"Bara" eitt ár eftir af Covid?

Það hríslaðist gleðistraumur um marga þeger tilkynnt var um að prófanir á nýju bóluefni hefðu gengið ágætlega. Eðlilega enda um stórar fréttir

Menn fóru að sjá fyrir sér að nú þyrti "bara" að þrauka.

En sé litið raunsætt á málið, eins og dr. Ugur Sahin gerir í viðhengdri frétt er líklega fast að ári þangað til hægt að að búast við að lífið fari í eðlilega skorður, víðast um heiminn.

Það er að segja ef allt gengur vel og þróun bóluefna gengur jafnvel hér eftir og hingað til.

Það gæti þá orðið næsta september sem allt yrði orðið næsta eðlilegt, en vonandi væri hægt að slaka eitthvað á áður.

En hvernig verða þjóðfélög heimsins stödd að ári?  Hvernig verður efnahagslíf þeirra? 

Um slíkt er að ég tel næstum ómögulegt að spá. 

En ríki þurfa augljóslega að skipuleggja sig til lengri tíma.

 

 

 


mbl.is Segir líkur á eðlilegu lífi næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"EF" fólk hættir að skíta í sig af ótta í dag, og fer að haga sér eins og það sé bara venjuleg flensa, þá tekur tvö ár fyrir allt kerfið að jafna sig.
Eins og hlutirnir eru að fara, þá stefnir í mestu kreppu frá upphafi vegna tilgangslausra lokana.
Það verða óeirðir.  Meiri óeirðir meina ég.
Það er bara spurning um tíma hvernær þær hefjast hér, held ég.  Við erum náttúrlega alltaf lengi að taka við okkur.
Íslendingar eru svolítið eins og Brontosaurusar, það tekur slíka skepnu alltaf nokkra stund að átta sig á því ef einhver ekur yfir halann á henni.

Svo er þetta... https://mcgraphics.blob.core.windows.net/jmagimages/minisites/time-cover-nov02.jpg
Hélt þetta væri einhver samsæriskenning.  En nei.  2020 er árið þar sem samsæriskenningarnar verða allar að veruleika. (Forsíða Times fyrir 8 nóv 2020 ef þú vilt skoða það sjálfur.)

Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2020 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband