Spennandi kosningar í Bretlandi

Það er ekki hægt að neita því að kosningarnar í Bretlandi eru tvísýnar og spennandi.  Þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi haft nokkuð gott forskot í skoðanakönnunum, þá er niðurstaðan langt í frá gefin.

Dreifing atkvæða, þegar notuð eru einmenningskjördæmi, getur breytt stöðunni svo um munar þó að fylgisbreytingar séu ekki miklar.

En það er samspil á milli flokka sem gerir þessar kosningar svo spennandi. Annars vegar á milli Íhaldsflokksins og Brexit flokksisns og svo hins vegar á milli Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata.

Það er enda mikið talað um að kjósa "taktískt" í þessum kosningum.  Eimenningskjördæmi bjóða upp á slíkt.

Íhaldsflokknum hefur gengið vel að taka fylgi af Brexit flokknum, og sömuleiðis hefur Verkamannamflokkurinn sigið upp á við á kostnað Frjálslyndra demókrata, en alls ekki í sama mæli. 

Enda margir sem geta ekki hugsað sér að kjósa Verkamannaflokkinn með Jeremy Corbyn við stjórnvölinn.

En leiðtogi Frjálslyndra demókrata hefur sömuleiðis valdið vonbrigðum í kosningabaráttuni og flokkurinn ekki náð flugi.

Boris Johnson leiðtogi Íhaldsflokksins er svo langt í frá óumdeildur, og þykir mörgum enginn góður kostur í þessum kosningum, en Johnson og Íhaldsflokkurinn hefur þó komið best út í flestum könnunum.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvort að sú sé ekki staðan víðast hvar um heiminn.

En auðvitað njóta stóru flokkarnir tveir góðs af kosningafyrirkomulaginu, en líklega þó enginn meira en Skoski þjóðarflokkurinn.

Líklega hefur Brexit verið málið sem hefur verið "yfir og allt um kring" í þessum kosningum, ekki með öllu óeðlilegt, enda hefur málið nánast tekið yfir Bresk stjórnmál í að verða 4. ár.

Það hefur gefið Íhaldsflokknum von um að geta rofið skörð í "rauða múrinn", sterka stöðu Verkamannaflokksins í norður Englandi og Wales, og sumar skoðanakannanir gefa til kynna að Íhaldsflokkurinn fái sína bestu útkomu í Wales síðan u.þ.b. 1900.

En það er vissulega spenna til staðar, beðið er eftir útgönguspá sem verður birt stuttu eftir kl. 22 að staðartíma (og Íslenskum).  Útgönguspár hafa verið mjög góðar í undanförnum kosningum, ef frátaldar eru kosningarnar 2015, þegar spáin sá ekki fyrir meirihluta Íhaldsflokksins.

Útlit er fyrir góða kosningaþátttöku og virðast flestir þeirrar skoðunar að það muni gagnast Verkamannaflokknum, þannig að erfitt sé að spá um niðurstöðu, þó að Íhaldsflokkurinn hafi staðið mun betur í skoðanakönnunum.

Sömuleiðis virðist Verkmamannaflokkurinn hafa verið mun betri og umfangsmeiri á samfélagsmiðlum og spurning hvort að það muni skila sér á endasprettinum.

Spennan er því svo sannarlega til staðar þó að staðan hafi verið Johnson og Íhaldsflokknum í vil undanfarnar vikur.

 

 

 


mbl.is Fimmtungur kjósenda óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband