkur: Spaugilegt

Mögnuð setning

Það er alltaf gaman þegar maður rekst á meitlaðar setningar, magnaða "frasa", helst þurfa þeir auðvitað að vera fyndnir, um leið og þeir segja ákveðinn hluta af sannleikanum, gjarna auðvitað frá skringilegu sjónarhorni.

Rakst á einn slíkan nú í dag, sem er vel þess virði að geyma og leggja á minnið.  Hér er rætt um það sem Evrópuþjðir lögðu til ýmissa fyrrum nýlendna sinna.

"Australia got the convicts. Canada got the French. We got the Puritans."

 

Dan Savage, Bandarískur dálkahöfundur 2008


Bjargvætturinn - Maðurinn sem kenndi Íslendingum að nýta heitavatnið.

Tenging á þessa skemmtilegu síðu CNN var líka að koma í tölvupósti til mín.  Það fylgdi með í tölvupóstinum að þessi tenging færi sem eldur í sinu um Ísland.

Með fylgdi að aldrei hefðu Íslendingar betur gert sér grein fyrir því hvað þeir ættu forseta sínum mikið að þakka og líklega væri þetta afrek hans fyllilega sambærilegt við það þegar vinur hans Al Gore fann upp internetið.

Það væri því ekki ónýtt að þessir menn yrðu líklega skamma stund báðir staddir á Íslandi nú á næstunni, og væri því ekki ólíklegt að það yrði atburður sem breytt gæti veraldarsögunni, því útkoman af því þegar þessir stórkostlegu frumkvöðlar "breinstormuðu" gæti ekki orðið annað en byltingarkennd.

Alla vegna væri nokkuð ljóst að sólin myndi skína sem aldrei fyrr. 

Raddir hafa verið uppi um að Ólafur Ragnar sé ekki engöngu frumkvöðull í nýtingu heits vatns, heldur hafi hann einnig á prjónunum byltingarkenndar hugmyndir um notkun heits lofts (hot air).

En hér að neðan er textinn af vef CNN

(CNN) -- Ólafur Ragnar Grímsson is currently enjoying a third term as President of the Republic of Iceland. Since first being elected in 1996, Grímsson has been a passionate advocate of international cooperation in combating climate change.

art.grimsson.afp.gi.jpg

Ólafur Ragnar Grímsson

During his time in office he has overseen a transformation of the energy market in his homeland changing it from an economy mostly powered by coal and gas to one which is almost exclusively powered by renewable energy -- namely hydroelectric and geothermal technologies.

In his youth, Grímsson studied Economics and Political Science at Manchester University, gaining a B.A. and a Ph.D before returning to Iceland to take up a post as a professor of Political Science at the University of Iceland.

He entered Althingi, the Icelandic parliament in 1978, served as minister of finance between 1988 and 1991 and was leader of the Peoples' Alliance from 1987 to 1995.

Grímsson's pioneering efforts to transform energy supplies are providing world leaders with an invaluable insight into how their own economies might make the switch to more renewable sources of energy


Financial Rhapsody

Þetta var að koma á mailnum.  Alltaf gott að líta á léttari hliðarnar, þó að um fjármálakreppu sé að ræða.  Stórkostlegur texti við Bohemian Rhapsody.  Tvímælalaust smellurinn yfir páskana.  Instrumental útgáfa fylgir (ekki Queen), svo allir geti farið í karaoke.




Sing this to the tune of Bomemian Rhapsody by Queen

Is this the real price?
Is this just fantasy?
Financial landslide
No escape from reality

Open your eyes
And look at your buys and see.
I'm now a poor boy (poor boy)
High-yielding casualty
Because I bought it high, watched it blow
Rating high, value low
Any way the Fed goes
Doesn't really matter to me, to me

Mama - just killed my fund
Quoted CDO's instead
Pulled the trigger, now it's dead
Mama - I had just begun
These CDO's have blown it all away
Mama - oooh-hoo-ooo
I still wanna buy
I sometimes wish I'd never left Goldman at all.

(guitar solo)



I see a little silhouette of a Fed
Bernanke! Bernanke! Can you save the whole market?
Monolines and munis - very very frightening me!
Super senior, super senior
Super senior CDO - magnifico

I'm long of subprime, nobody loves me
He's long of subprime CDO fantasy
Spare the margin call you monstrous PB!
Easy come easy go, will you let me go?
Peloton! No - we will not let you go - let him go
Peloton! We will not let you go
(let him go !)
Peloton! We will not let you go - let me go
Will not let you go
let me go (never) Never let you go - let me go Never let me go – ooo
No, no, no, no, No, NO, NO ! -
Oh mama mia, mama mia, mama mia let me go
S&P had the devil put aside
for me
For me, for me, for me



So you think you can fund me and spit in my eye?
And then margin call me and leave me to die Oh PB - can't do this to me
Just gotta get out - just gotta get right outta here

Ooh yeah, ooh yeah
No price really matters
No liquidity
Nothing really matters - no price really matters to me
Any way the Fed goes.....


Muff Divers of the World.....

Fékk þennan hlekk í tölvupósti, sem og þennan hér.

Hér segir af bænum Muff sem er við Írlandsstrendur.  Fyrri greinin vísar á heimasíðu köfunarklúbbsins í bænum, sem hefur víst notið mikilla vinsælda og hefur félaga hvaðanæva úr heiminum.  Muff Divers of the world unite, eða hvað?

Hin síðari er um auglýsingu ferðaskrifstofu.  Þar er einnig mynd af skilti sem vísar til Muff.

Tölvupósturinn nefndi síðan nokkuð af  skondnum bæjarnöfnum, má nefna til sögunnar Wank (Þýskaland), Mailing (Þýskaland), Attaching (Þýskaland), Kissing (Þýskaland), Petting (Þýskaland), Fucking (Austurríki), Carsick (Bretland), Bitsch (Sviss), Ass (Ukraína), Gland (Sviss), Heel (Holland), Anus (Frakkland) og Batman (Tyrkland).

Hér þygg ég með þökkum viðbætur í athugasemdir.


Af hverju göngum við ekki í Noreg

Sambandssinnar hafa aldrei verið háværari, skoðanakannair sýna að meirihluti vill ESB aðild, það er talað um að taka upp Svissneskan franka, Dönsku krónuna, Norsku krónuna, og það er eins og byrjað sé að taka gröfina fyrir Íslensku krónuna.

En afhverju göngum við ekki bara í Noreg?

Við snúum aftur sem "týndi sonurinn", lofum að rjúka ekki aftur í fússi yfir sköttunum og viljum ekkert frekar en "að koma heim".  Erum þegar komin hálfa leið með hálfnorskan forsætisráðherra.

En kostir þess að verða partir af Noregi eru margir:

+ Ísland yrði tvímælalaust skemmtilega héraðið í Noregi

+ Norska krónan myndi taka við, öflugur gjaldmiðill með sterkan bakhjarl (líklega myndi traust á Íslensku efnahagslífi aukast bara við þá yfirlýsingu að við værum að hefja samningaviðræður um að ganga í Noreg)

+ Hægt væri að leggja niður öll ráðuneyti (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að leggja niður Alþingi (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að sameina öll sendiráð og segja helling af sendiherrum upp (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Forsetaembættið væri lagt niður (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Noregur er ekki að bjóða sig fram til Öryggisráðsins

+ Hægt væri að leggja niður íþróttalandsliðin okkar (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Við hefðum þegar unnið Eurovision

+ Við gætum farið að hata Svía

+ Eiki Hauks væri "heima" aftur

+ Við hefðum her

+ Statoil myndi næsta örugglega opna bensínstöðvar á Íslandi

+ Norskir bankar myndu næsta örugglega opna útibú á Íslandi (vaxtastigið það sama og í Noregi)

+ Til yrði "stórveldi" í Norðurhöfum

+ Sem fiskveiðiþjóð yrðu Noregur og Ísland gríðarlega öflug

+ Sá þrýstingur, hvort að Ísland eða Noregur gæfist fyrr upp og gengi í ESB yrði úr sögunni.

+ Rafmagnsbílar yrðu framleiddir innnanlands.

En vitaskuld eru gallar líka:

- Við yrðum Norðmenn

- Líklega myndum við fljótlega fara að "syngja" Íslenskuna

- Áhrif "heilags anda" yrðu líklega sterkari á Íslandi

- Ömurlegt landbúnaðarkerfi yrði enn við lýði, dýrar vörur, mikil niðurgreiðsla og höftin sem við þekkjum svo vel.

- Við hefðum her

- Verð á áfengi myndi næsta örugglega hækka

- Íslendingar sætu uppi með fáranlegan kóng og heimskulega hirð

- Á íþróttamótum yrðum við að standa eins og bjánar og gaula "heja Norge"

Svo er bara að fá okkar bestu fræðimenn til að vega þetta og meta, eins og sjá má eru kostirnir miklu fleiri en galllarnir, en auðvitað vegur þetta mismunandi þungt.

Auðvitað væri mikill léttir að losna við eiginlega allt stjórnkerfið á einu bretti, þingið lagt niður og ESB tilskipanirnar bara samþykktar á einum stað (alger tvíverknaður eins og er), dugmikið fólk myndi koma til starfa í atvinnulífinu þegar þingmenn, sendiherrar, ráðuneytisstjórar myndu losna til mikilvægari starfa.  Við þyrftum ekki að hafa mannskap hangangi hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðstofnunum, hægt væri að skera niður í Brussel og þar fram eftir götunum.  Heimamarkaður Íslenskra fyrirætkja myndi stækka að mun.

En á móti kemur að sú staðreynd að við yrðum Norðmenn og að áfengisverð myndi líklega hækka vega skratti þungt?

En auðvitað þarf að ræða þetta á opinskáan hátt og sú feimni og þöggun sem hefur verið ríkjandi um framsal á fullveldi Íslands er algerlega óþolandi og þjóðinni til skammar.


Grísirnir eru þess virði - Stattu með skinkunni (Stand By Your Ham)

Af tilefni af bændaþingi og þeim heimsendaspám sem þar komu fram, þá er auðvitað tilvaið að skjóta hér inn myndbandi frá Bretlandi.  Þar sem víða annarsstaðar eru svínabændur í miklum vandræðum, fóðurkostnaður rýkur upp úr öllu valdi, en erfiðlega gengur að koma á hækkunum til neytenda (þeir vilja reyndar meina að verslanir hafi hækkað, en þær hækkanir ekki skilað sér til bænda), enda samkeppni á kjötmarkaði hörð og nægt framboð. 

Líklega er því ekki mikið svigrúm fyrir Íslenska bændur að koma vöru sinni á markað þar, þó að þeir séu í þann veginn að gefast upp á því að framleiða matvæli ofan í vanþakkláta Íslendinga.

Markaðurinn virðist ekki kaupa það að ógnvænlegur fæðuskortur sé yfirvofandi.

En framtakið hjá Breskum svínabændum er gott og sjálfsagt að þeir reyni að berjast fyrir sínu.  Hér að neðan er hið stórgóða lag þeirra "Stand By Your Ham", nýr texti við klassískt lag Dolly Parton.  Heimasíða þeirra er svo:  http://www.pigsareworthit.com/

Ætli ég reyni ekki að hafa svínakjöt í matinn í kvöld, svona til þess að hjálpa Kanadískum svínabændum í baráttunni, en svínakjöt hefur lækkað allt að 35% í verði á fáum vikum hér.  Í gær var naut á borðum, sirloin steik á, verð CAD 6.59.  En hlustið á lagið, það er vel þess virði og svo er textinn hér að neðan og svo að Íslenskir bændur geti tekið undir.

Lifi skinkan!

Sing along to Stand By Your Ham:

Right now it's hard to make a living
Rearing all your pigs for pork and Ham
Supermarkets make all the money
We don’t make any money
And that’s quite hard to understand


But if they gave us a little more money
Gave us farmers, a fairer share.
Coz we take good care of our pigs
We’re so proud of them
To us they’re more than pork and ham


Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Help us to stay in business
Because, our pigs, are worth it.

Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Keep givin' all the help you can
Stand by your ham


So if you love your British breakfast
The crackling on your Sunday roast
Keep asking for local produce
We work hard to bring it to you
Look for our Mark on pork and ham


Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Help us to stay in business
Because, our pigs, are worth it.


Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Look for the Mark whenever you can
Stand by your ham


Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Look for the Mark whenever you can
Stand by your ham


Skrýtið

Er það ekki skrýtið að það virðast vera miklu meiri líkur á því að maður vinni í "lottóum" sem maður kaupir ekki miða í, heldur en þeim sem maður lætur þó glepjast til þess að kaupa "möguleika" stöku sinnum?

Eða hvað?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband