Angela Merkel: Eurokrísan er ekki leyst

Á fundi með samflokksfólki sínu, varaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við því að ekki væri búið að leysa Eurokrísuna.

Ekki hefði verið tekið á þeim göllum sem væru á sameiginlegu myntinni.

Þó að vissulega rambi euroið ekki "á brúninni" eins og stundum áður, er staðan ekki góð.

Massíf peningaprentun, lágir vextir og gríðarleg verðlækkun á olíu hefur ekki náð að koma skriði í efnahags svæðisins í heild.

Atvinnuleysi er ennþá gríðarhátt, skuldir einstakra ríkja (og svæðisins í heild) halda áfram að aukast, ríkissjóðshalli er ennþá víða mikill og viðskiptajöfnuður enn í ójafnvægi.

Pólítísk ólga, illviðráðanlegur flóttamannastraumur, hryðjuverkaógn og brestir í Schengensamstarfinu auka svo enn á vandræði Eurosvæðisins.

Flest bendir til þess að 2016 verði enn eitt krísuárið á Eurosvæðinu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband