Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Skrýtið hagræði við sláttinn

Við eigum það líklega sameiginlegt Reykjavíkurborg og ég að grassláttar er gjarna oftar þörf en að mér þætti best.

Í gær sló ég lóðina hjá mér í 6. sinn það sem af er sumri.

Mér hefur þó ekki dottið það snjallræði í hug að þekja hluta lóðarinnar með grjóthrúgum til að minnka grassláttinn.

Hjá mér er þessu eiginlega öfugt farið.

Mér finnst best að hafa beinar línur og fátt sem þvælist fyrir við sláttinn.  Slátturinn finnst mér vinnast best þar sem fátt er sem þarf að slá í kringum og hvað þá að beita "orfinu".

Ég hefði talið að á svæði sem þessu væri fljótlegast og einfaldast fyrir stóra sláttuvél að slá ef ekkert væri í vegi fyrir henni.

P.S. Einhverjir myndu sjálfsagt velta fyrir sér hvort að efnið væri ekki betur komið í annarri notkun, sem og hvort að "gróðurhúsaáhrif" flutnings og minna grass hefði verið reiknuð út.

Vangaveltur vakna einnig um hvernig Reykjavíkurborg hyggst koma í veg fyrir að illgresi skjóti rótum í grjóthrúgunum?

 


mbl.is Malarhrúgurnar minnka grasslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögufölsun hjá BBC?

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um hvernig NYT virtist ekki geta höndlað "sumar" skoðanir í skoðanadálkum sínum.

BBC cropped pictureÍ dag las ég um hvernig BBC hefði klippt (cropped) ljósmynd þannig til að fréttagildi hennar hefði breyst, og það verulega.

Það er skrýtin ákvörðun, allveg sama hvað fréttamenn (eða myndaritstjórar) meta málstaðinn góðan.

Í raun óskiljanleg ákvörðun, því varla hefur þetta verið eina myndin sem stóð til boða frá viðburðinum.

En svona setja fjölmiðlar sem gjarna eru taldir á meðal þeirra "virtustu" niður, glata trúverðugleika og verða í raun að athlægi.

Það er ekki að undra að mörgum finnist æ erfiðara að finna fjölmiðil sem þeir treysta.

Myndina í stærri útgáfum (báðum) má finna hér.

P.S. Svo er aftur rétt að velta því fyrir sér hvers vegna BBC talar um mótmælin sem að mestu friðsamlega, þegar 49 lögreglumenn eru slasaðir.

Hvar eru mörkin, hvenær hætta mótmæli að vera friðsamleg?

 


Síðastliðinn föstudag var Sigurborg (formaður skipulagsráðs borgarinnar) ekki búin að uppgötva að um "mistök" væri að ræða

Núna er meirihluti borgarstjórnar á hröðu undanhaldi hvað varðar ákvarðanir sínar varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Núna eru þetta "mistök" og meirihlutinn ætlar að skoða málin og læra af þeim eins og af öllum hinum mistökunum sem hann hefur "orðið" fyrir.

En síðastliðinn föstudag var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (Pírötum) ekki búinn að "uppgötva" að um mistök væri að ræða.

Þá var þetta í skipulaginu.

Það má heyra í þessu útvarpsviðtali hjá Harmageddon.

Þar er áðurnefnd Sigurborg í viðtali ásamt Vigdísi Hauksdóttur (Miðflokki). 

Umræða um flugskýlið hefst þegar u.þ.b. á 19:30, mínutur eru liðnar af viðtalinu, en það er vel þess virði að hlusta á það allt.

Ótrúlegt hvernig fulltrúum meirihlutans tekst að bera á borð ósannindi án þess að fjölmiðlar geri mikið úr því.

 

 


mbl.is Borgin gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atburður sem vert er að gefa gaum

Að sjálfsögðu er hverjum fjölmiðli í sjálfsvald sett hvað birtist í þeim eða ekki. 

Einhverjar skyldur eru þó gjarna lagðar á þá fjölmiðla sem eru reknir fyrir opinbert fé.  en um slíkt er þó erfitt að dæma.

En í þessu tilfelli er um að ræða fjölmiðil í einkaeigu, sem viðhefur ákveðna ritstjórnarstefnu.

En mér finnst ótrúlega langt gengið að yfirmaður greinadeildarinnar sé allt að því hrakinn úr starfi fyrir það eitt að ein grein, þar sem skoðanir andstæðar stefnu blaðsins hafi birst.

En þetta er ein birtingarmynd hinnar miklu "pólarerísingu" sem er víða um lönd og breiðist hratt út um heiminn.

Það að greinar birtist frá einstaklingum með ólíkar skoðanir á ekki lengur upp á pallborðið hjá stórum hóp.

Það er rétt að undirstrika rétt NYT til að stjórna og ritstýra því sem birtist í blaðinu.

En álit mitt á fjölmiðlinum sem hefur frekar sigið niður á við undanfarin ár, tók stórt stökk niður á við nú.

Alveg óháð efni greinarinnar.

 

 

 


mbl.is Yfirmaður greinadeildar NYT hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa upplýstir borgarfulltrúar? Eða einbeittur brotavilji?

Reykjavíkurflugvöllur á sér merkilega sögu og undanfarna áratugi hefur hann verið eitt af stærri deilumálum á Íslandi.

Persónulega get ég vel skilið rök þeirra sem telja þetta eftirsóknarverðasta byggingarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu.

En ég get einnig skilið rök þeirra sem vilja halda flugvellinum þar sem hann er.  Vegna nálægðar við Landspítalann, vegna góðs aðgengis að miðbæ Reykjavíkur og stjórnsýslu Íslendinga sem er að stórum hluta staðsett þar.

Einnig er kostnaður við uppbyggingu á öðrum flugvelli gríðarlegur og það er vandséð að mínu mati að innanlandsflug lifði af flutning til Keflavíkurflugvallar.

En í landi eins og Íslandi eru flugsamgöngur mikilvægar, ekki síst hvað varðar heilbrigðis- og öryggismál.

Því verður vandséð að hægt sé að leggja niður Reykjavíkurflugvöll án þess að sambærilegur eða betri kostur komi til.

Það er því ólíklegt að þetta deilumál verði til lykta leitt á næstu árum.

En hinir mismunandi "R-lista meirihlutar" sem stjórnað hafa Reykjavík undanfarin áratug eða svo virðast hafa ákveðið að beita "spægipylsuaðferðinni" til að koma Reykjavíkurflugvelli fyrir kattarnef, það er skera af honum sneið eftir sneið.

En fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræður um Reykjavíkurflugvöll á Vísi.is, en umræðan fór fram í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni.

Þar tókust á Pawel Bartosek (Viðreisn) fyrir hönd meirihlutans (sem þó hlaut færri atkvæði en minnihlutinn) og Vigdís Hauksdóttir (Miðflokkurinn) fyrir hönd minnihlutans.

Þetta eru fróðlegar umræður og vert að hlusta á.

Ég hef alltaf borið nokkra virðingu fyrir Pawel sem stjórnmálamanni, en í þessu viðtali tókst honum að þurka hana að mestu leyti út.

Hann virðist illa upplýstur, ekki vita (eða vilja viðurkenna) hvað er að er að gerast þegar talað er um flugskýli flugfélagsins Ernis. 

Hann vitnar ítrekað í kosningu um flugvöllinn sem fór fram 2001 sem eitthvað sem ekki megi líta fram hjá, hún náði ekki bindandi úrslitum, enda hvorki þátttakan næg eða úrslitin nógu afgerandi.  Munurinn á fylkingum var 385 atkvæði og kosningaþátttakan var í kringum 34%.

Þarna þótti mér stjórnmálamaðurinn Pawel setja mikið niður.

 

 

 


mbl.is Verða að virða samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er raunkostnaður við að skima einstakling?

Ég er ekki hissa á því að afbókanir séu farnar að streyma inn til Íslenskra ferðaþjónustuaðila.  Gjald upp á 15.000 kr á hvern ferðamann er hátt. 

Mín 4ja manna fjölskylda þyrfti t.d. að borga 45.000 kr. við komuna til landsins.  Það munar vissulega um minna.

En hver er raunkostnaður við hverja skimun?

Það hafa heyrst alls kyns tölur.  Í sjónvarpi talaði Kári Stefánsson um kostnað í kringum 4.000 kr., að mig minnir fyrir utan tækjabúnað.  Síðan var talað um kostnað í kringum 50.000 kr. og aftur finnst mér ég hafa heyrt talað um kostnað upp á ríflega 22.000 kr. nýlega.

Það skiptir vissulega máli hver raunverulegur kostnaður er.

Í Eistlandi býðst að fara í skimun hjá einkafyrirtæki fyrir 78 euro. Það er rétt ríflega 11.500, en það er hjá fyrirtæki sem er rekið til að skila hagnaði.

Hjá sama fyrirtæki er boðið upp á mótefnamælingu fyrir 23. euro, eða í kringum 3.500 kr.

Opinbera heilbrigðiskerfið í samstarfi við fyrirtæki í einkageiranum hafa framkvæmt ríflega 89.000 skimanir í Eistlandi.

Meðalkostnaður á skimun, með öllum tilfallandi kostnaði er í kringum 45 euro, eða 6.700 kr. (þessi kostnaðartala er miðuð við fyrstu ca. 55.000 skimanirnar). 

Megnið af skimunum (og megnið af kostnaðinum) hefur verið framkvæmdur af einkafyrirtækjum (hagnaðardrifnum) í verktöku fyrir hið opinbera.

Vissulega er launakostnaður á Íslandi mun hærri, en annar kostnaður ætti að vera sá sami.

Ef til vill væri best að bjóða skimunina út á Evrópska efnahagssvæðinu. :-)

En það er líka áríðandi að það komi fram hver raunkostnaður er og hvernig hann er samansettur.

Það getur verið hagkvæmt að niðurgreiða ferðalög til Íslands um einhverja þúsundkalla, en að borga á þriðja tug þúsunda er varla skynsamlegt.

En ef kostnðurinn er nær því sem Kári Stefánsson minntist á, getur niðurgreiðsla verið hagstæð leið til atvinnusköpunar.

En svo hafa læknar stigið fram og lýst efasemdum sínum um gagnsemi skimana við landamæri, og hafa fært ágæt rök fyrir þeim.  Ísland virðist enda vera nær eina landið sem ætlar að fara slíka leið.

Hefði t.d. verið betra að opna fyrir færri lönd og sleppa skimunum?

Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort að hegðun erlendra ferðamanna hafi breyst á Íslandi, eða smithætta frá þeim?  Fyrir fáum mánuðum þótti sérfræðingum engin ástæða til þess að þeir færu í sóttkví.

 

 


mbl.is Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnað í hálfa gátt í Eistlandi

Í dag opnar Eistland í hálfa gátt ef svo má að orði komast, það er að segja fyrir flestum þjóðum innan EEA/EES. Einungis þeir sem koma frá þjóðum sem eru í "góðu bók" stjórnvalda þurfa ekki að fara í 14. daga sóttkví.

Einungis lönd af EEA/EES svæðinu eru á listanum, en þó ekki öll þeirra.

Til að komast á listann mega ekki hafa verið fleiri smit en 15/100.000, íbúa í landinu síðastliðna 14. daga.

Löndin í "góðu bókinni" eru: Austurríki, Búlgaria,  Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. 

Ríkin á EEA/EES svæðinu sem ekki komast í "bókina góðu" eru:  Belgía, Bretland, Írland, Malta,Portúgal, Spánn og  Svíþjóð.

Í dag mega barir og veitingahús vera opin eins lengi og vilji er til og selja áfengi lengur en til 22:00.

Eingungis mega þó 100 einstaklingar koma saman upp að 50% af leyfilegum fjölda sem má vera á hverjum stað.

Þetta er býsna merkileg nálgun hjá Eistlendingum.  Engin skimun, en smit mega ekki fara yfir ákveðið hámark.

Þannig er t.d. vert að hafa í huga að Holland og Ítalíu, rétt náðu undir lágmarkið.

Færslan er byggð á frétt ERR.

P.S. Það má bæta því við að frá og með deginum í dag verður aftur farið að rukka fyrir dvöl barna á leikskólum í höfuðborginni Tallinn, en þeir hafa verið opnir í gegnum faraldurinn eins og venjulega.


Merkileg tímamót

Þó að eflaust þyki mörgum það ekki stór tímamót þó að tiltölulega lítil flugvél sveimi í kringum flugvöll á rafmagni, er það þó merkileg tímamót.

Það er rétt að hafa í huga að fyrir ekki all löngu þótti það ómögulegt að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur á rafmagnsbíl.

En vissulega er löng leið eftir að því marki að stórar farþegaflugvélar fari langar leiðir á rafmagni.

En framfarir í rafhlöðum hafa verið miklar, og eiga vonandi eftir að verða enn stórstígari.

Enn enn aftur eru það þeir sem leita lausna sem eru mikilvægastir, ekki þeir sem sjá bölvun á hverjum metra framundan.


mbl.is Jómfrúarferð stærstu rafmagnsflugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalaskoðun í Montreal?

Hvalir eiga það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum, en ekki er vitað til þess áður að þeir sýni sig mikið í Montreal.  Þó hafa smærri hvalir s.s. hrefnur og mjaldrar einstöku sinnum heiðrað borgina með nærveru sinni.

En nú hefur  hnúfubakur (humpback whale) glatt borgarbúa síðan í gær.  Ekki er vitað til þess að hvalur af slíkri stærð hafi áður sést jafn langt inn í landi.

Lawrence áin er stór og mikil og fær býsna stórum skipum, þannig að hvalurinn á ekki erfitt með að synda, en þó töldu einhverjir að hann væri þreyttur á að synda á móti straumnum.

Svo er auðvitað spurning með æti í ánni.

En sjón er sögu ríkari og auðvitað var mikill fjöldi mættur í höfnina í Montreal til að sjá og taka myndir.

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband