Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
17.2.2020 | 03:05
"Greta Thunberg" hringir í Bernie Sanders. Rússarnir láta gamminn geysa
Nú flýgur um netið YouTube myndband þar sem Rússnesku "hrekkjalómarnir" Vladimir Kuznetsov og Alexey Stolyarov (eða Vovan og Lexus) ásmamt óþekktri leikkonu þykjast hringja í Bernie Sanders sem Greta Thunberg og faðir hennar.
Þau spjalla við Bernie all langa stund og talið berst býsna víða, mest um "loftlagsvánna" og forsetaframboð Bernie.
Enn hefur enginn staðfest að símtalið sé ósvikið, en eftir því sem kemur fram í AP frétt hafa talsmenn framboðs Bernies hvorki viljað játað því né neitað.
En FBI staðfestir að tilkynnt hafi verið til þeirra símtöl til ýmissa þekktra Demókrata í nóvember síðastliðnum.
En myndbandið og símtalið er hér að neðan.
17.2.2020 | 01:47
Það er gott að útvista menguninni og enn betra ef það kemur Rússum til góða, eða hvað?
Það eru mörg ríki að setja sér háleit markmið í umhverfismálum. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og sett aðildarríkjum stíf markmið og sett há gjöld á mengun.
En þá verður allt í einu hagkvæmara að framleiða raforkuna utan "Sambandsins" en innan og flytja hana síðan inn.
Þar koma Rússar auðvitað til skjalanna, þeir selja í vaxandi mæli raforku til landa "Sambandsins", Eystrasaltslandanna og Finnlands.
Rússar seldu Eystrasaltslöndunum u.þ.b. 3 terawattstundir á ári frá 2013 til 2017. Árið 2018 jókst magnið í 5.5 terawattstundir og 2019 var magnið 7.8 terawattstundir.
Á sama tíma á raforka sem er framleidd í þessum löndum undir högg að sækja vegna kolefnisskatta.
En "kolefnisbókhaldið" í "Sambandinu" sýnir auðvitað jákvæðari hlið, mengunin verður Rússlands megin og "Sambandið" getur klappað sjálfu sér á bakið.
Sama dæmið verður svo enn stærra þegar hækkandi orkuverð hrekur margan iðnað til landa sem eru ekki jafn skattaglöð á mengunina.
En síðan þarf einnig að hafa í huga að með þessu eykst enn hlutdeild Rússa í orkuneyslu "Sambandsins" og gerir það enn háðari þeim.
16.2.2020 | 00:32
Fyrirsögn dagsins
Ég veit að það á ekki að gera grín að sjúkdómum og vírusar eru ekkert grín. En stundum er ekki hægt að stilla sig.
Fyrirsögn dagsins kemur frá RUV.
16.2.2020 | 00:26
Gaupur líta vel í kringum sig áður en þær fara yfir götuna
Það má víða sjá villt dýr í víðáttum Kanada. Þetta er eitt það skemmtilegasta myndband sem ég hef séð lengi.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2020 | 19:34
Reka Reykvíkingar dýrasta skólann?
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gustað um meirihlutann í Reykjavík undanfarna mánuði.
Þessi skýrsla Borgarskjalasafns Reykjavíkur er enn ein "vindhviðan" og virðist sem meirihlutinn hafi vísvítandi brotið lög um skjalavörslu og reynt að hindra að réttar uplýsingar væru upp á borðum.
En endalausar framúrkeyrslur, braggar, mathallir, Sorpa, og gatnaframkvæmdir sem enginn virðist hafa stjórn á, ekkert kemur á óvart.
Meirihlutinn lætur eins og jafnan sem ekkert sé. Málin eru í "ferli", ekkert nýtt sé á ferðinni (sem þó vissulega er), og svo er gjarna bætt við "að það þurfi að læra af þessu".
Líklega reka Reykvíkingar einhvern dýrasta skóla í heimi.
En þeir verða að vona að borgarstjóri og meirihlutinn "útskrifist" í næstu kosningum.
Skjalavarsla vegna braggans ekki í samræmi við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2020 | 17:47
Getur verið betra fyrir Ísland að stand eitt að samningum við Breta?
Framundan eru gríðarlega mikilvægar samningaviðræður á milli Íslendinga og Breta um fríverslun og aðra þætti í samskiptum þjóðanna.
Ég er ekki viss um að betri niðurstaða muni fást í slíkar viðræður með því að vera í "nánu samstarfi" við aðrar þjóðir, hvort sem það er Noregur, Liechtenstein, eða aðrar þjóðir.
Þó að vissulega séu hagsmunir Íslands og t.d. Norðmanna á margan hátt svipaðir er ekki þar með sagt að samflot sé endilega besta lausnin.
Það er t.d. ljóst að það er verulega ólíklegt að Ísledingar hefðu náð fríverslunarsamningi við Kínverja hefðu þá verið reynt "samflot" við Norðmenn.
Smæðin þarf alls ekki alltaf að vera galli.
Ef til vill munu þó Bretar frekar kjósa að semja við fleiri en eina þjóð í einu, því þeir munu vissulega verða með næg verkefni hvað fríverslunarsamninga ræðir og hafa takmarkaðan tíma og samningamenn.
En ég held að Íslendingar þurfi ekki að óttast að vera einir og það gæti skilað betri niðurstöðu.
Við blasa krefjandi verkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2020 | 16:58
I got a Harley for my husband
Ég var að þvælast í umferðnni í gær. Keyrði þar rólega á eftir býsna stórum jeppa, enda hámkarkshraðinn aðeins 50. Lenti síðan á rauðu ljósi og fór að lesa límmiða sem voru nokkrir á afturrúðinni.
Meðal annars þessi frá Harley Davidson mótorhjálaframleiðandanum.
"I Got A Harley For My Husband - Best Trade I have ever made.
12.2.2020 | 18:23
Á menntun að tryggja hærri laun, eða glittir í "sovétið"?
Hér og þar hef ég séð umræður um að meta þurfi menntun til launa, að launabil sé of lítið, eða of mikið og svo auðvitað að menntun, eða prófskírteini eigi alls ekki að tryggja eitt né neitt.
Ég sá að Kári Stefánsson lagði í púkkið að réttast væri að borga námsmönnum á meðan þeir væru í námi, þannig útskrifuðust þeir án námslánaskulda og gætu sem best verið á "sömu launum" og aðrir.
Þetta fyrirkomulag var við lýði í Sovétríkjunum sálugu. Þar fengu námsmenn greidd laun, en oft á tíðum voru þeir með lægri laun eftir útskrift heldur en til dæmis kolanámuverkamenn.
Þetta gerði það að verkum að oft á tíðum var þjónustulund með allra minnsta móti. Því sátu væntanlegir viðakiptavinir eða sjúklingar á biðstofunni með hænu í fanginu, grænmeti, sælgæti, vodkapela eða hvað annað sem þeir gátu séð af til að færa t.d. lækninum um von um betri og skjótari þjónustu.
Enn má víða sjá enduróm af þessari tíð í A-Evrópu, þó sem betur fer hafi hænunum fækkað, en það eru ótrúlega margir sem t.d. fara aldrei tómhentir til tannlæknis.
En svona kerfi getur gengið nokkra hríð í "lokuðu" landi.
En vel menntað fólk sem er eftirspurn eftir víða um lönd, t.d. heilbrigðisstarfsfólk og tölvmenntaðir einstaklingar, var auðvitað á meðal fyrsta fólksins sem yfirgaf landið.
En á menntun á að tryggja hærri laun? Það er mikilvæg spurning og ekki síður mikilvægt að velta því fyrir sér hvort að hún geri það?
Og hvað með starfsreynslu?
Eins og oft er svarið ekki einhlýtt.
Ákveði einhver að setja á stofn eigin fyrirtæki, tryggir menntun ekki árangur eða laun. Oft getur menntun þó vissulega nýst vel í slíkum kringumstæðum, en ekkert er gefið.
Í einkageiranum er líklegt að góð menntun geti tryggt starfsviðtal og í mörgum tilfellum starf og hærri laun.
En í öðrum tilfellum, sérstaklega til lengri tíma, held ég að menntunin tryggi ekki starfið eða launin, ef árangurinn í starfinu er ekki í samræmi við væntingar vinnuveitandans.
En hjá hinu opinbera er það menntunin sem gildir, þar vilja flestir að "hr. excel" ráði ferðinni, settar eru inn gráðurnar, starfið o.s.frv og neðst á skjalinu birtist svo launaflokkurinn og kaupið.
"Georg Bjarnfreðarson" er því líklega fyrsti kostur í flest störf, enda með "5. háskólagráður" og líklega launaður eftir því.
En nú er mikið rætt um hver launamunurinn eigi að vera hjá "ófaglærðum" og hve mikið á menntun að lyfta á laununum. Mest hefur verið rætt um leikskóla og hvers virði háskólamenntunin eigi að vera þar.
Persónulega get ég vel skilið að eðlilegt þyki að launamunur sé þar þó nokkur við upphaf starfs, háskólamenntuðu fólki í vil.
En hvers virði er starfsreynslan?
Nú hefur marg komið fram að vegna starfseklu á leikskólum sé það nokkuð þekkt að ófaglært starfsfólk með mikla starfsreynslu sé t.d. deildarstjórar.
Eiga þeir einstakingar ekki skilið sömu laun og aðrir deildarstjórar, burt séð frá menntun?
Gildir ekki þar sem annarsstaðar að greiða eigi sömu laun fyrir sömu störf?
Eiga leiksskólarekendur að ná sparnaði í launum, vegna þess að þeir geta ekki mannað stöðuna með faglærðu fólki?
Ég ætla að kasta fram einni(þær urðu nú óvart tvær) spurningu til þeirra sem kunna að lesa þessa bloggfærslu.
Aðstæðurnar eru þannig að þu hefur r fjögur ung börn á þínu framfæri, og aðstæður spiluðust þannig að þú þyrftir á einkagæslu að halda. Þú auglýsir eftir starfskrafti býður þokkaleg laun o.s.frv.
Tveir umsækjendur eru um stöðuna. Annars vegar einstaklingur sem er nýútskrifaður úr háskóla sem leikskólakennari og hins vegar einstaklingur sem hefur rétt rúmlega 15. ára starfsreynslu á leikskóla og kemur með mjög góð meðmæli frá yfirmanni sínum.
Hvorn mundir þú ráða?
Ef þú segir einstaklinginn með 15. ára starfsreynsluna, myndir þú þá bjóða honum lægri laun?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.2.2020 | 14:25
Útsmognir Kínverskir (mynt)brotajárnssalar, eða?
Ég rakst á nokkuð skemmtilega, en jafnframt furðulega frétt á Vísi nú í morgun.
Þar segir frá Kínverskum ferðamanni sem komin er til Íslands með 170 kg af Íslenskum hundraðköllum. Verðmæti varningsins mun vera í kringum 1.6 milljón.
Margir hundraðkallanna munu vera afar illa farnir.
Umræddur ferðamaður mun hafa komið einhverjar ferðir áður í sama tilgangi og allt gengið upp.
En nú bregður svo við að hvorki Seðlabankinn, né Arion banki vilja skipta myntinni í handhæga seðla, og meira að segja lögregla var kölluð til.
Þá mundi ég eftir að hafa lesið um Kínverska brotajárnssala sem voru að ergja Seðlabanka Eurosvæðisins fyrir all mörgum árum.
Þar var um að ræða u.þ.b. 29 tonn af 1. og 2ja euroa peningum, samtals að verðmæti ca. 6 milljóna euroa.
Þar var um að ræða að Kínverskir brotajárnssalar höfðu keypt mikið magn af úr sér genginni euro mynt "til bræðslu", en búið var að slá miðjuna úr.
Þeir sáu verðmætið í myntinni og settu myntina saman aftur.
Það skyldi þó aldrei vera að svipað sé að gerast á Íslandi nú? Að ef til vill sé myntin sem ferðamaðurinn Kínverski er að koma með nú, sama myntin og hann hefur komið með áður, selt Seðlabankanum, sem hefur aftur selt myntina til endurvinnslu í Kína?
Ef til vill hafa Kínverjarnir haldið að þeir væru búnir að finna upp hið fullkomna "hringrásar" hagkerfi?
Alla vegna finnst mér sú skýring að mikið af myntinni hafi fundist í samanpressuðum bílum frá Íslandi ekki trúverðug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2020 | 20:59
En það er svo frábært að búa á Spáni, er það ekki?
Það hefur verið allt að því "kómískt" að fylgjast með umræðunni á Ísland nú um all nokkra hríð, þar sem borið hefur verið saman að lifa á Spáni og Íslandi.
Ef hægt er að sameina þetta tvennt, hafa tekjur frá Ísland og lifa á Spáni þá lítur þetta allt ljómandi vel út.
Það kanna þó að vera að það sé ekki svo frá sjónarhóli margra Spánverja, sem þurfa að reiða sig á Spænskar tekjur eða búa jafnvel við atvinnuleysi.
En það er svo margt sem þarf að bera saman, ekki bara verð á bjór, rauðvíni og kjúkling.
Það er ekki tilviljun að þær þjóðir þar sem alla jafna ríkir hvað mest velmegun og velferð, eru þær þjóðir sem er hvað dýrast að lifa.
En það er ýmis réttindi, og kostnaður sem fylgir þeim sem er vert að hafa í huga þegar "lífið" er borið saman í mismunandi löndum.
Mér skilst t.d. að konur eigi rétt á 16. vikna fæðingarorlofi á Spáni, feðraorlof var lengt á nýliðnu ári úr 5. í 8 vikur. Að vísu á fullum launum, en líklega þætti það stutt á Íslandi nú orðið. Í fjölburafæðingum lengist orlof konunnar um 2. vikur fyrir hvert barn umfram 1.
En dagvist er bæði einka og ríkisrekin á Spáni. Eitthvað er misjafnt hvað gjaldið er og sums staðar er það tekjutengt. Þannig getur það verið frá 50 euroum til u.þ.b. 500 til 600 euro.
En það sem er ef til vill eftirtektarverðast fyrir Íslendinga er hlutfall barna/starfsfólks. Undir 3ja ára aldri má hlutfallið vera 8/1, en á frá 3ja til 6 getur hlutfallið verið 20/1. Meðaltalið er víst talið um 13/1, en það er líka OECD meðaltalið. En leikskólar geta svo verið opnir til 9. á kvöldin.
Hvað ætli Efling og Dagur B. segðu við slíku?
Meðallaun á Spáni (2018) eru 2330 euro (eða 311,540 ISK) en lágmarkslaun eru u.þ.b. 900 (2019) euro (124,200 ISK), eða 30 euro (4.140 ISK) til að lifa á hvern dag.
Lágmarks ellilífeyrir er eftir því sem ég kemst næst 600 euro, en meðal ellilífeyrir ca. 906 euro.
En það er margt gott á Spáni, húsnæðisverð og leiga er mun lægra en á Íslandi (og víða annars staðar), sérstaklega ef eingöngu er leigt yfir vetrarmánuðina (það gildir um vinsæla strandbæi, þar sem oft er hægt að leigja út á mjög háu verði júní til águst, ágúst gjarna lang dýrastur).
Hér hefur verið tæpt á örfáum atriðum, heildarkostnaður við að "lifa" er samansettur úr fjölda hluta til viðbótar, mismunandi eftir einstaklingum.
En að er áríðandi að þegar verið er að bera saman kostnað á milli landa, að reyna að líta á heildarmyndina, eða alla vegna eins stóran hluta af henni og mögulegt er.
Sláandi ójöfnuður á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2020 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)