Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020
18.11.2020 | 23:51
Alls konar niðurstöður frá alls kyns vísindamönnum
Eitt af því sem einkennt hefur fréttir undanfarna mánuði, er svona "örlítil upplýsingaóreiða" hvað varðar Kórónuveiruna.
Vísindamenn (sem allir eiga þó að treysta) komast nefnilega að mismunandi niðurstöðum.
Það er til dæmis alls ekki langt síðan að birt var niðurstaða rannsóknar um að mótefni entust stutt í líkama þeirra sem hefðu smitast.
Ef ég man rétt hafði "stúdía" Íslenskrar Erfðagreiningar áður gefið þveröfuga niðurstöðu.
Nú er aftur komin ný rannsókn sem segir að mótefnið sitji í líkama þeirra sem hafa smitast í langan tíma.
Þannig ganga niðurstöður visindamanna og niðurstöður þeirra sitt á hvða og engin undur að almenningur verði á stundum örlítið ruglaður.
Mótefni í mörg ár í líkamanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2020 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2020 | 16:40
Lítið hrós til dómsmálaráðherra
Ekki ætla ég að dæma um hvernig tekst til með skipanir í Hæstarétt, almennt séð eru aðrir mörgum sinnum betur til þess fallnir en ég.
Það er eðlilegt að um slíkt séu stundum skiptar skoðanir og sjálfsagt hefur misjafnlega til tekist í áranna rás.
Slíkt gildir um flest kerfi sem mennirnir smíða. Hvort að hægt sé að "útrýma mannlega þættinum"; eða það sé æskilegt er líklega hægt að rífast um sömuleiðis.
En það er ekki það sem ég skrifa um hér, heldur langar mig til að hrósa dómsmálaráðherra fyrir orðnotkun.
Birt er, í viðhengdri frétt, skjáskot af færslu hennar þar sem segir m.a.: Hér er verið að stíga mikilvægt skref í jafnræðisátt þar sem nú verða 3 af 7 dómurum við réttinn konur.
En mér þykir í tilfellum sem þessum rétt að tala um "jafnræði" frekar "jafnrétti". Það hefur vantað upp á að jafnræði væri á milli kynjanna í Hæstarétti. Það hefur hins vegar ekkert vantað upp á jafnan rétt kynjana til að sitja, eða taka sæti í réttinum.
Svo má aftur deila um hvort að hvort að jafnræði með kynjunum eigi að vera rétthærra en önnur sjónarmið þegar skipað er í dómstóla eða önnur embætti. Það er enn önnur rökræða.
En mig langaði til hrósa dómsmálaráðherra fyrir að nota orðið "jafnræði" í stað "jafnrétti" í þessu samhengi.
Vonandi verður slík orðnotkun ofan á.
Aldrei jafn margar konur skipaðar í Hæstarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2020 | 14:34
Líklega besta myndbandið úr nýafstaðinni kosningabaráttu í Bandaríkjunum
Það er eitthvað "epískt" að sjá DJ Trump klipptan saman í dansi við "gay anthem" eins og Y.M.C.A.
Þetta ódrepandi lag, sem er flutt af "hljómsveitinni" Village People, sem var ein af þessum hljómsveitum sem búinn var til eftir að lag "flutt" af henni varð vinsælt.
Í þokkabót er þetta svo hugarfóstur Fransks "pródúsents" og Bandarísks söngavara hennar.
Þannig má segja að lagið sé jafn góð blanda Franskrar og Bandarískrar menningar og franskar kartöflur.
En það er ekki oft sem að gleðin beinlínis sreymir frá Trump, en í þessu myndbandi gerir hún það.
16.11.2020 | 19:00
"Bara" eitt ár eftir af Covid?
Það hríslaðist gleðistraumur um marga þeger tilkynnt var um að prófanir á nýju bóluefni hefðu gengið ágætlega. Eðlilega enda um stórar fréttir
Menn fóru að sjá fyrir sér að nú þyrti "bara" að þrauka.
En sé litið raunsætt á málið, eins og dr. Ugur Sahin gerir í viðhengdri frétt er líklega fast að ári þangað til hægt að að búast við að lífið fari í eðlilega skorður, víðast um heiminn.
Það er að segja ef allt gengur vel og þróun bóluefna gengur jafnvel hér eftir og hingað til.
Það gæti þá orðið næsta september sem allt yrði orðið næsta eðlilegt, en vonandi væri hægt að slaka eitthvað á áður.
En hvernig verða þjóðfélög heimsins stödd að ári? Hvernig verður efnahagslíf þeirra?
Um slíkt er að ég tel næstum ómögulegt að spá.
En ríki þurfa augljóslega að skipuleggja sig til lengri tíma.
Segir líkur á eðlilegu lífi næsta vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2020 | 03:05
Kórónaðar vangaveltur: Eina græna svæðið í "Evrópu" er í Svíþjóð
Það er merkilegt að horfa á Evópukortið og sjá að eina "græna svæðið" í Evrópu, eða þess hluta hennar sem kortið gefur upplýsingar um, er í Svíþjóð.
Líklega mætti þó finna "græn svæði" á Íslandi, væri Íslandi skipt upp í héruð eða landsvæði. Ef til vill er það svo víðar á kortinu, en um það hef ég engar upplýsingar.
Þó að þær séu ekki á kortinu eru Kanaríeyjar gefnar upp sem rauðar. Þar lenda þó eftir því sem ég las í fréttum 170 flugvélar á viku.
Getur einhver bent mér á tengsl á milli "harðra aðgerða" og fárra smita/lægra dánarhlutfalls þegar kemur að "stríðinu" við hina "allt um lykjandi veiru"?
Er ekki nokkuð merkilegt að hér um bil 25 sinnum fleiri hafa dáið á Íslandi en í Kína, sé miðað við hina margfrægu höfðatölu?
Það er þó ekkert samanborið við Belgíu, þar sem dauðsföll af völdum veirunnar hafa verið u.þ.b. 400 sinnum fleiri en í Kína miðað við höfðatöluna.
En það er auðvitað merkilegt, þó að við höfum oft heyrt talað um "Kínverska Stakhavóva", að Kínverjar hafi verið byrjaðir að bólusetja í April. Sérstaklega sé litið til þess að þeir hafi ekki orðið var við "veiruna" fyrr en í lok desember.
Óneitanlega vel að verki staðið, eða hvað?
Það er óneitanlega umhugsunarefni að stundum virðist eins og það sé vilji til þess að dánartölur af völdum Covid-19 verði eins háar og mögulegt er. Eða eins og segir í fréttinni sem hlekkurinn hér að undan tengir við segir:
"The official death toll from the coronavirus soared in New York City on Tuesday after health authorities began including people who probably had COVID-19, but died without ever being tested."
En samt vitum við að að miðað við fréttir frá Íslandi, eru 95% af þeim sem koma með "Covid-19" einkenni til sýnatöku, ekki sýktir.
Er þá ekki nokkuð merkilegt að telja alla sem deyja með "Covid-19" einkenni hafa látist af völdum "Covid-19"?
Það er margt sem hægt er að velta vöngum yfir.
Er hættulegra að ganga um með golfkylfur en án þeirra?
Getur verið verra að ganga um með grímur en án þeirra?
Getur "meðalið" verið verra en "sjúkdómurinn"?
Hvar liggur áhættan?
Það virðist nokkuð ljóst að mesta áhættan hvað varðar "Covid-19" virðist liggja á hjúkrunar og dvalarheimilum. Síðan koma undirliggjandi sjúkdómar.
Hver er dánartíðnin árlega á t.d. hjúkrunarheimilum? Ég hef ekki þær tölur frá mörgum löndum, en t.d. í Bandaríkjunum, er talað um vel yfir 30%.
En það verður að hafa huga og "hjúkrunarheimili" og "hjúkrunarheimili" er ekki nauðsynlega það sama á milli landa.
Síðan koma auðvitað hugleiðingar um afleiðingar af aðgerðum. Líklega munu flest ríki þurfa að eiga við þær árum ef ekki áratugum saman.
Hvaða afleiðingar mun það hafa?
Er ef til vill rétt að vitna í Franklin Roosevelt: "Only Thing We Have to Fear Is Fear Itself."
Ísland ekki lengur rautt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
13.11.2020 | 02:18
Næst sakar Þorgerður Katrín Samfylkinguna líklega um gyðingaandúð
Ég get ekki gert að þvi að svona "pólítík" eins og Þorgerður Katrín gerir sig seka um í þessu tilfelli þykir mér afskaplega ómerkileg.
Líklega ræðst hún næst á Samfylkinguna og sakar hana um gyðingaandúð, vegna þess að "systurflokkur" Samfylkingarinnar, Breski Verkamannaflokkurinn hefur einmitt nýverið verið fundin slíkur um slíkt.
Corbyn, fyrrverandi formanni flokksins var meira að segja vikið úr flokknum, vegna þessa. Þó eru líklega fjölmargir af þeim einstaklingum sem eru einmitt "sekir" í málinu enn í flokknum.
En flestir skynsamir stjórnmálamenn (og aðrir) sjá auðvitað að Samfylkingin hefur ekkert með þetta að gera og alger óþarfi að ræsa Loga Má Einarsson í pontu til að gera grein fyrir afstöðu sinni til þess máls.
Þá má auðvitað benda Þorgerði Katrínu á að rifja upp sögu "systurflokks" Viðreisnar á Írlandi og hvernig afstaða hans (og hluta hans er enn) er til fóstureyðingalöggjafar.
Kaþólikkar og áhrif þeirra í stjórmmálum eru víða til vandræða í heiminum hvað þennan málaflokk varðar.
Ef til vill væri líka gott fyrir Þorgerði Katrínu að velta því fyrir sér hvers vegna ríkisstjórnin í Eistlandi, sem er leidd af "systurflokki" Viðreisnar, hafi ákveðið að halda þjóðaratkvæði um hvort að hjónaband geti aðeins verið á milli "manns og konu".
Svo að allrar sanngirni sé gætt, held ég að "Miðflokkurinn" (Center Party á Ensku og Keskkerakond á Eistnesku), "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi (er það ekki skondið að "Miðflokkurinn" og Viðreisn séu "systurflokkar"), hafi ekki verið mjög áfram um málið en samstarfsflokkarnir hafi haft það í gegn. En "prinsippin" eru ekki sterkari en það.
Reyndar hefur þessi "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi verið umleikinn spillingarmálum og þótt hallur undir Rússa. Jafnvel þótt hafa vafasöm tengsl við Pútin.
En það er engin ástæða til þess að slíkt hafi áhrif upp á Íslandi.
En persónulega hefur mér þótt Þorgerður Katrín setja niður við málflutning sem þennan. Hún hefur líklega einnig verið allra Íslenskra stjórnmálamanna duglegust við að reyna að skapa einhver hugrenningatengsl á milli pólítískra andstæðinga sinna og Trump.
Það ber að mínu mati vott um málefnafátækt, sem ef til vill helst í hendur við minnkandi erindi Viðreisnar í Íslenskri pólitík.
P.S. Því má svo bæta við að "Miðflokkurinn" (Keskerakond) í Eistlandi, "systurflokkur" Viðreisnar, er af mörgum talinn "popúlískur" flokkur, þó að um slíka "stimpla" sé gjarnan deilt.
Sakaði Þorgerði Katrínu um þvætting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2020 | 01:52
Hvað er pítsaostur?
Ekki ætla ég að dæma um hvort að tollsvik hafi verið framin við innflutning á osti til Íslands, eða hvort ostur hafi verið fluttur inn sem "ostlíki".
En sú spurning sem vaknar hjá mér er: Hvað er Pítsaostur?
Er það mjólkurafurð eða eitthvað annað? Hvað má blanda mikilli jurtaolíu í "ost" svo að hann sé enn "ostur" og þar af leiðandi mjólkurafurð?
Eiginlega hlýtur það að vera mergurinn málsins.
Þar þarf að hafa í huga umræðu um hvort að hægt sé að kalla eitthvað nöfnum eins og mjólk, ost o.s.frv, ef varan inniheldur lítið eða ekkert af mjólkurafurðum.
Þetta er ein af þeim ástæðum að ég kýs næstum alltaf að búa til mínar eigin pítsur. Það er lélegt hráefni í fjöldaframleiddum pítsum.
Það er svo mikið betra að hafa stjórn á því hvað og í hvaða gæðaflokki hráefnið sem fer á pítsuna er.
Ekkert misferli í pítsuosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2020 | 14:56
Styttur bæjanna
Saga, söguskoðanir og styttur af ýmsu merku fólki hafa komið mikið inn í umræðuna á undafnförnum vikum, og reyndar oft áður.
Eins og oft þá er hetja eins skúrkur í augum annars.
Ef til vill er skemmst að minnast framgöngu Sovétmanna/Rússa á síðari árum síðari heimstyrjaldar.
Margir líta svo á að að Rauði/Rússneski herinn hafi verið frelsari stórs hluta Evrópu. Í augum annara var hann kúgunartól sem hrakti á brott Þjóðverja til þess eins að hernema/kúga land þeirra.
Báðar skoðanir eru að mínu mati réttar og geta staðið hlið við hlið.
Það hernám/kúgun varði mun lengur en Þjóðverja og þegar Sovétveldið riðaði til falls suttu eftir 1990 mátti víða sjá fagnandi hópa rífa niður styttur af "hetjum/skúrkum" svo sem Lenín, Stalín og ýmsum stríðshetjum Sovétmanna.
Einhverjar voru vafalaust eyðilagðar í hita leiksins og er það miður.
Þar sem betur tókst til (að mínu mati) voru styttur af ýmsum "fyrirmennum" teknar niður og færðar í garða. Garðarnir eru of tengdir söfnum.
En það eru margir einstaklingar sem eru bæði "hetjur og skúrkar". Þannig hefur frelishetja í augum margra Indverja fengið á sig skúrks stimpil í Afríku vegna viðhorfa sinna til svartra.
Stytta af honum var til dæmis tekin niður í Ghana fyrir fáum árum.
En Gandhi var Martin Luther King, einum merkilegasta leiðtoga réttindabaráttu svartra, innblástur í baráttu sinni.
Sagan getur vissulega verið flókin.
Einhverjir blettir mun ýmsum sömuleiðis þykja á kufli Gandhis hvað varðar afstöðu hans til kvenna.
En í mínum huga breytir það ekki að Gandhi er partur af sögunni og engin ástæða til að þurka út hans hluta, eða láta allar styttur af honum hverfa.
Hvar þær eru staðsettar er hins vegar sjálfsagt umræðuefni.
Það má líka nefna Karl Marx. Það olli deilum þegar stytta af Marx (gjöf frá Kínverjum) var reist í fæðingarbæ hans, Trier fyrir fáum árum.
En ég held að það verði ekki deilt um að Marx hefur haft umtalsverð áhrif á mannkynssöguna, þó að skiptar skoðanir séu um hvort að það hafi verið til góðs eða ills.
Ýmis af hræðilegustu stjórnkerfum sögunnar tengjast honum og kenningum hans með einum eða öðrum hætti. En þrátt fyrir það eru styttur af honum að finna víðs vegar um heiminn.
Þar gildir það sama, það er sjálfsagt að ræða staðsetningar styttna og minnismerkja, en það er engin ástæða til þess að eyðileggja þær eða skemma.
Skrílsháttur, skemmdarverk og ofbeldisfull framganga er engum málstað til framdráttar að mínu mati.
Það getur vel verið að ýmsar af "styttum bæjanna" eigi heima á "sögulegum Árbæjarsöfnum". Þar geta þær sómt sér vel, jafnvel með tilhlýðilegum útskýringum.
Að vitna í Orwell á líklega ágætlega við hérna, "Who controls the past controls the future: who controls the present controls the past."
En þó sð skilningur okkar á fortíðinni og sögunni breytist stundum, er ekki réttlætanlegt að þurka hana út.
Stundum er hægt að leysa málin eins og gert var í Grænlandi fyrir stuttu síðan (sjá viðhengda frétt), og leysa málin með atkvæðagreiðslu íbúa.
Annars staðar geta yfirvöld lagt grunn að málamiðlunum.
Vonandi án þess að ofbeldi ráði ferðinni
Vilja halda í styttu nýlenduherrans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2020 | 22:00
Hvenær er forseti Bandaríkjanna kjörinn?
Það er ekki svo einfalt að skilja hvernig allt gengur fyrir sig hvað varðar Bandarísku forsetakosningarnar. Mismunandi reglur eftir ríkjum og allra handa flækjustig.
Ég hygg að margir líti nú svo á að Joe Biden hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Ég geri það nú að stærstum hluta einnig.
En svo er þó ekki.
Það er rétt að hafa í huga að fjölmiðlar ákveða ekki kjör forseta og þó þeir lýsi yfir sigri þessa framjóðenda eða hins, hefur það að sjálfsögðu enga lögformlega þýðingu.
Úrslit verða ekki ljós fyrr en kjörstjórnir í ríkjunum hafa lokið talningu og gefa út úrslit, og eins og oft hefur komið fram geta kærur haft áhrif eftir það.
Forseti Bandaríkjanna verður svo kjörinn, ef ég man rétt, þann 14. desember næskomandi. Þá er koma þeir sem skipa "The Electoral College" í hverju ríki saman og kjósa forseta og vara forseta.
Þau atkvæði eru síðan send (þau er í reynd sent í margriti til mismunandi aðila) til forseta Öldungardeildarinna (sem er jú vara forsetinn).
Miðað er við að öllu vafaatriðum sé eytt fyrir 8. desember.
Atkvæði kjörmannanna eru síðan talin af sameinuðu þingi þann 6. janúar næstkomandi.
Forseti tekur svo formlega við embætti 20. janúar á næsta ári.
Persónulega hef ég enga trú á því að sú staða sem blasir við breytist, þó að talningu sé ekki lokið og sjálfsagt eigi fjölmargar kærur eftir að koma fram.
En endanleg niðurstaða gæti hæglega dregist fram í byrjun desember.
Svo fylgjast allir auðvitað spenntir með kosningum þann 14. des :-)
Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2020 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2020 | 03:03
Hin hræðilega Kamala
Nú þegar allt bendir til þess að Joe Biden verði réttkjörinn forseti Bandaríkjanna sendi Finnskur vinur minn mér tölvupóst.
Innihald tölvupóstsins var að vara mig við (meira í góðlátlegu gríni en alvöru þó) kjöri Biden og Kamala Harris sem varaforseta.
Hann vildi meina að meiri líkur en minni væru á því að Joe Biden entist ekki lífsþrótturinn út kjörtímabilið og Kamala Harris tæki við.
Benti jafnramt á að á Finnsku þýddi orðið "Kamala" hræðilegt, eða "terrible" eins og hann skrifaði á Ensku.
Ég leitaði á náðir Google translate sem staðfestir þessa miður skemmtilegu niðurstöðu.
Hvort að hér sé um að ræða einhvern "Finnagaldur" eður ei, ætla ég ekki að dæma um, en það má hafa gaman af svona "póstsendingum".
P.S. Hér hefur ekki verið bloggað um all lang hríð, en vonandi verður bragarbót þar á.
Þessa færslu ber þó ekki að taka sem alvarlega "political statement": En vonandi hafa einvherjir gaman af henni. Ef ekki er það mér að meinalausu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)