Líkurnar á því að Bretland kveðji Evrópusambandið aukast stöðugt. 47% vilja út 38% vilja halda í "Sambandið"

Fyrst þegar farið var að ræða um að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið var litið á það sem einhverja "fantasíu" létt geggjaðra einstaklinga og "ávaxtakaka".

Að yfirgefa "Sambandið" var eitthvað sem mörgum þótti varla mögulegt.

En nú er staðan sú að hver skoðanakönnunin á fætur annari sýnir að bretar eru líklegri en ekki til að velja þann kost að Sameinaða konungsdæmið (UK) segi sig úr Evrópusambandinu.

Einhver stærsta könnun sem gerð hefur verið í þessum efnum er nýbirt.

Það er YouGov sem gerði könnun á meðal 20.000 einstaklinga í Bretlandi. Af þeim vildu 47% að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, en 38% vilja áfram vera í "Sambandinu". 14% voru óákveðin.

Séu ókveðnir teknir frá, má segja að staðan sé nokkurn veginn 55/45, þeim sem vilja út í vil.

Vissulega gera flestir sér grein fyrir því að ákvörðun um að yfirefa "Sambandið" er ekki án áhættu, ekki síst efnahagslegrar.

En það gera sér sömuleiðis flestir grein fyrir því að ákvörðun um að vera áfram í "Sambandi", sem ekki er ljóst hvert stefnir, er ekki án áhættu, ekki síst efnahagslega fyrir Bretland.

Staðan er sú nú, að Bretar flytja mun meira inn frá "Sambandslöndum", en flutt er út til þeirra. Það má því leyfa sér að að álykta að það væri "Sambandslöndunum" í hag, eða hafa viðskiptasamböndin nokkuð óbreytt.

Það er þó alls ekki gefið að skynsemin ráði í þeim efnum.

En það er fátt sem bendir til annars en að Evrópusambandið glími enn við krísur sínar á næstu árum, sem svo enn eykur líkurnar á því að Bretland yfirgefi "Sambandið".

Það væri svo ein af martröðum frammámanna "Sambandsins" ef þeir þyrftu að horfa á Bretland blómstra eftir að hafa hoggið á "Sambandstaugina".

En það hriktir víða í "Sambandinu" þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband