Merkileg tímamót

Þó að eflaust þyki mörgum það ekki stór tímamót þó að tiltölulega lítil flugvél sveimi í kringum flugvöll á rafmagni, er það þó merkileg tímamót.

Það er rétt að hafa í huga að fyrir ekki all löngu þótti það ómögulegt að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur á rafmagnsbíl.

En vissulega er löng leið eftir að því marki að stórar farþegaflugvélar fari langar leiðir á rafmagni.

En framfarir í rafhlöðum hafa verið miklar, og eiga vonandi eftir að verða enn stórstígari.

Enn enn aftur eru það þeir sem leita lausna sem eru mikilvægastir, ekki þeir sem sjá bölvun á hverjum metra framundan.


mbl.is Jómfrúarferð stærstu rafmagnsflugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Rafmagns-flugvélar gætu verið betri hugmynd en rafmagnsbílar.

1: það er alltaf vitað hve langt þær þurfa að fara.  Ekkert óvænt þar.

2: þær lenda alltaf á sama stað, og innstungurnar eru til nú þegar.  3 fasa meira að segja.

Sé ekki gallana í svipinn, svu um leið og þetta kemst frá RKV til HFN þá er þetta gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2020 kl. 11:24

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Það er nú ekki víst að margir myndu vilja "tékka sig inn" til þess að fljúga á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, en það er önnur saga.

En rafmagnið er sniðugt en skapar þó vandamál, eins og t.d. hver hleðslutími verður á lengri leiðum, því flugrekendur vilja vissulega að hægt sé að halda af stað "til baka" eins fljótt og auðið er.

En þetta er í örri framþróun og verður fróðlegt að fylgjast með.

G. Tómas Gunnarsson, 1.6.2020 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband