Euroið er eðlilega umdeilt

Það sem er ef til vill hvað mest sláandi við þessa könnun er hvað hátt hlutfall íbúa margra landa sem hafa euroið fyrir gjaldmiðil eru andsnúnir því.

Það eru ekki stór tíðindi að Bretar og aðrar þjóðir sem ekki hafa tekið upp euroið eru því andsnúnar, það er bæði eðlilegt og rökrétt.  Þegar það er tekið með í reikninginn að þjóðirnar hafa allar skuldbundið sig til að taka upp euro, að Bretum og Dönum undanskildum, er ljóst að tekist verður á um málið í framtíðinni og það líklega hart.

En það er afstaða þjóða eins og Ítala, Portúgala og Kýpurbúa sem segir hvað mest um hvaða usla euroið hefur valdið.

En það er þó rétt að taka það fram að euroið nýtur enn góðs stuðnings t.d. í Grikklandi og á Spáni, og þó að stuðningurinn hafi minnkað í Grikklandi, hefur hann aukist örlítið á Spáni.

En á Ítalíu hefur andstaðan við euroið aukist um 10 %stig og um 8 %stig í Portúgal.

Það er langt frá því að eurokrísunni sé lokið. Vissulega hefur seðlabanki Eurosvæðisins staðið sig  vel í baráttunni hingað til, þó að þurft hafi að grípa til óhefðbundinna aðgerða eins og hálfgildings valdarána í Grikklandi og á Italíu.

En gríðarlegt atvinnuleysi, vart sjáanlegur vöxtur og óvissa í alþjóðamálum varpa skugga óvissu yfir framhaldið.


mbl.is Helmingur hlynntur evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband