Upprisa brottreknu ráðherrrana - Meiri Alþýðuflokkur og minna Alþýðubandalag?

Þó að sigur Árna Páls Árnasonar á Katrínu Júliusdóttur sé það sem mesta athygli veki í prófkjörum Samfylkingarinnar er það þó annað sem mér þykir ekki síður athyglivert.

Það að óbreyttur þingmaður felli sitjandi fjármálaráðherra eru vissulega risatíðindi, en það sem færri gefa gaum er upprisa þeirra ráðherra sem Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að losa sig við úr ríkisstjórn sinni.  Árni Páll sigrar Katrínu eins og áður sagði og enginn getur leyft sér að efast um að Kristján Möller er Samfylkingarkóngurinn í NorðAustrinu.  Hann hlýtur þar öldungis frábæra kosningu.

Það virðist sem að hið almenna Samfylkingarfólkk sé að senda þau skilaboð að það hafi ekki verið mjög ánægt með þessar ráðherrahrókeringar Jóhönnu.

Sigurvegarar í prókjörum Samfylkingarinnar þessa helgina, eru Árni Páll, Kristján og ekki síst Erna Indriðadóttir.  

Ég hugsa að margir (og ég þar á meðal) myndu vilja túlka þessi úrslit sem ákall um breytingu á stefnu Samfylkingarinnar, og að atvinnumál verði sett í forgang.   Að snúið verði af vinstri vegferðinni sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur teymt flokkinn í og stefnan aftur sett á miðjuna. 

Sumir myndi líklega segja þetta ákall eftir meiri "Alþýðuflokki" en minna "Alþýðubandalagi" innan Samfylkingarinnar.

Það að Samfylkingarfólk hafni Sigmundi Erni og að Lúðvík Geirsson hafi átt erfitt uppdráttar kemur að mínu mati ekki mikið á óvart, þó vissulega megi taka undir með Lúðvík að slæm staða Hafnarfirðinga veki nokkra eftirtekt.

En eins og ég minntist á í færslu minni um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í "Kraganum", vekur sömuleiðis dræm þátttaka athygli hjá Samfylkingunni.  Það kann að vera að það þýði að áhugi fyrir stjórnmálastússi sé í lágmarki.  Ef ekki verður breyting á, gæti það skilað sér í slælegri kosningaþátttöku í vor.  Það væri þróun sem væri engum til góðs.

 

 


mbl.is „Við þurfum að breyta um takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband