Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

"Þróunarlönd" með geimferðaáætlanir

Þó að ég sé ekki mikill aðdáandi DJ Trumps, hefur hann oft máls á málum sem eru allrar athygli virði.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að honum gengi betur að afla þeim fylgis ef framganga hans væri með öðrum hætti, en það er önnur og lengri saga.

En hér vekur hann athygli á máli sem er vert að gefa gaum.  Hví er Alþjóðabankinn að lána Kína peninga?

Er Kína í hópi fátækari ríkja heims?

Er ekki Kína orðið umfangsmikið í "stuðningi" og lánastarfsemi við fátækari lönd heims? Væri ekki æskilegra að Alþjóðabankinn lánaði þeim "beint" frekar en í "gegnum" Kína?

Er ekki Kína t.d. með sína eigin geimferðaáætlun?

Víðast um lönd hefur það tíðkast um all nokkra hríð að "tipla á tánum" í kringum Kína vegna viðskiptahagsmuna.  Það er tímabært að slíku linni.

Kína vill að litið sé á sig sem jafningja, það er tímabært að það sé gert.

Sé litið til þjóðartekna á einstakling, sjá hér og hér, og svo annarra þátta svo sem þeirra eigin "þróunaraðstoðar";  verður ekki séð að Kína sé í þörf fyrir "alþjóðlega aðstoð".

P.S. Angi af sama meiði er að Alþjóða póststofnunin skilgreini Kína sem "þróunarland" og aðrir póstnotendur og/eða skattgreiðendur séu látnir niðurgreiða póstkostnað Kínverskra fyrirtækja.

 

 

 

 


mbl.is Vill að Alþjóðabankinn hætti lánveitingum til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Corbyn tilkynnir að hann muni ekki leiða Verkamannaflokkinn í fleiri kosningum - leiðtogi Frjálslyndra demókratata nær ekki kjöri

Allt stefnir í að Verkamannaflokkurinn fái sín verstu kosningaúrslit í áratugi.  Afstöðu flokksins til Brexit og sósíalisma Corbyns hefur verið hafnað.

Persónulega fékk hann þó glimrandi kosningu í sínu kjördæmi, Islington.

En hann tilkynnti þegar þau úrslit voru kynnt, að hann myndi ekki leiða Verkamannaflokkinn í fleiri kosningum.

En hann segir ekki af sér tafarlaust, heldur hyggst leiða flokkkin í "uppgjöri við kosningaúrslitin" og þangað til nýr leiðtogi verður kjörinn.

Það bendir til þess að "Corbynistarnir" í flokknum muni reyna að halda völdum, hvort það tekst verður fróðlegt að sjá.

Það hafa verið fjöldi athyglisverðra úrslita í þessum kosningum.  Íhaldsflokkurinn hefur verið að taka kjördæmi sem hafa verið í höndum Verkamannaflokksins í áratugi, í sumum tilfellum hart nær öld.

Ef til vill er það táknrænt að fyrir stuttu var tilkynnt að fyrrum kjördæmi Tony Blair, hefði verið unnið af Íhaldsflokknum.

Það er líka athyglisverðar niðurstöður frá Skotlandi, þar virðist allt stefna í að Skoski þjóðarflokkurinn vinni slíkan yfirburðasigur að ljóst er að pólítíska andrúmsloftið í Englandi og Wales, stefnir í allt aðra átt en í Skotlandi.

Nú var tilkynnt að frambjóðandi Skoska þjóðarflokksins hefði sigrað leiðtoga Frjálslyndra demókrata.

Sigrarnir gerast ekki mikið sætari en þessi.

En úrslitin undirstrika þau vonbrigði sem Jo Swinson hefur valdið í kosningabaráttunni. Áfall fyrir Frjálslynda demókrata og Jo Swinson. Ólíklegt að hún verði leiðtogi til langs tíma.

 


mbl.is Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í risasigur Boris Johnson og Íhaldsflokksins?

Þá er búið að birta útgönguspánna í Bretlandi.  Ef hún stenst er um að ræða risasigur fyrir Íhaldsflokkinn og Boris Johnson.

Íhaldsflokknum er spáð 368 þingsætum, Verkamannaflokknum 191., Frjálslyndum demókrötum 13., Skoska þjóðarflokknum 55., Brexit flokknum engu, Plaid Cymru aðeins 3. og Græningjar einum þingmanni.

Úrslitin verða eflaust að einherju marki öðruvísi, en verði þau í þessa átt er um að ræða gríðarlegan sigur fyrir Íhaldsflokkinn og traustsyfirlýsingu fyrir hann og Boris Johnson.

Það er sömuleiðis erfitt með að sjá að Corbyn verði leiðtogi Verkamannaflokksins um langa hríð ef þetta gengur eftir.

Breska þingið ætti að verða með öðrum svip en verið hefur, ef niðurstaðan verður í þessa átt.


mbl.is Íhaldsmönnum spáð miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosningar í Bretlandi

Það er ekki hægt að neita því að kosningarnar í Bretlandi eru tvísýnar og spennandi.  Þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi haft nokkuð gott forskot í skoðanakönnunum, þá er niðurstaðan langt í frá gefin.

Dreifing atkvæða, þegar notuð eru einmenningskjördæmi, getur breytt stöðunni svo um munar þó að fylgisbreytingar séu ekki miklar.

En það er samspil á milli flokka sem gerir þessar kosningar svo spennandi. Annars vegar á milli Íhaldsflokksins og Brexit flokksisns og svo hins vegar á milli Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata.

Það er enda mikið talað um að kjósa "taktískt" í þessum kosningum.  Eimenningskjördæmi bjóða upp á slíkt.

Íhaldsflokknum hefur gengið vel að taka fylgi af Brexit flokknum, og sömuleiðis hefur Verkamannamflokkurinn sigið upp á við á kostnað Frjálslyndra demókrata, en alls ekki í sama mæli. 

Enda margir sem geta ekki hugsað sér að kjósa Verkamannaflokkinn með Jeremy Corbyn við stjórnvölinn.

En leiðtogi Frjálslyndra demókrata hefur sömuleiðis valdið vonbrigðum í kosningabaráttuni og flokkurinn ekki náð flugi.

Boris Johnson leiðtogi Íhaldsflokksins er svo langt í frá óumdeildur, og þykir mörgum enginn góður kostur í þessum kosningum, en Johnson og Íhaldsflokkurinn hefur þó komið best út í flestum könnunum.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvort að sú sé ekki staðan víðast hvar um heiminn.

En auðvitað njóta stóru flokkarnir tveir góðs af kosningafyrirkomulaginu, en líklega þó enginn meira en Skoski þjóðarflokkurinn.

Líklega hefur Brexit verið málið sem hefur verið "yfir og allt um kring" í þessum kosningum, ekki með öllu óeðlilegt, enda hefur málið nánast tekið yfir Bresk stjórnmál í að verða 4. ár.

Það hefur gefið Íhaldsflokknum von um að geta rofið skörð í "rauða múrinn", sterka stöðu Verkamannaflokksins í norður Englandi og Wales, og sumar skoðanakannanir gefa til kynna að Íhaldsflokkurinn fái sína bestu útkomu í Wales síðan u.þ.b. 1900.

En það er vissulega spenna til staðar, beðið er eftir útgönguspá sem verður birt stuttu eftir kl. 22 að staðartíma (og Íslenskum).  Útgönguspár hafa verið mjög góðar í undanförnum kosningum, ef frátaldar eru kosningarnar 2015, þegar spáin sá ekki fyrir meirihluta Íhaldsflokksins.

Útlit er fyrir góða kosningaþátttöku og virðast flestir þeirrar skoðunar að það muni gagnast Verkamannaflokknum, þannig að erfitt sé að spá um niðurstöðu, þó að Íhaldsflokkurinn hafi staðið mun betur í skoðanakönnunum.

Sömuleiðis virðist Verkmamannaflokkurinn hafa verið mun betri og umfangsmeiri á samfélagsmiðlum og spurning hvort að það muni skila sér á endasprettinum.

Spennan er því svo sannarlega til staðar þó að staðan hafi verið Johnson og Íhaldsflokknum í vil undanfarnar vikur.

 

 

 


mbl.is Fimmtungur kjósenda óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband