Stefna Samfylkingarinnar var stutt en skýr

Nú þegar kosningar eru afstaðnar byrja ýmsir að gera upp hlutina, finna ástæður fyrir því að ekk gekk betur og hvað hefði betur mátt fara.

Í Samfylkingunni hafa margir menn lagt hönd á plóginn við að finna skýringar og hafa sumir fyrrverandi þingmenn haldið því fram að þeir gætu ekki sagt til um hver stefna Samfylkingarinnar hefði verið.  Það er vissulega merkileg fullyrðing, því að ég hélt í einfeldni minni að þingmenn stjórnmálaflokka, ásamt landsfundum þeirra, tækju virkan þátt í því að móta stefnuna.  Ég helt að hún dytti ekki að ofan.

En fyrir mig sem kjósanda (sem telst þó ef til vill ekki dæmigerður kjósandi, búandi erlendis) var stefna Samfylkingarinnar stutt en skýr.

Samfylkingin lagði megináherslu á að Ísland yrði að ganga í Evrópusambandið.

Það mátti hvergi sjá Samfylkingarframbjóðendur tjá sig, án þess að það kæmi skýrt fram að lausnin væri fólgin í því að ganga í "Sambandið".

Allt annað hvarf í skuggann. Útgangspunktur flestra auglýsinga sem ég sá (þar kann aftur búseta mín að spila inn í) snerist um að Ísland þyrfti að ganga í "Sambandið".  Um það snerust kosningarnar.

Undarlegar fullyrðingar eins og að velja mætti um hvort laun einstaklinga yrðu greidd í krónum eða euroum sáust í auglýsingum, en ekki á neinum kjörseðlum.

En niðurstaða kosninganna er skýr.

Samfylkingin setti Íslandmet í fylgistapi stjórnmálaflokka.  Líkega hvort sem mælt er með eða án atrennu.

XS 1b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   XS 2bXS 3b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband