Útsmognir Kínverskir (mynt)brotajárnssalar, eða?

Ég rakst á nokkuð skemmtilega, en jafnframt furðulega frétt á Vísi nú í morgun. 

Þar segir frá Kínverskum ferðamanni sem komin er til Íslands með 170 kg af Íslenskum hundraðköllum.  Verðmæti varningsins mun vera í kringum 1.6 milljón.

Margir hundraðkallanna munu vera afar illa farnir.

Umræddur ferðamaður mun hafa komið einhverjar ferðir áður í sama tilgangi og allt gengið upp.

En nú bregður svo við að hvorki Seðlabankinn, né Arion banki vilja skipta myntinni í handhæga seðla, og meira að segja lögregla var kölluð til.

Þá mundi ég eftir að hafa lesið um Kínverska brotajárnssala sem voru að ergja Seðlabanka Eurosvæðisins fyrir all mörgum árum.

Þar var um að ræða u.þ.b. 29 tonn af 1. og 2ja euroa peningum, samtals að verðmæti ca. 6 milljóna euroa.

Þar var um að ræða að Kínverskir brotajárnssalar höfðu keypt mikið magn af úr sér genginni euro mynt "til bræðslu", en búið var að slá miðjuna úr. 

Þeir sáu verðmætið í myntinni og settu myntina saman aftur.

Það skyldi þó aldrei vera að svipað sé að gerast á Íslandi nú?  Að ef til vill sé myntin sem ferðamaðurinn Kínverski er að koma með nú, sama myntin og hann hefur komið með áður, selt Seðlabankanum, sem hefur aftur selt myntina til endurvinnslu í Kína?

Ef til vill hafa Kínverjarnir haldið að þeir væru búnir að finna upp hið fullkomna "hringrásar" hagkerfi?

Alla vegna finnst mér sú skýring að mikið af myntinni hafi fundist í samanpressuðum bílum frá Íslandi ekki trúverðug.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er óneitanlega áhugavert viðskiptamódel hjá þessum gaur. Hvað hann græðir á tiltækinu er svo annað mál. Það kostar sitt að ferðast hingað, yfirvigtin er dýr, og eitthvað hlýtur hann að hafa borgað fyrir hundraðkallana.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2020 kl. 19:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Vissulega áhugavert viðskiptamódel, ef satt er, en þetta er auðvitað aðeins mín ágiskun.

Það þarf auðvitað að borga yfirvigt fyrir ca. 170 kg, ég gæti trúað því að það væri í kringum 1200 dollara, án þess að hafa fyrir því vissu.

Síðan er flugfar fyrir 2 til 3000 dollara, annar kostnaður annað eins (hótel, bílaleigubíll, matur etc.

En ef verðmætið er 12.600 dollarar er þá er það líklega ekki svo slæm laun í Kína fyrir að skreppa til Íslands í tæpa viku eða svo sem heildartíma.

Það kemur reyndar fram í fréttinni að hann hafi komið áður í þessum erindagjörðum og einnig ferðast í þeim til annara landa.

Ég hugsa að "brotajárnssalinn" þurfi ekki að fá mikið meira en málmverð til að vera ánægður.

Það væri t.d. fróðlegt að vita hvað Seðlabankin fær fyrir "ónothæfa" mynt til bræðslu.

G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2020 kl. 20:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sniðug viðskiptahugmynd.  Bjóða í endurvinnslu á myntum Evrópuþjóða í því skyni að endurvinna málminn, en endurvinna svo bara myntina sjálfa og endurselja svo upprunalandinu.  Tvöfaldur gróði.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2020 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband