Færsluflokkur: Tölvur og tækni
7.11.2006 | 19:18
Tilurð fyrirsætu
Auglýsingar snyrtivörufyrirtækisins Dove, hafa vakið nokkra athygli hér í Toronto og víðar. Athyglin kemur aðallega til út af því að í auglýsingum koma fram "venjulegar" konur, hvað sem það nú er.
En þessar konur hafa aukakíló, appelsínuhúð og glíma við sömu vandamál og svo margar aðrar konur.
Nú í morgun fékk ég svo í tölvupósti tengil á auglýsingu sem þetta sama snyrtivörufyrirtæki hefur gert.
Auðvitað er það ekkert nýtt að við heyrum ráðist á "heim tískunnar", en það ber ef til vill nýrra við þegar "árásin" kemur frá snyrtivörufyrirtæki.
Svo er það auðvitað spurningin, er þetta einhver "árás", er þetta ekki einfaldlega stórsniðugt "markaðsplott"?
4.11.2006 | 04:48
Þegar ein kýrin.....
Það hefur löngum loðað við mennina að vilja eiga sömu hluti og nágrannarnir, helst stærri og flottari
Það er ein ástæðan fyrir því að það getur reynst hættulegt og friðspillandi ef Íran nær að koma sér upp kjarnorkusprengjum.
Nú má lesa á vef Times að "kjarnorkubylgja" gangi um arabaríkin. Algería, Egyptaland, Marokko, Túnis, Sameinuðu furstadæmi og Sádi Arabía, haf víst öll hug á því að beisla kjarnorkutæknina.
Auðvitað segja þau, rétt eins og Íran, að þau ætli aðeins að nota þetta í friðsamlegum tilgangi, en kjarnorkuvopnakapphlaup í þessum óstabíla heimshluta, er ekki eitthvað sem hljómar freistandi.
Aðeins úr frétt Times:
"The move, which follows the failure by the West to curb Irans controversial nuclear programme, could see a rapid spread of nuclear reactors in one of the worlds most unstable regions, stretching from the Gulf to the Levant and into North Africa.
The countries involved were named by the International Atomic Energy Agency (IAEA) as Algeria, Egypt, Morocco and Saudi Arabia. Tunisia and the UAE have also shown interest.
All want to build civilian nuclear energy programmes, as they are permitted to under international law. But the sudden rush to nuclear power has raised suspicions that the real intention is to acquire nuclear technology which could be used for the first Arab atomic bomb.
Some Middle East states, including Egypt, Morocco, Algeria and Saudi Arabia, have shown initial interest [in using] nuclear power primarily for desalination purposes, Tomihiro Taniguch, the deputy director-general of the IAEA, told the business weekly Middle East Economic Digest. He said that they had held preliminary discussions with the governments and that the IAEAs technical advisory programme would be offered to them to help with studies into creating power plants."
"If Iran was not on the path to a nuclear weapons capability you would probably not see this sudden rush [in the Arab world], he said.
The announcement by the six nations is a stunning reversal of policy in the Arab world, which had until recently been pressing for a nuclear free Middle East, where only Israel has nuclear weapons.
Egypt and other North African states can argue with some justification that they need cheap, safe energy for their expanding economies and growing populations at a time of high oil prices.
The case will be much harder for Saudi Arabia, which sits on the worlds largest oil reserves. Earlier this year Prince Saud al-Faisal, the Foreign Minister, told The Times that his country opposed the spread of nuclear power and weapons in the Arab world."
Fréttina í heild má finna hér.
Er best að birta öll leyndarmálin og leyfa hverjum sem hafa vill að koma sér upp kjarnorkusprengju, treysta aftur á "ógnarjafnvægið"?
Eða getur "alþjóðasamfélagið" gert eitthvað?
Eða væri betri lausn að setja upp alþjóðlega "eldsneytisstöð", þar sem allir sem vildu gætu fengið úran, en yrðu að skila "úrgangnum"? Myndu þessar þjóðir sætta sig við það?
Einhvern veginn stefnir þetta ekki í rétta átt.
| |
Bandaríkjastjórn lætur loka vefsíðu með sprengjuleyndarmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2006 | 14:58
Gott (m)ál
Mér líst vel á þetta álver í Þorlákshöfn, sérstaklega á þann hluta sem endurbræðir ál til frekari vinnslu. Óskandi væri að í framtíðinni byggðist upp í kringum þetta álver alls kyns álsteypufyrirtæki og annar iðnaður sem getur framleitt úr álinu.
En það hlýtur líka að koma upp sú spurning hvaðan á þetta álver að fá orku? Hvar má virkja?
Fréttin segir ekkert um fyrirhugaða orkuöflun sem hlýtur þó að teljast eitt að stærstu atriðunum í þessu sambandi.
Svo er líka nauðsynlegt fyrir Sunnlendinga og reyndar landsmenn alla að vita hug þeirra sem nú sækjast eftir þingsætum til þessara framkvæmda, sérstaklega er fróðlegt að vita hug þeirra sem sækjast eftir þingsætum fyrir Suðurkjördæmið.
Hver er afstaða t.d. Lúðvíks Bergvinssonar, Róberts Marshall, Björgvins Sigurðssonar, Árna M. Mathiesen, Atla Gíslasonar, Ragnheiðar Hergeirsdóttur, Guðna Ágústssonar, bara svo fáeinir séu nefndir.
Væri ekki þarft mál fyrir fjölmiðla að athuga það? Væri ekki æskilegt fyrir kjósendur að vita hvað þessir menn vilja?
Stefnt að byggingu álvers við Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2006 | 04:42
Úr netbindindi
Þá er net og tölvubindindi mínu lokið. Eftir að hafa verið á starfhæfrar tölvu í rúmlega viku var farið í gær og keypt ný vél. Það var þó farin sú leið að kaupa frekar ódýra vél, enda er afl þörfin ekki svo gríðarleg, en þó nauðsynlegt að hafa nokkuð vakra vél, enda þolinmæðin ekki endalaus.
En til að spara var keypt "yfirfarin" vél, eða "refurbished" frá E-Machine, sem er eftir því sem ég hef komist næst "bónus brandið" hjá Gateway. Þetta er þokkaleg vél, Athlon örgjörvi, 512mb minni, 200GB disk, DVD skrifar, minniskortalesurum og fleiru smálegu. Skjákort er á móðurborði, ekki endilega besta fyrirkomulagið, en þetta er svo sem engin leikjamaskína.
En fyrir herlegheitin borguðum við rétt tæp 29.000 ISK. Mér þótti það þokkalega sloppið.
Stærsti munurinn er þó líklega sá að ábyrgðin er ákaflega takmörkuð þegar keypt er "yfirfarin" vél, eða aðeins 3. mánuðir. En það er ekki svo hættulegt þegar lítið er lagt undir.
En það var frekar skrýtið að hafa ekki starfhæfa tölvu á heimilinu, en það kom svo sem ekki neitt gríðarlega að sök, og ekki hægt að segja að fráhvarfseinkennin hafi verið sterk. Enda sjá tvö börn einu setti af foreldrum fyrir nægum verkefnum. Ég las líka meira en undanfarið þessa daga.
En nú er að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði og halda áfram með bloggið.
12.10.2006 | 20:37
Afsakið hlé!
Hér hefur ekki verið bloggað um nokkra hríð, en á því er sú skýring að tölvan að Bjórá gaf upp öndina síðastliðin laugardag og hefur verið án meðvitundar síðan. Allar lífgunartilraunir hafa verið án árangurs og er henni því ekki hugað líf öllu lengur.
Nú sit ég því á netkaffihúsi og er að leita að hentugum grip til að leysa hana af hólmi. Það verður vonandi innan tíðar sem það tekst.
Þangað til....... Bið ég fyrir bestu kveðjur og vonast til að snúa aftur á vettvang sem allra fyrst.
23.9.2006 | 03:04
Nýjar flugvélar fyrir Flugfélagið
Var að lesa að Flugfélag Íslands væri farið að hyggja að endurnýjun flugflotans, fljótlega (ef þær eru ekki þegar komnar) munu Bombardier Q100 (Dash 8) vélar koma í flotann og svo mun víst vera í bígerð að leggja Fokkerunum og kaupa Bombardier Q400. Það eru virkilega glæsilegar vélar og verða að teljast við toppinn í skrúfuþotunum.
Þessar vélar eru ákaflega fallegar og hafa reynst afbragðs vel hér í Kanada, en hér má sjá þær víða, enda Bombardier Kanadískt fyrirtæki.
Þó að ég eigi margar góðar minningar tengdar ferðalögum í bæði Fokker og Twin Otter, þá verð ég að segja að ég held að það sé kominn tími á endurnýjunina, þ.e.a.s. ef innanlandsflug fer ekki að falla niður á Íslandi.
Ég get vel skilið að fólk vilji mótmæla, það er réttur allra að hafa skoðun á hlutum og framkvæmdum og að láta hana í ljósi. Ég vona hins vegar að þessi mótmæli fari friðsamlega fram og án ofbeldis. Það hefur enginn rétt til þess að hindra aðra í að sinna störfum sínum, eða ráðast að þeim með ofbeldi á annan hátt.
Reyndar hefur mér fundist mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun færast í skrýtin farveg nú upp á síðkastið. Ekki er nóg með að mótmælin á svæðinu virðist hafa snúist upp í ofbeldi, heldur einnig að hve miklu leyti önnur mótmæli mér virðast snúast um að starfsfólk Landsvirkjunar og annarra þeirra er koma að byggingu virkjunarinnar, séu ekki starfi sínu vaxin.
Þannig er rifist nú um að stíflan sé ekki nógu vel hönnuð, hún muni "springa" eða hrynja og allur sé voðinn vís. Nú stór partur af mótmælum gegn virkjuninni hefur svo verið á þeim nótunum að engin von sé að framkvæmdin standi undir sér, eilíft tap verði á Kárahnjúkavirkjun og þetta sé þvílíkt böl fyrir þjóðarbúið.
Ef ég reyni að umorða þetta, þá má skilja á andstæðingum virkjunarinnar að engu líkara sé en að starfsfólk Landsvirkjunar stefni leynt og ljóst að því að steypa þjóðinni í glötun og það líklega af ásetningi, nema auðvitað að andstæðingar virkjunarinnar telji að starfsfólkið sé svo afgerandi vanhæft að með eindæmum sé.
Undir þetta taka svo hin ýmsu pólítísku öfl.
Ég verð að viðurkenna að að ég er ekki hæfur til að meta hvort að stíflan sé rétt hönnuð, ég hef heldur ekki þær upplýsingar í höndunum, né tíma, til að reikna út hvort að framkvæmdin komi til með að standa undir sér og skila hæfilegum arði.
Heilbrigð skynsemi segir mér hinsvegar að það sitji ekki heill her manna á skrifstofum Landsvirkjunar og bruggi landi og þjóð launráð.
Ég minnist líka þess að í uppvexti mínum, kvað gjarna við þá söngur að að Búrfellsvirkjun og sala rafmagns til Straumsvíkur, væri glapræði og yrði baggi á þjóðinni. Gott ef sumir af þeim sem þar töluðu, eru ekki með svipaðar ræður um Kárahnjúkavirkjun nú.
Nú ætla ég heldur ekki að ákveða hvert starfssvið alþingismanna er, það eru líklega einhverjir betur til þess fallnir en ég, en ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þeirra væri að taka ákvörðun um hvort að virkjun væri leyfð, eður ei. Ekki að taka afstöðu til þess hvort að virkjun eða stíflugerð væri tæknilega möguleg, eða hvernig þyrfti að standa að hönnun mannvirkisins. Til þess hefði Landsvirkjun, eða hver sá annar sem leyfi til framkvæmda fengi, til þess bæra sérfræðinga. Með fullri virðingu fyrir þingmönnum íslendinga, hugnast mér betur að slíkar ákvarðanir séu teknar þar en á Alþingi. Ég endurtek að ég hef enga trú á því að Landsvirkjun sé að tefla í tvísýnu með þessa stærstu fjárfestingu fyrirtækisins fyrr og síðar.
Eftir stendur að ég get vel skilið að einhverjir vilji mótmæla þeim náttúruspjöllum sem þarna fara fram. Það fer ekki hjá því að þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða eru náttúruspjöll umtalsverð. Þar vega menn og meta, náttúruspjöllin og þann ávinning sem er falinn í því að nýta auðlindir þjóðarinnar. Um slíkt mat verða menn líklega aldrei á eitt sáttir.
En Kárahjúkavirkjun hlaut afgerandi meirihlutastuðning á Alþingi, sömuleiðis meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórn Akureyrar, ef ég man rétt. Þannig stóð réttkjörinn meirihluti að ákvörðunum um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, bæði á landsvísu og í þeim sveitarfélögum sem deila eignaraðild með ríkinu.
Það er margt sem ríkið gerir og framkvæmir sem bæði mér og öðrum hugnast lítt, þó að í mínu tilfelli sé Kárahnjúkavirkjun ekki þar á meðal, en við verðum að sætta okkur við það. Ríkisstjórn sem hefur meirihlutastuðning á Alþingi, kemur sínum málum yfirleitt í gegn. Að sjálfsögðu hafa allir rétt til að tjá vonbrigði sín um hin ýmsu mál, en menn verða að sætta sig við meirihlutaviljann.
Það er það lýðræði sem íslendingar búa við.
Stundum þarf maður að sætta sig við að vera í minnihluta, stundum þarf maður að sætta sig við að tapa. En það er ekki þar með sagt að maður þurfi að gera það þegjandi, mótmæli eiga vissulega rétt á sér, en þau þurfa að vera ábyrg og án ofbeldis.
Ég vil að lokum vekja athygli á afar góðu bloggi Atla Rúnars Halldórssonar, en nýleg blogg hans um Kárahnjúkavirkjun má finna hér og hér.
Saving Iceland boðar aðgerðir 1. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2006 | 19:18
Hátt olíuverð - hin hliðin - Peningalykt
Nú þegar við flest bölvum hærra olíu og bensínverði, eru örg yfir vaxandi fjárútlátum, er ef til vill ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvert allir þessir peningar fara. Vissulega fær hið opinbera víðast um lönd meira í sinn vasa í formi skatta (sölu eða virðisauka), olíufélögin hagnast yfirleitt líka á hækkununum, smásalinn (ef um sjálfstæðan aðila er að ræða) fær nokk það sama fyrir sinn snúð, en það verður ekki fram hjá því litið að "olíuframleiðsluríkin" eru að gera það gott.
En hvað gera þau við alla þessa peninga? Gamlar staðalímyndir eru auðvitað menn í hvítum "kuflum" akandi um á Rolls, fljúgandi um í einkaþotum, byggjandi hallir og spreðandi peningum í allar áttir.
Það var því ánægjulegt að lesa grein á vef Times, um hvernig "olíuframleiðsluríkin" eru flest hver að nota þetta aukna fjárstreymi til uppbyggingar og skynsamlegra fjárfestinga.
Þar segir meðal annars:
"But still, if Arab oil countries are to shake off their abysmal rate of development, and find occupation for their restless, unemployed young people, then it lies in changes such as these.
The IIF, a Washington-based outfit that supplies analysis to banks around the world, set itself to answer a pressing financial puzzle: what have oil countries done with their money in the five years since the oil price has trebled?
More than they did during the 1970s oil price surge, is the encouraging answer. The headline figures alone spell out the size of the challenge for those countries. The IIF estimates that export earnings for the six of the Gulf Co-operation Council (Saudi Arabia, United Arab Emirates, Kuwait, Oman, Qatar and Bahrain) will top $500 billion this year. About 80 per cent of that will come from oil and gas a threefold increase in four years.
For the GCC as a whole, gross domestic product per head has risen over the past three years from $11,000 to $17,000. This reverses years of slipping income per head, as population numbers soared, but economies stagnated. But the question now is whether the governments use the windfall wisely. Part has been poured into an investment boom, with projects costing more $1 trillion under way, both to improve the oil and gas sector and general infrastructure. Many of the projects will be viable, in contrast to earlier booms, the IIF concludes.
But in most of the countries, there is little scope for stepping up oil and gas production in the near future. Most of their growth in 2006 and 2007 is expected to come from the other parts of their economies, the IIF finds."
"But it does suggest that new commercial opportunities are providing more jobs. Job creation is a priority throughout the region, it notes, with labour forces growing at about 4 per cent a year. In UAE, Qatar and Kuwait, unemployment is below 5 per cent, but in the others, it is between 15 and 20 per cent.
The surge of young people coming to adulthood, without much prospect of work, creates social strains. Saudi Arabia is particularly aware that these conditions foment radical opposition."
Þessa grein má finna hér.
Eitt af þeim ríkjum sem hafa hagnast verulega á hækkuðu oliuverði er svo Kanada, sérstaklega Alberta fylki. Þar hefur vaxandi nýting "olíusandsins" gjörbreytt efnahagnum, eins og ég hef bloggað um áður. En nýlega var ágætis grein um "olíusandana" á vef Spiegel.
Þar má m.a. lesa:
"It may not be the cheap, easily extracted stuff found in Saudi Arabia -- but geologists claim that the Canadian province of Alberta could well match the Middle Eastern oil exporter as far as quantity is concerned. Experts believe the accessible oil reserves here could total as much as a whopping 174.5 billion barrels -- a volume greater than supplies in Iran and Libya combined. If the calculation is accurate, then Canada is number two in the global ranking for oil reserves.
The dreams currently associated with Fort McMurray were triggered by massive oil sands -- a thick, sticky mass that looks like waste oil dumped in a sandpit. During the brief Canadian summer, the oil has the consistency of syrup. In the winter it's hard as concrete. The oil fields are the size of Greece."
"There are political reasons for the run on the oil sands too. The Canadian government is fond of reminding people that this oil is located on the territory of one of the stablest democracies in the world and is not in the hands of petrocrats like Tehran, Caracas or Moscow. The greasy mélange from Fort McMurray will "change the geopolitical situation," the Ministry of Finance in Ottawa proclaims proudly. The United States -- the world's main consumer of petroleum -- is, of course, also fascinated by the idea of having a friendly oil provider right next door.
What money smells like
The US Senate has already sent a group of delegates to the area where the oil sands are located, and the US Treasury Secretary has also stopped by. The plan is for the oil sands to comprise of one-fourth of North America's petroleum production by 2015. "We will depend on our friends for energy security, not necessarily dictators and sheiks and rats from around the world," cheered Montana Governor Brian Schweitzer following a recent visit to Fort McMurray.
If there is still any need to prove the hypothesis that the era of easily extracted oil is nearing its end, then that evidence can be found in Fort McMurray. Huge excavators with a capacity of 100 tons scrape the tar sediment from the ground and deposit it onto giant trucks. When they rumble off to one of the processing facilities, the trucks weigh as much as a jumbo jet.
There the oil sands are heated with hot water and natron brine until foamy bitumen forms on their surface and can be removed. The amount of chemicals required is so massive that Fort McMurray is often plagued by the biting stench of cat's urine. The oil companies dismiss the inevitable complaints by pointing out that "that's what money smells like.""
Það er sem sé víðar en á Íslandi þar sem "peningalykt" er þekkt fyrirbæri, en greinina í heild má finna hér.
19.8.2006 | 20:19
Skilaréttur til fyrirmyndar
Það verður að segjast eins og er að mér þykir margt skemmtilegra en að versla. Helst er að það kitli aðeins að kaupa einhver ný tæki og "gadgets", en að öllu jöfnu þykir mér ekki eftirsóknarvert að þvælast í verslunum, allra síst þar sem afgreiðslufólk er sífellt að bjóða fram aðstoð sína, spyrja hvernig mér líði (how are you today?) og þar fram eftir götunum.
Eitt verð ég þó að minnast á sem gerir það heldur betra en ella að versla hér í Kanada, en það er hvað kaupmenn eru liðlegir við að taka vörur sínar til baka, og það jafnvel þó að þær hafi verið notaðar örlítið. Þetta er atriði sem íslenskir starfsbræður þeirra mættu athuga.
Ég keypti mér til dæmis rakaeyði fyrir u.þ.b. 10 dögum síðan. Það var þessi hér. Hann keypti ég í Rona. Hann virkaði ágætlega, en þó var hann fullmikið í gangi að mínu mati, varla slökkti á sér. Síðan rakst ég á þennan hér í Costco, bæði afkastmeiri og í þokkbót örlítið ódýrari.
Ég pakkaði þeim "gamla" saman, í upprunalega kassann, og skundaði í í Rona, sagðist hafa keypt þennan rakaeyði fyrir u.þ.b. 10 dögum, en ég þyrfti afkastameir og vildi skila þessum. Sýndi kvittunina og ekkert mál, rétti yfir kreditkortið mitt (sem ég hafði borgað með) og þeir bakfærðu gripinn. Keyrði yfir í Costco og keypti hinn, sem nú malar eins og köttur hér í kjallaranum.
Sömu sögu er að segja af reykskynjurum sem ég keypti í Home Depot. Fyrir mistök þá keypti ég reykskynjara sem þurfti að beintengja í rafmagn, og það sem verra var, ég klippti plastið af öðrum þeirra. Síðan fór ég að skila, tók þann sem var í ónýtu umbúðunum með og spurði hvort að þeir myndu taka hann til baka, t.d. fyrir hálfvirði? Táningsstrákurinn sem var að vinna þarna spurði hvort að allir hlutirnir væru með og þegar ég gaf jákvætt svar við því, svaraði hann ekkert mál og endurgreiddi mér fullt verð.
Það sem meira er, ef að viðskiptavinurinn framvísar kvittun, er alltaf greitt til baka "í sama". Ef þú hefur greitt með korti er bakfærrt, ef þú hefur greitt með peningum færðu peninga til baka. Ef þú hins vegar hefur ekki kvittun, þá gefa þeir þér kreditnótu sem gildir aðeins í viðkomandi verslun.
En þetta fyrirkomulag kann ég vel að meta, og það sem meira er, ég held að það skili sér í viðskiptavild, ég er t.d. óhræddari við að kaupa hlutina, þar sem ég veit að ég get skilað þeim.
13.8.2006 | 15:31
Komnar heim að Bjórá - Rakaeyðir
Þá eru þær mæðgur komnar heim að Bjórá og lífið smá saman að færast í fastan takt. Ég sótti þær á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær. Það var góð tilfinning að bera dótturina í bæinn eins og sagt er.
Hinn ný "prómóteraði" stóri bróðir er ekki alveg viss um hvernig hann á að taka þessu, er vingjarnlegur en finnst þó stöðu sinni að einhverju marki ógnað. Hann þarf mikið á faðmlögum að halda og vill gjarna vera borinn um allt hús, því skyldi hann labba fyrst að systir hans gerir það ekki?
Veðrið hér er með dægilegasta móti, á milli 20 og 25°C á daginn og fer niður í 12 til 14°C á nóttunni. Þó er svolítið rakt en ekkert til að kvarta yfir.
Rakinn varð þó til þess að ég fór og keypti enn eitt heimilistækið, nú rakaeyði, og kom honum fyrir í kjallaranum. Þetta er auðvitað undratæki, sýgur vatn úr loftinu og skilar því hreinu og góðu til baka. Líklega er ekki mikil þörf fyrir svona tæki í andrúmslofti eins og á Íslandi, en hér gerir það kraftaverk.