Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Ég held að Geir H. Haarde hafi gert allt sem í hans valdi stóð ...

Ofanritað má lesa á Eyjunni og er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, eiðsvarinni fyrir Landsdómi.

Sama Jóhanna Sigurðardóttir, sami forsætisráðherrann, greiddi atkvæði á móti því að Alþingi drægi ákæru sína á hendur Geir H. Haarde til baka fyrir fáum dögum.

Það eru skrýtnar leiðirnar í pólítíkinni.

Hvað köllum við einstakling sem á þátt í að koma einstaklingi, sem hann telur saklausan, fyrir dóm.


Í hvaða myntum eru útflutningstekjur Íslendinga

skipting utflutningstekna islands HMG

Nú má heyra ýmsa á Íslandi tala um að það sé fimbulfamb að taka upp aðra erlenda mynt en euro, enda séu viðskipti Íslendinga að mestum hluta í euroum.

Svo ramt kveður að þessu að heyra má alþingismenn tala á þessum nótum.  Það er ef til vill táknrænt fyrir það Alþingi sem nú starfar, og sérstaklega stjórnaliðana að þeir skuli ekki vita hið rétta í málinu.  Það virðist gjarna vera þeirra hlutskipti.

Þeir virðast sumir hverjir í þessu máli rugla saman uppskipunarhöfn og gjaldmiðlum.  Þeir væru því ef til vill betur komnir á "fraktara" en á Alþingi.  Ég birti því hér lítið kökurit sem ég birti hér á þessu bloggi fyrir einhverjum mánuðum.

Það sýnir að útflutningstekjur Íslendinga eru að mestar í Bandarískum dollurum, þó að mikið af þeim útflutningi fari á Evrópskar hafnir.  Það skýrist að mestu leyti af því að álútflutningurinn er greiddur í dollurum.

Skyldu þá þeir hinir sömu mælast til að Íslendingar taki upp dollar og gangi í Bandaríkin?

Líklega ekki.

Það geri ég ekki heldur.

 

 


Kippt í spottana?

Ég hef varla tölu á öllum þeim tölvupóstum sem ég hef fengið frá þeim sem ég þekki hér í Kanada varðandi meintan áhuga Íslendinga á að taka upp Kanadadollar.  Málið hefur vakið nokkuð mikla athygli hér, þó líklega verði að gera ráð fyrir að vegna mín hafi það ef til vill vakið meiri athygli hjá mínum kunningjum en ella.

Flestum virðist finnast þetta nokkuð "kúl", eða hálf fyndið.

En eins og oft á laugardögum þurfti ég í gær að fara nokkuð víða og hitti nokkuð mikið af fólki.  Eðlilega bar þetta nokkuð á góma.

Þeim sem fylgjast með Kanadískum stjórnmálum (sem eru í raun ekkert alltof margir), fannst það liggja í augum uppi að Kanadíski sendiherrann hefði ekki lofað að tala á ráðstefnunni án þess að hafa ráðfært sig við yfirboðara sína.  Slíkt væri því sem næst óhugsandi, slíkt gerðu Kanadískir sendiherrar ekki.  Hefði svo verið væri sendiherrann líklega á heimleið nú.  Sú ríkisstjórn sem nú situr er þekkt fyrir að halda uppi aga.

En hvers vegna þurfti sendiherrann þá að hætta við að flytja stutta ræðu?

Flestir voru þeirrar skoðunar að það hlyti að þýða að Íslensk stjórnvöld hefðu kvartað, það væri eðlilegasta skýringin.  Einn bætti því þó við að hugsanlega hefði "Sambandið" komið því til skila eftir diplómatískum leiðum, að það teldi Ísland á sínu "áhrifasvæði" nú um stundir, og því beðið Kanada að hafa sig hægt.

Á þessu stigi málsins væru vangaveltur sem þessar að sjálfsögðu ekki þess virði að styggja einn né neinn.  Hagsmunir Kanada í þessu máli væru litlir.

En sennilega kemur staðfestur sannleikur í þessu máli seint fram.


Hverjir mega tala á Íslandi?

Nú hefur Kanadískii sendiherrann á Íslandi hætt við að flytja stutt erindi á ráðstefnu um hugsanlega upptöku á Kanadadollar á Íslandi.  Persónulega þykir mér það liggja í augum uppi að það er eftir mótmæli Íslenskra stjórnvalda.  Ef til vill hefur þeim þótt þetta óeðlileg afskipti af innanríkismálum eins og það heitir í diplómasíunni.

Á sama tíma fer sendiherra ESB (ég sem hélt að aðeins ríki hefðu sendiráð og sendiherra) á fundaherferð um landið og talar á pólítískum fundum.  Það er með velþóknum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, Steingríms og Jóhönnu.

Það hlýtur að vakna sú spurning, hverjir mega tala á Íslandi?

Er það eingöngu þeir erlendu sendimenn sem Íslenska vinstristjórnin hefur velþóknun á?

Erlent ríkjasamband opnar á Íslandi áróðursskrifstofu og hyggst eyða hundruðum milljóna til að afla fylgis við sig. 

Öðrum sendiherra er skipað að hætta við að flytja erindi. 

Ójafnt hafast ríkin/ríkjasamböndin að.

 

P.S.  Persónulega lýst mér ekki vel á upptöku Kanadadollars, en jafn sjálfsagt að ræða það og annað.  Ræðuflutningur erlendra sendiherra virkar alltaf tvímælis, en það hlýtur jafnt yfir alla að ganga.


mbl.is Frumkvæðið ekki Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka upp erlenda mynt

Það er mikið rætt um það á Íslandi að nauðsyn sé að taka upp erlenda mynt.  Krónan einfaldlega gangi ekki lengur, hún geri ekkert nema að falla.  Það er vissulega nokkuð til í því, en það fer minna fyrir þeirri umræðu um hverju hún er alltaf að falla.

Það er ekki af því að hún heitir króna og það ekki af því að hún er Íslensk.  Íslensk efnahagsstjórn hefur verið með þeim ósköpum og skudsetning Íslendinga erlendis sömuleiðis að eitthvað hefur þurft að gefa eftir.  Það hefur verið hlutskipti krónunnar.

Þegar vilji verður til að bæta efnahagstjórnina, þegar vilji verður till þess að raunlaun lækki (eins og gerðist t.d. í Þýskaland á löngu tímabili á síðasta áratug). þegar vilji er kominn til að sætta sig við langvarandi atvinnuleysi í tveggja stafa tölu,  er rétt að fara að ræða af alvöru um hvaða gjaldmiðill henti Íslandi. 

Eða er það virkilega trú manna að slíkur vilji komi með nýjum gjaldmiðli?

Það þarf ekki nema að líta yfir eurosvæðið til þess að sjá hvernig löndum sem ekki hafa eigin mynt og hafa ekki staðið sig vegnar.

En það er ekki bara á eurosvæðinu sem eru vandræði.  Nú er talað um "kalt stríð" á milli Alberta og Ontario, hér í Kanada.  Hvers vegna skyldi það vera?  Jú, efnahagsleg velgengni Alberta, sem er ríkt af olíu og öðrum hráefnum hefur styrkt Kanadíska dollarann það mikið að iðnframleiðsla Ontario á undir högg að sækja.  Atvinnuleysi er í kringum 9% í Ontario og útlit fyrir frekari áföll.  Héraðið hefur safnað skuldum og á í miklum vandræðum.

Það er rétt að hafa í huga að á undanförnum árum hefur Ontario færst í "have not province" flokk úr "have province" flokk, og fær því jöfnunargreiðslur frá Kanadíska alríkinu.  Á síðasta ári numu greiðslur til Ontario ríflega 3 milljörðum dollara, sem er þó lítið miðað við það sem Quebec fær, en þangað fóru u.þ.b. 8 milljarðar.

Að fara í myntbandalag án þess að gagnkvæmur stuðningur ríki, getur verið ákaflega varasamt, það sést vel á eurosvæðinu.

Nú er enn og aftur rætt um að Íslendingar taki upp Kanadadollar.  Þegar rætt er um það er vert að hafa í huga að margir spá því að Kanadadollar eigi eftir að styrkjast enn frekar á næstu árum.  Eru Íslendingar reiðubúnir undir það?


Að eiga þess kost að hreinsa sig af ásökunum

Miðað við umræður um Landsdómsmálið á Íslandi, og að jafnvel þingmenn vilji að Geir Haarde sé dreginn fyrir Landsdóm, en sýknaður þar, vakna margar spurningar.  Það er orðið skrýtið réttaríkið þar sem það eru álitin forréttindi að lenda fyrir dómi.

Í beinni samsvörun hljóta Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir að eiga enga ósk heitari en að vera ákærð fyrir tilraun til valdaráns.

Það væri assgoti gott fyrir þau að vera hreinsuð fyrir fullt og allt af þeim áburði.

Ekki satt?


24. febrúar

Á föstudaginn var, 24ja febrúar hélt fjölskyldand "niður í bæ".  Erindið var að vera viðstödd þegar Eistneska fánanum væri flaggað við Ráðhúsið hér í Toronto.  Það er býsna gömul hefð og nær lengra aftur en endalok hersetu Sovétríkjanna í Eistlandi.

24. febrúar er dagurinn sem Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1918.  Í kjöfarið hófst blóðugt stríð við Sovétríkin sem lauk ekki fyrr en með friðarsamningi árið 1920, og viðurkenningu Sovétríkjanna á sjálfstæði Eistland.   Sjálfstæði sem Sovétríkin höfðu svo að engu 20 árum síðar og hersátu landið í 51. ár.

Veðrið var frekar slæmt þennan dag, slagveður og hálfgerð slydda.  Þó var þó nokkur fjöldi fólks mætt til að horfa á fánann dregin að húni.  Að stærstum hluta var um að ræða eldra fólk, sumt sem hafði komið á hverju ári svo áratugum skipti.  Sumir þeirra höfðu flúið Eistaland sem ungt fólk.  Eldri maður sagði frá því er hann hafði grafið Eistneska fánann í jörð árið 1940, og vitjað hans aftur árið 1993. 

Þar sem börnin okkar voru einu börnin sem voru viðstödd, varð það úr að þau drógu fánann að húni. Þau voru að vonum stolt yfir heiðrinum og fórst verkið vel úr hendi.  Þjóðsöngurinn var leikinn og síðan hélt hver í sína áttina.  Seinna um kvöldið var svo fagnaður í Eistneska húsinu hér í Toronto.

Myndin hér að neðan er frá athöfninni.  Fyrir neðan hana má lesa sjálfstæðisyfirlýsingu Eistlendinga frá 1918 á ensku.

Estonian Flag Raised

MANIFESTO TO THE PEOPLES OF ESTONIA

In the course of centuries never have the Estonian people lost their desire for independence. From generation to generation have they kept alive the hidden hope that in spite of enslavement and oppression by hostile invaders the time will come to Estonia "when all splinters, at both end, will burst forth into flames" and when "Kalev will come home to bring his children happiness."

Now that time has arrived.

An unprecedented fight between nations has crushed the rotten foundations of the Russian Tsarist Empire. All over the Sarmatian plains ruinous anarchy is spreading, threatening to overwhelm in its wake all the nations living in the former Russian Empire. From the West the victorious armies of Germany are approaching in order to claim their share of Russia's legacy and, above all, to take possession of the coastal territories of the Baltic Sea.

In this hour, the Estonian National Council, as the legal representative of our land and people, has, in unanimous agreement with Estonian democratic political parties and organizations, and by virtue of the right of self-determination of peoples, found it necessary to take the following decisive steps to shape the destiny of the Estonian land and people.

ESTONIA,

within his historical and ethnic boundaries, is declared as of today an

INDEPENDENT DEMOCRATIC REPUBLIC.

The independent Republic of Estonia shall include Harjumaa, Läänemaa, Järvamaa, Virumaa, with the city of Narva and its surroundings, Tartumaa, Võrumaa, Viljandimaa, and Pärnumaa with the Baltic islands of Saaremaa, Hiiumaa, Muhumaa, and others where the Estonians have settled for ages in large majorities. Final determination of the boundaries of the Republic in the areas bordering on Latvia and Russia will be carried out by plebiscite after the conclusion of the present World War.

In the aforementioned areas the only supreme and organizing authority is the democratically supported Estonian Salvation Committee created by the Estonian National Council.

The Republic of Estonia wishes to maintain absolute political neutrality towards all neighbouring states and peoples and expects that they will equally respond with complete neutrality.

Estonian military troops shall be reduced to the extent necessary to maintain internal order. Estonian soldiers serving in the Russian military forces will be called home and demobilized.

Until the Estonian Constituent Assembly, elected by general, direct, secret, and proportional elections, will convene and determine the constitutional structure of the country, all executive and legislative authority will remain vested in the Estonian National Council and in the Estonian Provisional Government created by it, whose activities must be guided by the following principles:

1. All citizens of the Republic of Estonia, irrespective of their religion, ethnic origin, and political views, are going to enjoy equal protection under the law and courts of justice of the Republic.

2. All ethnic minorities, the Russians, Germans, Swedes, Jews, and others residing within the borders of the republic, are going to be guaranteed the right to their cultural autonomy.

3. All civic freedoms, the freedom of expression, of the press, of religion, of assembly, of association, and the freedom to strike as well as the inviolability of the individual and the home, shall be irrefutably effective within the territory of the Estonian Republic and based on laws, which the Government must immediately work out.

4. The Provisional Government is given the task of immediately organizing courts of justice to protect the security of the citizens. All political prisoners shall be released immediately.

5. The city, county, and township local governments are called upon to immediately continue their work, which has been violently interrupted.

6. For maintenance of public order, people's militia, subordinated to local governments, shall be immediately organized and citizens' self-defence organizations established in the cities and rural areas.

7. The Provisional Government is instructed to work out, without delay, on a broad democratic basis, bills for the solution of the agrarian problem, and the problems of labor, of food supply, and of finances.

ESTONIA!

You stand on the threshold of a hopeful future in which you shall be free and independent in determining and directing your destiny! Begin building a home of your own, ruled by law and order, in order to be a worthy member within the family of civilized nations! Sons and daughters of our homeland, unite as one man in the sacred task of building our homeland! The sweat and blood shed by our ancestors for this country demand this from us; our forthcoming generations oblige us to do this.

May God watch over thee
And amply bless
Whatever thou undertake
My dear fatherland!

Long live the independent democratic Republic of Estonia!

Long live peace among nations!

The Council of Elders of the Estonian National Council
Tallinn, 21 February 1918


Inspired by Iceland

Það er búið að vera hljótt á þessu bloggi um nokkra hríð.  Annir og þvælingur hefur aftrað skriftum hér.  En ég hitti nokkuð af fólki á þessum þvælingi.

Meðal þeirra sem ég hitti var kunningi minn, kona ríflega sjötug, af Íslenskum ættum í 4ja eða fimmta lið.  Hún hefur oft farið til Íslands á undanförnum árum og hrifist af landi og þjóð.  Meðal þess sem hún hefur notið er að fara í sundlaugarnar og sitja í pottunum.

En næst vildi hún geta stigið skrefið til fulls og fara í laugina.  Því er þessi eldri kona, borin og barnfædd hér á Kanadísku sléttunum komin á sundnámskeið í fyrsta sinn.  Til að geta farið í laugina næst þegar hún fer til Íslands.

"Inspirasjónin" getur verið með ýmsu móti.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband