Afar lítill áhugi fyrir "Sambandsaðild" í Noregi

Þó að Norðmenn hafi í tvígang hafnað "Sambandsaðild" í þjóðaratkvæðagreiðslu, er málið ekki "útrætt". 

Líklega verður það aldrei.

Þó að yfirgnæfandi meirihluti í skoðanakönnunum sé andsnúin aðild að Evrópusambandinu, er málið ekki "dautt".

Líklega verður það aldrei.

Það er nauðsynlegt fyrir andstæðinga "Sambandsaðildar" á Íslandi að draga af þessu lærdóm.

Hitt er svo, að það má færa fyrir því rök að ein af ástæðum þess að aðild Íslendinga yrði "Sambandinu" mikils virði, er að það myndi setja aukin þrýsting á Norðmenn og gefa "Sambandsssinnum" þar aukin slagkraft.

Noregur er að sjálfsögðu mun "feitari" biti en Ísland.

En það þarf heldur ekki annað en að líta á hafsögur Íslands og Noregs til þess að sjá að eftir miklu er að slægjast.

Áhrif "Sambandsins" hvað varðar N-heimskautið og "norðurslóðir" myndu einnig að sjálfsögðu aukast margfalt, ef Ísland og Noregur gengju í "Sambandið".

En andstaðan við "Sambandsaðild"er stöðug og traust í Noregi nú um stundir.


mbl.is 70% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband