Af hverju göngum við ekki í Noreg

Sambandssinnar hafa aldrei verið háværari, skoðanakannair sýna að meirihluti vill ESB aðild, það er talað um að taka upp Svissneskan franka, Dönsku krónuna, Norsku krónuna, og það er eins og byrjað sé að taka gröfina fyrir Íslensku krónuna.

En afhverju göngum við ekki bara í Noreg?

Við snúum aftur sem "týndi sonurinn", lofum að rjúka ekki aftur í fússi yfir sköttunum og viljum ekkert frekar en "að koma heim".  Erum þegar komin hálfa leið með hálfnorskan forsætisráðherra.

En kostir þess að verða partir af Noregi eru margir:

+ Ísland yrði tvímælalaust skemmtilega héraðið í Noregi

+ Norska krónan myndi taka við, öflugur gjaldmiðill með sterkan bakhjarl (líklega myndi traust á Íslensku efnahagslífi aukast bara við þá yfirlýsingu að við værum að hefja samningaviðræður um að ganga í Noreg)

+ Hægt væri að leggja niður öll ráðuneyti (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að leggja niður Alþingi (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Hægt væri að sameina öll sendiráð og segja helling af sendiherrum upp (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Forsetaembættið væri lagt niður (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Noregur er ekki að bjóða sig fram til Öryggisráðsins

+ Hægt væri að leggja niður íþróttalandsliðin okkar (ESB aðild býður ekki upp á slík samlegðaráhrif)

+ Við hefðum þegar unnið Eurovision

+ Við gætum farið að hata Svía

+ Eiki Hauks væri "heima" aftur

+ Við hefðum her

+ Statoil myndi næsta örugglega opna bensínstöðvar á Íslandi

+ Norskir bankar myndu næsta örugglega opna útibú á Íslandi (vaxtastigið það sama og í Noregi)

+ Til yrði "stórveldi" í Norðurhöfum

+ Sem fiskveiðiþjóð yrðu Noregur og Ísland gríðarlega öflug

+ Sá þrýstingur, hvort að Ísland eða Noregur gæfist fyrr upp og gengi í ESB yrði úr sögunni.

+ Rafmagnsbílar yrðu framleiddir innnanlands.

En vitaskuld eru gallar líka:

- Við yrðum Norðmenn

- Líklega myndum við fljótlega fara að "syngja" Íslenskuna

- Áhrif "heilags anda" yrðu líklega sterkari á Íslandi

- Ömurlegt landbúnaðarkerfi yrði enn við lýði, dýrar vörur, mikil niðurgreiðsla og höftin sem við þekkjum svo vel.

- Við hefðum her

- Verð á áfengi myndi næsta örugglega hækka

- Íslendingar sætu uppi með fáranlegan kóng og heimskulega hirð

- Á íþróttamótum yrðum við að standa eins og bjánar og gaula "heja Norge"

Svo er bara að fá okkar bestu fræðimenn til að vega þetta og meta, eins og sjá má eru kostirnir miklu fleiri en galllarnir, en auðvitað vegur þetta mismunandi þungt.

Auðvitað væri mikill léttir að losna við eiginlega allt stjórnkerfið á einu bretti, þingið lagt niður og ESB tilskipanirnar bara samþykktar á einum stað (alger tvíverknaður eins og er), dugmikið fólk myndi koma til starfa í atvinnulífinu þegar þingmenn, sendiherrar, ráðuneytisstjórar myndu losna til mikilvægari starfa.  Við þyrftum ekki að hafa mannskap hangangi hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðstofnunum, hægt væri að skera niður í Brussel og þar fram eftir götunum.  Heimamarkaður Íslenskra fyrirætkja myndi stækka að mun.

En á móti kemur að sú staðreynd að við yrðum Norðmenn og að áfengisverð myndi líklega hækka vega skratti þungt?

En auðvitað þarf að ræða þetta á opinskáan hátt og sú feimni og þöggun sem hefur verið ríkjandi um framsal á fullveldi Íslands er algerlega óþolandi og þjóðinni til skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg frábær hugmynd.

Augljóst að það er mikill ávinningur af þessu. Glitnir er þegar byrjaður á sameiningarferlinu því þar hafa menn sameinað nokkra norska banka við Glitni, nema ef væri að Glitnir væri að innlima Noreg í Ísland.

Kveðja,

Hjördís

Hjördís Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:05

2 identicon

afhverju myndi áfengi hækka, áfengi er ódýrara í Noregi en á Íslandi?

JG (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:09

3 identicon

God hugmyndin.  Geir Haarde er upplagdur sem forsetisradherra tar sem hann er halfur Islendingur og halfur Norskur. Nu svo gaetum vid bodid upp a finan Sedlabankastjora sem hefur nad miklum arangri i barattu vid verdbolgu.

Jon (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bráðskemmtilegir og vel fram settir punktar Tómas. Óþægilega mikið satt í þessu hjá þér.

Það er undarlegt hversu margir "bestir í heimi" vilji aftur verða að útnáranýlendu erlendra valdhafa.

Haukur Nikulásson, 12.3.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Einar Jón

JG: afhverju myndi áfengi hækka, áfengi er ódýrara í Noregi en á Íslandi?

Ég þekki ekki verð á léttu eða sterku víni, en bjórinn er almennt tugum prósenta dýrari en hér, þó að sala sé frjálsari...

Hálfur líter af lagerbjór kostar venjulega 19.95NOK eða svo í kauffffélaginu í Noregi (t.d. Tuborg dós í Coop, Spar eða Bunnpris). Það gerir um 267.5 ISK sem er mun meira en þær 189kr sem 500ml Tuborg dós kostar í ríkinu hér.

En snilldar hugmynd

Einar Jón, 12.3.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Í hvert sinn sem ungur Íslendingur gerist Evrópusinni fellir styttan af Jóni Forseta tár.

Í alvöru... ég held að Norge væri jafnvel vænlegri kostur, þá getum við kallað Evrópusinnana það sem þeir eru; Quislingar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.3.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband