Færsluflokkur: Spaugilegt
21.8.2008 | 00:00
Rétt uppáskrift
Rauðar, gular og grænar "placebo" eða gervipillur eru gjarna skrifaðar út af læknum handa ímyndunarveikum eða "histerískum" sjúklingum.
Því verður að telja að þetta "recept" handa kjósendum og stuðningsfólki Samfylkingar og Vinstri grænna ætti að hitta beint í mark.
Það er aldrei að vita nema þeir læknist með "rauðu pillunni".
En ég reikna ekki með að þær bíti á stuðningsfólk Ólafs og F-listans. En ef til vill þarf Jón Magnússon "rauða pillu" til að fallast á að taka við Ólafi?
Rós og ráð gegn rugli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2008 | 06:52
Starfsmaður fyrir Umhverfisráðuneytið?
Rakst á þessa skemmtilegu frétt þegar ég var að þvælast um á netinu. Í ljósi atburða í Skagafirði undanfarnar vikur, datt mér að sjálfsögðu í hug að þarna væri kominn maður sem smellpassaði í vinnu hjá Umhverfisráðuneytinu. Ég hugsa að Þórunn Birna yrði ekki svikin af slíkum hugsjónamanni.
Eins og kemur fram í fréttinni, hljóp bangsi í sjóinn eftir að hafa verið skotinn með deyfilyfi. Adam Warwick, varð þá ljóst að dýrið var í hættu og skutlaði sér á eftir því eftir að hafa svipt sig klæðum.
Er það ekki nákvæmlega svona maður sem ráðuneytið þarf á að halda í stöðu bjarndýraeftirlitsmanns á Íslandi?
23.6.2008 | 22:28
Hat Trick?
Ef til vill er ekki rétt að vera að gera grín að þessu og allri þeirri histeríu sem hefur farið af stað í Íslensku samfélagi. Málið jafnvel orðið stórpólískt að mér skilst og ráðherra búinn að eyða pólítísku kapítali sínu í ísbjarnarfeldi.
En get get ekki að því gert að velta því fyrir mér hvort að Íslendingar nái ekki að "þrennunni" eftirsóttu.
Hvað ætli Þórunn Birna geri ef sá þriðji kemur? Ef til vill hringir hún til Churchill?
Leit að bjarndýri stendur yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 02:25
Skagfirska sveiflan á sér marga aðdáendur
12.6.2008 | 02:49
Er eitthvað sett út í kaffið í Viðskiptaráðuneytinu?
Sá í dag að það hafði vakið athygli (en ekki hlátur eins og hjá mér) fleiri en mín, að viðskiptaráðherra skyldi vera með skófluna á lofti í Helguvík.
Þetta er hin ágætasta færsla, þó að hún komi frá öðru sjónarhorni en mínu, en það voru lokaorðin sem vöktu sérstaka athygli mína.
Kannski var einhverju laumað í kaffið hans. En ég hef á mér vara.
Það er engu líkara en samfylkingarmenn virðist sumir telja að ráðherrann hafi verið í annarlegu ástandi með skófluna í Helguvík. Að jafnvel hafi einhverju verið laumað í kaffið hans.
Ef til vill verður að líta á yfirlýsingar ráðherrans og embættisfærslur með þetta í huga.
20.5.2008 | 13:18
Gefur Samfylkingin upp skoðun sína hvað varðar ESB
Nú er mikið rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við "Sambandið". Flestir ef ekki allir eru svo sammála um að ef farið verði í aðildarviðræður, verði niðurstaða þeirra lögð undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Ég velti því fyrir mér hvort að ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar muni gefa upp afstöðu sína til þessarra mála, eða hvort þeir muni fylgja "Hafnarfjarðarleiðinni" sem naut eins og kunnugt er töluverðra vinsælda innan flokksins þegar svipuð kosning fór fram í Firðinum.
Ef mig misminnir ekki voru flestir forystumenn flokksins sammála því að það væri ekki tilhlýðilegt að kjörnir fulltrúar flokksins gæfu upp afstöðu sína og hefðu þannig áhrif á kosninguna.
Skyldi eitthvað hafa breyst?
30.4.2008 | 18:06
Lesbískur karlmaður ekki sáttur
Ég gat ekki að því gert að ég fór að hlægja þegar ég las þessa frétt, þó að sjálfsagt sé málsaðilum ekki hlátur í huga.
Við höfum heyrt af baráttu margra til að fá einkarétt á staðarnöfnun í nafni matvæla, sumir segja að pizza sé ekki pizza nema hún sé gerð á Ítaliu, sherry geti ekki verið nema frá Jeres, allir þekkja champagne og cognac deilur og þar fram eftir götunum.
En hverjir hafa rétt á því að kalla sig "Lesbians"?
Íbúarnir á eynni Lesbos, sem segjast einmitt hafa verið "Lesbians" í þúsundir ára hafa nú mótmælt notkun samtaka samkynhneigðra Grískra samtaka á heitinu, segja það tilheyra sér.
Það er alltaf eitthvað sem styttir manni stundir í amstri dagsins.
"A Greek court has been asked to draw the line between the natives of the Aegean Sea island of Lesbos and the world's gay women.
Three islanders from Lesbos home of the ancient poet Sappho, who praised love between women have taken a gay rights group to court for using the word lesbian in its name.
One of the plaintiffs said Wednesday that the name of the association, Homosexual and Lesbian Community of Greece, "insults the identity" of the people of Lesbos, who are also known as Lesbians."
""My sister can't say she is a Lesbian," said Dimitris Lambrou. "Our geographical designation has been usurped by certain ladies who have no connection whatsoever with Lesbos," he said."
""This is not an aggressive act against gay women," Lambrou said. "Let them visit Lesbos and get married and whatever they like. We just want (the group) to remove the word lesbian from their title."
He said the plaintiffs targeted the group because it is the only officially registered gay group in Greece to use the word lesbian in its name. The case will be heard in an Athens court on June 10.
'Lesbians for thousands of years'
Sappho lived from the late 7th to the early 6th century B.C. and is considered one of the greatest poets of antiquity. Many of her poems, written in the first person and intended to be accompanied by music, contain passionate references to love for other women.
Lambrou said the word lesbian has only been linked with gay women in the past few decades. "But we have been Lesbians for thousands of years," said Lambrou, who publishes a small magazine on ancient Greek religion and technology that frequently criticizes the Christian Church."
P.S. Breytti fyrirsögninni, fannst réttara að hafa hana á Íslensku.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 14:28
Er skynsamlegt að borga/fá borgað í euro?
Mikið hefur verið fjallað um aðild að "Sambandinu" og nauðsyn þess að taka upp euro á Íslandi. Fréttir berast af því að að einstaklingar séu byrjaðir að semja um að fá laun sín greidd í euro og "skynsamt" fólk jafnvel farið að greiða barnapíunum sínum í þeirri mynt.
Alla vegna fékk ég sendan hlekk á þessa frétt á vef DV. Þar segir m.a.:
Það merkilega við þetta allt saman er að ekkert okkar var einu sinni að grínast, heldur þótti okkur öllum þetta vera eðlileg og skynsamleg ráðstöfun, heldur hún áfram. hún á reyndar ekki von á því að greiðslur í evrum verði heimilinu erfiðar ef að krónan lækkar frekar. Barnapíur þessa lands séu flestar hófsamar í kröfum sínum og svo sé einnig um þeirra barnapíu, sem sé bæði nágranni og heimilisvinur. Við þurftum þess vegna ekkert að gera neina fundargerð eða tilkynna þetta til Fjármálaeftirlitsins.
En hversu skynsamleg er þessi ákvörðun? Ef barnapían hefur skuldbundingar í euro, eða hyggst leggja fyrir með því augnamiði að heimsækja eitthvert land eða lönd á eurosvæðinu, er þetta auðvitað hið besta mál. Séu fyrirsjáanleg útgjöld hennar í euro er þetta góð trygging.
Ætli hún hins vegar að nota laun sín á Íslandi getur brugðið til beggja vona. Það verður að vona að barnapían hafi verið frædd um þann möguleika að laun hennar gætu lækkað í krónum talið, t.d. ef þessi spá gengur eftir.
En svo þarf líka að líta á óhagræðið sem hefst af því að höndla með gjaldmiðil, sem er ekki gjaldmiðill landsins, ef á að eyða upphæðinni innanlands. Það gæti því verið skynsamlegra að "binda" launin við euro, þó að hættan á gengislækkun sé ennþá fyrir hendi, þá er engin aukakostnaður.
Tökum dæmi. Barnapían fær 10 euro á tímann og hefur unnið 5 tíma, fær greitt 50 euro. Hjónin fara í bankann og kaupa 50 euro. Á seðlagengi dagsins kostar það 6.115 Íslenskar krónur. Barnapían fer svo í bankann með 50 euro og skiptir þeim í Íslenskar krónur til að skreppa í kvikmyndahús og annað smálegt.
Bankinn greiðir henni eftir seðlagenginu, 5.810 Íslenskar krónur, 305 krónum lægri upphæð.
Skynsamlegt?
10.4.2008 | 04:25
Bö og Mö
Ég hef verið að þvælast um netið núna í kvöld. Farið um víða veröld, en verið mest á Íslenskum vefsíðum.
Hlustað og horft á fréttir og fréttatengda þætti, Kastljós, Ísland í dag og Mannamál, gerðist meira að segja menningarlegur stutta stund og horfði á Kiljuna.
En mest var ég að þvælast á "prívat" vef og bloggsíðum. Það er enda fínt að láta talið nægja af Íslensku sjónvarpi, myndskreytingin bætir oft litlu við.
En það er gott að sjá að Íslendingar hafa ekki misst húmörinn, þó að á móti blási.
Þannig hló ég nokkuð dátt, þegar ég sá á fleiri en einum stað að menn voru að ræða að það væri ekki nema einn maður sem hefði getað fengið menn til að sakna Sturlu Bö sem samgönguráðherra, það væri Kristján Mö.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 03:50
Greining á vandamálinu
Við vorum að ræða þetta í símanum, ég og félagi minn, vandamál Íslenskra stjórnmála. Hvers vegna allt ríkisapparatið bólgnaði út og allt stefndi á síaukin umsvif hins opinbera og tregðulögmálið réði ríkjum.
Greiningin varð eftirfarandi:
Það má finna hálfgerða komma í öllum flokkum, framsóknarmenn hafa sömuleiðis dreift sér yfir allt pólíttíska lifrófið. Sósíalistar hafa komið sér alls staðar fyrir, en Sjálfstæðismenn finnast aðeins í hluta Sjálfstæðisflokksins.