Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
30.9.2011 | 02:03
Að selja kostina og leyna göllunum
"State of the Union" ræða Barroso virðist ekki hafa vakið mikla athygli á Íslandi, alla vegna hef ég ekki séð mikið um hana fjallað í Íslenskum fjölmiðlum, en það kann vissulega að hafa farið fram hjá mér.
En Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði þó um hana í grein í blaðinu (ég veit ekki hvort þetta telst leiðari, eða einfaldlega greinarskrif ritstjóra, ég las hana einfaldlega á visir.is.).
Þar mætti meðal annars lesa skoðun ritstjórans á þvi hvers vegna erfiðleikar Eurosins væru jafn miklir og raun ber vitni nú um stundir og hvers vegna vandræðagangurinn innan "Sambandsins" og Eurolandanda er borinn á torg. Ritstjórinn skrifar:
"Fyrir þessu voru pólitískar ástæður. Ráðamönnum í ESB-ríkjunum var meira í mun að selja almenningi kosti evrunnar; stöðugleika, þægindi, sparnað, aukna samkeppni, lægri vexti og meiri samkeppnishæfni atvinnulífsins; en að útskýra fyrir þeim að stundum þyrftu vel rekin ríki þurft að hjálpa þeim illa reknu eða að nauðsynlegt yrði að samræma ákvarðanir í efnahags- og fjármálum. Sumir vildu þeir sjálfsagt ekki of harðan aga í ríkisfjármálum til að geta haldið áfram að kaupa sér vinsældir."
Ráðamönnum og öðrum "sölumönnum" í "Sambandinu" var sem sé tamara og fannst eðlilegt að "selja" almenningi kosti sameiginlegs gjaldmiðils heldur en að minnast á gallana. Alger óþarfi að vera að velta sér upp úr neikvæðum hlutum eða að segja frá bæði kostum og göllum.
Hljómar þetta kunnuglega fyrir Íslendinga?
Það er ef til vill þess vegna sem að ýmsir eru að vakna upp við vondan draum innan "Sambandsins" þessa dagana. Vegna þess að þeir létu selja sér kostina en hugleiddu ekki gallana?
Þær voru víst nokkuð snarpar umræðurnar á Eistneska þinginu í dag þegar framlag landsins í björgunarsjóð "Sambandsins" var samþykkt. Auðvitað var Eistlendingum ekki "seld" innganga í "Sambandið" eða þátttaka í sameiginlegri mynt á þeim forsendum að á sama árinu og þeir tækju upp euroið, þyrfti landið að leggja fram fé til að bjarga þjóð (hugsanlega þjóðum) þar sem þjóðarframleiðsla á hvern einstakling er u.þ.b. 50% hærri en Eistlendinga (tölur fyrir Grikkland 2010 er $28.496, en $18.527 fyrir Eistland).
Nei þeim var "seld" þátttaka í "Sambandinu" og Euroinu með því að tala um stöðugleika, lága vexti, gott að tilheyra stærri heild (sérstaklega fyrir nágranna Rússa) og að innan skamms tíma myndu lífskjör verða svipuð og í Þýskalandi.
Eistlandi er ætlað að ábyrgjast rétt tæpar 2.milljarða Euroa.
"The sum is a third of our budget," sagði Ester Tuiksoo, þingmaður Miðjuflokksins (Eesti Keskerakond)sem er í stjórnarandstöðu.
"I can't understand how the EFSF will save Europe and Greece. How Harry Potter beats Voldemort is something every normal person understands, but how the EFSF will bring Europe out of crisis is a fairy tale," sagði Igor Grazin og sagði nei, en hann er meðlimur Framfaraflokksins (Enska: Reform Party, Eistneska: Eesti Reformierakond) sem er flokkur Ansips forsætisráðherra.
Mailis Reps, þingmaður Miðjuflokksins var heldur ekki sátt við tillöguna og sagði:
"When we look at the salaries of teachers, the state support for children and so on, it's all many times smaller here than in the countries Estonia is now going to support financially,"
Juku-Kalle Raid, stjórnarþingmaður úr Föðurlands og lýðveldisbandalaginu (Samsteypa tveggja flokka, ProPatria and Res Publica Union. Eistneska: Isamaa ja Res Publica Liit, IRL), talaði með þeim hætti sem á Íslensku yrði líklega kallað tæpitungulaust:
"I think I will vote against it. It is really strange that Estonia, where incomes are lower than in Greece even after its cuts, should pay for these lazy losers," .
Það getur endað illa þegar "sölumennskan" snýst aðeins um að sýna fram á hugsanlega kosti og fela gallana.
Svona eins og ef að bíll er seldur með þeim formerkjum að hann sé með gott útlit, hraðskreiður, leður á sætunum og góð hljómflutningstæki, en ekki minst á að nemarnir fyrir loftpúðana virki ekki, öryggisbeltin afturí séu föst, bremsurnar farnar að gefa sig og stýrisendarnir séu lúnir.
Þeir sem standa þannig að bílasölu enda yfirleitt í vandræðum, skaðabótum, lögsóknum og þar fram eftir götunum.
Þeir sem standa þannig að þvi að "selja" almenningi aðild að Evrópusambandinu og sameiginlegri mynt þess, enda yfirleitt í "feitum" vel launuðum embættum í Brussel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2011 | 21:54
Gríska ritvélin
29.9.2011 | 21:08
Hayek vs Keynes - Hagfræði frá öðru sjónarhorni
Rakst á þessa stórskemmtilegu framsetningu á mismunandi skoðunum þeirra Keynes og Hayeks. Kenningar þeirra beggja eiga fullt erindi í nútímanum, enda líklega síst deilt minna um þær nú, heldur en á síðustu öld.
En hagfræðirap er eitthvað sem ég hef ekki rekist á áður og eitthvað segir mér að það eigi varla eftir að slá í gegn á almennum markaði. En þeir sem hafa áhuga að fræðast meira um tilurð þessarra myndbanda og mennina á bakvið þau, mæli ég með að heimsæki síðuna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 03:15
Er Evran byggð á ímyndun eða blekkingu?
Flestum ætti að vera ljóst að Euroið (eða Evran) hefur ekki átt góða daga upp á síðkastið, en það má vissulega segja um fleiri myntir.
En vandamá Eurosins eru stærri en annara mynta, því þar er ekki á ferðinni eitt ríki sem lýtur stjórn einnar ríkistjórnar, heldur eru 17. ríkisstjórnir og framkvæmdastjórn "Sambandsins" öll að reyna "að bjarga málunum" og virðast stundum stefna í margar mismunandi áttir.
En það var einmitt forseti framkvæmdastjórnarinnar sem virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að euroið sé byggt á ímyndun, eða blekkingu (enska orðið illusion), en í "State of the Union" ræðu sinni komst hann svo að orði:
It was an illusion to think that we could have a common currency and a single market with national approaches to economic and budgetary policy. Let's avoid another illusion that we can have a common currency and a single market with an intergovernmental approach.
Hér talar ekki svarinn andstæðingur "Sambandsins" eða fulltrúi "Sambands" ríkis sem hefur kosið að taka ekki upp Euro, heldur forseti framkvæmdastjórnar þess og líklega einhver valdamesti einstaklingur "Sambandsins" (þó að enginn af íbúum Evrópusamandsins hafi nokkru sinni greitt honum atkvæði sitt, en það er önnur saga).
Það tók hann ekki nema tæplega tuttugu ár og eitt þjóðargjaldþrot (Grikkland er í raun gjaldþrota) að komast að þessari niðurstöðu.
Hvert framhaldið verður veit líklega enginn - nákvæmlega núna - það er togast á um mismunandi lausnir og tillögur. Ekki er ólíklegt að frekari miðstýring og sjálfstæðiskerðing aðildarþjóðanna verði ofan á, að "Sambandið" stefni í átt að frekari samruna og sambandsríki.
Ekki er ólíklegt að sívaxandi togstreita verði á milli þeirra "Sambands" ríkja sem nota Euro og hinna sem hafa kosið að gera það ekki (raun virðist ekkert þeirra hafa mikinn áhuga á því að taka upp euroið nú um stundir), hvert sá ágreiningur gæti leitt "Sambandið" ætla ég ekki að spá um nú.
En Íslenska ríkisstjórnin vill ótrauð inn í "Sambandið", jafnvel þó að enginn viti hvers eðlis "Sambandið" verður þegar aðild Íslands gæti orðið að veruleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 13:17
Óeðlileg afskipti af innanríkismálum?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Ef tekið er mið af því sem oft heyrist í umræðunni væri það gustukaverk af hálfu "Sambandsins" að hleypa Íslandi inn. Á Íslandi er ekki eftir neinu að slægjast fyrir "Sambandið" en Íslendingar myndu njóta "alls hins góða" sem "Sambandið" hefur upp á að bjóða, traustan gjaldmiðil, lægri vexti, ódýra kjúklínga, helling af styrkjum o.s.frv.
En auðvitað verður kosið um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar munu næsta líklega verða tvær fylkingar sem reyna af öllum mætti að sannfæra Íslensku þjóðina um að segja annað hvort JÁ eða NEI. Íslensku stjórnmálaflokkarnir munu án efa blanda sér í málið, en innan þeirra eru skiptar skoðanir, þannig einstaklingar munu skipast í fylkingar óháð þeim. Hið sama má segja um hin ýmsu hagsmunasamtök sem án efa munu hafa skoðanir á málunum.
En nú bregður svo við að að erlendur aðili kemur að borðinu (líklega ekki rétt að tala um hagsmunaaðila, þar sem "Sambandið" hefur enga hagsmuni af aðild Íslands), það er að segja Evrópusambandið sjálft, sem hyggst eyða á næstu árum (líklega fram að kosningum um aðild) hundruðum milljóna til þess að kynna "Sambandið" og líklega þá kosti sem þeir telja að Íslendingar myndu njóta ef þeir samþykkja aðild.
Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem erlent ríki/ríkjasamband í skiptir sér af kosningum á Íslandi og reynir að hafa áhrif á niðurstöðuna, alla vegna með opinberum hætti. Í mínum huga er það fullkomlega óeðlilegt og undarlegt að Íslensk stjórnvöld og Alþingi skuli ekki mótmæla því að að slík starfsemi fari fram.
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja fulltrúa fyrir andstæð sjónarmið með fjárframlögum, og þannig aukið möguleika þeirra til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt.
En að erlendir aðilar stundi á Íslandi skipulega áróðurs og kynningarstarfsemi í aðdraganda kosninga um jafnt mikilvægt málefni og aðild að Evrópusambandinu er fyllilega óeðlilegt og óviðeigandi.
Ákvörðunin er Íslendinga einna, og baráttan í aðdraganda kosninga ætti að vera það sömuleiðis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2011 | 12:38
Slagorð tuttugustu og fyrstu aldarinnar?
No Banker Left Behind
Höfundur ókunnur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 00:04
En hverju eiga Íslendingar að aðlagast?
Það er mikið gert úr mótþróa Jóns við aðlögunarviðræður Íslendinga og "Sambandsins". Mikið var fjallað um það að ráðuneyti Jóns þyrfti að gera "aðlögunaráætlun" til þess að Íslendingar "nytu" hugsanlegrar aðildar sinnar strax ef svo ólíklega færi að Íslendingar myndu samþykkja aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En það má þá líklega spyrja, að hverju eiga Íslendingar að aðlaga sig? Ekki er það vitað nú þegar, eða hvað? Eru Íslendingar ekki "bara að kíkja í pakkann"? Á ekki eftir að semja um alla mögulega og ómögulega hluti? Er ekki fullsnemmt að fara að gera aðlögunaráætlun þegar niðurstaðan úr "kíkja í pakkann og semja" leiðangrinum liggur ekki ljós fyrir?
Eða er ég að misskilja þetta allt saman og það býðst eingöngu það að aðlaga sig að reglulverki "Sambandsins"? Snúast "að kíkja í pakkann" viðræðurnar eingöngu um hvað aðlögunin má taka langan tíma?
Ef að stjórnmálamenn geta ekki talað hreinskilnislega og tæpitungulaust við almenning enda hlutirnir yfirleitt illa.
Þjóðr hafa gengið í "Sambandið" af ýmsum ástæðum, ég hef áður vitnað til orða Jurgen Ligi fjármálaráðherra Eistlands, "Estonia is too small to allow itself the luxury of full independence.". Þessi orð lét hann falla í Janúar síðastliðnum þegar Eistlendingar tóku upp Euróið. Eistlendingar lifa enda í eilífum skugga Rússneska bjarnarins, og vilja því tilheyra stærri heild.
Er ekki tími til kominn að Íslenskir stjórnmálamenn tali hreinskilnislega um hvers vegna þeir vilja ganga í "Sambandið" og hvers vegna þeir telja það þess virði að fórna fullu sjálfstæði landins? Er ekki kominn tími til að hætta að tala um að "Sambandið" sé samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra ríkja? Er ekki kominn tími til að hætta að tala eins og menn vilji bara "kíkja í pakkann"?
Þegar öllu er á botninn hvolft er í raun að val á milli þess að fara inn eða ekki inn?
Ég er ennþá þeirra skoðunar að Íslandi henti best að segja nei.
Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2011 | 03:25
Skuldakreppa hins opinbera
Hið opinbera er í kreppu víða um heim, skuldakreppu. Víða er staðan sú að endurfjármögnun leysir ekki vandan, þó að hún sé fáanleg, slíkt frestar aðeins vandamálunum.
Bæði sveitarfélög og ríkistjórnir víða um lönd eru orðin háð ódýru lánfé sem og að tekjur aukist ár frá ári. Nú þegar hvorugt er til staðar koma vandræðin upp á yfirborðið sem aldrei fyrr.
Það eru aðeins tvær leiðir út úr vandanum, skattahækkanir eða niðurskurður, nú eða bland af þessu tvennu. Það er því líklegt að víða um lönd verði mikil átök verði um þjónustu og fjármál hins opinbera á næstu árum.
Það verður rifist um hvaða þjónustu hið opinbera eigi að veita, hvernig standi á því að opinber þjónusta er svo dýr og hvort að ekki megi spara meir en nú er gert. Líklega verða fáir eða engir geirar opinberrar þjónustu undanskyldir, það verður rifist um dagvistun, skólarekstur, styrki til menningarstarfsemi, íþróttamannvirki og stuðning við íþróttafélög, almenningssamgöngur, gatnagerð, bókasöfn, heilbrigðiskerfi, yfirstjórn o.s.frv, o.s.frv.
Verst stöddu sveitarfélögin á Íslandi eru líklega Álftanes, Suðurnesjabær og Hafnarfjörður. Hér í Toronto er borgarstjórnin að berjast við u.þ.b. 800 milljón dollara gat. Fleiri sveitarfélög eru í standandi vandræðum og tekjumöguleikarnir takmarkaðir.
Það þekkja líklega flestir vandræðin sem ríkja í Grikklandi, á Spáni, á Ítalíu, í Bandaríkjunum, í Bretlandi. En þau eru fá löndin sem geta státað af sterkum og stöðugum ríkisfjármálum þessi misserin.
Skattahækkanir verða áreiðanlega víða, en þó sjást þess merki að sú leið er illfær öllu lengra. Of háir skattar verka letjandi, hvetja til skattaundanskota og geta jafnvel orðið til þess að farið sé að hvetja til "skattaverkfalla" líkt og er að gerast í Grikklandi. Það má sömuleiðis segja að Rob Ford, núverandi borgarstjóri hér í Toronto hafi verið kjörinn síðastliðið haust, út á loforð um að stöðva eyðsluna. Hann talaði að Toronto byggi við eyðsluvandamál, ekki tekjuskort. Hvernig tekst til á eftir að koma í ljós, hann berst um á hæl og hnakka, en enginn vill skera niður nema "einhvers staðar annarsstaðar".
En það er líklegt að rifist verði harkalega um hvað starfsemi sveitarfélaga og ríkisins eigi að vera víðtæk, hvar og hve mikið eigi að skera niður og hvað djúpt sé hægt að sækja í vasa skattborgaranna.
Það er næst ljóst að um ekkert af þessum atriðum mun ríkja samstaða, en það sem er mest áríðandi er að stjórnmálastéttin tali hreinskilnislega um þessi mál og samhengi tekna, þjónustu og síðast en ekki síst skulda.
Loforð þar sem "allt" er "ókeypis" eiga ekki við lengur og vonandi lætur almenningur slíkt ekki blekkja sig eina ferðina enn.
Það er víða komið að skuldadögunum vegna slíkra loforða.
Skuldir sliga Hafnarfjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2011 | 20:27
100 ára fjölskylda
Í gær náði fjölskyldan hér að Bjórá þeim merka áfanga að verða 100 ára. Það er að segja sameiginlega.
Af taktískum ástæðum verður þess ekki getið hér hvernig þessi 100 ár skiptast á milli meðlima fjölskyldunar, en það viðurkennist þó að börnin eru ung.
22.9.2011 | 20:09
Eru öll pólítísk "kerfi" hrunin?
Þeir eru ófáir sem hafa talað hátt um það að bankahrunið á Íslandi megi rekja til þess sem þeir kalla "nýfrjálshyggju". Þetta hentar þeirra pólítíska málstað.
Þeir hinir sömu hafa líklega ályktað að hin alvarlega bankakreppa sem herjaði á Svíþjóð, Noreg og Finnland seint á síðust öld hafi verið hinu blandaða norræna velferðarkerfi að kenna. Þeir hljóta að hafa talið það óðs manns æði að halda áfram á svipuðum nótum í uppbyggingunni eftir það hrun. Hvað þá að fara að nota það "model" í öðrum löndum.
Líklega þekkja líka flestir hrun kommúnismans sem sömuleiðis varð fyrir u.þ.b. 20 árum.
Eru þá ekki öll kerfi fullreynd?
En auðvitað er þetta ekki svona. Bankahrunið á Íslandi varð ekki vegna nýfrjálshyggju (lengi má líklega rífast um hvort að frjálshyggja hafi nokkru sinni verið veruleg á Íslandi, bankakreppa Svía, Finna og Norðmanna varð ekki vegna hins blandaða hagkerfis sem þeir bjuggu við og búa við enn.
Líklega verður þó ekki deilt um að hin kommúníska mara sem lögð var yfir stærstan hluta A-Evrópu dróg sitt eigið skipulag til dauða.
Þeir eru þó enn býsna margir sem telja það skipulag ekki fullreynt.