Hin hræðilega Kamala

Nú þegar allt bendir til þess að Joe Biden verði réttkjörinn forseti Bandaríkjanna sendi Finnskur vinur minn mér tölvupóst.

Innihald tölvupóstsins var að vara mig við (meira í góðlátlegu gríni en alvöru þó) kjöri Biden og Kamala Harris sem varaforseta.

Hann vildi meina að meiri líkur en minni væru á því að Joe Biden entist ekki lífsþrótturinn út kjörtímabilið og Kamala Harris tæki við.

Benti jafnramt á að á Finnsku þýddi orðið "Kamala" hræðilegt, eða "terrible" eins og hann skrifaði á Ensku.

Ég leitaði á náðir Google translate sem staðfestir þessa miður skemmtilegu niðurstöðu.

Hvort að hér sé um að ræða einhvern "Finnagaldur" eður ei, ætla ég ekki að dæma um, en það má hafa gaman af svona "póstsendingum".

P.S.  Hér hefur ekki verið bloggað um all lang hríð, en vonandi verður bragarbót þar á.

Þessa færslu ber þó ekki að taka sem alvarlega "political statement":  En vonandi hafa einvherjir gaman af henni. Ef ekki er það mér að meinalausu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það má líta svo á að Biden sé eiginlega trójuhestur - nógu sléttur og felldur til að margir gætu hugsað sér að kjósa hann frekar en Trump, en hið eiginlega hlutverk hans er að lauma Harris í forsetaembættið.

Sem kunnugt er hefur enginn forsetaframbjóðandi fengið eins mörg atkvæði í heild og Biden, og Trump er sá fyrsti frá 1892 til að fá minnihluta atkvæða á landsvísu tvennar kosningar í röð. Bent hefur verið á að það sýni bæði hvað hann er lítt vinsæll og hvað Repúblíkanaflokkurinn nýtur mikið góðs af þessu fyrirkomulagi sem er á forsetakosningum, umfram Demókrataflokkinn.

Kristján G. Arngrímsson, 7.11.2020 kl. 15:42

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu viss um að Joe Biden geri sér grein fyrir þessu sögulega hlutverki sínu Kristján?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 16:47

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það skiptir eiginlega ekki máli; þetta er bara dæmi um það sem Hegel kallaði "kænsku sögunnar." Einstaka manneskjur, í þessu tilviki Biden, eru bara lítil peð á taflborði hinar sögulegu framvindu. wink

Kristján G. Arngrímsson, 7.11.2020 kl. 17:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Sé litið til þeirrar staðreyndar að Biden er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur hlotið fleiri atkvæði en Trump nú, fellur það eiginlega um ajálft sig að að segja að Trump sé lítt vinsæll.

Trump hlýtur nú fleiri atkvæði en t.d. Obama hlaut 2008.

Það bendir til mikilla vinsælda hans, þó að hann hafi ekki náð að sigra Biden.

Ég held að það sé rétt að kjörmannakerfið komi betur út fyrir Repúblíkana svona almennt, en ef til vill er það út af því að þeir hugsi meira um hag "litlu" ríkjanna?  Það eru alltaf mismunandi fletir sem má líta til.

Það er ómögulegt að segja með Biden, ef til vill býður hann sig fram aftur að 4. árum liðnum.

Ef til vill hættir hann á miðju kjörtímabili.

Um slíkt er ómögulegt að segja.

G. Tómas Gunnarsson, 7.11.2020 kl. 17:44

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þessar vangaveltur um meintar óvinsældir Trumps og hagnað Repúblíkanaflokksins eru frá The Economist komnar og ég hafði þær með. En þótt Repúblíkanar njóti góðs af kosningakerfinu er svo sem ekki þar með sagt að kerfið sé gallað. Ákveðið ójafnvægi atkvæðavægis getur alveg átt rétt á sér. (Líka á Íslandi.)

Kristján G. Arngrímsson, 7.11.2020 kl. 17:50

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump nýtur ótrúlega mikilla vinsælda þótt miðað við þær fréttir sem við sjáum stöðugt ætti í rauninni enginn að vilja hann sem forseta. En gleymum því ekki hvers vegna hann var kosinn. Hann var kosinn vegna óþols fólks gagnvart hefðbundnum stjórnmálamönnum. Og það virðist ekki hafa dvínað mikið. Hann var kosinn þrátt fyrir það hvernig hann er. Ég var einmitt um daginn að skiptast á tölvuskeytum við góðan vin í Bandaríkjunum, hámenntaðan fyrrum prófessor og rithöfund, ekki einhvern hillbilly sumsé. Þegar ég nefndi að mér þætti Trump hálf vonlaus sagði hann:

"Trump is definitely not hopeless. In fact, he's got a better record of accomplishment in four years than any President since Abraham Lincoln. The fact that he's crude, combative, egotistical, and loud is nothing but window dressing. I'll put up with that any day (and twice on Sundays) if he can keep restoring Americans' individual, economic, and political freedoms the way he's done since 2017. Trouble is, he's a huge threat to the so-called "deep state"---the career government bureaucrats, the politically appointed government executives, and the career legislators (like Joe Biden) who have fed too long at the public trough and can't stand that Trump is threatening that."

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 17:57

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Biden fékk sem kunnugt er fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögu Bandaríkjanna. Kannski er það frekar til marks um hversu óvinsæll Trump var sem forseti. 

Kristján G. Arngrímsson, 7.11.2020 kl. 18:04

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli við verðum ekki bara að bíða þar til búið er að telja upp úr öllum kjörkössunum til að sjá hver hlaut flest atkvæði. Í augnablikinu vitum við aðeins að met Obama hefur verið slegið.

Ragnhildur Kolka, 7.11.2020 kl. 19:57

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framboð Kamala Harris til varaforseta er opinbert svo það er frekar langsótt að halda því að verið sé að lauma henni eitt né neitt. Eldri en tvævetra vita vel að ef sitjandi forseti fellur frá tekur varaforseti við, það er hans mikilvægasta hlutverk að vera til staðar ef svo ber undir eins og dæmi eru um. Gerist það á næsta kjörtímabili er ekki verið að leika á neinn eða blekkja, staðreyndirnar liggja fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2020 kl. 20:27

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Guðmundur, þessi trójuhestslíking var nú hugsuð í léttum dúr, svona eins og bloggfærslan hjá Tómasi. Það hefur stundum verið nefnt að þar sem Biden sé kominn við aldur sé líklegra en oft áður að varaforsetinn taki við. Og varla er vafi á að Harris hefur átt stóran þátt í þessum væntanlega sigri Biden.

Hvort Trump var vinsæll eða óvinsæll er sosum algert aukaatriði. Það sem máli skiptir er að hann er væntanlega ekki forseti lengur og heimsbyggðin andar léttar.

Kristján G. Arngrímsson, 7.11.2020 kl. 21:07

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt í góðu.

Ég held einmitt að það hafi verið klókt af demókrötum að tefla Harris fram við hlið Biden. Þó mér finnist ekki við hæfi að vera með vangaveltur um hversu nálægt gafarbakkanum hann sé, þá er það allavega tímabært að Bandaríkin fái konu sem forseta, ef það skyldi gerast.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2020 kl. 21:23

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst Trójuhestalíking Kristjáns ágæt. Ég er viss um að margir hafa kosið Biden vegna þess að hann er viðkunnalegur gamall kall og virðist ólíklegur til að breyta miklu. Harris er meira wildcard. En ég gæti þó ímyndað mér að hún kynni að verða skárri forseti en Biden.

Hvort það verður heiminum á endanum til góðs að fá gamla gengið aftur til valda hef ég hins vegar ekki hugmynd um. Stóri munurinn á Trump og fyrri forsetum, allt aftur til síðari heimstyrjaldar, er tregða Trumps til að taka þátt í eða hefja stríðsátök erlendis. Hann náði fleiri friðarsamningum en flestir á undan honum og náði meira að segja einhverjum tengslum við Norður-Kóreska brjálæðinginn, sem engum bandaríkjaforseta hefur áður tekist. 

Við þurfum alltaf að hafa í huga hagsmuni "military-industrial complex". Hagsmuni þeirra lét Trump lönd og leið og kannski var það einmitt það sem kom honum í koll á endanum.

Biden drefst fljótt Guðmundur. Hann er búinn að gleyma því hvað Trump heitir, hann man ekki lengur hvað barnabarnið hans heitir. Þegar hann hefur gleymt því hvað hann heitir sjálfur tekur Harris við, vitanlega.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 23:00

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem gerði Trump að vonlausum forseta var að hann virðist ekki bera neina virðingu fyrir lýðræðislegum gildum, sbr. það að nú hrópar hann á Twitter að hann hafi víst unnið. Svo ber hann sem kunnugt er enga virðingu fyrir sannsögli.

Vera má að hann hafi bætt efnahagslífið og aukið atvinnutækifæri (eða þetta tvennt gerðist á hans vakt), en það er ekki nóg til að verða góður forseti. Forseti í lýðræðisríki verður að virða grunnprinsipp samfélagsins, þ.e. lýðræðisprinsippið.

Kristján G. Arngrímsson, 8.11.2020 kl. 11:21

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alveg rétt Kristján, en spurningin sem nú brennur á fólki er hvort "sigur" Bidens hafi verið samkvæmt lýðræðisprinsippinu. 

Ragnhildur Kolka, 8.11.2020 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband