Bóluefnablús og berin súru

Fátt er líklegra meira rætt um heimbyggðina en bóluefni.  Aðallega skortur á því.

Á Íslandi, eins og víðar um veröldina, ber mikið á upplýsingaóreiðu. Stjórnvöld virðast þó, öfugt við stundum áður, lítið berjast gegn henni, enda uppruni óreiðunar jafn oft (eða oftar) en ekki hjá þeim sömu stjórnvöldum.

Það er vissulega vandlifað í nútíma fjölmiðlaheimi, þar sem ummæli gleymast ekki.

En hvenæar "stór partur" Íslensku þjóðarinnar verður bólusettur er langt frá því að vera ljóst.

Gæti dregist til loka ársins, en vonandi eitthvað fyrr.

Ég hugsa að þeim sem hafa lesið þetta blog, þó ekki nema stöku sinnum, sé það ljóst að almennt er ég ekki yfir mig hrifinn af Evrópusambandinu.

Þó sé ég ekkert óeðlilegt að Ísland hafi gert samkomulag við "Sambandið" um samflot um mat og kaup á bóluefnum, svo lengi sem það hefur verið á "jafnréttisgrundvelli".

Líklega hefur Ísland ekki bolmagn til þess að standa í slíku alfarið á eigin spýtur og ef til vill hefur fengist eitthvað betra verð, við magninnkaup.

Það ber þó að hafa í huga að slíkt skiptir í raun ekki meginmáli, kostnaður hins opinbera í núverandi ástandi er slíkur að þó að hefði verið keypt fyrirfram af hverjum framleiðanda fyrir t.d. milljarð, hefði það veðmál líklega borgað síg.

En hitt er hins vegar hálfu alvarlegra, ef satt er, að Heilbrigðisráðuneytið hafi afþakkað aðstoð einstaklinga sem töldu sig hugsnlega haft áhrif til góðs varðandi bóluefnakaup, eftir að ljóst var hverjir stóðu fremstir í kapphlaupinu.

Slíkt er illskiljanleg afstaða ráðuneytis og ég get ekki varist þeirri hugsun að ef slíkt sé reyndin, kalli það á uppstokkun í ráðuneytinu.

Það er einnig vert að hafa í huga, að "altalað" er víða um "Sambandið" að innkaupaákvarðanir á bóluefnum hafi m.a. verið teknar með hliðsjón af því að jafnt þyrfti að kaupa á Frönsku fyrirtæki og Þýsku.

Síðan kemur í ljós að Franska fyrirtækið getur líklega ekki afhent bóluefni fyrr en 2022. 

Slíkur ferill í segir margt um Evrópusambandið og er vert að minnast.

En annari þjóð hefur gengið mun betur að verða sér út um bóluefni og stefnir að því að hafa lokið við bólusetningu allrar þjóðarinnar í lok msrs.

Vissulega stærri þjóð en Ísland, en hefur ekki verið mér vitanlega í samfloti með öðrum.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Ísrael, en þar virðist vera unnið hratt og skipulega, enda hjá þeim eins og öðrum þjóðum mikið undir.

Mér þótti það eftirtektarvert, þegar ég las frétt um sama efni á Vísi, hvað það var áberandi margir sem kusu að hreyta ónotum í Ísrael, fyrir það eitt að hafa staðið sig vel.

Þau eru oft talin súr, berin sem ekki næst í.

 

 

 

 

 


mbl.is „Lítur út fyrir að þetta ætli ekki að ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll G. Tómas, 

Að gefnu tilefni, þá má benda á eitthvað annað hjá okkur og öðrum þjóðum sem að mikið liggur undir í öllum þessum áhættum er fylgir þessu bólusetningum.   
KV.


"87 Thousand doctors and nurses come out against covid-19 vaccine" https://rumble.com/vbok4n-87-thousand-doctors-and-nurses...

"WARNING: 3,150 Injuries in First Week of Illegal Experimental COVID Vaccines Among American Healthcare Workers! Pregnant Women Included" https://vaccineimpact.com/.../warning-3150-injuries.../...

"CDC Report – 3150 People Paralyzed After COVID-19 Vaccine “Unable To Perform Normal Daily Activities” https://greatgameindia.com/cdc-covid-19-vaccine.../...#

"FDA Investigates Allergic Reactions to Pfizer COVID Vaccine After More Healthcare Workers Hospitalized" https://childrenshealthdefense.org/.../fda.../...

"Portuguese health worker, 41, dies two days after getting the Pfizer covid vaccine as her father says he 'wants answers' https://www.dailymail.co.uk/.../Portuguese-health-worker...

"A 32-year-old Mexican doctor who had received the Pfizer vaccine was also hospitalized in intensive care with difficulty breathing and seizures, according to the country's health ministry." https://fr.sputniknews.com/.../202101041045017300-un.../...

"Volunteers quit COVID-19 vaccine trial in Spain amid serious side effects reported in U.K. study" https://www.nydailynews.com/.../ny-coronavirus-volunteers...

"Bulgaria Reports 4 Cases Of Side Effects From Pfizer Covid Vaccine" https://www.ndtv.com/.../bulgaria-reports-4-cases-of-side...

"A 75-year-old Israeli dies hours after receiving Pfizer vaccine" https://www.donga.com/.../A-75-year-old-Israeli-dies...

"Finland, Mexico report adverse effects to Pfizer vaccine; Argentina sees reactions to Sputnik V: Report"https://www.moneycontrol.com/.../finland-mexico.../amp...

"Woman In Portugal Dies After Receiving Pfizer Vaccine" https://www.euroweeklynews.com/.../woman-in-portugal.../...

Severe allergic reactions reported in the US after getting COVID-19 vaccine, but CDC says cases are rare https://eu.usatoday.com/.../covid-vaccine.../6564018002/...

Death of Florida doctor after receiving COVID-19 vaccine under investigation https://eu.usatoday.com/.../death-florida.../6574414002/

Alaska health worker suffer "Anaphylaxis" ater a shot of Pfizer COVID-19 vaccine | United States https://www.youtube.com/watch?v=nzBnxw46zM4&feature=share...

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2021 kl. 14:07

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ef marka má fréttina í Guardian eru Ísraela að bólusetja Ísraela á herteknu svæðunum (sem Moggi kallaði í gamla daga "landnemabyggðir") innan um Palestínumenn sem fá ekki bólusetningu þótt þeir búi á eiginlega sama svæði.

Ég veit nú ekki hvort þetta getur talist vera að "standa sig vel" en kemur sosum ekkert á óvart þegar ísraelsk yfirvöld eiga í hlut. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að hnýta í Ísraela að þessu tilefni.

Kristján G. Arngrímsson, 9.1.2021 kl. 17:22

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Ég held að fá bóluefni séu algerlega áhættulaus.  Flest þeirra geta haft hliðarverkanir fyrir einhverja.

En það verður alltaf að líta til þess hvaða sjúkdóma þau eru gegn og hverjar afleiðingar þeirra geta verið.

Auðvitað verður hver og einn að gera upp við sig hvort að hann vilji bólusetningu, eða vera í hættu á að fá einhvern sjúkdóm.

Hvað varðar Pfizer/Biontech bóluefnið virðast tölur frá Ísrael, sem eru líklega hvað marktækastar sökum fjölda bólusettra, að 1/1000, verði fyrir einhverjum óþægindum, en lang stærstur hluti þeirra aðeins minniháttar.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eftir því sem ég kemst næst, og las meira að segja í frétt í Guardian, þá ber Ísraelsríki ekki ábyrgð á heilbrigðismálum fyrir Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza.  Það gerir Heilbrigðisráðuneyti heimastjórnarinnar (fyrir Vesturbakkann) og var talað við heilbrigðisráðherra þeirra í þeirri frétt sem ég sá.  Ríki þeirra enda viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum og mér skyldist að það væri í "samfloti" með WHO og Covax.

En ég endurtek að mér finnst Ísraelsríki vera búið að standa sig vel.

Síðan hafa verið viðræður í þá átt að Ísraelsmenn sjái Palestínumönnum fyrir bóluefnim á Vesturbakknum, Gaza og Hamaz er líklega önnur saga, ég á alveg eftir að sjá að Hamaz myndi t.d. leyfa Ísraelsku heilbrigðistarfsfólki að bólusetja sitt fólk, eða taka á móti bóluefni frá þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 10.1.2021 kl. 00:01

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rétt að taka fram að ég breytti svari mínu í athugasemdinni hér að ofan, þegar ég sá að orðið "ekki" vantaði í málsgreinina:

"Eftir því sem ég kemst næst, og las meira að segja í frétt í Guardian, þá ber Ísraelsríki ekki ábyrgð á heilbrigðismálum fyrir Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza."

G. Tómas Gunnarsson, 10.1.2021 kl. 00:02

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hver ákvað að Ísraelsríki beri ekki ábyrgð á heilbrigðismálum fyrir Palestínumenn?

Skyldi þó ekki hafa verið Ísraelsríki.

Kristján G. Arngrímsson, 10.1.2021 kl. 22:18

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Eftir því sem ég kemst næst var það ákveðið í "Oslóarsamkomulaginu", sem þótti tímamótasamkomulag.

G. Tómas Gunnarsson, 10.1.2021 kl. 22:53

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já biddu fyrir þér, tímamótadíll. En breytir því ekki að Ísraelar gætu líklega alveg séð Palestínumönnum fyrir bóluefni ásamt sjálfum sér og stæðu sig vel ef þeir gerðu það. 

En þetta er bara eins og með hernaðarmátt þeirra, þeir hafa aldrei vílað fyrir sér að beita ofurefli að nauðsynjalausu, bara af því að þeir geta það. 

Annars ætla ég ekki að segja meira um Ísraelsríki, ég hef alltof mikla fordóma gagnvart því til að geta talað um það af viti.

Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2021 kl. 11:07

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað getur hver sem er tekið að sér að sjá hverjum sem er fyrir bóluefni.

Evrópusambandið, Rússar, Kínverjar, ríkin á Arabíuskaganum eða hverjir sem er geta tekið að sér að sjá Palestínumönnum fyrir bóluefni.

En Ísraelsmenn bera auðvitað fyrst og fremst ábyrgð gagnvart sinni eigin þjóð, rétt eins og stjórnvöld í ríkjum um víða veröld.

Ég hef ekki séð mikla "fórnfýsi" um víða veröld þegar um baráttuna við "veiruna" hefur verið að ræða.

Hvort sem um hefur verið að ræða hlífðarbúnað eða bóluefni.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2021 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband