Ber Ögmundi ekki skylda til að gæta hagsmuna Davíðs?

Þessi frétt á ekki að þurfa að koma neinum á óvart, flestum ætti að vera kunnugt um þá staðreynd að ríkisstarfsmenn njóta meira atvinnuöryggis en starfsmenn almenns vinnumarkaðar á Íslandi.

En það er sitthvað sem ef til vill kemur á óvart þegar hlustað er á þessa frétt.

Hví er t.d. talað við stjórnmálafræðing en ekki talsmann BSRB?  Væri ekki maður frá BSRB best til þess fallinn að útskýra hver réttindi opinberra starfsmanna eru?

Annað sem hlýtur vissulega að koma upp í hugann er, hvernig á því standi að það leiti svo ákaft í fréttir nú, að erfitt og kostnaðarsamt verði að breyta um yfirstjórn í Seðlabankanum.

Ekki var fjallað um þá staðreynd áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk.

Engum ætti þó að vera sú staðreynd betur kunn en Ögmundi Jónassyni, sem aldrei kom umbjóðenda sínum, Davíð Oddssyni til varnar. 

Skyldi Davíð annars ekki hafa greitt félagsgjöldin?


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér skilst að Davíð sjálfur hafi breytt lögum um seðlabankann 2001 og gert það svona erfitt að skipta um stjórn. Er þessi frétt áróður? Það skyldi þó ekki vera.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:36

2 identicon

Flestallir starfsmenn Seðlabankans og þar með talið bankastjórarnir eru félagar í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og heyra því ekki undir BSRB.

Friðbert Traustason, formaður SSF, er því maðurinn til að tala við.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:47

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þessa leiðréttingu Stefán.

Auðvitað ættu fréttamenn þá að heyra í Friðberti.

Það breytir því þó ekki að Ögmundi ætti manna best að vera kunnugt um réttindi opinberra starfsmanna.

Það skyldi þó aldrei vera að VG stæði að lagabreytingu sem auðveldaði brottrekstur opinberra starfsmanna, það verður þó að teljast fremur ólíklegt.

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 16:01

4 identicon

Er ekki augljóst að Davíð hefur klúðrað alvarlega í vinnunni .

Þá hlýtur hann að þurfa að HÆTTA án verðlauna !

Kristín (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekki augljóst að Davíð hafi klúðrað alvarlega í vinnunni, þó að vissulega séu margir þeirrar skoðunar, þá eru skoðanir ekki einsleitar í þá veru.  Reyndar hefur bankinn t.d. bæði verið skammaður fyrir að lána alltof frjálslega til bankanna og svo sömuleiðis að neita þeim um frekari lán.

Hitt er svo að burtséð frá meintum ávirðingum minnist ég þess ekki að hann hafi fengið áminningu og tækifæri til að bæta sig í starfi, líkt og mér skilst að opinberir starfsmenn eigi rétt á.

Varla fara Vinstri græn í fararbroddi þeirra sem vilja svipta opinbera starfsmenn réttindum sínum, eða hvað?

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband