"Þróunarlönd" með geimferðaáætlanir

Þó að ég sé ekki mikill aðdáandi DJ Trumps, hefur hann oft máls á málum sem eru allrar athygli virði.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að honum gengi betur að afla þeim fylgis ef framganga hans væri með öðrum hætti, en það er önnur og lengri saga.

En hér vekur hann athygli á máli sem er vert að gefa gaum.  Hví er Alþjóðabankinn að lána Kína peninga?

Er Kína í hópi fátækari ríkja heims?

Er ekki Kína orðið umfangsmikið í "stuðningi" og lánastarfsemi við fátækari lönd heims? Væri ekki æskilegra að Alþjóðabankinn lánaði þeim "beint" frekar en í "gegnum" Kína?

Er ekki Kína t.d. með sína eigin geimferðaáætlun?

Víðast um lönd hefur það tíðkast um all nokkra hríð að "tipla á tánum" í kringum Kína vegna viðskiptahagsmuna.  Það er tímabært að slíku linni.

Kína vill að litið sé á sig sem jafningja, það er tímabært að það sé gert.

Sé litið til þjóðartekna á einstakling, sjá hér og hér, og svo annarra þátta svo sem þeirra eigin "þróunaraðstoðar";  verður ekki séð að Kína sé í þörf fyrir "alþjóðlega aðstoð".

P.S. Angi af sama meiði er að Alþjóða póststofnunin skilgreini Kína sem "þróunarland" og aðrir póstnotendur og/eða skattgreiðendur séu látnir niðurgreiða póstkostnað Kínverskra fyrirtækja.

 

 

 

 


mbl.is Vill að Alþjóðabankinn hætti lánveitingum til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband