Færsluflokkur: Spaugilegt

Framlag Íslendinga og framlag Breta

Hack_Gordon_BrownÞegar tveir deila er auðvitað mikilvægt að báðir aðilar leggi eitthvað af mörkum og mæst sé á miðri leið og reyna að ná niðurstöðu sem báðir geta sætt sig við og léttir andrúmsloftið.

Nú eru Íslendingar búnir að koma upp Sirkus í London og þá hljótum við að bíða eftir því að Bretar leiði fram Brown the Clown.


mbl.is Listin vinsælli en bankarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfréttin er hver fær ekki verðlaun?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð Brúðgumann né kvikmyndina Þið, sem lifið, en það er ekki aðalatriðið hér.

Mér fannst þetta hins vegar svo skemmtilegt, dæmi um þá sjálfhverfni sem okkur Íslendingum er oft legið á hálsi fyrir, að við teljum okkur og okkar land sem nafla alheimsins.

Fyrirsögnin á þessarri frétt  "Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs", er hreint stórkostleg.

Auðvitað er það ekki fyrirsagnar virði að einhver Sænsk mynd hljóti verðlaunin, aðalatriðið er að Íslenska myndin fær þau ekki.

Það gengur Íslendingum margt í mót þessa dagana.

 


mbl.is Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í mínus vegna "safekeeping"

Ég er einn hinna mýmörgu Íslendinga sem töpuðu á því þegar bankarnir voru ríkisvæddir.

Allt hlutafé mitt í Kaupþing hefur nú verið afskrifað á vörslureikning mínum og stendur þar í 0.  Reyndar er vörslureikningurinn minn í mínus. 

Þetta er svo sem engin skelfing fyrir okkur hér að Bjórá.  Eignin mín í Kaupþingi náði ekki 80 hlutum, þannig að afskriftin er ekki stór.  Vörslureikningurinn minn var heldur ekki bólginn.  Á honum var ekkert að finna nema þessi örfáu hlutabréf í Kaupþingi og enn færri bréf í Exista sem ég fékk í arð í fyrra eða eða árið á undan.

En nú stendur reikningur í mínus eins og áður sagði.

Kaupþingsbréfin standa í 0, Existabréfin í nokkrum hundraðköllum, en þóknun bankans setur reikninginn í mínus.

Og fyrir hvað er þóknunin?

Jú það kemur skýrt fram á reikningnum, það er v/safekeeping.

 


mbl.is Gengi bréfa bankanna 0 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kætumst meðan kostur er

Ég er búinn að fá þessa mynd í mörgum tölvupóstum í dag og í gær.  Hún hefur slegið í gegn á Íslandi og líklega víðar.

Einhvern veginn endurspeglar hún á sinn nötulega hátt ástandið á Íslandi, eins og það virðist vera þessa dagana.

Það þyrfti eiginlega að gera þessa mynd ódauðlega í málverki (svon í stíl síðustu kvöldmáltíðarinnar) eða stórri veggmynd.  Gæti sem bestu verið í einhverri af þeim "nýju" bankastofnunum sem Íslendingar eru að byggja upp.

Er ekki Hallgrímur á lausu?  Eða er hann ennþá upptekinn við að skrifa blaðagreinar? 

 

baugur veisla


When ever life gets you down Mrs. Brown

Það er alltaf gott að hlægja.  Stundum hreint nauðsynlegt.  Ein er sú hlátursmiðja sem aldrei bregst, en það er Monty Python, já jafnvel þó að þeir séu Breskir, jafnvel þó að Cleese hafi leikið í leiðinlegum bankaauglýsingum, þá er húmorinn hjá Monty Python eilífur.

 

Hér eru tvö sýnishorn sem eiga vel við í því ástandi sem nú ríkir.

 

 


Lengi er von á smá útrás

Það var næstum eins og bergmál frá liðnum tíma þegar ég rakst á þessa litlu frétt í morgun.  Ég athugaði dagsetninguna á fréttinni tvisvar sinnum til þess að vera alveg viss.

Það er líklega ekki seinna vænna fyrir SPRON að hefja sókn sína á erlendum mörkuðum.

En fréttin er svohljóðandi:

Iceland"s financial brokerage company Spron will purchase a holding of 51% in the Lithuanian financial brokerage company Finhill. It is currently owned by the investment company ZIA Valda.
The Lithuanian Securities Commission considered the Icelanders" application and decided that due to the change in the shareholders of Finhill transparent and trustworthy management of the brokerage company will be ensured, therefore the application of Spron was satisfied.
Með fréttinni fylgir svo þessi fína mynd af SPRON á Skólavörðustígnum.
Það er heldur ekki ónýtt fyrir SPRON að fá það uppáskrifað frá Lithúanska verðbréfaeftirlitinu að þeim sé treystandi til að reka fjármálafyrirtæki.  Eftir því sem ég kemst næst voru einhverjar efasemdir farnar að láta á sér kræla.

Björn á samlokumarkaði

Það er ekki eingöngu á hlutabréfamarkaði sem "Björninn" geysar sem aldrei fyrr.

Á samlokumarkaðnum í Kitmat Bresku Kólumbíu hefur björninn látið kræla á sér sem aldrei fyrr.

Látið björninn ekki ná ykkur um helgina....

 

 


Hillarious

Er það ekki það sem á best við, eigum við ekki bara að kalla þetta Hillarious


Af hverju McCain á að vera í Hvíta húsinu

0827rmccain188Þetta er eiginlega svo augljóst að það hlaut að gerast.  Auglýsingatækifæri sem þetta er alltof gott, alltof magnað til að láta fram hjá sér fara.  Bara umfjöllunin sem tiltækið gefur og umtalið sem skapast er líklega metið á milljónir dollara.

Slagorð svo sem :   "Why McCain Should Be In The White House" og "McCain Goes To War Over Oil", sem og "McCain Brings 'smiles' To Millions", byjra að sjást í auglýsingum á föstudag.  En það er ekki Bandaríski forsetaframbjóðandinn sem er að auglýsa, heldur hinn "þekktari" McCain, Kanadíski kartöfluframleiðandinn sem eflaust er mörgum Íslendingum að góðu kunnur.

McCain auglýsir að öllu jöfnu afar lítið, en þeirra aðalmarkaður er hjá stórum stofnunum og keðjum.  En þeir hafa áhuga á að auka hlutdeild sína í smásölunni og stimpla "brandið" inn hjá almenningi.

Líklega hefur aldrei verið betra tækifæri til þess en núna.  Það er ekki á hverju ári sem einstaklingur sem ber sama eftirnafn og nafn fyrirtækisins (Kanadíska McCain fjölskyldan sem fyrirtækið dregur nafn sitt af, er ekkert skyld forsetaframbjóðandanum, að best er vitað) býður sig fram tíl forseta Bandaríkjanna.

Sjálfsagt eiga menn eftir að deila um hvort að auglýsingaherferð fyrirtækisins eigi eftir að hjálpa John McCain eða skaða hann.

Svo er auðvitað spurningin hvort að fyrirtækið er að auglýsa franskar kartöflur eða frelsis kartöflur.

En hér má sjá frétt sem Globe and Mail birti um auglýsingaherferðina.

 


Væntingar

Það er gömul saga og ný að markaðir og verðlaga á þeim byggist á væntingum.  Fjárfestar spá í framtíðina, vöruskiptajöfnuð, verðbólgu og aðrar hagtölur.

Því velti ég því fyrir mér hvort að krónan hefði ekki átt að styrkjast meira í dag, vegna alls þess gulls sem væntanlegt er til landsins á sunnudaginn.


mbl.is Krónan styrktist um 0,90%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband